Væringar í vændum

Ég er alveg að detta úr gír í skrifum og ætti kannski að leggja af þessi skrif mín - ég hef svo margt að gera um þessar mundir.

þarf að hugsa....í stað þess að blaðra.

Það eru væringar í svo mörgu þó að þær ólgi enn undir yfirborðinu - sem að hluta til eru afleiðingar af óvissu og ringulreið í efnahagsmálum.

Ég hef lesið með athygli umfjöllun erlendra miðla um vaxandi andóf innan Háskólanna. Mótmæli stúdenta við t.d háskólann í New York setur auðvitað grænar skyrslettur andófssinna í HÍ í spaugilegt ljós..eða kannski öllu heldur þóttafull viðbrögð yfirvalda  skólans við þeim.

Spíssborgarabragur háskólasamfélagsin feilar ekki.ShockingWink

Ég hef ennfremur lesið með enn meiri athygli um áhyggjuvekjandi spillingu Árhúsa háskóla í Danaveldi þar sem að prófessor í lífvísindum var lögð í einelti. Yfirvöld háskólans létu hana ekki í friði með ýmsum hótunum eftir að hún hafði bent á að það samræmdist illa að vera með háæruverðuga háskóla- rannsóknarstarfsemi háskóla og eignahald á einni bíræfnustu efnaverksmiðju heims (Cheminova). Samkvæmt grein Information hefur Cheminova gert garðinn frægan fyrir selja bændum í Brasilíu mjög varhugavert eitur til að sprauta með sem ber nafnið methyl parathion. Efni þetta er ólöglegt og bannað til notkunar í Evrópusambandslöndunum vegna sjúkdómsframkallandi eiginleika þess.

Í stað þess að taka faglega á málum þegar að Mette Jensen hafði samband við forstjóra dönsku umhverfisstofnunarinnar um málið - var haft í hótunum við hana og látið að því liggja að hún hefði ekki málfrelsi.

Sem betur fer eru aðilar atvinnumarkaðarins miklu virkari í Danmörku en hér og því hefur fagfélagið nú þegar tekið á málunum - því hér er greinilega á ferðinni mál sem stjórnsýsla háskólans ætlaði að þagga niður og beita í því skyni kúgun á starfsfólki. Sem betur fer varð þeim ekki sú kápan úr klæðinu. Stjórnsýsla háskólans var greinilega í hagsmunabaráttu þar eð fyrirtækið hafði skilað miklum arði sem nýttur hafði verið til háskólastarfseminnar. Þarna kristallast auðvitað óæskileg hagsmunatengsl milli atvinnulífs og háskóla.

Málfrelsi starfsfólk háskóla og stúdenta eru mikilvæg. En það er einnig mikilvægt að háskólarnir gegni ekki því hlutverki að vera þjónustustofnanir fyrirtækja og stofnana sem að leggja fjármagn í þá. Það liggur svo í augum uppi en er aldrei of oft endurtekið að þá verða hagsmunirnir sértækari og geta grafið undan trúverðugleika starfseminnar.  

Ég get t.d ekki varist því að hugsa hvaða kjánahrollur hlítur að fara um nemendur og kennara í háskólanum í Reykjavík þegar þeir horfa á tilvitnanir forstjóra fyrirtækja niðurgrafin í gólf stofnunarinnar.  Þetta á auðvitað við um flesta þá viðskiptaháskóla sem hafa að stórum hluta verið fjármagnaðir af viðskiptalífinu. Maður er með á hreinu hvaða guð er verið að dýrka þar. Og þó að þar starfi mikið af öflugu liði með alveg hreinan skjöld hvað þetta varðar. Þá skiptir það máli að ýtir undir grun um að svo sé ekki. Að það séu skuldbindingatengsl sem spilli fyrir gagnrýnni sýn og umræðu á málefni samtímans.Hættan er meiri held ég í minni samfélögum og minni skólum.

 

Dagblaðið Nei hefur birt mjög athyglisvert viðtal við mathis Monroy um þróun öryggismála í Evrópu. Samkvæmt því eru allar helstu yfirþjóðlegu stofnanir samtímans undirbúnar undir frekari átök og væringar borgaranna  - hvort sem um ræðir flóttafólk sem býr við ömurlegar aðstæður í álfunni eða fólk sem verður undir í heimskreppunni.

kveð að sinni og veit ekki hvenær ég læt gamminn geisa aftur á þessum vettvangi.

Takk fyrir mig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Þakkir til þín :-)

Morten Lange, 22.3.2009 kl. 18:40

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir áhugaverða grein !

gangi þér vel í öllu sem þú ert að gera.

sjáumst !!

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2009 kl. 10:43

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Flottur pistill, meira svona takk fyrir.

Arnar Pálsson, 24.3.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband