Gjöfulir vinnustaðir!?!

Nú fyrir jól fengu margir vinnuþjarkar jólagjafir frá sínum vinnuveitendum. Sums staðar var mikið í lagt, annars staðar minna. Við Háskóla Íslands fékk starfsfólk skólans varla einu sinni jólakort frá Rektor. Það var snoturt ekki vantaði það, með mynd af þakglugga háskólatorgs, en það var sent rafrænt sem VIÐHENGI tölvupósts . Lítil áreynsla það!

Ég vil ekki vera óþakklát, en spyr sjálfa mig hvurslags vinnustaður það sé sem þurrmjólkar starfsfólk að starfsþreki, lofar og dásamar framtíðaráætlanir um að vera í röð 100 bestu háskóla innan skamms. en.....

Samtímis færir stofnunin óhemju mikið af stjórnunarstörfum yfir á almenna starfsmenn þegar stoðþjónusta minnkar þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, ....er hreinlega ekki til staðar.

Samtímis getur stórhuga háskólastofnun ekki einu sinni séð starfsfólki sínu fyrir dagbókum til að skipuleggja annars annasaman vinnutíma fyrir árið 2008. 

Ég bið ekki um mikið, en mér finndist nú allt í lagi að sponsorera starfsmenn með dagbókum í það minnsta. Það er ekki til mikils mælst miðað við ýmist það sjálfboðastarf sem maður stendur fyrir, og fær ekki borgað af því maður er yfir þaki.

Raunin er að við sitjum og þurfum að ganga að ömurlegu skipulagi kennslu vegna niðurskurðar og sparnaðar, raunin er að stjórnsýsla og dreifing fjármagns er illa gegnsæ, hver vísar á annan. Raunin er að sú framtíðar-strategía sem okkur var boðað að vinna að fyrir ári síðan er að engu höfð vegna þess að nú eru breytingartímar og engin veit hvað gerist í næstu viku, nema auðvitað að skera þarf niður. Hvernig er hægt að styrkja og efla eitthvað á þeim forsendum?

Ég verð nú bara að segja, að aldrei hef ég áður unnið á vinnustað sem hefur staðið sig eins illa í að styðja við starfsfólk, og svo segi ég ekki meira í bili!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir að minna mig á þetta Þrymur! Rektor Háskóla Íslands hefur reyndar lyft grettistaki og stundum hef ég áhyggjur af að henni sé ekki hrósað nóg. Hún hefur staðið sig vel. Það eru innri mál sem gera okkur starfsmenn frústreraða á breytingatímum. Við vitum ekki nóg um framtíðina en getum kannski ekki heldur ætlast til þess í augnablikinu. Mér er hinsvegar kappsmál að láta vita af því að við róum vegasalt og reynum okkar besta þrátt fyrir að okkur séu á stundum þröngar skorður settar.

Anna Karlsdóttir, 5.1.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband