Skammt stórra högga á milli! Áfangasigur!

Um leið og ég fagna þeim fréttum að Ingibjörg sé á góðum batavegi slá fréttir um veikindi Geirs mig.  Megi þeim báðum ganga vel að öðlast bata.

Ég fagna ákvörðun um kosningar 9.maí - Þetta var góð ákvörðun. Þetta er áfangasigur!

Nú þarf að taka til í efnahags-eftirlitsstofnunum og svo þarf að koma á víðtækari stjórn þar til 9.maí - Það þarf að virkja alla sem að eru kosnir og á þingi - og það þarf að setja neyðarreglur um að kosningaherferð megi ekki byrja opinberlega fyrr en tveimur vikum fyrir kosningar. Annars fer allt púður í einkahagsmunapot og það er alveg háskalegt fyrir allt það sem þarf að vinna af dugnaði og heilindum nú á vordögum - og ekki síst í ljósi þess að annað heimsáfall ríður ef til vill á nú í mars/apríl mánuði.

Byggjum og bætum og vinnum til að gera þanþol þjóðarinnar betra og stöðugra á komandi misserum í stað þess að eyða tímanum í sjálfhverfu eins og Þorgerður Katrín orðaði það nú um daginn.

Húrra fyrir kosningum. Þar glæddist vonin þó í skugga ýmissa annara atburða væri.


mbl.is Um góðkynja æxli að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" - og það þarf að setja neyðarreglur um að kosningaherferð megi ekki byrja opinberlega fyrr en tveimur vikum fyrir kosningar. Annars fer allt púður í einkahagsmunapot"

 ROFL !

Það er þegar byrjað bakvið tjöldin. Sé nú ekki hvað við munum græða á að fara að kjósa núna.

 Það eru sömu vitleysingjanir þarna !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

nýjir tíma eru á leið inn í mannkyn, er það ekki bara frábært !

KærleiksLjós frá konu í Lejrekotinu 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 07:31

3 identicon

Sko.. honum Hermundi Rósinkrans, talnaspekingi og miðli, sem hefur séð fyrir ótrúlegustu hluti í þessum darraðadansi, líst ekki vel á þessa dagsetningu - hún stendur fyrir kyrrstöðu og fleira leiðinlegt sjáðu til. Ég er farin að taka mark á honum - sýnist meira að marka það sem hann segir en ýmsir aðrir.  Hvað í veröldinni fáum við út úr kosningum í maí? Og þegar þess er spurt er ekki þar með sagt að ég vilji óbreytt ástand - langt í frá. En spurningin er mikilvæg!

Oddný (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 23:20

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

ég er svo léleg um þessar mundir að hanga á blogginu að ég biðst velvirðingar á seinni svörun. Takk fyrir að bregðast við. Mér fannst eiginlega alveg dæmigert að þegar að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði af sér í gær að þeir sem hugsanlega eru hvað bíræfnastir í pólitík voru farnir að gera honum til plott og einkahagsmunapot. Voru þeir ekki bara að tala um sjálfa sig? Ég veit að það er ærið starf framundan við ýmiskonar mikilvæga og á stundum óþægilega ákvarðanatöku á komandi misseri því er mikilvægt að tapa sér ekki sýniþörf sem einkennir jú bæði prófkjör og kosningabaráttu. Ég er að spekúlera í hvort við getum notað líkinguna úr Elsku Míó minn. Við þurfum að berjast í gegnum Dauðaskóg og komast hjá álagafuglunum til að geta náð til landsins í fjarskanum.

Ég vil endilega að við lítum burt frá persónum og leikendum þegar búið er að taka til í stjórnkerfinu og horfum á málefnin til að tryggja hagsmuni heildarinnar. Ætli við getum það?

Anna Karlsdóttir, 26.1.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband