Fćrsluflokkur: Tónlist

Oumu Sangaré brćddi krókloppna Íslendinga

!cid_oumou_mailSem betur fer búum viđ ekki á of einangruđu skeri. Tónleikarnir í gćr voru meiriháttar. Ţađ var pakkađ af fólki í Nasa og ţó ađ einhver tugur gesta hefđi hlammađ sér niđur á stóla var ekki gert ráđ fyrir sitjandi gestum eins og ein móđguđ frú tók eftir og fékk miđann sinn endurgreiddan. Tómas R. og félagar hituđu upp og gerđu sitt besta til ađ losa um axlir og lendar dökkklćddra, stífra og gónandi íslendinga. Ég stóđ viđ hliđina á sćnskri konu sem stakk verulega í stúf í salnum af ţví hún dillađi sér undir ljúfum og seiđandi tónum hljómsveitarinnar. Flestir áhorfendur voru frekar mikiđ sjálfsmeđvitađir, hrćddir um ađ vekja á sér athygli fyrir ađ blotta tilfinningarófiđ...eđa eitthvađ...svolítiđ "Finnalegir" voru tónleikagestir allavega. Ţađ breyttist óđum ţegar ađ stórglćsileg hljómsveit dívunnar Oumu kom á sviđiđ og hljómsveitarmeđlimir létu krókloppna líkamstjáningu gesta lítiđ ţvćlast fyrir sér. Afríska drottningin kynnti vel undir glóđunum og ađ lokum höfđu íslendingarnir meyrnađ svo ađ velflestir voru farnir ađ dansa. Mikiđ var gaman ađ upplifa fólk losa ađeins um taumana í sjálfu sér. Mikiđ var gaman ađ hlusta á tónlistina og söngkonu međ svona fallega og sérstaka söngrödd.  Tjáning Oumu var glćsileg. Hún geislađi og sýndi og sannađi  ađ hćgt er ađ virkja frumkraft konunnar og vera stoltur af. Vá, viđ lifrarpylsulituđu íslensku konur komumst ekki međ tćrnar ţar sem hún og kynsystur frá Afríku hafa hćlana.

Ég var svo hamingjusöm ţegar ég kom út af tónleikunum..ađ ég skyldi hafa drifiđ mig (ég er svo léleg í ţví) , fegin ađ fleiri erlendir menningarstraumar berast hingađ en nokkru sinni áđur. Fegin ađ búa ekki á einangruđu skeri. Vei skipuleggjendum. Ég ćtla ađ fara á fleiri tónleika í náinni framtíđ.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband