Glefsur heimspekings - gripnar úr samhengi.

Fyrir nokkrum árum síðan hélt náttúruheimspekingurinn Peter Senge fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Það vildi ekki betur til en að ég var einungis með bónusstrimil að skrifa nótur á. Héreftir fara nótur mínar af fyrirlestrinum. Þær eru viðleitni mín til að taka til á skrifborðinu heima á nýju ári. 

þær eru glefsur sem ég fæ nánast ekkert út úr að lesa yfir í dag vegna þess að þær eru ekki í samhengi við minnið. Ég man hreinlega ekki í hvaða samhengi prófessorinn vísaði í marga þessa hluti. Var að pæla í hvort þetta gæti ekki gegnt hlutverki nýárs-ljóðs.

Uniqueness

Central to the heritage of the nature...

Human lack of looking long term - impacts

Economists..

Value assessment - cost benefit...

When scarcity of wilderness is more obvious.

Focusing on human centered arguments.

To ensure the survival of future generations.

We don't know exactly what future generations will value.

Western tradition is that a tradition that is ethically making sense?

If you really believe that divine made the world for the people in the argument.

Underpinnings of Aristoteles and Darwin.

PURPOSE VIEW OF THE HIEARARCHY OF (LIFE) BEINGS.

Descartes and the idea that the humans are the only ones with mind and consciousness.

We now have a civilization and remnants of wilderness...

Building a dam

Not like erecting a statue in Times Square

Rebouncing against.....employment how long will it last?

We can not predict fair opportunity.

Two generations that's the benefits.

Compare to what national treasures are precious.....

Icelandic Sagas (more than two generations old?)

Commercial value

bits and pieces to tourists......

Og svo er það auðvitað ykkar að meta hvort það er nokkur heil brú í þessu? Ég velti stundum fyrir mér hvernig nótur nemenda minna líta út. Hef oft spáð í hvernig ég sjálf tek niður nótur úr fyrirlestrum. Stundum gefa þær mynd af því sem fram fór. Stundum eru þær óskapnaður sem ég finn ekki nokkuð útúr eftirá. Svona er lífið, við reynum að ná því, höndla hugmyndir og upplýsingar en nóturnar sem skrifaðar eru verða bara eftirstöðvar af blekburðum nema við nýtum þær úr sarpinum sem safnast við samspil heila og handar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

"We don't know exactly what future generations will value", ég skil þetta alveg en: samt verðum við að reyna að átta okkur á því; ég held við gerum það með því að vanda valið í dag, horfa á breytingar á hvað hefur þótt hafa gildi ... hmmm

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.1.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Ingólfur

Takk fyrir þetta. Ég hugsa að þetta sé rétt túlkað hjá þér. Ég held að megin inntak heimspekingsins væri að langtíma hugsun væri dýrmæt þegar kemur að náttúrunni, en við erum sífellt (mannfólkið) að kljást við samtíma-vandamál og lausn þeirra. Í því felst áskorun þar sem auðvelt er að gleyma sér í augnablikinu en þegar að verðmætin eru gerð upp á víðtækari hátt endurspegla þau mun lengra tímabil, uppsafnaðan arf sem hefur þróast yfir mun lengra tímabil. Þar eru mannanna verk mun forgengilegri (og skammtímabærari) en náttúrunnar verk.

Anna Karlsdóttir, 4.1.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

ja, svona er maður frumstæður, dregur upp eitthvað áskrifanlegt, og hvað kemur upp úr úlpuvasanum. Nema bónusstrimill úr síðustu innkaupaferð.

Anna Karlsdóttir, 5.1.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband