Þegar betur er að gáð....villandi frétt!

Skvt. frétt tilheyrir Norðurpóllinn Dönum. Blaðamaður mbl. skrifar formlega, það er ekki rétt. Það hefur ekki verið gengið frá neinni eignarhaldsskiptingu á Norðurpólnum enda væri fáránlegt að eigna einni Heimsveldisþjóð þau sker sem eru undirstaða ísalagsins þar. Norðurpóllinn er ekki fast land líkt og Suðurpóllinn. Suðurpóllinn er ekki í eigu neins en nokkur ríki hafa þar yfirráðasvæði. Er Ísland í eigu einhvers? Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta?

Það er einnig athyglisvert að Ron McNab sem tjáir sig í upprunalegu fréttinni úr Jótlandspóstinum hefur verið sagt upp störfum nýlega hjá Kanadísku Jarðvísindastofnuninni en það kemur ekki fram en auðvitað er forvitnilegt að vita hvort það er ástæðan fyrir því að hann er svona æstur að tilkynna einhverjar túlkanir á skýrslu sem enn er ekki formlega gefin út á vegum stofnunarinnar og væri hvort eð er bara fyrsta viðleitnin til að skilgreina skiptingu landgrunnsins neðansjávar (eins umdeilanleg aðferðafræði og það nú er).

Ég gef ekki mikið fyrir svona fréttir - þær eru í besta falli villandi fyrir upplýsta umræðu um gang mála á Norðurslóðum.


mbl.is Norðurpóllinn í eigu Dana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Undarleg niðurstaða þar sem ekki hefur verið gengið frá neinni skiptingu á svæðinu á milli landa.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband