Færsluflokkur: Ferðalög

Hver er svo að tala um kreppu?

Jóhanna Kristjónsdóttir er algjör hetja. Ég þekki fleiri en einn sem eru næstum áskrifendur að ferðum hennar til Miðausturlanda, svo gaman er að skyggnast inn í veröld hennar þar. Hún á heiður skilinn og allavega jafn mikinn og landsliðsgaurarnir. Mér finnst reyndar með ólíkindum að einhverjir hafi svo mikið ráðstöfunarfé að þeir geti púngað út einni milljón fyrir sveitta treyju. Maður má aldeilis vera hjátrúarfullur ef maður heldur að heppni fylgi því. En það er fyrir góðan málstað, svo ég ætla að hætta að ibba mig.

Ég sá annars alveg frábæra bíómynd Guy Maddin um Winnipeg í dag í Háskólabíói. Ég skemmti mér konunglega, líka í umræðunum á eftir. Salurinn var nær fullur af fólki. Í myndinni er dregin upp mynd af borginni eins og hún sé að sofna og margir draugar fólks, náttúru og mannvirkja vaktir upp. Draumur sögumanns er að finna leið til að yfirgefa borgina. Mér fannst þetta talsvert frumleg nálgun á heimildarmynd um borg. Winnipeg er í sjálfu sér lítið sjarmerandi borg fyrir utanaðkomandi en ég fékk einhverja sérkennilega löngun til að heimsækja borgina aftur eftir að hafa séð hana í þessu annarlega ljósi.


mbl.is Skólinn er í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hressandi flug

Kjalarnes er algjört veðravíti þegar að vindar eins og þaðan er fallegt að horfa til Reykjavíkur. Þetta er einn fárra staða á landinu þar sem ég hef þurft að stöðva bifreið í óveðri og bíða af mér, skíthrædd, og þó ýmsu vön í baráttu mína undir Hafnarfjalli.

Haustið boðaði heimkomu sína í nótt. Mér finnst það nú eiginlega bara hressandi - allt að komast í gír.

Svo flaug ég sjálf Vatnsmýrina í morgun, þurfti varla að koma við pedalana. Það var því vindknúið farið mitt í vinnuna í morgun.Smile


mbl.is Gámur fauk á staur á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að ganga

Eftir hrakfarir mínar á norðausturlandi þar sem ég lagðist í flensu og almennt volæði er ég nú að verða stálslegin og ætla að ganga að fjallabaki með syni mínum og kempunum Ósk Vilhjálmsdóttur og Margréti H. Blöndal. Það verða góðir dagar trúi ég.

Ég mæti tímanlega til að geta meldað mig í göngu Guðlaugar um kúmenslóðir eyjunnar. Hún hefur staðið sig frábærlega sem verkefnastjóri Viðeyjar í sumar með allar uppákomur, þó ég hafi farið þær færri en ég óskaði.

Mikilvægast er að lifa lífinu lifandi og eitt af því er að ganga og uppgötva. Mæli með því. 


mbl.is Kúmenganga í Viðey 19. ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengið á hjara veraldar - Græna kortið.. og Ómar og Þórunn!

Nú fer að líða að því að vinnudagana stytti - því að ef allt gengur eftir get ég farið að hreyfa mig Norðaustur á bóginn, á hjara veraldar, útnára Íslands - minn uppáhaldsstað á Íslandslandakortinu. Er raunar að vona að ég komist til að ganga Melrakkasléttuna eða ströndina eins og hefur verið vaninn undanfarin tvo ár. Það er allra meina bót að leggja land undir fót og þá á ég ekki við að fara utan, heldur ganga, eins og ég geri ráð fyrir að upprunaleg merking orðatiltækisins sé.

Það er blásið til Sléttugöngu á laugardaginn 9.ágúst  og ég ætla bara rétt að vona að það verði góð mæting. Kannski er heldur tæpt að ég nái í byrjun göngunnar en kannski á hálfleiðinni næ ég hópnum í strandhluta ferðarinnar. Ætla samt að ganga eins og ég get. Ég get nú ekki farið að missa af því að koma við og enda í Grjótnesi, ættgarði forfeðranna.

Vona síðan að potturinn hennar Birnu frænku standi til boða að enduðu rölti (það hefur verið hrein unun að hvíla þreytt læri þar liðin ár í góðum félagsskap).

Síðan er ég að plana göngu um Langanesið - 12 og 13 ágúst. Ætla að vitja rústa býlis forfeðra minna í Ásseli, og langar að líta Font og Skála augum líka. Eyþór er búin að senda mér göngukortið frá Þórshöfn og ég vænti einhvers liðsinnis kunnugra við ráðleggingar um gönguna þar eð ég er ókunn staðháttum nákvæmlega. Síðan ætla ég að athuga hvort að Vilhjálmur pabbi Margrétar skólasystur minnar sem býr í Heiði geti ekki sagt mér góðar sögur. OH, ég hlakka til.

Umhverfið er ógleymanlegt, það er fallegt og snertir viðkvæma strengi (mig langar að semja ljóð, hefði ég talentana) og einhvern veginn er eins og sálin róist á einhvern hátt sem ekki er útskýranlegur. 

Baldur frændi minn benti mér á alveg frábærar bækur í fyrra. Sagnaþætti Benjamíns Sigvaldasonar um fólk og viðburði á 19. öld og byrjun 20. aldar þar sem koma fyrir skemmtilegar sögur af svæðinu. Ég hef notið þess að lesa þetta mér til fróðleiks, en hafði upp á bókunum eftir mikla leit í fornbókabúð þeirra feðga Braga og Ara Gísla. 

Græna Íslands-kortið er annars tilbúið þó það sé í sífelldri þróun og er aðgengilegt á síðunni www.natturan.is og á www.nature.is.

Heiðurinn af því verki eiga einkum Guðrún Tryggvadóttir myndlistarkona og framkvæmdastjóri og Einar Bergmundur tækniþróunarstjóri, með aðstoð minni og Tryggva þýðanda.  Þetta er mikilvægur áfangasigur. Verkefnið er þó eðli málsins samkvæmt endalaust.

Og svo verð ég að lokum að nefna hann Ómar og óska honum til hamingju með að hafa unnið alþjóðleg  umhverfisverndarverðlaun Seacology. Hann er sannarlega vel að þeim kominn, loks fékk hann uppreisn æru, því mér fannst þjóðin einhvern veginn hikandi í að hrósa honum eftir allt það sem hann hafði lagt á sig til að kynna sér auðlindanýtingarmálefni nágrannalandanna til að upplýsa íslenskan almenning um umhverfisleg áhrif virkjanaframkvæmda. 

Að síðustu langar mig að segja að mér fannst Þórunn umhverfisráðherra standa sig vel í Kastljósinu þar sem hún var í eldlínunni gagnvart hárbeittri Jóhönnu Vilhjálmsdóttur. Þar fóru tvær ákveðnar konur, en Þórunn hafði betur, svaraði rökföst öllum tilbrigðum spurninga um að baki ákvörðun hennar væri hvati til að stöðva áform um framkvæmdir. Ég vildi sjá fleiri stjórnmálamenn á þennan hátt.

 

 


Ókeypis að brosa!

Hinir betri borgarar Íslands með skuldahalann á eftir sér í formi húsvagns eða hjólhýsis þurfa greinilega að læra að fá útrás á uppbyggilegri hátt en að skeyta skapi sínu á saklausu starfsfólki Spalar.

Hér í góða veðrinu undanfarið hef ég orðið vitni að því að geðslag samborgarana virðist hafa breyst til hins betra, nú líður varla sá dagur að maður mæti ekki brosandi manneskju á förnum vegi, alveg ókunnri. Mikið finnst mér þetta mikil bragarbót á viðmóti Íslendinga. Svo er náttúrulega frábært að það er ókeypis að brosa, maður bara jafnvel græðir á því, svei mér þá.

Svo má ekki gleyma að góð aðferð til að fá útrás er að berja koddann sinn, ef maður er svolítið aggressívur. Þá meiðir sig enginn nema dúnninn, en honum er nokkuð sama.

Svo má sparka í vegginn, en þá er kannski vandinn að maður getur sjálfur meitt sig.

Best er að vera einlægur og viðurkenna að maður er frustreraður yfir skuldunum, þá sefur maður bæði betur og getur brosað á móti vegfarendum. 

 


mbl.is Dólgslæti og dónaskapur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórbrotin byggingaráform og draumar um búsetu á hafi úti

floating-city-planeviewVeröldin er full af draumórafólki, kannski sem betur fer. Ef maður á ekki drauma rætast þeir engir.

Sumir draumar eru þó spilaborgir sem dæmdar eru til að hrynja. Í maí rakst ég á skondna grein í blaði um hóp fólks sem væri með stórbrotin áform um "landnám" á hafi úti í formi risastórra búsetupalla eða bauja sem væru svo stórar að hægt væri að framleiða matvæli og lifa nokkuð sjálfbært. Það er ekki hægt að segja en af nógu svæði sé að taka til að velja sér reit til búsetu, miðað við landgrunn jarðar, en höfin þekja 70% af yfirborði jarðkúlunnar.

Af greininni kom fram að í ár hefði þegar verið settar um 30 milljónir í þróun og rannsókna á hvernig mannfólkið gæti lifað lífi sínu án útlitsins fyrir að sjá jafnvel nokkru sinni til lands. BasicPlatform04.med

Hafandi gaman af allskyns furðuhugmyndum fór ég inn á heimasíðu hópsins sem kallar sig hinu formlega nafni The Seasteading Institute komst ég að því að hópurinn er uppleystur allavega tímabundið.

Kannski eru þessar hugmyndir um líf og búsetu á hafi úti á undan samtímanum og dúkka upp aftur eftir 20- 30 ár aftur. Eins má ímynda sér að í kjölfar hins ríkjandi olíuhagkerfis fyrir hnattræna skipan verði til gluggar möguleika fyrir tækisfærissinna sem sjá möguleika í hústökum á tómum olíuborpöllum.

Að það muni rísa upp nýjar nýlendur....humm - stundum er gaman að nota ímyndunaraflið.

610x


Ekki amalegt að fara til Krk!

 tourist-croatia-map

Svo segir í frétt mbl.is að sænsk hjón, sem ætluðu á ráðstefnu á Íslandi og ætluðu að fljúga til Reykjavíkur á Íslandi (lesist Keflavíkur) höfðu óvart bókað flug til Rijeka í Króatíu, og þangað fóru þau.

Krk er einmitt ein af þeim dásemdar eyjum sem Króatía á í Adríahafinu. ég hef áður farið á Hvar og Losinj og mæli með eyjaferð á svæðið. Krk er ein af óskaeyjunum þar eð hún er stærsta eyjan í þúsund eyja beltinu undan ströndum landsins. Rijeka er iðnvæddasta borgin en hún er líka merkileg fyrir þær sakir að árið 1750 eyddist þar nær öll byggð fyrir tilstuðlan mikilla jarðskjálfta.

Mér finnst Króatía algjört ævintýraland og gæti dvalið þar mun meira en ég hef gert.

Ég hitti annars merkismann hér um daginn frá Ástralíu að nafni Ross K. Dowling sem að vinnur við ferðamálafræði eins og ég, nema bara hinum megin á hnettinum. Hann er mikill talsmaður þess að jarðfræðileg fyrirbæri verði betur teng inn í ferðamál sem aðdráttarafl.

Geotourism kallar hann það á enskunni. Við ætlum að vinna eitthvað saman í framhaldinu. Ég hef einmitt svolítinn áhuga á að tengja Króatíu (þar eru mjög færir kollegar í landfræði sem að vinna við að skoða þróun sjávartengdrar ferðamennsku og bæjarhátíða þar í landi).

Það þarf víst varla að fjölyrða um að Ísland hefur heilmikið samkeppnis-forskot þegar kemur að jarðfræðilegum fyrirbærum sem aðdráttaröflum. En það hefur Ástralía og Nýja Sjáland reyndar líka og jafnvel Króatía og raunar mun fleiri lönd.

Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, og segja má að hjónin umtöluðu í fréttinni hafa allavega fengið verklega lexíu í landafræði og bæjarnöfnum þó ekki væri annað, og umtalsvert betra veður en hefðu þau farið til ReykjavíkurWink


mbl.is Ætluðu til Reykjavíkur - lentu í Rijeka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarið hefur skrýtin áhrif og góð

Já það má með sanni segja að ég er að átta mig á íslenskri þjóðarsál þessa dagana. Fyrstu árin sem ég bjó hér kvartaði ég mikið undan því hvað Íslendingar urðu eitthvað óagaðir og óbeislaðir á sumrin. Hættu að mæta í vinnuna og voru bara eitthvað að ráfa um land og auðnir, gátu augsýnilega ekki skipulagt sig almennilega og ferðuðust með veðrinu, ef svo má segja.

Ég hef nú sjálf látið undan og ætla að flýja á stað þar sem besta veðurspáin er þessa helgi þó aðeins sé um eina gistinótt að ræða, þar eð ég hef bæði verkefni og heimboð hina dagana.

Ætli ég sé ekki bara að koma heim aftur, svona andlega. Fylgja bara sól og veðri...og tjalda til einnar nætur.Wink


27 staðir samþykktir á heimsminjaskrá, fjögur ný ríki með í fyrsta skipti

Surtsey er nú meðal 174 náttúruminja sem eru skráð á heimsminjaskrá Unesco. Papúa Nýja Gínea, Saudi Arabia, örríkið San Marino og Vanuatu sem er að sökkva í sæ komu með í fyrsta skipti.

Á fundinum í gær voru samþykkt 19 menningarminjasvæði, t.d Stari Grad sléttan í Króatíu og sögumiðstöð Camaguey á Kúbu (nefni þá nú bara sérstaklega af því að ég hef verið þar). 

Átta náttúruminjar voru samþykktar og ein af þeim er Surtsey en hinar eru klettar og jarðfræðileg fyrirbæri, vistkerfi og vatnakerfi, skerjagarður - en ekkert þeirra er ein heild, ein eyja eins og Surtsey.

Við eigum því að vera stolt yfir því að geta komist á kortið í bókum eins og 100 eftirsóknarverðustu staðirnir að fara á áður en ég dey samhliða því að efla vitund um verndun einstakra náttúruminja.

 

Leyfi mér að birta hér ljósmyndir tvær af tilurð Surtseyjar sem er teknar voru af sjálfum Sigurði Þórarinssyni (fékk þær með vinsemd Magnúsar Tuma, við undirbúning ráðstefnu um sjávartengda ferðamennsku).  

 

Sjá fréttatilkynningu UNESCO

 og hér að neðan

 

UNESCO's World Heritage List now numbers a total of 878 sites, 679 cultural and 174 natural sites and 25 mixed in 145 countries.

 Surtsey expl_SThor

New cultural sites inscribed during the 32nd session:

Preah Vihear Temple (Cambodia)
Fujian Tulou (China)
Stari Grad Plain (Croatia)
Historic Centre of Camagüey (Cuba)
Fortifications of Vauban (France)
Berlin Modernism Housing Estates (Germany)
Armenian Monastic Ensembles in Iran (Iran)
Baha'i Holy Places in Haifa and Western Galilee (Israel)
Mantua and Sabbioneta (Italy)
The Mijikenda Kaya Forests (Kenya)
Melaka and George Town, historic cities of the Straits of Malacca (Malaysia)
Protective town of San Miguel and the Sanctuary of Jesús de Nazareno de Atotonilco (Mexico)
Le Morne Cultural Landscape (Mauritius)
Kuk Early Agricultural Site (Papua New Guinea)
San Marino Historic Centre and Mount Titano (San Marino)
Archaeological Site of Al-Hijr (Madâin Sâlih) (Saudi Arabia)
The Wooden Churches of the Slovak part of Carpathian Mountain Area (Slovakia)
Rhaetian Railway in the Albula / Bernina Cultural Landscape (Switzerland and Italy)
Chief Roi Mata's Domain (Vanuatu) surtseysolarfilma


Natural properties inscribed on UNESCO's World Heritage List during the 32nd session:

Joggins Fossil Cliffs (Canada)
Mount Sanqingshan National Park (China)
Lagoons of New Caledonia: Reef Diversity and Associated Ecosystems (France)
Surtsey (Iceland)
Saryarka - Steppe and Lakes of Northern Kazakhstan (Kazakhstan)
Monarch Butterfly biosphere Reserve (Mexico)
Swiss Tectonic Arena Sardona (Switzerland)
Socotra Archipelago (Yemen)

Extensions added onto properties already on the World Heritage List:

Historic centres of Berat and Gjirokastra (Albania)
Mountain Railways of India
Paleolithic Cave Art of Northern Spain
The Antonine Wall (United Kingdom) 


Styð þetta ágæta átak

Fyrir um tveimur árum síðan heyrðust raddir óánægðra ferðaþjónustuaðila sem að vildu endilega að ferðamenn hefðu aðgang að því að stíga á land í eyjunni. Sem betur fer var þeirri vitleysu afstýrt og þessi leið frekar farin. Mikið er ég ánægð með það.

Skemmtiferðaskip hafa löngum lagt leið sína þangað - það sér maður á leiðalýsingum og e.t.v hafa einhver skip sent fólk á gúmmíbátum í land. Ég hef þó engar sönnur fyrir því.

Þetta mætti þó hafa betra eftirlit með.

Ef ferlið sem endanlega kemur stöðum á heimsminjaskrá UNESCO er rétt að byrja eru þó nokkur ár í land þangað til að Surtsey er opinber heimsminjastaður.


mbl.is Surtsey á heimsminjaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband