Verum kurteisari og komum fram við fólk af virðingu!

Ég ætla að gera orð forseta vors að mínum einkunnarorðum þetta árið "hefjum að nýju til vegs hófsemi og aðrar dyggðir sem byggðar eru á mannlegum gildum."

Ekki það að í því felist meiriháttar breyting, en samt. Þetta eru uppbyggileg einkunnarorð.

Mér finnst sumt geta farið betur í fari fólks.

Sérstaklega í hvernig fólk kemur fram við hvert annað. Mér finnst margir Íslendingar ókurteisir, eins og þeir kunni ekki mannasiði í mannlegum samskiptum eða geti ekki sýnt að þeir beri virðingu fyrir fólki.

Margir Íslendingar hafa það fyrir sið að svara hranalega í síma án þess að nefna nafnið. Maður bara nánast fýkur úr tólinu. Svo hranalegir geta samlandar mínir verið.

Ég bauð til dæmis frænku minni í leikhús um daginn og hún sagði ekki einu sinni takk, eða þakka þér fyrir þetta var skemmtilegt. Ég skil ekki svona! Ég er einfaldlega of frumstæð til að átta mig á þessu.

Margt samstarfsfólk mitt í Öskju náttúrufræðihúsi hefur það fyrir sið að heilsa manni aldrei jafnvel þó maður heilsi þeim. Þetta finnst mér vera hrein og klár ókurteisi. Svo eru aðrir sem eru mun lægri í stöðustiganum í húsinu sem eru mjög kurteisir og koma alltaf fram af virðingu, t.d skúringafólkið. Þetta finnst mér umhugsunarvert.

Gleðilegt 2008 - göngum inn í nýtt ári með stæl!


mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég veit að þetta getur verið snúið, en það þarf ekki að vera snúið. Það er miklu flóknara að vera krumpaður innan í sér en ekki.

Anna Karlsdóttir, 1.1.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband