Frábær sýning frelsarans í þjóðleikhúsinu!

Heiðurskonan Guðrún Þórsdóttir og systir hennar og mín besta vinkona Vala Þórsdóttir buðu mér á sýninguna Frelsarinn eftir handriti meistara látbragðsleiks á Íslandi Kristjáns Ingimarssonar. Margir hafa lagt hönd á plóg til að þessi sýning gæti orðið - það er augljóst af sýningarskránni.

Þessi sýning var í einu orði sagt. FRÁBÆR!

Ég elska táknmál, búkmál, hreyfingar, líkamlega tjáningu svo kannski svona frumstæð samskiptakerfi. Þau setja einhvern veginn margt í svo skemmtilegt samhengi.

Leikararnir voru þrír, öll hvor öðru betri þó ljóst væri að íslendingurinn í leikarahópnum hefði talsverða yfirburði bæði í að hafa völd yfir eigin vöðvum og útgeislun. Hinir tveir dönsku leikararnir voru líka frábærir, ekki misskilja mig. Mér fannst frábært hvernig hægt er að hafa pinnabretti sem vettvang í leikhúsi.

Kristján er absolut betri en Buster Keaton (blessuð sé minning hans). HÚRRA fyrir teyminu að baki þessari sýningu. Ég var með son minn átt ára með mér, sem gat svo vel sett sig inn i aðstæður, stundum var eins og við værum stödd í miðju tölvuspili, stundum eins og í ljóði, stundum eins og í valdatafli í forsetaframboði.

Meeee!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég verð að sjá frelsarann í Þjóðleikhúsinu áður en langt um líður.

Níels A. Ársælsson., 23.11.2007 kl. 00:44

2 identicon

Mee á móti .  Fór líka á þessa sýningu. Hún var frábær. Loftfimleikar á fleka - ótrúlega skemmtilegt. Kristján er snillingur.

Ása Björk 

Ása Björk (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Hæ Ása Björk - búin að hringja í þig nokkrum sinnum síðustu tvær vikur - ætlaði að fá þig með í kaffi - stefnum að því fljótlega

Ja, Ísland er lítið og frændur og frænkur í hverju horni. Hvernig ertu skyld þeim heiðurskonum Þrymur?

Já, hvet ykkur til að sjá sýninguna.

Anna Karlsdóttir, 24.11.2007 kl. 12:43

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Jahérna. Húsið á Bræðró á heilmikla spennandi sögu og fólkið sem því tengist og þið eruð stólpafólk. Hallvarður fór allt of fljótt blessaður. Varð amma þín langlíf?

Anna Karlsdóttir, 24.11.2007 kl. 20:58

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Áttaði mig allt í einu á að ég var að snúa tengslum við. Vil nú segja, að hún Fríða frænka þín Þrymur er ein indælasta og klárasta kona sem ég hef kynnst. Það er gott að eiga góðan ættgarð.

Anna Karlsdóttir, 24.11.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband