1.2.2009 | 12:14
Óskir um árangur
Ég tek undir ord Gudmundar Inga leikara. "Sýnum þessari minnihlutastjórn skilning og stuðning, þess bið ég þjóðina. Mér sýninst hún vera málefnaleg og ætla sér góða hluti og það sem meira er þá hefur hún vit á að biðja um hjálp þar sem hún telur að aðrir séu henni betur til fallnir að leysa vandann."
![]() |
Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 00:02
Fáránleikaleikhús fjölmiðla og kassahugsun
Mér finnst með ólíkindum að íslenskir fjölmiðlar taki þátt í að koma umræðu um væntanlega verðandi forsætisráðherra niður á lágkúrulegt plan eins og þetta. AMX heldur úti dálk sem þeir kalla fuglahvísl og er einskonar kjaftasöguþing. Þar kom fram í grein að einhver elíta úr pólitíkinni og meðal menntamanna væri miður sín yfir að Jóhanna sem einungis ætti að vera lítið formlega menntuð (þetta var þó orðað á mun neikvæðari hátt) og flugfreyja ætti nú að taka um stjórnartaumana. Sérstaklega var vísað til þess að Jón Baldvin væri alveg miður sín eða eitthvað í þeim dúr (ekki beinar tilvitnanir, tek það fram).
Jóhanna fór inn á þing vegna m.a baráttu hennar fyrir betri kjörum sinnar starfstéttar sem þá voru flugfreyjur og síðan eru liðnir nokkrir áratugir. Það er bara eins og að starfsreynsla hennar síðan og pólitískir hæfileikar skipti engu máli í þessu samhengi. Það er svona svipað eins og að segja að ég væri þroskaþjálfi þó ég hafi ekki unnið með einhverfum unglingum síðan fyrir tuttugu árum síðan. Eða nefna sérstaklega að Davíð Oddsson hefði verið fugl dagsins (af því að hann gerði grín útvarpsþætti með félögum sínum fyrir fjórum áratugum).
Það er hægt að setja fram reynslu fólks á þann hátt að það virki lítilvægt. Ég hef sjálf verið að býsnast yfir andmenntahrokanum í þessu þjóðfélagi um nokkra hríð en nú hefur þessi umræða fengið mig til að velta fyrir mér hvort þessi blessaða meingallaða þjóð þjáist ekki af ofstæki í báðar áttir. Mikið voðalega er fólk hér eitthvað vanstillt.
Samskipti íslendinga eru oft hálf-fötluð að því leyti að fólk hefur oft afskaplega lítinn áhuga á því að spjalla um hvað það eða þeir sem þeir eru að tala við séu að hugsa. Fólki er mjög umunað að spyrja hvað viðkomandi sé að gera af því að þá er hægt að setja viðkomandi í ákveðinn kassa.
Þetta er hinn mesti ósiður og afskaplega lítið aðlaðandi félagsógreind í fari margra.
Litlir kassar á lækjarbakka!
![]() |
Jóhanna vekur heimsathygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 11:27
Mikilvægara að þróa aðhaldsreglur um eðlilega viðskiptahætti
Enginn efast um að kerfið var rotið, viðskiptahættir óeðlilegir nú þegar allt er í kaldakoli. En fyrir all stuttu var hugmyndin sú að fjármálakerfið og beinar yfirfærslur peninga milli landa væru nauðsynlegt gangverk hnattvæðingar í viðskiptalífi.
Framferðið var þó óagað og stýrt af hentisemi.
Menn færðu bréf, eignir og skuldir á milli félaga án þess að spyrja hluthafa hvort þeim hugnaðist slíkt.
Stjórnendur voldugra fyrirtækja með eignahald á fleiri félögum höguðu sér eins og barónar og kóngar en ekki eins og fyrirtækjastjórnendur. Það er auðvitað meinið. ..Og jú þeir hafa væntanlega flúið með einhvern auð í var nú þegar stormurinn ríður yfir.
Það gæti orðið erfitt að sækja slíkt en látum á það reyna þó það verði nú væntanlega ekki auðvelt....og svo eru auðvitað siðferðilegu spurningarnar þessu tengdar sem þarf að huga vel að.
Jafn mikilvægt eða mikilvægara er að þróa aðhaldsreglur um eðlilega viðskiptahætti, um hlutverk og skýra ábyrgð fulltrúa fjármálaeftirlitskerfisins (og sú vinna er hafin innan Evrópulandanna og ef til vill fleiri landa). Það þarf að endurskilgreina ábyrgð og siðareglur endurskoðenda og stjórna fyrirtækja og stofnana. Ef maður situr í stjórn einhvers staðar er maður í RAUN ábyrgur fyrir öllum stærri fjármálaákvörðunum og afleiðingum þeirra. Nú er til dæmis búið að skipta út stjórnum í ríkisvæddum fjármálafyrirtækjum og ef til vill fleiri einkafyrirtækjum sem að í raun eru valdur að hruninu. Stjórnarmeðlimir þessara fyrirtækja og stofnana eru því þarmeð komnir í var. Ég er ekki viss um að ég telji það eðlilegt.
Þetta verður mikið verkefni.
Mig langar í kjölfarið að benda á afar áhugaverða pistla um sjávarútvegsfyrirtæki og fjármál þeirra og játningar eins bakkabræðra sem ungur doktorsnemi í Bandaríkjunum hefur skrifað
Sjávarútvegsfyrirtæki þurfa líka að axla sína ábyrgð
og
![]() |
Kerfið var rotið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 18:41
Bankastjóralaun bólgin og vel það.
Ég rakst á yfirlit í Guardian yfir tólf bankastjóra sem voru með yfir einn milljarða punda í laun þegar að kreppan skall á. Þetta eru gígantískar upphæðir en reyndar kemur ekki fram hvernig launin voru samsett, skiptir svosem ekki máli í þessu samhengi. Aðalatriðið er að bankastjórar Merrill Lynch, Bear Stearns, Goldman Sachs, Lehman Bros., Citygroup, Barclay, HSBC, Lloyds og HBOS voru ofurlaunaðir.
Ég er gædd þeirri sannfæringu að ofurlaun séu firrandi og við súpum auðvitað seyðið hér á þessu skeri af slíku. Flestir eru væntanlega sammála þessu en það sem eftir stendur nú þegar að efnahagur breska heimsveldisins riðar til falls er auðvitað spurningin um það afhverju hinn "ljúfi Gordon Brown" var ekki búinn að líta í barm eigin efnahagsveldis og gera eitthvað í að setja reglugerðir þessari firringu til höfuðs, þegar honum var svona ljúft að ráðast á aðrar þjóðir með hryðjuverkalöggjöf af því að hann taldi óráðsíu einkenna fjármálageirann.
Maður getur undrast verk mannanna og sérstaklega ráðamannanna hvaðan svo sem þeir koma.
Eitt er víst að viðmiðin fyrir umbun yfirmanna í fjármálageiranum voru afar óheilbrigð og eru nú að koma flestum vesturþjóðum á klakann.
27.1.2009 | 13:15
Missir tækifæra - viðreisnarhlutverk nýs sjávarútvegsráðherra
Að flytja með nær skipulögðum hætti um 1000 störf í fiskiðnaði og afleiddum þjónustugreinum er nær glæpsamlegur verknaður ráðamanna nú. Skemmst er að minnast þess að fiskútflytjendur báru fyrir sig háu gengi þegar að röð mismunandi fiskvinnsla í landinu var lokað í ýmsum sjávarbyggðum landsins og vinnustaðirnir fluttir út til annara landa. Samkvæmt rökfræði þeirra ættu því nú að vera uppi aðstæður sem gæfu möguleika á endurheimt vinnustaða í fiskvinnslu.
Sjávarútvegsráðherra fráfarandi hefur aldrei haft nóg bein í nefinu til að taka á þessum málum, þ.e. að vernda vinnustaði í sjávarútvegi. Ein megin ástæða þess að fleiri og fleiri sjávarbyggðir hafa lapið dauðan úr skel á undanförnum áratug eru að stærri hluti útflutnings hefur verið fluttur óunninn fiskur úr landi. Það er hugsanleg ástæða þess að verðmætahlutfall sjávarútvegs í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar hefur farið dvínandi.
Sett á oddinn. - Það er hreinlega eins og við Íslendingar ætlum aldrei að losna úr hlutverki síðnýlendunnar. Við ætlum aldrei að sleppa því hugarfari að okkar staða í heimshagkerfinu sé að vera hráefnaöflunarþjóð fyrir vinnslu annara þjóða. Mér finnst það afar sorglegt og takmarkað hugarfar.
Það er í raun missir tækifæra til að standa að stöðugri uppsafnaðri þekkingarþróun á sviðum atvinnugreina. Viðvarandi nýsköpun.
Ég hef gaman af að fylgjast með umræðu á þingi en hef auðvitað líka gert það á fagáhuga forsendum. Ég vek athygli á að umræðan um missir tækifæra og of rýra verðmætasköpun í fiski var afar lifandi á þingi sumarið 2007 og þá var Jón Bjarnason þingmaður upphafsmaður umræðna um vandamál af þessu tagi. Hér er krækjan - en nú ber svo við að mér er ekki leyfður aðgangur að þessu skjali eða umræðu til að sanna mál mitt. Humm,humm - skrýtið! Vek þá í staðinn athygli á skrifum mínum þar sem þetta kemur fram, sem kom út nú í bókinni: Enclosing the Fisheries - People, Places and Power á vegum American Fisheries Society nú rétt fyrir jól.
Kaflinn minn heitir:
Not sure about the Shore! Transformation Effects of Individual transferable quotas on Iceland's fishing economy and communities.
Það verður vonandi hltuverk nýs sjávarútvegsráðherra í hinni nýkosnu stjórn í vor að taka alvarlega á þessum málum. Ég á ekki von á að hann nái því nú í bráðabirgðastjórninni sem tjaldað verður til 2-3 mánaða. Þetta mál er mikilvægt viðreisnarmál í sjávarútvegi ásamt því að skoða hvernig hægt verður að endurútdeila veiðiheimildum og tengja auðlind byggð.
Leyfi mér svo að vera ögrandi hér í endinn:
Afhverju eru íslendingar ekki að framleiða lanolin?
Afhverju eru íslendingar ekki að framleiða álfelgur?
og svona mætti halda lengi áfram.
![]() |
Hátt í þúsund störf flutt úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2009 | 12:42
Fækkun ráðuneyta og útgöngubann í borginni!
Já nú byrja fjölmiðlar að spá í spilin um skipanir á stóla og tilhögun nýrrar minnihlutastjórnar. Ég tel afar skynsamlegt að fækka ráðuneytum eitthvað. Það er auðvitað spurning hver það verða. Ég giska á að Katrín Jakobsdóttir verði menntamálaráðherra og að Össur verði utanríkisráðherra. Ég gæti trúað að Steingrímur J. Sigfússon verði fjármálaráðherra. Annars er betra að vera ekki að spá of mikið í spilin á meðan þau eru svona óræð.
Annars er margt að gerast í pólitíkinni á meðan að almenningur horfir blindaður á hinar stórpólitísku útlínur. Þeir sem hafa áhuga á að líta sér nær ættu að skoða heimasíðu samtakanna um bíllausan lífsstíl.
Þar hafa ákvarðanir um framtíð strætó í för með sér, að því er virðist, útgöngubann í borginni!
![]() |
Hittast kl. 14 í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 13:52
Stjórnasamstarf rofið - hvert er framhaldið?
Ein megin rök Geirs Haarde fráfarandi forsetisráðherra hníga að því að samfylkingin sé í tætlum og því hafi áframhaldandi samstarf flokkana tveggja í ríkisstjórn verið ógerleg. Hann minnist ekki á þjóðina í því sambandi eða traust almennings til fráfarandi stjórnar. Ingibjörg hefur áttað sig og er maður að meiri að sjá það þó seint sé enda hún auðvitað búin að vera löglega afsökuð undanfarið þótt mikið hafi á henni mætt samt. Geir reynir að hylma yfir átök innan eigin flokks um svo fjölda mörg mikilvæg málefni á undanförnum vikum.
Aftur er hægt að spyrja sig - afhverju í ósköpunum sprakk stjórnin á því að formaður flokks sjálfstæðismanna vildi ekki eiga þátt í að víkja seðlabankastjórum? Hvað hafa þeir á hann sem gerir Geir svona máttvana?
Var hinn raunverulegi forsetisráðherra í stjórn sjálfstæðisflokks og samfylkingar - kannski Davíð? Það er ekki fulltrúalýðræði. Það er einhver beygja á öllum viðteknum reglum og sáttmálum um tilhögun stjórnar lýðveldisins.
Ég styð að forseti Íslands veiti sitjandi ríkisstjórn lausn og að uppbyggileg bráðabirgðastjórn fram til kosninga (sem sumir segja að eigi að flytja dagssetningu fyrr) verði til í sem víðtækustu samstarfi flokka á þinginu til að tryggja þjóðarsátt.....og með Jóhönnu Sigurðardóttur sem höfuð.
Hvernig væri nú að fá loks óragan kven- forsætisráðherra sem ekki er hrædd við að taka til hendinni.
![]() |
Þurfum öfluga starfsstjórn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 13:23
Strætó grefur undan sjálfu sér!
Það er hreint alveg með ólíkindum hvað sumir eru haldnir mikilli sjálfseyðingarhvöt. Strætó er gott dæmi um slíkt fyrirtæki sem hefur staðfastlega rýrt þjónustuna síðustu 15 ár, fækkað ferðum, lagt áherslu á að gjaldfella virðinguna fyrir fararmátanum svo mikið að vart er viðreisnar von og þó ekki væri vanþörf á. Strætó hefur boðið út hluta af keyrslunni og til dæmis eru í umferð vagnar sem að vart er hægt að sitja í. Ákvarðanatökusaga STRÆTÓ bs. er samfelld röð óheppilegra ákvarðana sem smám saman hefur grafið undan gæðum starfseminnar á flestum sviðum.
Pólitískt skipaðir stjórnendur strætó eru svo illa haldnir af newtonisma að þeir kunna bara að rýna í bókhaldið og draga ályktanir af tölulegum samhengjum án þess að geta horft til hins víðtækara samhengis. Flestir stjórnendur strætó sem ég hef náð tali af hafa vart setið í vagni. Það eitt segir auðvitað nokkuð um hæfni stjórnenda til að taka skynsamlegar ákvarðanir er varða íbúaheill.
Og svo má auðvitað spyrja sig af hverju á stjórn strætó að vera pólitískt skipuð. Hvaða endaleysa er það?
Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að fækka ferðum flestra leiða strætó verulega á miðjum degi, utan annatíma um helgar og á kvöldin. Þetta þýðir að borgarsamfélag okkar er samgöngulega séð gert óskilvirkara í miðri kreppu. Það er ekki góðs viti.
Í stað þess að koma með úrræði eða leita alternatívra lausna er tekin einhlýt ákvörðun sem ekki getur verið neinum notendum til góðs eða bóta og rökin - og þau eru óneitanlega heppileg um þessar mundir-jú það er hart í ári. Það hefur engin mótrök gegn því en hvernig væri nú að skoða skipulag reksturs þessa félags og sjá að sum sveitarfélög eru ekki að sýna nokkurn vilja til að taka að neinu alvarlegu marki þátt í samrekstrinum en vilja hinsvegar njóta góðs af þjónustunni.
Önnur sveitarfélög sem vilja í vaxandi mæli njóta almenningssamgangna og strætó bs. hafa verið plötuð af strætósamlaginu og samið af sér - og njóta nú svo lélegra strætótenginga að enginn hugsandi þegn getur hugsað sér að nota þjónustuna. Mér dettur til dæmis ekki í hug að fara senda son minn í strætó í Borgarnes til pabba síns sem þar býr uppá að hann þurfi að ganga hálfa Reykjavík til að ná númer 15 sem nota bene gengur kannski á klukkutíma fresti. Uppá að hann þurfi að skipta um vagn í Mosfellsbæ. Ég mun frekar múta rútubílstjórum á BSÍ (þó það sé bannað því nú er strætó bs. með einkarekstrarleyfið fyrir að setja fólk út í Borgarnesi eða taka uppí vagn) til að ferja drenginn beint enda hann einungis níu ára.
Með ákvarðanatöku er hægt að drepa starfsemi hægt og bítandi og mér sýnist að þeim framsýnu stjórnmálamönnum eða fulltrúum sveitarfélaga sem taka ákvarðanir um örlög strætó gangi bara nokkuð vel í þeim störfum.
Þeir hinir sömu eru svo framsýnir að þeir nefna einungis möguleika á að ríkið móti sér meira afgerandi stefnu í þágu almenningssamgangna og taki meiri þátt í rekstri almenningssamgangna. VERKIN TALA ÞÓ EKKI.
Mér sýnist sitjandi samgönguráðherra ekki hafa látið sig slíkt varða - en vil nota tækifærið og hvetja þá sem einhver áhrif hafa inn í pólitíkina eða láta sig strætó varða að hrópa hátt um bága stöðu strætó bs. og krefjast úrbóta.
![]() |
Ferðum strætó fækkað vegna erfiðleika í rekstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 13:09
Skammt stórra högga á milli! Áfangasigur!
Um leið og ég fagna þeim fréttum að Ingibjörg sé á góðum batavegi slá fréttir um veikindi Geirs mig. Megi þeim báðum ganga vel að öðlast bata.
Ég fagna ákvörðun um kosningar 9.maí - Þetta var góð ákvörðun. Þetta er áfangasigur!
Nú þarf að taka til í efnahags-eftirlitsstofnunum og svo þarf að koma á víðtækari stjórn þar til 9.maí - Það þarf að virkja alla sem að eru kosnir og á þingi - og það þarf að setja neyðarreglur um að kosningaherferð megi ekki byrja opinberlega fyrr en tveimur vikum fyrir kosningar. Annars fer allt púður í einkahagsmunapot og það er alveg háskalegt fyrir allt það sem þarf að vinna af dugnaði og heilindum nú á vordögum - og ekki síst í ljósi þess að annað heimsáfall ríður ef til vill á nú í mars/apríl mánuði.
Byggjum og bætum og vinnum til að gera þanþol þjóðarinnar betra og stöðugra á komandi misserum í stað þess að eyða tímanum í sjálfhverfu eins og Þorgerður Katrín orðaði það nú um daginn.
Húrra fyrir kosningum. Þar glæddist vonin þó í skugga ýmissa annara atburða væri.
![]() |
Um góðkynja æxli að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 14:38
Beint lýðræði - þú getur kosið um mikilvægi frumvarpa!
http://beint.lydraedi.is/cases
en þar er búið að setja inn yfirlit frumvarpa af yfirstandandi þingi og svo þeim nýustu sem breyst hafa undanfarna sjö daga.
Notendur síðunnar geta kynnt sér efni og innihald frumvarpana og kosið um hversu mikilvæg þeir telja frumvörpin vera. Þetta er góður kostur í millibilsástandinu.
Maður þarf að skrá sig undir nafni og email til að geta verið notandi.
Síðan er í vinnslu og það vantar eitthvað inn á hana enn. En framtakið er gott þó ég viti ekki hver stendur á bak við hana. Hún er mjög gagnleg til að fá innsýn og yfirlit og láta sig málin varða með því að láta vita hug sinn um mismunandi frumvörp (þó það sé á þennan svolítið frumstæða hátt - stjörnugjöf og mikilvægi).
Og svo ríður á að innleiða þingheim í starfið sem er ærið. Því það er algjörlega út í hött að einhver fástjórn sitji eins og ráðvilltar uglur á meðan að þingheimur sem ætti að geta lagt hönd á plóginn situr atvinnulaus og upplýsingalaus. Við það verður ekki unað, ekki einum degi lengur!
Nú þarf að leggja fram hendur, bretta upp ermar og forgangsraða rétt.
![]() |
Rætt um efnahagsmál á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |