Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Kennarar og nemendur sem skotspónar

Kennari á hvaða skólastigi sem er sem fremur þann glæp að gefa hagstæðar einkunnir gegn greiðslu á bæði að missa æruna og réttinn til að kenna. Að mínu viti er það svipaður glæpur og ef læknir skrifar út vottorð á (eitur)lyf fyrir sjúkling gegn betri vitund. Hvort heldur er kennarinn eða læknirinn er orðinn siðblindur og afvegaleiddur, búin að missa sjónar á takmarkinu með starfa sínum. 

Sem kennari lendir maður stundum í því að nemendur banka dyra og vilja fá mann til að endurskoða einkunnagjöf hvort heldur varðar prófniðurstöður eða einkunnagjöf fyrir lokaverkefni. Í þeim sporum lendir maður í því að þurfa að færa rök fyrir viðmiðunum að baki einkunnagjöfinni. Stundum er það einfalt ef um stigagjöf er að ræða t.d á prófum. Þegar um lokaverkefni er að ræða og ritgerðarsmíð, beiting aðferðafræði, rannsóknargögn og meðferð þeirra er matsefnið er samhengið oft heldur flóknara. Þá er ein vídd matsins huglægari heldur en svo að hægt sé einhæft að benda á gátlistann sem liggur til grundvallar einkunnagjöfinni. Maður þarf að geta fært góð og gild rök og gera sig skiljanlegan svo nemandinn hafi möguleika á að átta sig á hvort maður hefur lagt vandað mat til grundvallar einkuninni.

Ég met yfirleitt mikils þegar að nemendur vilja skoða frammistöðu sína og fá ígrundun fyrir mati kennarans á framlögðu verki og fá samtal um það. Mér finnst það bera vott um einlægan áhuga á eigin framlagi og oftar en ekki er hvatinn að spurningunni afhverju var ég metin(n) svona drifinn af þörfinni fyrir að skilja og jafnvel læra af mistökum, gera betur. Það finnst mér heilbrigð afstaða til náms.

En stundum er nemendum slétt sama um efnislegar röksemdir, vilja bara hærri einkunn, sama  hvað. Það á ég erfiðara með að sýna mikla virðingu, en ég hef líka lent í að gera mistök í yfirferð prófa, svo ég veit að mannlegi þátturinn spilar alltaf verulega inn bæði frá hendi kennara og nemenda.

Þá man ég að ég var grautfúl yfir að þurfa að fara aftur yfir tæplega 70 próf, en á eftir var ég líka miklu ánægðari - bæði af því að ég var búin að gera hreint borð, og vegna þess að ég hafði líka sjálf lært af þessum mistökum. Nemandinn átti reyndar svefnlausa nótt þegar hún áttaði sig á, eftir að hafa bent mér á yfirsjón mína, að það gæti ef til vill þýtt að einhverjir nemendur myndu falla. Svo fór nú ekki og hún gat unað vel við sitt. Ef ég man rétt voru tveir nemendur sem hækkuðu um hálfan í aðaleinkunn.

Ég hef aldrei lent í hótun af hendi nemanda nema einu sinni, sem betur fer. Í því tilfelli var um ærukæran erlendan nemanda að ræða sem sendi mér kansellískan email um að ef að ég gæfi sér ekki almennilega einkunn fyrir prófið myndi hann kæra mig. Ég verð að viðurkenna að eftir það átti ég erfitt með að sjá nemandann í réttu ljósi. Sem betur fer hafði ég ekki af honum að segja aftur. 

Annar nemandi grátbað mig um að hækka einkunn á þeim forsendum að hún gæti ekki komið heim til heldri gáfumanna tengdaforeldra sinna sem myndu fá staðfestingu á fordómum sínum um að hún væri bágur kvenkostur fyrir einkasoninn. 

Nemendur geta lent í að vera skotspónar en það geta kennarar líka. Grundvallarreglan hlýtur að þurfa að vera virðing, samviskusemi og réttsýni (kennarar verða til dæmis að átta sig á að þeir eru ekki að gefa einkunnir, þeir eru að meta eitthvað verk af hendi nemenda til einkunna). Á sama hátt eru kennarar ekki að meta persónuna eins og sumir nemendur halda, heldur verklega eða skriflegt framlag þeirra. Og þó það sé eitthvað sem maður sem nemandi tekur ákaflega persónulega eins og leikari eða rithöfundur sem fær dóm, er maður enn sama manneskjan með sömu möguleika og áður því framtíðin er í flestum tilfellum óskrifað blað. Maður er alltaf að læra, hvort sem maður er í skóla eða ekki, hvort sem maður er að kenna eða nema. 


mbl.is Hækkaði einkunnir gegn greiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefjum landafræði og landfræði-kennslu til virðingar!

Edwards Huijbens samstarfsmaður minn og félagi sendi út skemmtilega grein eða umfjöllun Guardian á knýjandi þörf fyrir að hefja upp kennslu í landafræði í Bandaríkjunum og fleiri löndum.

Ég stenst ekki mátið og sendi hana með. Hún er nokkuð góð.

This new geography is about far more than scree



There is an urgent need to put this beleaguered subject back in its place as an instrument of national ambitions

Marina Hyde
Saturday January 19, 2008
The Guardian


Which of us did not feel the world had changed beyond measure having read that an Ofsted study has found schoolchildren deem geography "irrelevant" and "boring"? What on earth has happened to geography's insane cool of yore, when a patched-corduroy-jacketed buccaneer would wonder why the word KCID flashed up when he switched on the overhead projector, and turn an exhaustedly blind eye to moderate cider consumption on field trips?

Gone, it seems, along with the ability to identify the capital of Facebook on a map. Understandably, the matter is of much concern to the powers that be, and they promise "radical reforms" to put geography back where it belongs.

Their first step will be to examine how other countries are meeting the challenge, perhaps beginning with a look at the US, where the government appears to be rolling out a hardhitting interactive campaign to raise the profile of geography. In 2003, the country's National Geographic Society conducted a study in which 18- to 24-year-olds were asked to place various countries on a world map. For whatever reasons - not including the US's ongoing romance with xenophobia - a mere 13% could point to Iraq, and 17% to Afghanistan.

Did the US government have some angsty huddle with school inspectors who agreed that "geography was at a crucial period in its development"? No. That's the cheap option. Instead, they sent many thousands of their citizens from this precise age range on an all-expenses-paid field trip to both these countries. I'll bet those youngsters can point at Iraq and Afghanistan now. Well, the ones with arms can. And you know what? They did all this untrammelled by heath and safety regulations. So it's possible, if we put our minds to it.

It was the American writer Ambrose Bierce who once remarked that "War is God's way of teaching Americans geography", and though the Almighty's educative methods can seem a little extreme - is there a Montessori version of them, I wonder? - he definitely hit on the global need to bring a little vim to this potentially dour subject. If this week's Ofsted study has shown us anything, it's that we need a new geography for a new geopolitics, with this column only happy to provide a work book for the teacher no longer willing be pigeonholed as "the scree guy".

There is still a place for field trips in this brave new world, but with the aforementioned pressure of health and safety, you should attempt to combine as many strands of geography as possible in one expedition. Afghanistan is an ideally efficient choice, weaving physical, political and human geography together in spellbinding fashion. Assemble your group pretty much anywhere in this intriguing war park, then explain that this rock formation is called rubble. And what was it before that? Anyone? OK, it was slightly larger rubble left by the Soviets. Before that it might have been an early hospital, but your coursework will only go back to the early 1980s, so you needn't worry about that.

The classroom will, of course, be the hub of your activities, and it is here that you should remind students that maps have always been just a point of view. With the shift from hunter-gathering to agriculture, cartographers no longer focused on hunting trails and prey movement but on field systems and property relations. And so today, where the "level playing field" appearance of the classic world map looks bizarrely antiquated. Encourage the children to divide the world into "places you might like to visit again" and "places suitable for hosting wars". Explain that we do things this way because it's better to take the fight to the terrorists before they bring it to us. Explain this hurriedly - they may spot flaws.

Later in the course, get pupils to draw maps of the world with the scale of countries determined not by physical size but their sense of self-importance. Isn't Britain huge? Use this as the reference map for your classroom wall.

History remains a valuable example of what not to do - and not just because it's "the other humanity". In the 1980s, Saddam Hussein commissioned a globe with all the Arab countries in the world shaded orange and the rest of the world yellow. Look how he ended up. Today's sensitive child should be encouraged by the ancient South Asians, whose preoccupation with cosmology was such that earthly maps were rarely made. Get your pupil to study a map of where all the gazillion dollars we've sent into space have gone, as opposed to one of somewhere we feel a bit awkward about, like Africa.

For homework, set the class relevant questions, such as: what are the politics of GPS? Or: some time after Hurricane Katrina, Google Earth replaced images of devastated areas of New Orleans with pre-Katrina imagery. After complaints, the real pictures were restored, but isn't it nicer to draw a veil over the unsightly? Was cartography the first airbrushing?

In short, tomorrow's radical geography teacher or syllabus-setter must realise that the subject has no limits, only boundaries, whose coordinates are largely disputed. They must, if you'll pardon the relevance, tear up the map.

marina.hyde@guardian.co.uk


Gjöfulir vinnustaðir!?!

Nú fyrir jól fengu margir vinnuþjarkar jólagjafir frá sínum vinnuveitendum. Sums staðar var mikið í lagt, annars staðar minna. Við Háskóla Íslands fékk starfsfólk skólans varla einu sinni jólakort frá Rektor. Það var snoturt ekki vantaði það, með mynd af þakglugga háskólatorgs, en það var sent rafrænt sem VIÐHENGI tölvupósts . Lítil áreynsla það!

Ég vil ekki vera óþakklát, en spyr sjálfa mig hvurslags vinnustaður það sé sem þurrmjólkar starfsfólk að starfsþreki, lofar og dásamar framtíðaráætlanir um að vera í röð 100 bestu háskóla innan skamms. en.....

Samtímis færir stofnunin óhemju mikið af stjórnunarstörfum yfir á almenna starfsmenn þegar stoðþjónusta minnkar þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, ....er hreinlega ekki til staðar.

Samtímis getur stórhuga háskólastofnun ekki einu sinni séð starfsfólki sínu fyrir dagbókum til að skipuleggja annars annasaman vinnutíma fyrir árið 2008. 

Ég bið ekki um mikið, en mér finndist nú allt í lagi að sponsorera starfsmenn með dagbókum í það minnsta. Það er ekki til mikils mælst miðað við ýmist það sjálfboðastarf sem maður stendur fyrir, og fær ekki borgað af því maður er yfir þaki.

Raunin er að við sitjum og þurfum að ganga að ömurlegu skipulagi kennslu vegna niðurskurðar og sparnaðar, raunin er að stjórnsýsla og dreifing fjármagns er illa gegnsæ, hver vísar á annan. Raunin er að sú framtíðar-strategía sem okkur var boðað að vinna að fyrir ári síðan er að engu höfð vegna þess að nú eru breytingartímar og engin veit hvað gerist í næstu viku, nema auðvitað að skera þarf niður. Hvernig er hægt að styrkja og efla eitthvað á þeim forsendum?

Ég verð nú bara að segja, að aldrei hef ég áður unnið á vinnustað sem hefur staðið sig eins illa í að styðja við starfsfólk, og svo segi ég ekki meira í bili!


Glefsur heimspekings - gripnar úr samhengi.

Fyrir nokkrum árum síðan hélt náttúruheimspekingurinn Peter Senge fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Það vildi ekki betur til en að ég var einungis með bónusstrimil að skrifa nótur á. Héreftir fara nótur mínar af fyrirlestrinum. Þær eru viðleitni mín til að taka til á skrifborðinu heima á nýju ári. 

þær eru glefsur sem ég fæ nánast ekkert út úr að lesa yfir í dag vegna þess að þær eru ekki í samhengi við minnið. Ég man hreinlega ekki í hvaða samhengi prófessorinn vísaði í marga þessa hluti. Var að pæla í hvort þetta gæti ekki gegnt hlutverki nýárs-ljóðs.

Uniqueness

Central to the heritage of the nature...

Human lack of looking long term - impacts

Economists..

Value assessment - cost benefit...

When scarcity of wilderness is more obvious.

Focusing on human centered arguments.

To ensure the survival of future generations.

We don't know exactly what future generations will value.

Western tradition is that a tradition that is ethically making sense?

If you really believe that divine made the world for the people in the argument.

Underpinnings of Aristoteles and Darwin.

PURPOSE VIEW OF THE HIEARARCHY OF (LIFE) BEINGS.

Descartes and the idea that the humans are the only ones with mind and consciousness.

We now have a civilization and remnants of wilderness...

Building a dam

Not like erecting a statue in Times Square

Rebouncing against.....employment how long will it last?

We can not predict fair opportunity.

Two generations that's the benefits.

Compare to what national treasures are precious.....

Icelandic Sagas (more than two generations old?)

Commercial value

bits and pieces to tourists......

Og svo er það auðvitað ykkar að meta hvort það er nokkur heil brú í þessu? Ég velti stundum fyrir mér hvernig nótur nemenda minna líta út. Hef oft spáð í hvernig ég sjálf tek niður nótur úr fyrirlestrum. Stundum gefa þær mynd af því sem fram fór. Stundum eru þær óskapnaður sem ég finn ekki nokkuð útúr eftirá. Svona er lífið, við reynum að ná því, höndla hugmyndir og upplýsingar en nóturnar sem skrifaðar eru verða bara eftirstöðvar af blekburðum nema við nýtum þær úr sarpinum sem safnast við samspil heila og handar.


Spegill, spegill herm þú mér!

Já ég var stödd á þjóðarspeglinum í gær og tók þátt í tveimur málstofum um ferðamálafræði. Ég var stolt af mætingunni á málstofurnar og fannst gaman að erindum og umræðum. Fólk var áhugasamt og mjög spurult. Svoleiðis eiga málþing að vera.

Sat síðan málstofu um háskólanám þar sem fyrrverandi nemandi minn úr ferðamálafræði, nú útskrifaður meistari úr mannauðsstjórnun var með erindi um ástæður þess að nemendur við hagfræði og viðskiptadeild klára ekki lokaverkefnin sín. Það sem kom mér mest á óvart var að sálfræðilegur stuðningur eða hagnýtur stuðningur eða vöntun á því sama frá hendi leiðbeinanda virtist ekki hafa úrslitaáhrif, heldur var það fyrst og fremst vinna meðfram námi eða það að nemendur voru of uppteknir af eigin persónulega lífi. Ég var ofurstolt af Thelmu Ámundardóttur.

Eftir málstofur var tími til að spjalla við fullt af skemmtilegu fólki og rífast um tilfæringarnar í háskólanum sem standa fyrir dyrum vegna skipulagsbreytinga og sameiningar HÍ og KHÍ. Þar varð ég vör við að nokkrir samstarfsmenn úr félagsvísindadeild voru nokkuð hnuggnir yfir að ferðamálafræðin myndi ekki flytjast yfir í félagsvísindadeild...en það er auðvitað efni í sér umræður hér.

Mér fannst ljúft að heyra frá Sigrúnu Júlíusdóttur að í rauninni væru það ekki fagleg landamæri sem að skiptu máli, heldur að fá frið og almennilega aðstöðu til að vinna við...og svo að samvinna við fólk innan HÍ helgast oft ekki endilega af því í hvaða hólfi fólk er, heldur því að maður er að vinna að líkum viðfangsefnum og fellur vel við ákveðið fólk í samstarfi óháð skor eða deild.

Ég ætla bara að halda þeirri stefnu áfram...og nenni ekki að eyða tíma mínum í  fólkið sem horfir einungis á kassana.


Afdrifaríkar kosningar

Þetta gætu orðið afdrifaríkar kosningar. Rússar hafa ákveðið að verða aftur stórveldi sama hvað það kostar, og Pútín ætlar að vera í fararbroddi í þeirri vegferð. Ég er að mörgu leyti svolítið smeyk yfir þessum stórorðu yfirlýsingum Pútíns um yfirgang Bandaríkjamanna og vesturlanda - en á sama tíma skynja ég líka að rússar átta sig á að alþjóðlegt samstarf við vinveitt ríki í vestri skiptir máli. Við erum t.d með heimsókn af landfræði prófessor frá Moskvu háskóla (starfsfólk í deildinni er þúsund manns og landfræðin er í skýjakljúf á háskólasvæðinu, vinur okkar situr á skrifstofu á 22 hæð). Við virkum bara eins og maurar við hliðina á þessu. Allavega ætlar hann að halda erindi sem ég held að verði áhugavert - á morgun.

Vladimir S. Tikunov: Sustainable development of Russia and the Atlas Information System (03.12.2007)

Dr. Vladimir Tikunov er prófessor í kortagerð og landfræðilegum upplýsingakerfum við landfræðideild Moskvuháskóla. Þar veitir hann forstöðu rannsóknastofu um kortagerð og sjálfbæra svæðaþróun. Hann var varaforseti Alþjóða kortagerðarsambandsins um tíma og er formaður nefndar sambandsins um landfræðileg upplýsingakerfi og sjálfbæra þróun. Í erindinu fjallar Dr. Tikunov um notkun landfræðilegrar upplýsingatækni við greiningu og framsetningu upplýsinga um sjálfbæra þróun í Rússlandi.
Land- og ferðamálafræðiskor stendur að erindinu, sem verður flutt á ensku. Það er öllum opið.

 Staður: Askja 132
Vefslóð: http://www.raunvisindi.hi.is/page/landferd


mbl.is Helmingur Rússa hefur greitt atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin hætta á sjóslysum á heimskautasvæðunum vegna aukinnar umferðar þessar slóðir

Sjóslysið við Suðurskautslandið minnir okkur á að hættan á sjóslysum á heimskautasvæðunum (norðurheimskautssvæðinu meðtalið) hefur verið og mun halda áfram að aukast vegna aukinnar  umferðar með vöru og ennfremur aukna forvitni ferðamanna sem þar fara um.  Það hefur gripið um sig æði  að komast á heimskautaslóðir í kjölfar aukinnar almenningsumræðu um loftslagsbreytingar. Auðlindanýting og umferð með olíu og aðrar auðlindir af norðurslóðum auka hættuna ennfrekar á sjóslysum, auk vöruflutninga með skipum, ekki síst ef að siglingaleiðirnar norðvestur fyrir og norðaustur fyrir fara að opnast hluta úr ári.

Samstarf siglingastofnunar, ratsjárstofnunar, landhelgisgæslunnar og veðurstofunnar við sérfræðinga háskólans hér er því verulega mikilvægt, bæði í þróun aðgerðaráætlana - sem mér reyndar skilst að sé vel á veg komin, en líka til ýmiskonar eftirlits og spálíkanagerðar.

Ég var á skemmtilegum fyrirlestri Ingibjargar Jónsdóttur samstarfskonu minnar úr landfræði  um hafís við landið til forna og nú, við háskólann áðan. Vert er að kynna sér hennar verk betur.


mbl.is Farþegar M/S Explorer fluttir til meginlandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsvíg kínverskra kvenna!

Ég var á áhugaverðum fyrirlestri (Guðbjargar) Lilju Hjartardóttur á fimmtudaginn um vangaveltur í tengslum við doktorsverkefni hennar sem er á teikniborðinu. Lilja ætlar að helga sig málefnum mannréttinda og viðskipta og taka sérstaklega fyrir viðskipti, stjórnmálatengsl og mannréttindamál í samskiptum Íslands og Kína. Alveg absolut mjög aktuelt mál. Lilja er góður fyrirlesari, hún leiddi hlustendur í gegnum sögu þáttöku kvenna í alþjóðastjórnmálum sem tengdust mannréttindabaráttu. Hún kynnti okkur m.a fyrir Alva Myrdal, sem vann ötullega á vegum sameinuðu þjóðanna og var m.a sendiherra Svíþjóðar á Indlandi. Hún er ekki eins þekkt og maður hennar (sem ég þekki ágætlega í gegnum fræðin) Gunnar Myrdal (félagshagfræðing, landfræðing og þróunarmálafræðing). Ég verð að komast yfir ævisögu þessarar konu, það er ljóst.

Ég hef leitt leshóp á námskeiði í hagrænni landfræði í haust, þar sem aðalviðfangsefnið hefur verið tengsl Íslands við Indland og Kína. Við höfum verið að lesa fantagóðar bækur í bland við tyrfnari fræðigreinar (The End of poverty eftir Howard Sachs,Tickell.A, Sheppard.E, Peck.J & Trevor Barnes; ritstj. (2007) Politics and Practice in Economic Geography. SAGE In spite of the Gods: The Strange Rise of Modern India eftir Edward Luce, og China Shakes the World:The Rise of a Hungry Nation, alveg fantagóð bók eftir James Kynge.

Bókin um Kína grípur mann alveg sérstaklega við lestur. Því varð mér hugsað á fyrirlestrinum til stöðu kvenna í dreifbýli Kína sem fjallað var um sérstaklega í bókinni. Í bókinni kemur fram að samhliða efnahagsundrinu hafi búferlaflutningar fólks frá vestri til austurs þar sem það leitar sér aukinna tækifæra í lífsafkomu verið kostnaðarsamt fyrir ýmsar fjölskylduhefðir og greinilega andlega líðan kvenna. Að sama skapi og þessir flutningar hafa veitt konum aukið frelsi eru margar þeirra greinilega botnlaust óhamingjusamar. Frelsið felst í að þær komast í launaða vinnu og hafa í fyrsta skipti á ævinni peninga milli handanna en þær senda þorra tekna sinna heim til fjölskyldunnar þar sem allt kapp er lagt á að synirnir í stórfjölskyldunum komist áfram til mennta og máttar. Hver veit nema að þær séu í svipaðri stöðu og Filipískar systur þeirra að það sé nánast þegnskylda að flytja í burtu til að ala önn fyrir fjölskyldunni (þó að innan þjóðlegra landamæra sé í tilfelli kínversku kvennana).

Einn stærsti félagslegi sjúkdómur Kína samtímans eru sjálfsvíg meðal ungra kínverskra kvenna. Fjöldinn er gígantískur - að meðaltali 500 konur velja að kála sér á degi hverjum. Þetta er því miður heimsmet. Um 56% kvenna heimsins sem fremja sjálfsvíg eru í Kína, bæði samkvæmt Heimsbankanum, rannsóknum við Harvard háskóla og WHO.

Geir Sigurðsson forstöðumaður nýs Asíusetur Íslands, International Institute for Asian Studies var staddur á fyrirlestrinum og taldi að margar tröllasögur væru um þetta en sagðist þó vita af þessu. Hann ætti kannski bara að lesa fyrrnefndar bækur og aðrar greinar sem ekki eru úr gulu pressunni. Þetta er samfélagsvandamál sem er bæði afleiðing hagrænnar þróunar og hefur hagræn áhrif.

cjcc Hér er einnig mjög áhugaverð grein úr tímaritinu Journal of Contemporary China eftir S.D.Blum frá árinu 2002 sem Heitir Kína og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (China and the WTO)

Ágrip:

China's entry into the World Trade Organization has been applauded for the benefits it will confer on China's economy and for granting recognition to China's modernizing efforts. The scrutiny of the outside world will force China to regularize many of its practices, such as legal and economic practices. But most of the discussion of the WTO has focused on a very limited segment of China's society. This article considers the realities of rural Chinese life, warning that the consequences of China's increased pressure to reform may be more negative than positive and that the prospect for rural China is far from clear.


Hvað er sjávartengd ferðamennska?

Sjávartengd ferðamennska/ferðaþjónusta á hug minn mestan um þessar mundir. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að skilgreina fyrirbrigðið á vísindavef Háskólans. Það sem ég hlakka þó talsvert til er að ég ásamt öðru góðu fólki og fulltrúum frá Leeds Metropolitan University er að skipuleggja alþjóðlega ráðstefnu um sjávartengda ferðamennsku sem haldin verður við Háskóla Íslands mánaðarmótin febrúar-mars á næsta ári.

Við vitum auðvitað ekki umfang ráðstefnunnar en sem komið er, þar eð frestur til að skila inn ágripum rennur fyrst út um miðjan desember. En í bili er bara að boða fagnaðarerindið og geri ég það hérmeð.

International Conference: Journeys of Expression VII: Celebrating the Edges of the World: Tourism and Festivals of the Coast and Sea

February 29- March 1, 2008
University of Iceland, Reykjavík
Journeys of Expression VII will bring together researchers who share interests in festivals, cultural events and associated tourism in coastal settings. The conference encourages contributions from contrasting but related theoretical and conceptual approaches from Social Science and Humanities disciplinary perspectives.
Communities inhabiting coastal settlements around the world have long celebrated the harvest of the sea and appeased and appealed to the gods of the ocean through festivals and events. The coast has also been the focus of tourist attraction for many years as a liminal space for mental and physical recreation, whether in large scale seaside resorts, as ports of (dis)-embarkation for cruise and liner passengers, or in remote and beautiful coastal areas and fishing harbours. Here tourists may encounter community celebrations and festivities whether incidentally and unplanned or as packaged by tourism and cultural agencies and operators in coastal locations.
The phenomenon of coastal community festivals and tourism suggests a number of areas for research. How do festival and tourism intersect at the sea shore? What are the distinguishing characteristics of festivals of the coast and sea? How do these vary between communities worldwide? What are the consequences of the decline in fisheries for coastal communities and how do tourism and festivals relate to such decline? How may tourism and festivals contribute to ‘regeneration’ in urban ports that have experienced profound social and economic changes? How have festivals and tourism contributed to change in ‘traditional’ seaside, holiday resorts? What are the implications for tourism and festivals of population changes, whether depopulation as a consequence of economic decline or repopulation in second home ‘communities’? Is the cruise industry itself ‘festivalizing’ and what are the links between this growing sector and tourism and festivals of the coast and sea?
In the tradition of the Journeys of Expression conference series, we wish to encourage an interdisciplinary debate on the suggested themes and welcome paper proposals from academics from various disciplinary backgrounds including: tourism studies, festival studies, geography, sociology, anthropology, cultural studies, cultural geography, politics, etc. If you wish to submit a paper proposal, please send a 300-word abstract with full address and institutional affiliation details as an electronic file to Dr. Philip Long (p.e.long@leedsmet.ac.uk). The deadline for the reception of abstracts is 14th December 2007.  

Hvernig skapaðist tungumálið?

Sonur minn Elías er ansi hugsandi drengur. Hann kom askvaðandi inn og spurði mig eftirfarandi: Mamma, ég er að velta fyrir mér hvernig tungumálið skapaðist, veistu það? Mér varð auðvitað orða vant eins og venjulega þegar ofvitinn sonur minn á í hlut. ..Svo fórum við að pæla í þessu saman. Ég stakk upp á að þróun tungumála hefði hafist með grátnum, því það er jú fyrsta hljóðið sem að nýfætt barn gefur frá sér ef það er heilbrigt. Þá sagði hann: Já, en hvað með hláturinn? Jú, vissulega hláturinn kitlar manninn og með hljóðinu hlýtur tungumálið að hafa byrjað að þróast. Við urðum sammála, við Elías, um að tungumálið skapaðist af grátnum og hlátrinum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband