Beint lýðræði - þú getur kosið um mikilvægi frumvarpa!

Ég fór inn á heimasíðuna

http://beint.lydraedi.is/cases

en þar er búið að setja inn yfirlit frumvarpa af yfirstandandi þingi og svo þeim nýustu sem breyst hafa undanfarna sjö daga. 

Notendur síðunnar geta kynnt sér efni og innihald frumvarpana og kosið um hversu mikilvæg þeir telja frumvörpin vera. Þetta er góður kostur í millibilsástandinu. 

Maður þarf að skrá sig undir nafni og email til að geta verið notandi.

Síðan er í vinnslu og það vantar eitthvað inn á hana enn. En framtakið er gott þó ég viti ekki hver stendur á bak við hana. Hún er mjög gagnleg til að fá innsýn og yfirlit og láta sig málin varða með því að láta vita hug sinn um mismunandi frumvörp (þó það sé á þennan svolítið frumstæða hátt - stjörnugjöf og mikilvægi).

Og svo ríður á að innleiða þingheim í starfið sem er ærið. Því það er algjörlega út í hött að einhver fástjórn sitji eins og ráðvilltar uglur á meðan að þingheimur sem ætti að geta lagt hönd á plóginn situr atvinnulaus og upplýsingalaus. Við það verður ekki unað, ekki einum degi lengur! 

Nú þarf að leggja fram hendur, bretta upp ermar og forgangsraða rétt.

 


mbl.is Rætt um efnahagsmál á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir ábendinguna.

Hér er frábær síða þar sem allir landsmenn geta komið að gerð nýrrar stjórnarskrár: Lýðveldisbyltingin.is

Og hér er sölusíða bókar sem er verkfæri til að vinna pólitísk völd og vilja til að breyta stjórnarskránni: thegameofpolitics.com

Jón Þór Ólafsson, 21.1.2009 kl. 22:39

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Kærar þakkir fyrir að benda á þetta. Ég er búin að skoða þetta og lýst vel á.

Anna Karlsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband