kræklóttir persónuleikar

Nóvember er minn mánuður. Þá leggst ég undir feld, kveiki á kertaljósum og hugsa málin. Í dag byrjaði haustfrí og ég óskipulögð manneskjan hafði auðvitað gleymt endurnýja ljósritið af skóladagatalinu á ísskápnum. Það er allt í lagi, við mæðgin förum þá bara í framkvæmdir hér heimavið í staðinn, og ég sit yfir vinnunni þess á milli og í kvöld.

Ég fór að hugsa um samhug í gærkvöldi. Ef ég hefði enn verið í Kbh. hefði fyrir löngu verið búið að skipuleggja einhverskonar udflugt fjölskyldna, t.d á söfn eða í bíó eða eitthvað viðlíka. Gera eitthvað í tilefni frísins. En hér í Reykjavík heldur bara lífið sinn vanagang, enginn hringir, fólk er upptekið af sjálfu sér og litlu öðru. Áherslan hefði verið lögð á samveru fólks, hlátur, samtal og bara að njóta lífsins í rólegheitum. Hér er hver út af fyrir sig.

Mér finnst lítill samhugur meðal fólks hér en geri mér líka grein fyrir að ég er með í því tafli. Það er svolítið eins og fólk byrgi sig inni í sjálfu sér og sínum. Á maður að nenna að vera partur af bældu samfélagi þar sem minnimáttarkennd er aðalsmerki, eða bara vera á hliðarlínunni. 

Nei, a......hafi það! Maður á ekki að taka þátt! Dissa bara alla þessa laumu-þunglyndu íslendinga og sker upp herör gegn meðalmennsku-streitukapphlaups-fjölskyldugildunum sem tröllríða hér öllu!

markmið dagsins:

Áforma veisluhöld uppúr miðjum mánuði (hringja í Dísu)

Fara í sund!

Gera ný áheit um jóga iðkun og nudd!

Muna að skrifa í dagbókina að unifem stendur fyrir zumbaferköntuð manneskja í valsheimilinu á laugardaginn. Ég ætla pottþétt að fara og hrista skanka.

Brosa fallega til alls fólksins sem ég mæti á götu úti! (þeir mættu vera fleiri takk!)

Athuga með vetrardekk á hjólið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég held að það séu ansi margir að hugsa þetta sama, ég geri það og þeir sem ég hef talað við eru sammála þessu. Ótrúlega skrýtið! En af hverju allir séu að hugsa þetta sama en geri ekki neitt í því? Þetta er örugglega rannsóknarefni fyrir mannfræðinga.. PS: ég vil vera með í veislunni ef Dísa heldur partý :) Góða helgi frænka góð

Aðalbjörg Jóhanna (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 19:47

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Gott að heyra að ég er ekk ein um svona vangaveltur. Ég býð þér pottþétt frænka - þarf bara að skipuleggja!

Anna Karlsdóttir, 3.11.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband