Ég stend með minni konu!

Venjulega heyrir maður frekar, ég stend með mínum manni.

Ég er mjög ánægð að íbúar New Hampshire gáfu Hillary gleðisparkið. Ég dvaldi með samstarfsmönnum mínum í haust þarna og þá fann ég þann meðbyr sem hún hafði. Nú var ég með háskólafólki sem öllu jöfnu er meira demokratar í Bandaríkjunum en repúblikanar og þannig voru þeir ekkert þversnið af fylkisbúum svosem, en hún nýtur mikillar aðdáunar og að mínu viti á hún það fullkomlega skilið. Hver annar en hún stóð fyrir frumvarpi til að kollvarpa kerfisbundinni spillingu og mismunun í bandarísku heilbrigðiskerfi fyrir rúmum tíu árum síðan, þó það hafi ekki farið í gegn á sínum tíma. Hún hefur hugsjón og ef ég hefði kosningarrétt í Bandaríkjunum myndi ég kjósa hana. Bæði vegna þess að hún er kona (já ég kýs konur vegna þess að þær eru konur!!! (mér finnst það nefnilega hrós!)) og vegna þess að hún er réttsýn og hefur framtíðarsýn fyrir bandarísku þjóðina.

Ég hef ekki kynnt mér Obama eins vel, en myndi hreinlega styðja hann ef ekki væri fyrir Clinton.

Þannig að mér finnst svona lágkúra eins og bandarískir bloggarar hafa fallið í, að hverfa allt umtal um hvernig Hillary með grátstaf í kverkunum, sem nóta bene örlaði eilítið fyrir, tryggði sér sigur með - vera fyrir neðan mittistað.

sjá myndband með frábærri konu!

Ef eitthvað er, þá er þó gott að vita að þessir blessaðir Bandaríkjamenn eru líka af holdi og blóði, og breysk eins og við hin.


mbl.is Gáfu tárin Clinton byr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sýnist nú að flestir erlendir stjórnmálaskýrendur séu sammála um að tár Hillary og brostin rödd hafi breytt stemningunni henni í vil. Amk gerðist eitthvað sem snarbreytti kúrsi kjósenda.

Hér eftir má því búast við meiri tilfinningasemi í kosningarbaráttunni og að spilað verði á kvenlegar hliðar kjósenda fyrst það gekk svona vel í New Hampsire! 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 13:34

2 identicon

Manneskja sem býr að heilbrigðri skynsemi kýs ekki einhvern eftir því af hvaða kyni viðkomandi er. Myndir þú t.d. kjósa Jónínu Ben. til forseta Íslands bara af því að hún er kona??!!

Skoðaðu þetta til að sjá hvað konan sem "stóð fyrir frumvarpi til að kollvarpa kerfisbundinni spillingu" gerði til að komast inn á þing, og sjáðu hverskonar manneskju þú hefðir kosið bara af því að hún er kona:

Er þetta vænlegt forsetaefni?!
 

Og svo viltu sjá hana sem forseta Bandaríkjanna, sem er valdamesta embætti í heimi... af því að hún er kona!!

Illugi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 18:37

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Kæru Torfi, Illugi og Þrymur takk fyrir innlitið!

Torfi, það er varla nokkuð að því að kvenlegar hliðar frambjóðenda fái að njóta sín, ég er viss um að það er til hagsbóta fyrir alla. Illugi, ég tel Hillary frambærilega konu þess vegna er ég fylgjandi henni, en það er rétt kynið er einungis ein breyta, og ekki alltaf afgerandi. Ég hugsa t.d ekki alltaf um mig sjálfa sem konu í fyrsta sæti. Ég er fyrst og fremst manneskja meðal manneskja sama af hvoru kyninu um ræðir. Þrymur, það má vel vera, bandarískar kosningar eru þekktar fyrir að vera mjög kalkuleraðar og taktískar enda her spunameistara á bak við hvern frambjóðendanna.

Anna Karlsdóttir, 9.1.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Kæri Illugi

Búin að skoða vídeóið og finnst það athyglisvert fyrir klippingar á sketchum sem búa til spennandi sögu um svik og launráð frambjóðandanum í óhag. Ég minni á að maður er saklaus uns sekt er sönnuð fyrir dómstólum, ekki fjölmiðlum sem manipúlera með klippingar og stemningar. Vertu heimildagagnrýninn í framtíðinni. Gangi þér vel!

Anna Karlsdóttir, 9.1.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband