Færsluflokkur: Bloggar

Fjör í borginni!?!

Ég vildi óska þess að það væri á grundvelli málefna sem að nýr meirihluti hefði verið myndaður en svo virðist ekki vera fyrir utan kannski að eina málefnið sem var njörvað niður og aðgreindi sig að einhverju leyti frá málum sem hafði verið á dagskrá var að halda innanlandsflugvelli á sama stað. Mikið framfaraskref það.

Það er enginn efi að Ólafur verður borgarstjóri á því að hafa verið hampað og boðið það á persónulegum nótum. Ef það á ekki við rök að styðjast, þá hlyti blessaður maðurinn að hafa haft samband við sitt samstarfsfólk, Margréti og Guðrúnu til að láta þær vita um ráðahaginn.

Ólafi virðist hafa stigið til höfuðs hið flotta tilboð um borgarstjórastólinn, því hann valdi að þaga þangað til hann mætti á blaðamannafund.

Það er greinilega ýmislegt á sig lagt til að ná völdum í borginni. Ég segi nú ekki meir. Vonandi að þetta kosti okkur borgarbúa ekki hringl og útgjaldaaukningu, nóg er fyrir. Hvað kostar það að skipta um skipstjóra í miðri ferð, verðum við ef til vill búin að lifa við fleiri en þrjá borgarstjóra áður en þessu kjörtímabili lýkur?

Ég hlýt að álykta að það sé algjört fjör að vera í borgarmálum, þó mér finnist þessi darraðadans hálf sirkuslegur.


mbl.is Engin áhrif á stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmeistari með stórt skap sem skapar stórt skarð..

Blessuð sé minning skákmeistarans. Ég sá Bobby oft á förnum vegi eftir að hann flutti til landsins, enda nágranni foreldra minna. Hann virtist nokkuð hress, svo þessi tíðindi komu mér á óvart. Það sést svosem ekkert alltaf utan á fólki hvort það er heilt heilsu eða ekki. Ég geri ráð fyrir að íslensku bjargvættir Bobby finnist stórt skarð hafa skapast með fráfalli hans.  Eftirmæli Bobby á Íslandi verða þar fór skapstór maður og stórmeistari. Hann varð væntanlega einn af frægari nýbúum landsins.  

 Skáklistin lifir áfram og mér sýnist hún öflug meðal ungs fólks í dag.


mbl.is Bobby Fischer látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengslanet endurvirkjað!

Ég er búin að vera að eignast gamla vini upp á nýtt undanfarið. Þetta er eiginlega alveg magnað, og nú í gegnum netið, eða öllu heldur tengsla síðuna LinkedIn og raunar líka í gegnum facebook.

Þannig vildi til að vinur minn Kaare í Danmörku koplaði mig inn á sitt tengslanetverk fyrir rúmu ári, en hann er deildarstjóri í Danska vísinda - og tækniráðuneytinu (ég held það hafi ekki breytt um nafn nýlega).

Lögmálið er að maður býr til tengslavinahóp sem tengist manns eigin og annara. Þannig eru nú fleiri þúsund manns í mínu í gegnum ýmsa vini í ýmsum löndum.

Nema hvað, að Trine vinkona mín sem að ég var alveg búin að missa samband við en við vorum skólasystur í háskóla á sínum tíma hafði allt í einu samband. Við erum búnar að vera að emaila undanfarna daga og taka stöðuna á lífi okkar síðan 1997. Trine á orðið þrjú börn og vinnur sem alþjóða koordinator við lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla.

Mér finnst þetta alveg magnað!

Gamall nemandi úr ferðamálafræðinni koplaði mig síðan inn á facebook, og síðan dúkkuðu fleiri upp. Til dæmis Rebekka, gömul vinkona mín úr menntaskóla sem ég nýlega endurnýjaði kynnin við og fleiri gamlir félagar. Til dæmis margir úr gamla doktorsnema-teyminu sem ég hef verið í síðan 1996. Marchelle Chabot, gömul vinkona frá Quebec, og Hulda Proppé sem nú er við Cambridge...og svona gæti ég haldið áfram að telja.

Mér finnst þetta nokkuð magnað!

En svona tengsl geta opnað dyr, gefið möguleika - umfram allt eru þó persónuleg tengsl og hittingur við fólk miklu mun dýrmætari þegar öllu er á botninn hvolft.

Bloggvinir á bloggi eru líka tengslanetverk.

Nú veit ég ekki hvernig ég á að halda áfram. Mér finnst dýrmætt að viðhalda tengslum en hef oft verið léleg við það, líklega vegna þess að það hafa komið tímar þar sem ég hef átt fullt í fangi með að klára daginn og skyldurnar, það að sameina vinnu- og fjölskyldulíf hefur verið mér kapp-nóg.

Ég þrífst þó á að eiga góð tengsl við fólk, finnst yndislegt að eiga vini. Þegar maður hefur búið víða annars staðar inn á milli rofna þó oft tengslin, ekki af ásettu ráði, það gerist bara.

En maður getur alltaf tekið þráðinn upp á nýtt. Þessi nýju rafrænu tengsl hafa sannað það fyrir mér. Ég er til dæmis á leiðinni til Kaupmannahafnar í febrúar, og það verður standandi partý, því ég er að fara hitta svo marga sem ég hef ekki hitt frekar lengi. Jibbí, hlakka til.


Ferðamálamarkaðssetning sem geispar golunni!

Einar Gústavsson hefur lengi verið mjög öflugur í markaðsmálum á Íslandi sem áfangastað. Ég hélt annars að hann hefði verið að draga sig í hlé og Ólafur Hand að taka við. Ekki margt sem bendir til þess samkvæmt fréttinni.

Einar stóð meðal annars fyrir því að gera mjög vandað og flott markaðsátak í Norður Ameríku fyrir nokkrum árum þar sem hálfri milljón vídeó-diska var dreift um álfuna til að vekja athygli á ferða-auðlindum Íslands af ýmsum toga.

Mér finnst þessi íslandskynning í tengslum við myndina The Bucket list einnig mjög frumleg, en velti fyrir mér slagorðunum "A must see destination before you kick the bucket", sem í lauslegri þýðingu myndi vera "Alveg nauðsynlegur áfangastaður áður en þú hrekkur upp af eða geispar golunni". Hvurslags eiginlega er þetta á nú að fara að draga fleiri ameríska gamlingja á grafarbakkanum hingað, eða hvað meina þeir félagar eiginlega?Wink


mbl.is Íslandskynning í tengslum við frumsýningu The Bucket List
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mafíuaðferðir verktaka og smábærinn Reykjavík!

Þessi aðferð að hraða niðurníslu húsa með því að leigja ógæfufólki og eiturlyfjasölum hús í miðbænum er til skammar en hún er reyndar þekkt frá fleiri borgum en Reykjavík, því miður. Ég held því miður að Hörður hafi á réttu að standa. Ég þekki sjálf til tveggja tilfella þar sem þetta var einmitt málið. Að hrella nágranna og hrekja í burtu, gjaldfella eignir þeirra með vandræðum af völdum óstöðugra leigjenda sem jafnvel kveiktu í og annað....Ég veit til að lögregla kom mjög oft í vísítasíu í annað húsið vegna þess að þar var mjög áberandi eiturlyfjasala. En það var eins og að allt væri á bak og burt eða að lögreglan hefði ekki nægilegar heimildir til að gera skurk í málunum. Húsaeigandinn sem nótabene átti víst ekki alveg hreinan feril lét sem ekkert væri, ætli sjálfsagt bara að kaupa fleiri hús í grenndinni þegar að nágrannarnir færu hægt og sígandi að hypja sig.

Reykjavík er pínulítill smábær á mælikvarða annarra þjóða. Kannski fyrst og fremst þess vegna skilur maður ekki alveg svona. Reykjavík er borg sem er með brenglaða sjálfsmynd heldur sig stærri og stórborgaralegri en hún í rauninni er, geltir og er agressív eins og lítill skrauthundur. Reykjavík er með vaxtarverki á alvarlegu stigi og hefur tekið upp alla helstu ósiði stærri borga (þó hún eigi engan veginn fyrir því sem smábær).


mbl.is Flytja óreglufólk inn til að gera nágrönnum lífið leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ég eignaðist blaðafulltrúa!

Ja hérna. Hann Stefán Valsson, sem er með mögnuðustu leiðsögumönnum hér á landi (ég hef það frá erlendum ferðamönnum sem hafa ferðast með honum) gerðist uforvarendes blaðafulltrúi minn.

Það vildi þannig til að ég var með erindi á þjóðarspeglinum, uppskeruhátíð félagsvísinda við Háskóla Íslands í lok árs. Nema hvað, nokkrum dögum síðar var umfjöllun um erindið komin í morgunblaðið og á heimasíðu leiðsögumannafélagsins. Læt hana fylgja með, bara í gamni.

Þó greinin hafi fyrst og fremst fjallað um atferli stórfyrirtækja í beinum alþjóðlegum fjárfestingum í ferðaþjónustu er hægt að draga ályktanir sem lofa ekki endilega góðu fyrir leiðsögumenn framtíðarinnar. 

Nokkur umræða spannst fyrir tilstuðlan bloggs Berglindar Steinsdóttur leiðsögumanns um hvernig íslenskir bílstjórar á rútum hafa orðið að bjarga lítt vitandi leiðsögumönnum hér á landi vegna þess að vöntun er á þeim og því er ráðist í að ráða fólk sem hvorki hefur menntun né þjálfun. Leiðsögumönnum er víða misboðið hvernig þekking þeirra og þjálfun er ekki nægilega viðurkennd og jafnvel gjaldfelld og vilja meina að þeir þurfi löggildingu starfsheitis til þess að halda velli. Ég þekki reyndar ekki mörg dæmi sjálf um ófarir íslenskra leiðsögumanna með menntun en hef heyrt að þess séu dæmi að ferðaþjónustuaðilar hafi í neyð verið að flytja inn erlenda leiðsögumenn sem lítið þekktu til staðhátta og lásu mest af bók, í "míkrafóninn" í rútunni. Það boðar auðvitað ekki gott.

En heimasíða leiðsögumannafélagsins er auk þess allrar athygli verð, þeir hafa verið að spá í ímynd stéttarinnar og einkennisbúninga í þeim tilgangi. Það fannst mér áhugavert.

Innrás erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi   Prenta Senda 
  
 
smelltu10.12.2007. „Ekkert í okkar löggjöf stendur í vegi fyrir eignarhaldi erlendra aðila á fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi.“ Þetta sagði Anna Karlsdóttir lektor í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands á ráðstefnu um félagsvísindi á nýju háskólatorgi 7. desember.   Fjölbreytt eignatengsl í heimsviðskiptum eru líkleg til að smitast inn í ferðaþjónustugreinina hér á landi sem annarsstaðar. „Það er einungis tímaspursmál hvenær erlendir fjárfestar fara að líta íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hýru auga sem fjárfestingarkost,“ segir Anna sem hefur rannsakað áhrif skemmtiferðaskipa í hnattrænu samhengi. Og margt ber að varast. „Með auknum láréttum og lóðréttum tengslum í ferðaþjónustu getur skapast sú staða að hagsmunir fyrirtækjanna verði allsráðandi í þróun ákveðinna ferðamannastaða eins og farið er að gæta víða“. Anna nefnir sem dæmi ítök alþjóðasamsteypa í Alaska þar sem hagnaður af starfseminni rennur að litlu leyti til samfélagsins á meðan álag á samgönguæðar er borinn af samfélaginu. „Með auknum ítökum alþjóðlegra samsteypa eru staðbundin sjónarmið ekki endilega efst á baugi í þróun og mótun greinarinnar. Valdahlutföll riðlast og svæðisbundin ávinningur getur orðið óverulegur“. Anna vitnaði til rannsóknar sem kom út árið 2003. Í rannsókinni kom fram að á eins árs tímabili frá árinu 2000-2001 hafi 7 skipafélög á um 10 leiðum hætt starfsemi í kjölfar yfirtaka. Þrjú skipafélög eru orðin langsamlega stærst og þess vegna allsráðandi í greininni enda hafa þau ítök á öllum stigum söluferlisins frá ferðaskrifstofum til hótela og hópbifreiðafyrirtæki. Aðeins um tugur minni og óháðra skipafélaga starfar enn í skemmtiferðasiglingum. Yfirtaka á hópbifreiðafyrirtækjum er dæmigert fyrsta skref skipafyrirtækjanna þegar þau byrja að hasla sér völl í landi, segir Anna. „Ef skipafélögunum finnst þjónustan sem þau fá ekki nógu góð eða þeim finnst hún of dýr hugsa þau sér til hreyfings.“ Lítil ítök erlendra eignaraðila hafi einkennt íslenska ferðaþjónustu hingaðtil. Anna segir það koma til með að breytast eins og annarsstaðar. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær erlendir aðilar hasla sér völl hér á landi og hvernig það muni þróast.“ 

Stefán Helgi Valsson

Heimild: Anna Karlsdóttir (2007). „Að hafa heiminn í hendi sér! Skemmtiferðaskip í hnattvæðingarsamhengi“. Rannsóknir í félagsvísindum VIII. Viðskipa- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Erindi flutt á ráðstefnu 7. desember 2007. Ritstj. Ingjaldur Hannibalsson.

Ég stend með minni konu!

Venjulega heyrir maður frekar, ég stend með mínum manni.

Ég er mjög ánægð að íbúar New Hampshire gáfu Hillary gleðisparkið. Ég dvaldi með samstarfsmönnum mínum í haust þarna og þá fann ég þann meðbyr sem hún hafði. Nú var ég með háskólafólki sem öllu jöfnu er meira demokratar í Bandaríkjunum en repúblikanar og þannig voru þeir ekkert þversnið af fylkisbúum svosem, en hún nýtur mikillar aðdáunar og að mínu viti á hún það fullkomlega skilið. Hver annar en hún stóð fyrir frumvarpi til að kollvarpa kerfisbundinni spillingu og mismunun í bandarísku heilbrigðiskerfi fyrir rúmum tíu árum síðan, þó það hafi ekki farið í gegn á sínum tíma. Hún hefur hugsjón og ef ég hefði kosningarrétt í Bandaríkjunum myndi ég kjósa hana. Bæði vegna þess að hún er kona (já ég kýs konur vegna þess að þær eru konur!!! (mér finnst það nefnilega hrós!)) og vegna þess að hún er réttsýn og hefur framtíðarsýn fyrir bandarísku þjóðina.

Ég hef ekki kynnt mér Obama eins vel, en myndi hreinlega styðja hann ef ekki væri fyrir Clinton.

Þannig að mér finnst svona lágkúra eins og bandarískir bloggarar hafa fallið í, að hverfa allt umtal um hvernig Hillary með grátstaf í kverkunum, sem nóta bene örlaði eilítið fyrir, tryggði sér sigur með - vera fyrir neðan mittistað.

sjá myndband með frábærri konu!

Ef eitthvað er, þá er þó gott að vita að þessir blessaðir Bandaríkjamenn eru líka af holdi og blóði, og breysk eins og við hin.


mbl.is Gáfu tárin Clinton byr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga vaknað af dvala!

Mikið óskaplega varð ég glöð að sjá að FHF hefur loks vaknað af löngum dvala. Ég er búin að vera að hvetja ýmsa sem ég hef séð að hefðu baráttumóð til að leggja þessu félagi lið og hefja það uppúr öskustónni en ekki haft erindi sem erfiði.

Nú gerist það hinsvegar að félagið lætur í sér heyra og tel ég það ávísun á að nú muni lifna í glæðunum.

Hvað varðar ráðningu nýs ferðamálastjóra, býð ég Ólöfu Ýrr Atladóttur velkomna til starfa og óska henni velfarnaðar í starfi.

Ég er alveg sammála því að Ársæll hefur verið mjög dugmikill starfsmaður ferðamálastofu/áður ferðamálaráðs og taldi ég að hann ætti besta möguleika á starfinu.

Nú hefur ráðherra hinsvegar ákveðið að fara aðra leið (það er einu sinni hans ákvörðun), vegna þess að hann ætlar sér að flauta til breytinga á stjórnsýslu ferðamála í landinu. Ég tel að Ársæll muni áfram geta haldið að verða einn öflugasti liðsmaður íslenskra ferðamála eins og hann hefur verið ef hann velur að sjá að ekki hefur verið vegið að persónulegum heiðri hans.

Ég tel í þau fimm ár sem að við höfum staðið að útskrift háskólamenntaðra ferðamálafræðinga hér á landi hafi mikið áunnist. Það sem hinsvegar er eftir er að opinber stjórnvöld jafnt og vitund almennings viðurkenni ferðaþjónustu sem fjölþætta og vaxandi atvinnugrein hér á landi sem er þess eðlis að stjórnsýslan þarf að vinna saman á mismunandi sviðum - og það vel.

Ég persónulega tel ekki að háskólamenntuðum ferðamálafræðingum vegið, útskrifaðir nemendur hafa verið að sanna sig svo um munar í atvinnulífinu og það munu þeir halda áfram að gera, þeir sem vilja standa sig.

Háskóla-útskrifaðir ferðamálafræðingar hafa allt að vinna þegar litið er til framtíðar!


mbl.is Gagnrýna ráðningu nýs ferðamálastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fyrirheit

Ég var svo stolt af mér í gær. Ég mætti í ræktina og fór í sund! Jibbí janúar er byrjaður og nú þýðir ekkert annað en að láta sitt ekki eftir liggja. Ég er reyndar engin aerobic drottning og verð seint, þigg frekar góða sveiflu eins og salsa- eða Jóga til að vinda ofan af sér og hlaða andlegri orku upp.

 Eitt af áramótaheitunum í ár var að gera allavega einu sinni á dag jógaæfingar - fyrir líkama og sál.

Ég fann þetta á netinu og set það hér

- þó að maður eigi að muna að maður er manns gaman og að það er miklu skemmtilegra að mæta í leikfimisalinn og bugða sig og beygja en að standa fyrir framan tölvuskjá og gera slíkt hið sama.

toditruþur


Hverjir leiða húsafriðunarnefnd?

Leiðari Ólafs Þ. Stephensen í blaðinu 24 stundir (lesist sólarhringur) er allrar athygli verður. Þar kemur fram að Húsafriðunarnefnd og borgarminjavörður hafi verið allt of lin í málinu um laugaveg 4-6.

Formaður húsafriðunarnefndar er Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og gamall leikari, varaformaður er líka arkitekt en hann heitir Pétur H. Ármannson. Síðan eru fulltrúi úr félagsmálaráðuneyti og lögfræðingur kirkjuráðs en þeir heita Einar Njálsson og Guðmundur Þór Guðmundsson. Auk þeirra fjöldi varamanna sem ég ætla  ekki að telja upp hér nema kannski Ingunni Guðmundsdóttur sem er skipuð af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, og því nærtæk í þessu samhengi.

Margrét Hallgrímsdóttir frá Þjóðminjasafni hefur auk þess seturétt. Ég geri ráð fyrir að það sé þetta fólk sem sé hrætt við að taka afstöðu og gefa út yfirlýsingar um menningararf og leiðbeinandi stefnu um vernd/niðurrif laugavegs.  Ólafur Þ. Stephensen nefnir einnig  borgarminjavörð. Það er Guðný Gerður Gunnarsdóttir.

Það skal ekki vera vafi á að hin endanlega ákvörðun liggur meðal stjórnmálafólksins í ráðhúsinu en ráðgefandi ákvörðunarvald hlýtur að hvíla á herðum a) skipulagsnefndar RVK b) Húsafriðunarnefnd og C) Borgarminjaverði.

Ég ætla bara svo sannarlega að vona að með alla þá hersveit innanborðs sem hefur verið ráðin eða skipuð til að taka afstöðu í málinu, séu einhverjir með bein í nefinu til að verja menningararf Reykjavíkur!!!


mbl.is Margrét og Svandís ósáttar við flutning húsanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband