Rétt hjá Steinunni - notum lóuna sem fyrirmynd!

Finnar eru einhverjir iðnustu þjóðlendingar sem ég þekki. Þeir eru maur-iðnir, alltaf að. Við íslendingar gætum tekið okkur þá til fyrirmyndar hvað það varðar. Ekki alltaf vera að hangsa í kaffi eða í einhverju spjalli þó menn hangsi í vinnunni daginn út og inn.

Þingið þarf að starfa í sumar - það blasir við. Ef einhvern tímann var verk að vinna er það nú og það þýðir hreinlega ekki að halda í eldgamlar hefðir sem ekki meika neinn sens á okkar dögum. Við þurfum að snúa sveitamenningunni upp á þingið. Meira að segja lóan er sumstaðar farin að hafa vetursetu á Íslandi og því er alls ekki víst að sú heiðlóa sem sást til í gær á Seltjarnarnesi hafi verið að koma að utan. Hún hefur lagað sig að aðstæðum. Það ætti þingheimur einnig að gera. Boðskapur Páls Ólafssonar í kvæðinu Lóan á erindi við þingheim á vordögum!

Lóan er komin að kveða burt snjóinn

kveða burt leiðindin - það getur hún

hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,

sólskin í dali og blómstur í tún.

Hún hefur sagt mér til syndanna minna,

ég sofi of mikið og vinni ekki hót.

Hún hefur sagt mér að vakna og vinna

og vonglaður taka nú sumrinu mót.

 


mbl.is Steinunn Valdís: Vill að þingið starfi í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta ljóð á vel við á erfiðum tímum og vekur upp bjartsýni og jákvæðni hjá fólki.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband