Tengslanet endurvirkjað!

Ég er búin að vera að eignast gamla vini upp á nýtt undanfarið. Þetta er eiginlega alveg magnað, og nú í gegnum netið, eða öllu heldur tengsla síðuna LinkedIn og raunar líka í gegnum facebook.

Þannig vildi til að vinur minn Kaare í Danmörku koplaði mig inn á sitt tengslanetverk fyrir rúmu ári, en hann er deildarstjóri í Danska vísinda - og tækniráðuneytinu (ég held það hafi ekki breytt um nafn nýlega).

Lögmálið er að maður býr til tengslavinahóp sem tengist manns eigin og annara. Þannig eru nú fleiri þúsund manns í mínu í gegnum ýmsa vini í ýmsum löndum.

Nema hvað, að Trine vinkona mín sem að ég var alveg búin að missa samband við en við vorum skólasystur í háskóla á sínum tíma hafði allt í einu samband. Við erum búnar að vera að emaila undanfarna daga og taka stöðuna á lífi okkar síðan 1997. Trine á orðið þrjú börn og vinnur sem alþjóða koordinator við lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla.

Mér finnst þetta alveg magnað!

Gamall nemandi úr ferðamálafræðinni koplaði mig síðan inn á facebook, og síðan dúkkuðu fleiri upp. Til dæmis Rebekka, gömul vinkona mín úr menntaskóla sem ég nýlega endurnýjaði kynnin við og fleiri gamlir félagar. Til dæmis margir úr gamla doktorsnema-teyminu sem ég hef verið í síðan 1996. Marchelle Chabot, gömul vinkona frá Quebec, og Hulda Proppé sem nú er við Cambridge...og svona gæti ég haldið áfram að telja.

Mér finnst þetta nokkuð magnað!

En svona tengsl geta opnað dyr, gefið möguleika - umfram allt eru þó persónuleg tengsl og hittingur við fólk miklu mun dýrmætari þegar öllu er á botninn hvolft.

Bloggvinir á bloggi eru líka tengslanetverk.

Nú veit ég ekki hvernig ég á að halda áfram. Mér finnst dýrmætt að viðhalda tengslum en hef oft verið léleg við það, líklega vegna þess að það hafa komið tímar þar sem ég hef átt fullt í fangi með að klára daginn og skyldurnar, það að sameina vinnu- og fjölskyldulíf hefur verið mér kapp-nóg.

Ég þrífst þó á að eiga góð tengsl við fólk, finnst yndislegt að eiga vini. Þegar maður hefur búið víða annars staðar inn á milli rofna þó oft tengslin, ekki af ásettu ráði, það gerist bara.

En maður getur alltaf tekið þráðinn upp á nýtt. Þessi nýju rafrænu tengsl hafa sannað það fyrir mér. Ég er til dæmis á leiðinni til Kaupmannahafnar í febrúar, og það verður standandi partý, því ég er að fara hitta svo marga sem ég hef ekki hitt frekar lengi. Jibbí, hlakka til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband