Common sense

Ég er mjög stolt af frammistöðu Ögmundar Jónassonar í hlutverki heilbrigðisráðherra. Hann er klár maður en oft er slíkt ekki nóg til að taka á refjaskák pólítískra hagsmuna. Hann er dæmi um mann sem að sífellt beitir brjóstvitinu og hlustar á umhverfið og lætur þannig ekki afvegaleiðast af buzzinu (hávaðanum í áróðri mismunandi hagsmunaaðila). Ég var stoltust af honum um daginn þegar hann spurði í kjölfar frétta um hugmyndir Róberts Wessmanns um hugsanlega stórfelldan innflutning á bandarískum sjúklingum íslensku heilbrigðiskerfi til handa - hvað héngi á spýtunni. Það er gaman að verða vitni að stjórnmálamanni sem að lætur ekki fagurgala villa fyrir sér sýn. Því öll viljum við jú leita leiða til að styrkja íslenskt atvinnulíf og ef að við höfum eitthvað sérstakt að bjóða fram í íslensku heilbrigðiskerfi sem gæti verið eftirspurn eftir í hinum stóra heimi er það jú æði. En eftir t.d reynsluna af stórfelldu framlagi ríkisins til ábyrgða á lánum við framkvæmdir við virkjanaframkvæmdir svo koma mætti upp álveri/vinnustað fyrir 400 manns, og í kjölfar hruns fjármálakerfis, eftirstöðva og óreiðu í öllu efnahagskerfinu - er ekkert eðlilegra en að spyrja - Hvað hangir á spýtunni. Lof sé stjórnmálafólki sem lætur ekki uppþyrluðu ryki byrgja sér sýn.
mbl.is Ögmundur fær ekki ráðherralaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væringar í vændum

Ég er alveg að detta úr gír í skrifum og ætti kannski að leggja af þessi skrif mín - ég hef svo margt að gera um þessar mundir.

þarf að hugsa....í stað þess að blaðra.

Það eru væringar í svo mörgu þó að þær ólgi enn undir yfirborðinu - sem að hluta til eru afleiðingar af óvissu og ringulreið í efnahagsmálum.

Ég hef lesið með athygli umfjöllun erlendra miðla um vaxandi andóf innan Háskólanna. Mótmæli stúdenta við t.d háskólann í New York setur auðvitað grænar skyrslettur andófssinna í HÍ í spaugilegt ljós..eða kannski öllu heldur þóttafull viðbrögð yfirvalda  skólans við þeim.

Spíssborgarabragur háskólasamfélagsin feilar ekki.ShockingWink

Ég hef ennfremur lesið með enn meiri athygli um áhyggjuvekjandi spillingu Árhúsa háskóla í Danaveldi þar sem að prófessor í lífvísindum var lögð í einelti. Yfirvöld háskólans létu hana ekki í friði með ýmsum hótunum eftir að hún hafði bent á að það samræmdist illa að vera með háæruverðuga háskóla- rannsóknarstarfsemi háskóla og eignahald á einni bíræfnustu efnaverksmiðju heims (Cheminova). Samkvæmt grein Information hefur Cheminova gert garðinn frægan fyrir selja bændum í Brasilíu mjög varhugavert eitur til að sprauta með sem ber nafnið methyl parathion. Efni þetta er ólöglegt og bannað til notkunar í Evrópusambandslöndunum vegna sjúkdómsframkallandi eiginleika þess.

Í stað þess að taka faglega á málum þegar að Mette Jensen hafði samband við forstjóra dönsku umhverfisstofnunarinnar um málið - var haft í hótunum við hana og látið að því liggja að hún hefði ekki málfrelsi.

Sem betur fer eru aðilar atvinnumarkaðarins miklu virkari í Danmörku en hér og því hefur fagfélagið nú þegar tekið á málunum - því hér er greinilega á ferðinni mál sem stjórnsýsla háskólans ætlaði að þagga niður og beita í því skyni kúgun á starfsfólki. Sem betur fer varð þeim ekki sú kápan úr klæðinu. Stjórnsýsla háskólans var greinilega í hagsmunabaráttu þar eð fyrirtækið hafði skilað miklum arði sem nýttur hafði verið til háskólastarfseminnar. Þarna kristallast auðvitað óæskileg hagsmunatengsl milli atvinnulífs og háskóla.

Málfrelsi starfsfólk háskóla og stúdenta eru mikilvæg. En það er einnig mikilvægt að háskólarnir gegni ekki því hlutverki að vera þjónustustofnanir fyrirtækja og stofnana sem að leggja fjármagn í þá. Það liggur svo í augum uppi en er aldrei of oft endurtekið að þá verða hagsmunirnir sértækari og geta grafið undan trúverðugleika starfseminnar.  

Ég get t.d ekki varist því að hugsa hvaða kjánahrollur hlítur að fara um nemendur og kennara í háskólanum í Reykjavík þegar þeir horfa á tilvitnanir forstjóra fyrirtækja niðurgrafin í gólf stofnunarinnar.  Þetta á auðvitað við um flesta þá viðskiptaháskóla sem hafa að stórum hluta verið fjármagnaðir af viðskiptalífinu. Maður er með á hreinu hvaða guð er verið að dýrka þar. Og þó að þar starfi mikið af öflugu liði með alveg hreinan skjöld hvað þetta varðar. Þá skiptir það máli að ýtir undir grun um að svo sé ekki. Að það séu skuldbindingatengsl sem spilli fyrir gagnrýnni sýn og umræðu á málefni samtímans.Hættan er meiri held ég í minni samfélögum og minni skólum.

 

Dagblaðið Nei hefur birt mjög athyglisvert viðtal við mathis Monroy um þróun öryggismála í Evrópu. Samkvæmt því eru allar helstu yfirþjóðlegu stofnanir samtímans undirbúnar undir frekari átök og væringar borgaranna  - hvort sem um ræðir flóttafólk sem býr við ömurlegar aðstæður í álfunni eða fólk sem verður undir í heimskreppunni.

kveð að sinni og veit ekki hvenær ég læt gamminn geisa aftur á þessum vettvangi.

Takk fyrir mig.

 


Rétt hjá Kötunum tveimur og Ragnheiði

Mikið innilega er ég sammála þingkonunum þremur, Katrínu Júlíusdóttur, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Katrínu Jakobsdóttur. Það er kominn tími til að karlar og konur taki til jafns þátt í endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta er land með nokkuð jöfnu hlutfalli kynjanna og það á svo sannarlega að endurspeglast í svo mikilvægri endurskoðun á stoðum laga landsins þó að hlutfall kvenna á þingi hafi ekki enn náð að vera jafnt á við karla.

Sjónarmið kvenna skera sig hugsanlega ekki mikið úr varðandi þessar stoðir en reynslubanki kvenna og uppbyggilegt framlag þeirra til endurskoðunar af þessu tagi er ekki síðri en karla sama í hvaða stjórnmálaflokk þær skipast....og hananú!


mbl.is Þingkonur mótmæla karlanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar betur er að gáð....villandi frétt!

Skvt. frétt tilheyrir Norðurpóllinn Dönum. Blaðamaður mbl. skrifar formlega, það er ekki rétt. Það hefur ekki verið gengið frá neinni eignarhaldsskiptingu á Norðurpólnum enda væri fáránlegt að eigna einni Heimsveldisþjóð þau sker sem eru undirstaða ísalagsins þar. Norðurpóllinn er ekki fast land líkt og Suðurpóllinn. Suðurpóllinn er ekki í eigu neins en nokkur ríki hafa þar yfirráðasvæði. Er Ísland í eigu einhvers? Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta?

Það er einnig athyglisvert að Ron McNab sem tjáir sig í upprunalegu fréttinni úr Jótlandspóstinum hefur verið sagt upp störfum nýlega hjá Kanadísku Jarðvísindastofnuninni en það kemur ekki fram en auðvitað er forvitnilegt að vita hvort það er ástæðan fyrir því að hann er svona æstur að tilkynna einhverjar túlkanir á skýrslu sem enn er ekki formlega gefin út á vegum stofnunarinnar og væri hvort eð er bara fyrsta viðleitnin til að skilgreina skiptingu landgrunnsins neðansjávar (eins umdeilanleg aðferðafræði og það nú er).

Ég gef ekki mikið fyrir svona fréttir - þær eru í besta falli villandi fyrir upplýsta umræðu um gang mála á Norðurslóðum.


mbl.is Norðurpóllinn í eigu Dana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf samstöðu þjóðríkja í alþjóðasamfélaginu...

Upplýsingaskiptasamningur norrænu ríkjanna við Cayman Eyjar vekur upp vonir um að aukinn þrýstingur þjóða á skattaskjól, vegna efnahagskreppunnar, muni leiða til þess að ríki sem hafa byggt atvinnuþróun sína á vistun fyrirtækja með skattaívilnunum muni smám saman vera knúin til að veita upplýsingar til að skapa sér traust gagnvart alþjóðasamfélaginu.

Margir hafa miklar væntingar til næsta fundar 20 stærstu iðnvelda heims sem ætla nú í annað skiptið að hittast á nokkrum mánuðum til að ræða aðgerðir til að stemma stigu við spákaupmennsku og hamla að grafið sé ennfrekar undan fjármálakerfi hins samtengda heimshagskerfis. 

Ég verð því miður að lýsa yfir að ég ber ekki miklar trú í brjósti til að það takist miðað við hvað menn ætla sér skamman tíma í slíkar viðræður. Þegar að hist var fyrst í Sao Paulo á undirbúningsfundi, og síðan í Washington um miðjan Nóvember spjölluðu fulltrúar þjóðanna saman í hálfan dag. Það er allt of skammur tími til að ná nokkru öðru en einhverskonar yfirborðskenndum sáttmála um markmið. Slíkar viðræður þurfa miklu lengri tíma til að sameinast verði um beinar aðgerðir sem flestir geta fallist á og unnið saman að. 

Sem dæmi tók um fimm daga að móta Bretton Woods samkomulagið á sínum tíma og það var örugglega frekar strembið og hálf stuttur tími.

Ríki heims þurfa að ná samstöðu um nýja ramma fyrir fjármálageirann til að alþjóðavætt viðskiptalíf geti orðið hreinsað af tortryggni og til að traust skapist á ný.

g20_map3


mbl.is Samþykkt að veita upplýsingar um skattaskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Steinunni - notum lóuna sem fyrirmynd!

Finnar eru einhverjir iðnustu þjóðlendingar sem ég þekki. Þeir eru maur-iðnir, alltaf að. Við íslendingar gætum tekið okkur þá til fyrirmyndar hvað það varðar. Ekki alltaf vera að hangsa í kaffi eða í einhverju spjalli þó menn hangsi í vinnunni daginn út og inn.

Þingið þarf að starfa í sumar - það blasir við. Ef einhvern tímann var verk að vinna er það nú og það þýðir hreinlega ekki að halda í eldgamlar hefðir sem ekki meika neinn sens á okkar dögum. Við þurfum að snúa sveitamenningunni upp á þingið. Meira að segja lóan er sumstaðar farin að hafa vetursetu á Íslandi og því er alls ekki víst að sú heiðlóa sem sást til í gær á Seltjarnarnesi hafi verið að koma að utan. Hún hefur lagað sig að aðstæðum. Það ætti þingheimur einnig að gera. Boðskapur Páls Ólafssonar í kvæðinu Lóan á erindi við þingheim á vordögum!

Lóan er komin að kveða burt snjóinn

kveða burt leiðindin - það getur hún

hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,

sólskin í dali og blómstur í tún.

Hún hefur sagt mér til syndanna minna,

ég sofi of mikið og vinni ekki hót.

Hún hefur sagt mér að vakna og vinna

og vonglaður taka nú sumrinu mót.

 


mbl.is Steinunn Valdís: Vill að þingið starfi í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvaða liði ert þú góurinn!

 Gullkorn dagsins í dag koma úr penna/tölvu Guðmundar Andra Thorsonar. ...Með því að kjósa sjálfstæðisflokkinn hefur fólki fundist sem það sé í einhverjum skilningi að kjósa líf sitt eins og það sé. Það sé að kjósa bílinn sinn og húsið, garðinn í kring, foreldra sína og börn, vini og eftirlætisstaði - það sé að kjósa götuna sína og landið sitt.  gott ef ekki Esjuna og sólskinið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið að sér að mynda umgjörðina um líf fólksins og hugmyndafræðina sem að baki því býr: þessa sérstöku íslensku blöndu af einstaklingshyggju og félagshyggju þar sem hver einstaklingur áskilur sér fullan rétt til að vera alveg eins og allir hinir. Og leggja hart að sér til að svo geti orðið.

Þetta er alveg hrikalega fyndið og ef rétt er skilur maður trega fólks að skilja við flokkinn, snúa við honum baki og velja stjórnmálaafl sem að stendur fyrir einhverju sem knýr mann til að kveðja fyrri hugmyndir um lífið eins og það er. Og þó að sjálfstæðisflokkurinn sé hér dreginn sérstaklega fram gæti þetta átt við um fleiri flokka.

Þrætur um hvernig dagskrá þingsins skuli háttað - eða hversu ómannúðlegt er að segja seðlabankastjóra upp störfum er auðvitað líka eitthvað sem hrærir í hjörtum og skipar fólki í lið, svo ekki sé talað um ringulreiðina í upplýsingum um hverjir ullu hruni og hvernig, hverjir gerðu hvaða mistök í kjölfarið og hvað er til ráða og framundan.

Á meðan að erlendir sérfræðingar í hagstjórn og efnahagsmálum fylgjast með örlögum þjóðarinnar í eftirleik hrunsins takast íslendingar á í liðum. Ertu púlari? Já líkt og á fótboltavelli. Keppst er við í hverjum fréttum að mæla og sjá fyrir fylgisaukningu og fylgistap flokkanna, á meðan að frambjóðendur í forvali og prófkjörum innan sama flokks eru helstu óvildarmenn hvors annars.

Það er ekkert eins árangursríkt í að þyrla ryki í augu fólks og blinda sýn þess á hvaða málefnaskrá er í gangi eins og að tefla fram goðum sem að velja má á milli, notabene innan þess liðs sem fólk er skráðir aðdáendur að. Þá gildir einu um hvað er keppt heldur hverjir keppa. 

Ég vil keppa að því að tekið sé alvarlega á efnahagsmálum landsins miðað við hrikalega stöðu okkar og fyrirliggjandi þjóðargjaldþrot. Ég vil að sameiginlegt markmið íslendinga verði að koma þjóðinni á kjöl svo fjölskyldur í landinu, atvinnustarfsemi, stjórnsýsla, heilbrigðis- og menntakerfi geti við unað.

Segjum upp liðunum! Ef það sem þarf til þess er að skrá sig í alla flokka á maður að gera það. Sýna borgaralega óhlýðni í verki og reyna að hafa áhrif á flokkana innanfrá.

 

 


mbl.is „Auknar líkur á þjóðargjaldþroti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónn sem er búinn að vera um hríð!

Ég veit að tónninn í embættismönnum mörgum sænskum (og raunar dönskum einnig) sem koma að þróunarmálum hefur verið gagnrýninn undanfarin ár. Ég veit raunar einnig frá starfsfólki sem ég þekki til frá Sameinuðu þjóða stofnunum að þar hafi mest völdin fólk sem dragi úr skilvirkni starfs á vegum stofnunarinnar og því sé hér einna besti starfsvettvangur þeirra sem bæði hafa misst neistann og metnaðinn. Það er ekki beinlínis fagurt að heyra miðað við að þessar stofnanir eiga að vera yfirþjóðlegustu sameiningarstofnanir í ýmis konar mannúðarmálum. 

Ég þekki sjálf ekki nægilega vel til en miðað við slíkar yfirlýsingar er auðvitað gott að rifja upp hversu vanmáttugar aðgerðir eða yfirlýsingar ýmissa stofnana á vegum SÞ hafa verið. Þar er auðvitað skemmst að minnast öryggisráðsins sem lítið gat aðhafst í Tíbet málum vegna geopólitískra og viðskiptalegra hagsmuna einstakra aðildaralanda.

kannski þarf eitthvað að endurskoða valdastrukturinn því ekki er neinn efi í mínum huga að sinnt er brýnustu málum mannkyns á vegum Sameinuðu þjóða stofnana auk þess sem þær hafa táknrænt vald þar eð þær eru friðarumleitandi stofnanir heimsþorpsins....ef málum er sinnt!


mbl.is Hóta að hætta þróunaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leita þarf erlendra sérfræðinga!!!!

Ég er sannarlega sammála Joly og hef eiginlega ekki trúað því að íslenskur almenningur ætlaði að kyngja því að einhverjir örfáir mektarborgarar íslenskir yrðu látnir sjá um málin eins ótrúverðuglega og slík tilhögun hrópar.

Eins hef ég verið bit á hvað fá mál eru á höndum efnahagsbrotadeildar og hins nýstofnaða saksóknaraembættis miðað við árferði (hljómar eins og spillingarbæli og afvegaleiðingar-propaganda fremur en einlæg og öguð embættisstofnun) og hvað lítið hefur verið að koma útúr öllum þeim ótrúlega mörgu málum sem að allavega Jónas Fr. uppástendur í nýlegu viðtali að fjármálaeftirlitið hafi lagst yfir í kjölfar efnahags- og stjórnmálahruns hér á landi.

Í fyrsta lagi er með ólíkindum að ekki skuli hafa verið beitt aðgerðum sem ganga lengra en að spyrja hlutaðeigandi gerendur fjármálahrunsins um fjarvistarsönnun.

Í öðru lagi er harla ótrúverðugur hinn svokallaði einlægi ásetningur yfirvalda og stjórnvalda að fylgja málum eftir - þegar þeim er svo lauslega og illa fylgt eftir.

Að þessu leyti erum við engu betur sett en Austur Evrópskar þjóðir með lýðræðislegar stofnanir í skötulíki eða hin svokölluðu vanþróuðu lönd þar sem opinberar stofnanir eru lamaðar af mútum.

Þess vegna er mikilvægt að rannsókninni sé stjórnað af öðrum en íslenskum aðilum sem hafa reynslu af.

Hreinar hendur - hreint borð!  (pössum okkur bara á að enda ekki eins og Ítalía - ..........)


mbl.is Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegur viðsnúningur

Á meðan að ógnvænleg óræðni ríkir í alþjóðafjármálum er þetta nauðsynlegur viðsnúningur í viðskiptum Íslendinga við umheiminn. Meiri útflutning minni innflutning (eða verðmætari útflutningsvöru og ódýrari innflutningsvöru). Húrra fyrir því.

Tökum nú almennilega á málum eins og Svíar, Norðmenn og Finnar á sínum tíma - en ekki eins og Japan (minnug orða Rogoff).


mbl.is Afgangur á vöruskiptum í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband