Sjálfsvíg kínverskra kvenna!

Ég var á áhugaverðum fyrirlestri (Guðbjargar) Lilju Hjartardóttur á fimmtudaginn um vangaveltur í tengslum við doktorsverkefni hennar sem er á teikniborðinu. Lilja ætlar að helga sig málefnum mannréttinda og viðskipta og taka sérstaklega fyrir viðskipti, stjórnmálatengsl og mannréttindamál í samskiptum Íslands og Kína. Alveg absolut mjög aktuelt mál. Lilja er góður fyrirlesari, hún leiddi hlustendur í gegnum sögu þáttöku kvenna í alþjóðastjórnmálum sem tengdust mannréttindabaráttu. Hún kynnti okkur m.a fyrir Alva Myrdal, sem vann ötullega á vegum sameinuðu þjóðanna og var m.a sendiherra Svíþjóðar á Indlandi. Hún er ekki eins þekkt og maður hennar (sem ég þekki ágætlega í gegnum fræðin) Gunnar Myrdal (félagshagfræðing, landfræðing og þróunarmálafræðing). Ég verð að komast yfir ævisögu þessarar konu, það er ljóst.

Ég hef leitt leshóp á námskeiði í hagrænni landfræði í haust, þar sem aðalviðfangsefnið hefur verið tengsl Íslands við Indland og Kína. Við höfum verið að lesa fantagóðar bækur í bland við tyrfnari fræðigreinar (The End of poverty eftir Howard Sachs,Tickell.A, Sheppard.E, Peck.J & Trevor Barnes; ritstj. (2007) Politics and Practice in Economic Geography. SAGE In spite of the Gods: The Strange Rise of Modern India eftir Edward Luce, og China Shakes the World:The Rise of a Hungry Nation, alveg fantagóð bók eftir James Kynge.

Bókin um Kína grípur mann alveg sérstaklega við lestur. Því varð mér hugsað á fyrirlestrinum til stöðu kvenna í dreifbýli Kína sem fjallað var um sérstaklega í bókinni. Í bókinni kemur fram að samhliða efnahagsundrinu hafi búferlaflutningar fólks frá vestri til austurs þar sem það leitar sér aukinna tækifæra í lífsafkomu verið kostnaðarsamt fyrir ýmsar fjölskylduhefðir og greinilega andlega líðan kvenna. Að sama skapi og þessir flutningar hafa veitt konum aukið frelsi eru margar þeirra greinilega botnlaust óhamingjusamar. Frelsið felst í að þær komast í launaða vinnu og hafa í fyrsta skipti á ævinni peninga milli handanna en þær senda þorra tekna sinna heim til fjölskyldunnar þar sem allt kapp er lagt á að synirnir í stórfjölskyldunum komist áfram til mennta og máttar. Hver veit nema að þær séu í svipaðri stöðu og Filipískar systur þeirra að það sé nánast þegnskylda að flytja í burtu til að ala önn fyrir fjölskyldunni (þó að innan þjóðlegra landamæra sé í tilfelli kínversku kvennana).

Einn stærsti félagslegi sjúkdómur Kína samtímans eru sjálfsvíg meðal ungra kínverskra kvenna. Fjöldinn er gígantískur - að meðaltali 500 konur velja að kála sér á degi hverjum. Þetta er því miður heimsmet. Um 56% kvenna heimsins sem fremja sjálfsvíg eru í Kína, bæði samkvæmt Heimsbankanum, rannsóknum við Harvard háskóla og WHO.

Geir Sigurðsson forstöðumaður nýs Asíusetur Íslands, International Institute for Asian Studies var staddur á fyrirlestrinum og taldi að margar tröllasögur væru um þetta en sagðist þó vita af þessu. Hann ætti kannski bara að lesa fyrrnefndar bækur og aðrar greinar sem ekki eru úr gulu pressunni. Þetta er samfélagsvandamál sem er bæði afleiðing hagrænnar þróunar og hefur hagræn áhrif.

cjcc Hér er einnig mjög áhugaverð grein úr tímaritinu Journal of Contemporary China eftir S.D.Blum frá árinu 2002 sem Heitir Kína og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (China and the WTO)

Ágrip:

China's entry into the World Trade Organization has been applauded for the benefits it will confer on China's economy and for granting recognition to China's modernizing efforts. The scrutiny of the outside world will force China to regularize many of its practices, such as legal and economic practices. But most of the discussion of the WTO has focused on a very limited segment of China's society. This article considers the realities of rural Chinese life, warning that the consequences of China's increased pressure to reform may be more negative than positive and that the prospect for rural China is far from clear.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband