Færsluflokkur: Lífstíll

Mælikvarði á velmegun?!

Vitringurinn í fjölskyldunni kom til mín fyrir nokkrum dögum og kvað bekkjarbróður sinn all-ríkan, fjölskyldu hans ríka og foreldra. Og hvernig mældir þú það vinur, spurði ég í forundran. Jú, þau eiga súkkulaði gosbrunn!!!!

Ja, það er spurning nú þegar að alda trampolín-innkaupa er liðinn og þau hvort eð er fokin út í veður og vind, hvort að það eru súkkulaði-gosbrunnar (sem auðvitað brýnasta nauðsyn hverrar fjölskyldu) er mælikvarði á velmegun vorra daga??

Ég bara velti þessu svona fyrir mér.

P.s ef einhver á aflögu gamalt fótanuddtæki, þigg ég það gjarnan. Var hvort eð er að sauma mér jólakjólinn úr gömlum gardínum!!


Spegill, spegill herm þú mér!

Já ég var stödd á þjóðarspeglinum í gær og tók þátt í tveimur málstofum um ferðamálafræði. Ég var stolt af mætingunni á málstofurnar og fannst gaman að erindum og umræðum. Fólk var áhugasamt og mjög spurult. Svoleiðis eiga málþing að vera.

Sat síðan málstofu um háskólanám þar sem fyrrverandi nemandi minn úr ferðamálafræði, nú útskrifaður meistari úr mannauðsstjórnun var með erindi um ástæður þess að nemendur við hagfræði og viðskiptadeild klára ekki lokaverkefnin sín. Það sem kom mér mest á óvart var að sálfræðilegur stuðningur eða hagnýtur stuðningur eða vöntun á því sama frá hendi leiðbeinanda virtist ekki hafa úrslitaáhrif, heldur var það fyrst og fremst vinna meðfram námi eða það að nemendur voru of uppteknir af eigin persónulega lífi. Ég var ofurstolt af Thelmu Ámundardóttur.

Eftir málstofur var tími til að spjalla við fullt af skemmtilegu fólki og rífast um tilfæringarnar í háskólanum sem standa fyrir dyrum vegna skipulagsbreytinga og sameiningar HÍ og KHÍ. Þar varð ég vör við að nokkrir samstarfsmenn úr félagsvísindadeild voru nokkuð hnuggnir yfir að ferðamálafræðin myndi ekki flytjast yfir í félagsvísindadeild...en það er auðvitað efni í sér umræður hér.

Mér fannst ljúft að heyra frá Sigrúnu Júlíusdóttur að í rauninni væru það ekki fagleg landamæri sem að skiptu máli, heldur að fá frið og almennilega aðstöðu til að vinna við...og svo að samvinna við fólk innan HÍ helgast oft ekki endilega af því í hvaða hólfi fólk er, heldur því að maður er að vinna að líkum viðfangsefnum og fellur vel við ákveðið fólk í samstarfi óháð skor eða deild.

Ég ætla bara að halda þeirri stefnu áfram...og nenni ekki að eyða tíma mínum í  fólkið sem horfir einungis á kassana.


Máttur SKYPE og alþjóðlegir endurfundir vina úr öllum heimsálfum.

Jedúddamía. Ef ég hefði verið uppi fyrir 10 árum, 15 árum eða fyrr og ekki í dag hefði ég ekki upplifað mátt skype. Gamall vinur minn frá Brasilíu hafði allt í einu samband við mig í dag. Ég hef ekki talað við hann í fimm ár eða síðan að við eyddum viku saman í höll Rockefeller í Bellagio við Como vatnið á Norður Ítalíu. Það var hópur fólks frá 23 löndum sem hittust þá en öll áttum við það sameiginlegt að vera að vinna í verkefni um grænkortagerð. Ég skammast mín verulega er ein af fáum sem ekki hef enn gefið út kortið mitt, en ég hef notað það og aðferðina í kennslu. Aðal markmið verkefnisins er svo sem ekki að gefa út kort, heldur fremur að eiga þátt í að breyta hugsunarhætti fólks um borgarumhverfi sitt.

Leon er frá Sao Paulo og hefur notað verkefnið til að kenna börnum í fátækrahverfum sem sum hver eru ekki læs, að horfa á nærumhverfi sitt með væntumþykju-augum, fá fólk til að rækta jörðina. Allt út frá hugsuninni um að elski maður eitthvað, þá vill maður bæta það og passa uppá. Við vorum einmitt að ákveða að skrifa saman greinar á nýja árinu, það verður gaman.

Nú ætlum við félagarnir að blása til endurfundar í gegnum skype. Þetta er hreinlega frábær tækni. Við munum vera frá Íslandi, Brasilíu, Japan, Bandaríkjunum, Kanada, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Rúmeníu, , Austurríki og fleiri löndum að tala saman.


kræklóttir persónuleikar

Nóvember er minn mánuður. Þá leggst ég undir feld, kveiki á kertaljósum og hugsa málin. Í dag byrjaði haustfrí og ég óskipulögð manneskjan hafði auðvitað gleymt endurnýja ljósritið af skóladagatalinu á ísskápnum. Það er allt í lagi, við mæðgin förum þá bara í framkvæmdir hér heimavið í staðinn, og ég sit yfir vinnunni þess á milli og í kvöld.

Ég fór að hugsa um samhug í gærkvöldi. Ef ég hefði enn verið í Kbh. hefði fyrir löngu verið búið að skipuleggja einhverskonar udflugt fjölskyldna, t.d á söfn eða í bíó eða eitthvað viðlíka. Gera eitthvað í tilefni frísins. En hér í Reykjavík heldur bara lífið sinn vanagang, enginn hringir, fólk er upptekið af sjálfu sér og litlu öðru. Áherslan hefði verið lögð á samveru fólks, hlátur, samtal og bara að njóta lífsins í rólegheitum. Hér er hver út af fyrir sig.

Mér finnst lítill samhugur meðal fólks hér en geri mér líka grein fyrir að ég er með í því tafli. Það er svolítið eins og fólk byrgi sig inni í sjálfu sér og sínum. Á maður að nenna að vera partur af bældu samfélagi þar sem minnimáttarkennd er aðalsmerki, eða bara vera á hliðarlínunni. 

Nei, a......hafi það! Maður á ekki að taka þátt! Dissa bara alla þessa laumu-þunglyndu íslendinga og sker upp herör gegn meðalmennsku-streitukapphlaups-fjölskyldugildunum sem tröllríða hér öllu!

markmið dagsins:

Áforma veisluhöld uppúr miðjum mánuði (hringja í Dísu)

Fara í sund!

Gera ný áheit um jóga iðkun og nudd!

Muna að skrifa í dagbókina að unifem stendur fyrir zumbaferköntuð manneskja í valsheimilinu á laugardaginn. Ég ætla pottþétt að fara og hrista skanka.

Brosa fallega til alls fólksins sem ég mæti á götu úti! (þeir mættu vera fleiri takk!)

Athuga með vetrardekk á hjólið


Friðarsúlan og hráslaginn.

Í dag er afmælisdagur bróður míns Hólmsteins og Himma og Sigurðar Reynis og Jóns bítils. Það á að kveikja á friðarsúlu Yoko Ono í kvöld út í Viðey og vona ég að viðstaddir verði nú ekki of kvefaðir í hráslaganum. Ég sá mynd í blöðunum af ljós-standinum og finnst hann ekki til prýði á Eynni en svo sem heldur ekki neitt óafturkræft umhverfisslys. Þetta er bara skemmtilegt, að sérvitringurinn Yoko skuli hafa valið Reykjavik. En það fær mann óneitanlega líka til að hugsa af hverju hún gerir þetta ekki bara í eigin nafni en þarf að klappa goðsögn Lennons með friðarsúlunni. Ég man ekki betur en að hún hafi verið ötull friðarsinni áður en hún hitti hann Jón sinn. Ljós-súlan verður óneitanlega svolítið fallos-tákn í þessu samhengi. En maður þekkir frægan mann, sem þekkir frægan mann, sem þekkir frægan mann sem ....osfrv.

Hvernig skapaðist tungumálið?

Sonur minn Elías er ansi hugsandi drengur. Hann kom askvaðandi inn og spurði mig eftirfarandi: Mamma, ég er að velta fyrir mér hvernig tungumálið skapaðist, veistu það? Mér varð auðvitað orða vant eins og venjulega þegar ofvitinn sonur minn á í hlut. ..Svo fórum við að pæla í þessu saman. Ég stakk upp á að þróun tungumála hefði hafist með grátnum, því það er jú fyrsta hljóðið sem að nýfætt barn gefur frá sér ef það er heilbrigt. Þá sagði hann: Já, en hvað með hláturinn? Jú, vissulega hláturinn kitlar manninn og með hljóðinu hlýtur tungumálið að hafa byrjað að þróast. Við urðum sammála, við Elías, um að tungumálið skapaðist af grátnum og hlátrinum.

Raddleysi í rigningunni!

Röddin í mér hvarf og eftir sit ég hjáróma með kurr sem brýtur sér leið um barkann og hefur sig til flugs út í hvolfið sem dimmraddað urg. ÆÆ! Rakinn í loftinu og haustið hefur heltekið raddböndin. Ég fæ mér echinea, c-vítamín, olífulaufstöflur en ekkert virkar. Ég djúsa gulrætur, rófur og haug af engifer, en allt kemur fyrir ekki. Leggst upp í rúm og fer í þagnarbindindi þangað til að mín hljómþýða íðilfagra rödd er endurheimt.Crying


Toppurinn á tilverunni sífellt vinsælli fyrir hverfulleika

image001Mér barst póstur frá Miriam Geitz vinkonu minni. Hún sendi mér grein úr Wall Street Journal um hvernig ferðamennska er að breytast á norðurhveli og sífellt fleiri ferðamenn laðast að ferðalögum norður um slóðir (og á Suðurskautslandið) fyrir þær sakir að þar gætir meiri hverfulleika í náttúrufari vegna ýktari loftslagsbreytinga en annars staðar. Greinin er að mörgu leyti áhugaverð, en þar gætir líka svolítillar "sensation" umfjöllunar um Ilullisat á Grænlandi. Ég held að greinarhöfundar hafi á réttu að standa að hverfulleiki jöklanna laðar að og við höfum fyrir því vissu á síðustu árum. En aðeins er um stutt tímabil á ári að ræða þar sem sýnileiki bráðnunar er svona hraður. Eins og Einar Sveinbjörnsson benti réttilega á er aukin aðgengileiki um hafið norðan við Grænland/sjóleiðin aðeins opin mjög skamman tíma árs. Á öðrum tímum árs eru veður óútreiknanleg.

Arctic Becomes Tourism Hot Spot, But Is That Cool?


Interest in Global Warming Is Now a Selling Point; Seeing Glaciers 'Calve'

By GAUTAM NAIK
September 24, 2007; Page A1

DISKO BAY, Greenland -- James Brusslan is an environmental lawyer with climate
change on his mind. He cycles to the office and works at a Chicago law firm that
offsets its carbon emissions. He plasters friends' SUVs with stickers that say: "I'm
changing the climate! Ask me how!"

<http://online.wsj.com/public/resources/documents/info-arctictourism0709.html

To get a first-hand glimpse of such changes, Mr. Brusslan, 50 years old, recently
spent $2,800 on a week&#39;s camping trip here, about 200 miles north of the Arctic
Circle. "I wanted to see what was happening," he said, as he gazed at an ice fiord
where a glacier was splintering into icebergs. "In 10 years, it probably will be
gone." He next plans to see the melting glaciers of Sichuan, China.

Global warming has given rise to a new niche in the booming eco-tourism business:
climate tourists. These visitors seek out places where a long-term warming trend --
subject of a global summit hosted by the United Nations this week -- is starting to
have a discernible impact. Yet some say there&#39;s a big irony in this kind of travel:
Any trip by train, plane or cruise ship pumps carbon dioxide into the atmosphere and
potentially contributes to the warming of the planet.

"What&#39;s the point of your trip to the Maldives if the end result is that it will be
drowned" because emissions from eco-tourists&#39; jets contribute to global warming and
rising seas, says Jeff Gazzard of Aviation Environmental Federation, a United
Kingdom group fighting to curtail airplane emissions. The Maldives, a string of
islands in the Indian Ocean, sit about three feet above sea level and are at risk if
warming effects raise ocean levels.

More than 1.5 million tourists now visit the arctic each year, up from one million
in the early 1990s, according to the U.N. Longer and warmer summers keep arctic seas
freer of ice flows, so cruise ships can visit places that were once inaccessible --
raising other environmental concerns.

Some tourists to Norway&#39;s Svalbard archipelago in the arctic hope to catch sight of
new islands that have appeared as the ice sheet retreats. "They&#39;re just rocks,"
scoffs Rune Bergstroem, head of the environment department at the governor of
Svalbard&#39;s office. That didn&#39;t stop a recent visitor from England from trying to
claim one such island, going ashore and writing his bid on a baked-bean can. It was
rejected.

The annual number of visitors to Svalbard has surged 33% in the past five years to
about 80,000. About half arrive on cruise liners. With so many more passengers going
ashore, fragile vegetation on some islands has gotten worn down. There&#39;s a higher
risk of an oil spill; a new law requires ships on the eastern part of the islands to
use marine diesel instead of heavy oil.

Local wildlife is under threat, and not just from direct climate change. "Regions
with polar bears were hard to access, but boats can now get there because the sea
ice melts," says Mr. Bergstroem. "There could be more conflicts between people and
bears."

<http://online.wsj.com/article/SB118952521979723889.html

Still, global warming can be a persuasive sales pitch. This month, Betchart
Expeditions Inc., of Cupertino, Calif., offers a 12-day voyage to "Warming Island"
near Greenland. Melting ice has revealed the long-buried island, "a compelling
indicator of the rapid speed of global warming," says Betchart&#39;s Web site. The cost:
between $5,000 and $7,000, not including flights. So far, 38 people have signed up.

Earthwatch Institute, a nonprofit in Maynard, Mass., runs trips that allow people to
help scientists studying coral reefs in the Bahamas and the effects of climate
change on orchids in India. Its 11-day trip, "Climate Change at the Arctic&#39;s Edge"
-- priced between $2,849 and $4,349, not including flights -- involves going to
Manitoba, Canada, to monitor carbon stores in the permafrost.

Hansruedi Burgener didn&#39;t seek out climate tourists -- they found him. Last summer,
hundreds trekked to his remote hostel-cum-restaurant in the Swiss Alps, because it
has a clear view of a mountain called the Eiger. Noting that a warming trend had
accelerated melting of glacial ice, geologists predicted part of the mountain would
soon collapse. To mark the event, Mr. Burgener introduced a coffee-and-schnapps
concoction called a "Rockslide."

In July 2006, about a half-million cubic meters of the Eiger -- the volume of a
small skyscraper -- plunged into the valley. No one was hurt, but dust from the
impact blanketed the nearby resort of Grindelwald. Tourists still go there, to see
where the rock fall occurred. "I don&#39;t think climate change is good for the
environment," says Mr. Burgener. "But it&#39;s made the hostel famous, and that&#39;s good
for me."

There are some efforts to keep the trend from heating up. The International
Ecotourism Society, based in Washington, D.C., launched a campaign called "Traveling
with Climate in Mind" to help people "minimize their environmental footprint"
through better use of energy and offsetting emissions.

In March, the airline SAS started a program that allows passengers to pay a fee --
up to €8 for a European flight -- to offset their flight-related emissions. The
money is spent on a renewable-energy project. But though the airline carries more
than four million passengers a month, it has registered only about 600 transactions
so far.

"It&#39;s low; we&#39;re disappointed," says Neils Ierek Nertun, environmental director for
SAS.

Per Stuhaug, a 53-year-old consultant for International Business Machines Corp. in
Copenhagen, took a recent SAS flight to visit Greenland&#39;s vast inland ice sheet. He
said he was "interested in seeing any changes since my last visit," a 2004 camping
trip. But he dismissed the airline&#39;s carbon-offset program as a marketing gimmick
and didn&#39;t pay the fee.

Though they are hardly the main contributor to global warming, tourists interested
in climate change recognize a dilemma. "I have a curiosity about these places, but
going there to see them causes more damage," says Anne Patrick, a Massachusetts
schoolteacher who has visited Antarctica and Greenland. "How do you come to grips
with that? I don&#39;t have an answer."

Most visitors to Greenland head to the town of Ilulissat, a settlement of brightly
painted houses with a breathtaking view of icebergs. Scientists speculate that the
iceberg that sank the Titanic originated here.

Ilulissat has become a poster child for global warming. January temperatures used to
routinely hit minus 40 degrees Fahrenheit, but now rarely fall below minus 13
Fahrenheit. The nearest glacier, Jacobshavn, has retreated more than nine miles
since 2002. The bay no longer freezes, so fishermen catch halibut all year long,
depleting stocks, says Konrad Seblon, district manager of a provincial agency
charged with developing tourism.

This year, the town has hosted Nancy Pelosi, speaker of the U.S. House of
Representatives, Barbara Boxer, U.S. senator from California, and the president of
the European Union. Up to 35,000 tourists are expected too, compared with 10,000
some five years ago. The town&#39;s population is 5,000 people and a lot more sled
dogs.

"Tourists are welcome, but we don&#39;t want too many. And we don&#39;t want big hotels,"
says Anthon Frederiksen, Ilulissat&#39;s mayor. "We&#39;d like to preserve nature and our
culture."

Many visitors shell out $300 for a trip to a glacier called Eqi. When Eqi reaches
the sea, large pieces "calve," or break off, becoming icebergs. One recent
afternoon, a boat filled with tourists drew near Eqi&#39;s 250-foot-tall ice face.
Suddenly, a chunk the size of a small house plunged into the waters, unleashing a
6-foot swell.

The wave slammed into the boat, rocking it hard. "That was exciting," said Ingeborg
Mathiesen, a 68-year-old Norwegian, as she gripped the guard rails. "I&#39;ve never seen
anything like it."

The day before, a similar wave in Svalbard pounded a sightseeing boat and injured 17
British tourists. Next summer, Ms. Mathiesen plans to visit Svalbard, to see
icebergs and polar bears. Says her husband, Erich: "We don&#39;t want to wait five years
when they may be gone."

Write to Gautam Naik at gautam.naik@wsj.com5



URL for this article:
http://online.wsj.com/article/SB119040811877635606.html




Hyperlinks in this Article:
(1)
OpenWin(&#39;http://online.wsj.com/public/resources/documents/info-flash07.html?project=arctictourism0709&h=490&w=950&hasAd=1&settings=arctictourism0709&#39;,&#39;arctictourism0709&#39;,&#39;950&#39;,&#39;660&#39;,&#39;off&#39;,&#39;true&#39;,40,10);return
(3)
http://online.wsj.com/public/article_print/OpenWin%28%

(4)
http://online.wsj.com/public/resources/documents/info-flash07.html?project=arctictourism0709&h=490&w=950&hasAd=1&settings=arctictourism0709&#39;,&#39;arctictourism0709&#39;,&#39;950&#39;,&#39;660&#39;,&#39;off&#39;,&#39;true&#39;,40,10);return


(5) mailto:gautam.naik@wsj.com



Touriseum

Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Guði sé lof. Ég var að garfast í undirbúningi kennslu um ferðalandfræði Alpasvæðanna í Evrópu þegar ég fann nýmæli í safnavæðingu vestrænnar siðmenningar. Safn um ferðamennsku, svokallað Touriseum. Það er staðsett á landamærum Austurríkis og Ítalíu, nánar tiltekið í suður Týrol og gerir sögu ferðamennsku á svæðinu skil frá 1800, ásamt því að vera minjasafn og fræðslumiðstöð fyrir afþreyingu og leiki í gegnum tíðina. Humm. Kannski maður ætti einhvern tíma að grípa tækifærið og skoða fyrirbærið.

Átakanlega upptekin af eigin holdi!

Ég held að mæður eigi óbeinan og stundum beinan þátt í að stúlkur verði Anorexiu  eða Lotugræðgi að bráð. Ég var í laugardalslauginni og horfði upp á móður leggja ómeðvitað drögin að slíkum örlögum meðal dætra sinna.  Í búningsklefanum sveif eða hlammaðist hver konan á fætur annarri upp á vigtina. Mér varð um og ó að horfa upp á hversu margar konur drógust að vigtinni allsberar, eins og hún væri segull í flísalögðu rýminu. Að endingu varð mér að orði við eldri konu að ég teldi ferðalag á vigtina algjörlega óhugsandi. Það er einungis til þess fallið að valda hugarangri og segir nákvæmlega ekkert um líðan eða útlit. Hvort maður passar í fötin sín segir meira (nema maður auðvitað píni sig í barnastærðir eins og sumar konur virðast gera). Konan brosti móðurlega til mín og sagði að það væri gaman að fara á vigtina þegar maður væri að léttast. Jú,jú ég samsinnti því. Fleiri konur komu á vigtina. Síðan tóku dætur við.

Mér varð starsýnt á 10-12 ára stúlkur sem kepptust um að vera léttari. Ég er 25 kíló hrópaði ein þeirra yfir rýmið. Greinilega stolt af eigin frammistöðu. Vinkona eða systir hennar var eitthvað þyngri, greinilega óánægð með það. Þeim vantaði þó ekki húmor stöllunum og fóru að gera akrobatík á vigtinni til að mælast léttari. Þetta kepptust þær við um stund. Það var fróðlegt að verða vitni að svona atferli. Móðirin leiddi hópinn og síðan tóku dæturnar við. Í hugrenningum mínum dúkkaði allt í einu upp minning um eigin gelgju. Þá mundi ég eftir að móðir vinkonu minnar stóð heima hjá sér á nærfötunum og var að metast við tuttugu árum yngri dóttur sína hvor hefði meira slit á lærunum. Hvor væri með flottara hold á maganum osfrv. Ég heyri meira segja rödd hennar hljóma. Helga! Ég er nú búin að eignast þrjú börn og samt er ég með minna slit á lærunum. Þú ert alltof feit Helga. Þú ættir ekki að vera svona ólöguleg.

Önnur minning plompaði upp. Móðir manns sem ég þekki sem sjálf lítur út eins og Biafra-barn mælir fólk út frá holdafari. Hún notar hugtök um holdafar eins og kartöflupoka og tröllskessa og segir við fólk mikið rosalega ertu að verða feit(ur). Hún er alveg frjáls undan oki prúðmennskunnar.

Önnur móðir sem ég man eftir er voðalega upptekin af útliti fólks og er alltaf að kommentera eitthvað á þessa leið. Mikið rosalega lítur þessi illa út, voðalega er þessi að verða ellileg! Ég hefði getað svarið að blablablabla.

Því miður virðast fullorðnir vera átakanlega uppteknir af eigin holdi á ýmsa vegu og það verður bara að segjast. Það er ekkert sérlega góð fyrirmynd fyrir börnin þeirra.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband