Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Nýrri aðferðafræði beitt í rannsóknum á loftslagsbreytingum

Vísbendingarnar sem vísað er til í umtalaðri rannsókn sem ályktar um miklar breytingar á hafstraumum í Norður Atlantshafi undanfarna áratugi er ein fjölmargra sem hver um sig hafa lagt fleiri og fleiri púsl í stærra samhengi. Þannig hefur mörgum stoðum verið rennt undir þá kenningu að hafstraumar og efnafræði hafsins hafi meiri áhrif á veðurfar almennt en áður var talið.

Kórallar

Mér finnst reyndar smá annmarki á fréttaflutningi þessum þar eð ekki er vísað beint í umrædda vísindagrein en umfjöllun um hana á ólíkum vettvangi. Mér finnst alltaf skemmtilegra að tékka á frumheimildum.

Ég fann greinina eftir nokkra leit í proceedings of the National Academy of the Sciences in United states of America. Hún ber heitið

 

 

Nutrient regime shift in the western North Atlantic indicated by compound-specific δ15N of deep-sea gorgonian corals

 Þar Kemur fram að notuð er ný aðferðafræði til að mæla efnainnihald í vaxtarhringjum kóralla. Óvíst er hversu óyggjandi niðurstöðurnar eru þó áhugaverðar séu þar eð þetta er fyrsta slík rannsóknin. En ljóst er að hún styður enn frekar fyrri rannsóknir þó með nýjum aðferðum sé..

Í abstract/útdrætti kemur þetta m.a. fram:

 

In the Northwest Atlantic off Nova Scotia, coral δ15N is correlated with increasing presence of subtropical versus subpolar slope waters over the twentieth century. By using the new δ15N-AA approach to control for variable trophic processing, we are able to interpret coral bulk δ15N values as a proxy for nitrate source and, hence, slope water source partitioning. We conclude that the persistence of the warm, nutrient-rich regime since the early 1970s is largely unique in the context of the last approximately 1,800 yr. This evidence suggests that nutrient variability in this region is coordinated with recent changes in global climate and underscores the broad potential of δ15N-AA for paleoceanographic studies of the marine N cycle.

 

  Megin hafstraumar í Norður Atlantshafi

 


mbl.is Breyttir hafstraumar stýra veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslagsbreytingar og bráðnun jökuls

260 ferkílómetrar ísjaki brotnaði úr Petermann Gletscher á Norðvestur Grænlandi. Þetta eru stórfréttir því jökullinn er nú orðinn 3/4 af því sem hann var. Í vísindagrein úr Science um jökul-leysingar/skrið/kæltring út í sjó kemur fram að mesta brotið er almennt í Petermann af jökultungum Grænlandsjökuls. Í greininni sem þó er frá 1997 (Rignot, Goginene, Krabill & Ekholm 1997) og sem ber titilinn "North and Northeast Greenland Ice Discharge from Satellite Radar Inteforometry" kemur fra að heildarmeðal brot úr 14 jöklum á norðurhluta Grænlands á ári er um 49 ferkílómketrar (sjá tilvitnun að neðan). Þetta er því rúmlega fimm sinnum stórfelldara en heildar brot á ári af þessu svæði. Þó brot ísjaka sem fellur í sjóinn sé alkunna á Grænlandi leikur enginn vafi á að stórefli þetta er afurð loftslagsbreytinga.

Combined together, the analysis implies that the 14 glaciers discharge 49.2 km3/year of ice into the ocean (10% uncertainty) (Table 1). This ice volume is 3.5 times that discharged at the glacier front (6). The largest difference is recorded on Petermann Gletscher, where the grounding line flux is 22 times the glacier-front flux.

 

Laila vinkona mín sem fædd er í Ilulisat/Jakobshavn fæddist um miðbik maí í fyrir rúmum 40 árum. Hún segir söguna af því þegar að ísbjörgin flugu út á fjörðinn og það brast og brakaði um allt í ísnum. Hljóðið í jökulbjörgunum þegar þau steypast er engu líkt en einnig er magnað að heyra brestina í mörg þúsund ára gömlum ísbjörgum sem eru að springa og bráðna.

 topo_250

Ég fór að skoða þetta á korti og sá þá að þetta er afar norðarlega og mun norðlægar en nokkuð byggt ból Grænlands (Petermann Gletscher er staðsettur á reit 80V2). Hinsvegar eru borgarísjakar á stærð við landfleka afar hættuleg fyrir skipaumferð þegar sunnar dregur.  Nú vitum við ekki í hvaða átt borgarísflekinn flýtur en það ætti að vera rík ástæða til að fylgjast með honum þessum!

 


mbl.is Stærsti borgarísjaki í 50 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lepja ekki dauðann úr skel

Árið 2004 ferðaðist ég um landið að taka viðtöl við starfsfólk í fiskeldi. Það var lærdómsríkt.

Á þeim tíma hafði einungis ræst eitthvað úr einu bláskels-ræktarverkefni  við landið að svo komnu máli - þrátt fyrir áralangar tilraunir, óþreytandi vinnu m.a Sigfúsar Jónssonar landfræðings, við að draga lærdóm af reynslu þeirra Prince Edward Island manna sem þetta höfðu reynt, framlag byggðastofnunar og fleiri sem hér eru ekki upptaldir.

Réttilega var árið 2004 einungis einn aðili með gilt rekstrarleyfi en fimm fyrirtæki voru með tilraunaeldi sem þá var talaðu um að myndu sýna sig og sanna með framleiðsluaukningu á komandi árum.

Heildarframleiðsla bláskeljar í tölfræði eldiframleiðslu var ekki sýnileg og útflutningsverðmæti var núll.

 Þá stóð yfir fyrsta uppskera Norðurskeljar í Hrísey og þeim virðist ef eitthvað er hafa farnast ágætlega - ég veit til dæmis fyrir víst að hægt er að kaupa lifandi bláskeljar í frú Laugu, hef gert það sjálf og mæli óhikað með því að íslendingar nýti sér heima-aldar krásir sem bragð er að.

Mér finnst spá um 1.500 tonna framleiðslu á næstu árum full bjartsýn þó að maður voni að slíkt gangi eftir, ekki veitir nú af.

Fyrri reynsla af tilraunum úr eldi þessu líku sýna að ófyrirsjáanleg áföll geta riðið yfir eins og dæmi eru um m.a úr Arnarfirðinum þar sem fyrirtækið Hlein eftir áralangar tilraunir í bláskels-eldi varð fyrir Cadmin mengun, eða réttara sagt kræklingurinn, sem menn eru ekki á eitth sáttir hvaðan kom. Það urðu því miklar búsifjar af slíkri tilraunamennsku sem þó hafði lofað góðu um árabil.

Ég vitna hér beint í skýrslu sem ég skrifaði á þessum tíma og aðra eftir Valdimar Inga Gunnarsson um framtíðaráform í fiskeldi.

"Framleiðsla kræklings (bláskeljar) hefur ekki enn uppfyllt þær vonir sem bundnar voru við slíka framleiðslu í lok tíunda áratugarins. Segja má að ýmis skakkaföll í framleiðslu hafi átt þátt í því. einnig hafa neikvæðar mælingar á m.a. Cadmin efnainnihaldi kræklings dregið úr áætlaðri framleiðslu. Ber þar helst að nefna áfall Hleinar sumarið 2004. Árið 2003 var áætlar að hægt yrði að framleiða 500, en raunin varð einungis 4 tonn.

Ekki ætla ég að draga úr væntingum fólks til nýrrar/fornrar atvinnustarfsemi á landsbyggðinni - það er bara alltaf gott að hafa varann á og byggja væntingar sínar á raunhæfum viðmiðum

Lifið heil og eigið góða jólahátíð og áramót! (Bláskelsveisla í lok árs er t.d alveg ágætis hugmynd!)


mbl.is Bláskel ræktuð fyrir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

spennandi nýbreytni

Það er gaman að sjá að hægt er að hausta olíurepju undir Eyjafjöllunum. Ég mun fylgjast spennt með framvindunni. Man eftir að hafa keypt lífræna repjuolíu af Borgundarhólmsbændum sem var alveg sérlega ljúffeng í matargerð. Nú skylst mér á þessari frétt að tilraun eigi að gera til að nýta þá olíu sem fæst úr uppskerunni til eldsneytis á flotann, en fjölþættir notkunar og markaðsmöguleikar aðrir eru á þessari afurð. Það er ljóst.
mbl.is Þreskja repju á Þorvaldseyri og ætla að vinna olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herbalisti prófar sig áfram

Nú er svo komið að ég þarf að fara að færa út kvíarnar og fá meira rými til að þurrka allar jurtirnar sem við höfum verið að safna að undanförnu.  Stofuborðið bognar undan jurtum af ýmsu tagi sem eiga að veita yndisauka og lina þjáningar á næsta vetri.

Mjaðurtabunkinn er farinn að þorna og hann mun veita gleði í formi drykkjar.

Gulmaðran mun einnig veita ánægju í formi tes

Blágresið er búið að hvíla í olíu um stund og mun verða að nuddolíu þegar hún er tilbúin

Kerfilsfræin munu fara í brauðgerð

Ég bjó til yndislegan sumardrykk úr kerfilsblómum - þetta er sannkallaður sumarsmellur - ekkert betra en blómasaft þegar sólin skín og gróðurinn horfir á mann montinn.

Birkið er notað í ýmsar veigar

rauðsmárinn verður að lyfi

klóelftingin verður að linandi og græðandi áburð

blóðbergið fer í drykk og krydd og hvönnin sömuleiðis

Ég er búin að þurrka papayafræ sem munu notast ef einhver fær magakveisu

Ég fann umfeðming - sem ég ætla að rannsaka betur hvaða eiginleika hefur upp á að bjóða..

vivia cracca

og svo er ég auðvitað að rækta kryddjurtir og salöt af ýmsu tagi villt og galið í bakgarðinum.

Allt þetta yndislega  og meira til hefur íslensk náttúra upp á að bjóða yfir sumartímann  - njótið tímabilsins því vel.

Þetta útskýrir kannski að einhverju leyti afhverju ég er orðin svona löt að láta heyra frá mér hér.


Væringar í vændum

Ég er alveg að detta úr gír í skrifum og ætti kannski að leggja af þessi skrif mín - ég hef svo margt að gera um þessar mundir.

þarf að hugsa....í stað þess að blaðra.

Það eru væringar í svo mörgu þó að þær ólgi enn undir yfirborðinu - sem að hluta til eru afleiðingar af óvissu og ringulreið í efnahagsmálum.

Ég hef lesið með athygli umfjöllun erlendra miðla um vaxandi andóf innan Háskólanna. Mótmæli stúdenta við t.d háskólann í New York setur auðvitað grænar skyrslettur andófssinna í HÍ í spaugilegt ljós..eða kannski öllu heldur þóttafull viðbrögð yfirvalda  skólans við þeim.

Spíssborgarabragur háskólasamfélagsin feilar ekki.ShockingWink

Ég hef ennfremur lesið með enn meiri athygli um áhyggjuvekjandi spillingu Árhúsa háskóla í Danaveldi þar sem að prófessor í lífvísindum var lögð í einelti. Yfirvöld háskólans létu hana ekki í friði með ýmsum hótunum eftir að hún hafði bent á að það samræmdist illa að vera með háæruverðuga háskóla- rannsóknarstarfsemi háskóla og eignahald á einni bíræfnustu efnaverksmiðju heims (Cheminova). Samkvæmt grein Information hefur Cheminova gert garðinn frægan fyrir selja bændum í Brasilíu mjög varhugavert eitur til að sprauta með sem ber nafnið methyl parathion. Efni þetta er ólöglegt og bannað til notkunar í Evrópusambandslöndunum vegna sjúkdómsframkallandi eiginleika þess.

Í stað þess að taka faglega á málum þegar að Mette Jensen hafði samband við forstjóra dönsku umhverfisstofnunarinnar um málið - var haft í hótunum við hana og látið að því liggja að hún hefði ekki málfrelsi.

Sem betur fer eru aðilar atvinnumarkaðarins miklu virkari í Danmörku en hér og því hefur fagfélagið nú þegar tekið á málunum - því hér er greinilega á ferðinni mál sem stjórnsýsla háskólans ætlaði að þagga niður og beita í því skyni kúgun á starfsfólki. Sem betur fer varð þeim ekki sú kápan úr klæðinu. Stjórnsýsla háskólans var greinilega í hagsmunabaráttu þar eð fyrirtækið hafði skilað miklum arði sem nýttur hafði verið til háskólastarfseminnar. Þarna kristallast auðvitað óæskileg hagsmunatengsl milli atvinnulífs og háskóla.

Málfrelsi starfsfólk háskóla og stúdenta eru mikilvæg. En það er einnig mikilvægt að háskólarnir gegni ekki því hlutverki að vera þjónustustofnanir fyrirtækja og stofnana sem að leggja fjármagn í þá. Það liggur svo í augum uppi en er aldrei of oft endurtekið að þá verða hagsmunirnir sértækari og geta grafið undan trúverðugleika starfseminnar.  

Ég get t.d ekki varist því að hugsa hvaða kjánahrollur hlítur að fara um nemendur og kennara í háskólanum í Reykjavík þegar þeir horfa á tilvitnanir forstjóra fyrirtækja niðurgrafin í gólf stofnunarinnar.  Þetta á auðvitað við um flesta þá viðskiptaháskóla sem hafa að stórum hluta verið fjármagnaðir af viðskiptalífinu. Maður er með á hreinu hvaða guð er verið að dýrka þar. Og þó að þar starfi mikið af öflugu liði með alveg hreinan skjöld hvað þetta varðar. Þá skiptir það máli að ýtir undir grun um að svo sé ekki. Að það séu skuldbindingatengsl sem spilli fyrir gagnrýnni sýn og umræðu á málefni samtímans.Hættan er meiri held ég í minni samfélögum og minni skólum.

 

Dagblaðið Nei hefur birt mjög athyglisvert viðtal við mathis Monroy um þróun öryggismála í Evrópu. Samkvæmt því eru allar helstu yfirþjóðlegu stofnanir samtímans undirbúnar undir frekari átök og væringar borgaranna  - hvort sem um ræðir flóttafólk sem býr við ömurlegar aðstæður í álfunni eða fólk sem verður undir í heimskreppunni.

kveð að sinni og veit ekki hvenær ég læt gamminn geisa aftur á þessum vettvangi.

Takk fyrir mig.

 


Þegar betur er að gáð....villandi frétt!

Skvt. frétt tilheyrir Norðurpóllinn Dönum. Blaðamaður mbl. skrifar formlega, það er ekki rétt. Það hefur ekki verið gengið frá neinni eignarhaldsskiptingu á Norðurpólnum enda væri fáránlegt að eigna einni Heimsveldisþjóð þau sker sem eru undirstaða ísalagsins þar. Norðurpóllinn er ekki fast land líkt og Suðurpóllinn. Suðurpóllinn er ekki í eigu neins en nokkur ríki hafa þar yfirráðasvæði. Er Ísland í eigu einhvers? Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta?

Það er einnig athyglisvert að Ron McNab sem tjáir sig í upprunalegu fréttinni úr Jótlandspóstinum hefur verið sagt upp störfum nýlega hjá Kanadísku Jarðvísindastofnuninni en það kemur ekki fram en auðvitað er forvitnilegt að vita hvort það er ástæðan fyrir því að hann er svona æstur að tilkynna einhverjar túlkanir á skýrslu sem enn er ekki formlega gefin út á vegum stofnunarinnar og væri hvort eð er bara fyrsta viðleitnin til að skilgreina skiptingu landgrunnsins neðansjávar (eins umdeilanleg aðferðafræði og það nú er).

Ég gef ekki mikið fyrir svona fréttir - þær eru í besta falli villandi fyrir upplýsta umræðu um gang mála á Norðurslóðum.


mbl.is Norðurpóllinn í eigu Dana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki amalegt að fara til Krk!

 tourist-croatia-map

Svo segir í frétt mbl.is að sænsk hjón, sem ætluðu á ráðstefnu á Íslandi og ætluðu að fljúga til Reykjavíkur á Íslandi (lesist Keflavíkur) höfðu óvart bókað flug til Rijeka í Króatíu, og þangað fóru þau.

Krk er einmitt ein af þeim dásemdar eyjum sem Króatía á í Adríahafinu. ég hef áður farið á Hvar og Losinj og mæli með eyjaferð á svæðið. Krk er ein af óskaeyjunum þar eð hún er stærsta eyjan í þúsund eyja beltinu undan ströndum landsins. Rijeka er iðnvæddasta borgin en hún er líka merkileg fyrir þær sakir að árið 1750 eyddist þar nær öll byggð fyrir tilstuðlan mikilla jarðskjálfta.

Mér finnst Króatía algjört ævintýraland og gæti dvalið þar mun meira en ég hef gert.

Ég hitti annars merkismann hér um daginn frá Ástralíu að nafni Ross K. Dowling sem að vinnur við ferðamálafræði eins og ég, nema bara hinum megin á hnettinum. Hann er mikill talsmaður þess að jarðfræðileg fyrirbæri verði betur teng inn í ferðamál sem aðdráttarafl.

Geotourism kallar hann það á enskunni. Við ætlum að vinna eitthvað saman í framhaldinu. Ég hef einmitt svolítinn áhuga á að tengja Króatíu (þar eru mjög færir kollegar í landfræði sem að vinna við að skoða þróun sjávartengdrar ferðamennsku og bæjarhátíða þar í landi).

Það þarf víst varla að fjölyrða um að Ísland hefur heilmikið samkeppnis-forskot þegar kemur að jarðfræðilegum fyrirbærum sem aðdráttaröflum. En það hefur Ástralía og Nýja Sjáland reyndar líka og jafnvel Króatía og raunar mun fleiri lönd.

Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, og segja má að hjónin umtöluðu í fréttinni hafa allavega fengið verklega lexíu í landafræði og bæjarnöfnum þó ekki væri annað, og umtalsvert betra veður en hefðu þau farið til ReykjavíkurWink


mbl.is Ætluðu til Reykjavíkur - lentu í Rijeka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kjölfar mannfagnaðar.

Eftir allar annirnar tengdar IFEA þingi og auðvitað fyrst og fremst Journeys of Expression VII - Edges of the world..er spennufall.

Ohohoho - ég var búin að gleyma hvað er gaman að dansa. Ég segi þetta reyndar alltaf í hvert skipti eftir að ég tek sveiflu.

Það sem einkenndi ráðstefnuna okkar í háskólanum um helgina var yndislegt og skemmtilegt fólk. Þáttakendur voru frá um 16 þjóðum og allir töluðu um hvað það væri góð og glöð stemning. Þarna voru mörg fróðleg erindi sem bæði var hægt að læra af en líka nýta í tengslum við eigin verkefni.

Ég held að þegar upp er staðið skipti svona jákvæð stemning, yfirlætislaus samskipti og gagnkvæm virðing mestu máli um hvort maður a) nenni að byggja upp langtíma samstarfstengsl hvort heldur er í rannsóknum eða þróunarverkefnum b) hvort maður nenni að byggja upp langtíma vinatengsl.

Ég hef áður upplifað að skipuleggja svona alþjóðlegan viðburð þar sem fólkið sem var innanborðs var absolut ekki eins skemmtilegt. Það var reyndar sumarskóli doktorsnema í norðurslóðafræðum sem haldinn var sumarið 2003. Þar var finnsk eiturnaðra (reyndar virt fræðikona) sem eitraði stemninguna svo að við urðum fegnust þegar hún var komin upp í flugvél Icelandair. Jóhanna samstarfskona lét meira að segja færa henni bjór um borð, svo fegnar vorum við að sleppa undan þessum leiðindaskarfi. 

Ég er eiginlega komin á þá skoðun að maður eigi ekki að leggja lag sitt við fólk sem að étur af manni hælana (hef kynnst þeim nokkrum) - heldur fyrst og fremst einbeita sér að hinum, og sem betur fer er fullt af slíku fólki eins og dæmin sanna. 

Ég ræddi þetta við Guðbjörgu Lindu vinkonu og samstarfskonu fyrr í vetur og við vorum sammála um að lífið væri of stutt til að vera að vinna með leiðindapúkum. Við vorum líka sammála um að maður verður að passa upp á að vinna þvert á deildir, stofnanir og skorir til að fá sem mestan, bestan og breiðastan snertiflötinn. 

Ég elska að hitta fólk sem hefur ástríðu fyrir því sem það er að gera - er fullt af áhuga og elju án þess að valta yfir aðra. Þannig fannst mér margir þarna sem ég náði að kynnast. Auðvitað eru margir kræklóttir kvistir í þessum háskólaheimi, þar sem persónuleg samkeppni manna í milli, oftast um fjármagn, viðurkenningu og heiður, er samofið vinnunni hvar sem er hvenær sem er.

Því miður hefur maður kynnst mörgum sem eiga við andlega bresti að stríða meðal háskólafólks, því fer ekki fjarri. Held kannski að það tengist einsemdinni yfir fræðunum, yfirálagi sem leiðir til kulnunar í starfi og svo mætti lengi telja.

Ég dansaði til klukkan fjögur í nótt. Eftir móttöku í Öskju í lok ráðstefnunnar - frumsýndi Vala vinkona leiklistaratriði um menningarfrumkvöðulinn í ferðaþjónustu. Það braust út mikill fögnuður yfir þessu atriði og mæli ég eindregið með því ef einhverjum vantar gott atriði til að gleðja samkomur. Við fórum síðan nokkur hópur saman á Thorvaldsenbar þar sem við snæddum, drukkum og dönsuðum. 

Peter, Eddie, Daniel, Lars, Vala, Darrell, John, Maura og fleiri dönsuðu inn í nóttina á meðan að Suður- og Austur Evrópu fólkið og Taiwanarnir reyndu að spotta norðurljós. Takmarkinu er því náð. Að tryggja góðar minningar af ráðstefnunni og Íslandsferðinni. 

En í dag geri ég lítið annað en að brosa, og liggja í leti. Ætla samt alveg örugglega bráðum aftur út að dansa.

Þá verður kannski komið vor á Íslandi -- því nú er að einbeita sér að styrkjaumsóknum, fjármálum, ferðaplönum, greinaskrifum og öðru áður en Ísland er kvatt að þessu sinni. 

 


Háskólatengsl við Brasilíu

Ég lýsi hérmeð eftir frekari upplýsingum um Ingvar Elíasson haffræðing (held að það sé nafn hans) sem gerði garðinn frægan í Brasilíu og byggði upp öfluga haffræðideild við Háskólann í Sao Paulo um miðbik síðustu aldar.

Er í skýjunum af því að ég fæ líklega að skoða verksmiðjuna sem vinnur eldsneyti úr babassahnetunum (sjá umfjöllun fyrr í þessu bloggi).

Hér er tengillinn við Háskóla-tilraunastofuna í Ríkisháskóla Campinas (Universidade estadual de Campinas) sem ég verð við. Hún er innan skipulagsverkfræðideildar háskólans og er helguð sjálfbærri þróun (samspili félagshátta, skipulags og tækniþróunar). 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband