Fjör í borginni!?!

Ég vildi óska þess að það væri á grundvelli málefna sem að nýr meirihluti hefði verið myndaður en svo virðist ekki vera fyrir utan kannski að eina málefnið sem var njörvað niður og aðgreindi sig að einhverju leyti frá málum sem hafði verið á dagskrá var að halda innanlandsflugvelli á sama stað. Mikið framfaraskref það.

Það er enginn efi að Ólafur verður borgarstjóri á því að hafa verið hampað og boðið það á persónulegum nótum. Ef það á ekki við rök að styðjast, þá hlyti blessaður maðurinn að hafa haft samband við sitt samstarfsfólk, Margréti og Guðrúnu til að láta þær vita um ráðahaginn.

Ólafi virðist hafa stigið til höfuðs hið flotta tilboð um borgarstjórastólinn, því hann valdi að þaga þangað til hann mætti á blaðamannafund.

Það er greinilega ýmislegt á sig lagt til að ná völdum í borginni. Ég segi nú ekki meir. Vonandi að þetta kosti okkur borgarbúa ekki hringl og útgjaldaaukningu, nóg er fyrir. Hvað kostar það að skipta um skipstjóra í miðri ferð, verðum við ef til vill búin að lifa við fleiri en þrjá borgarstjóra áður en þessu kjörtímabili lýkur?

Ég hlýt að álykta að það sé algjört fjör að vera í borgarmálum, þó mér finnist þessi darraðadans hálf sirkuslegur.


mbl.is Engin áhrif á stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband