Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.12.2007 | 21:52
Have you been a dad today?
Ég sá þessa auglýsingu frá National Fatherhood initiative á myspace síðu sonar míns. Mér varð hugsað til samtakana félag ábyrgra feðra sem hafa meðal annars barist fyrir auknu jafnrétti í umgengni við börnin sín. Ég held að þessi samtök hafi á sér einhverskonar tuðarastimpil og einhvern veginn fær maður stundum á tilfinninguna að þeir feður sem berjist harðast þar hafi kannski ekki mikið verið standa sig í föðurhlutverkinu/eiginmannshlutverkinu á meðan að fjölskyldan bjó saman. Ég hugsa nú að það séu líka menn í þessum samtökum sem að eru virkilega af heilum hug að berjast við erfiðar og eigingjarnar mæður barna þeirra.
Ég fer ekki ofan af því að börnum er best að eiga fyrirmyndir í báðum foreldrum, mömmu sinni og pabba sínum.
Þau geta fengið mjög brenglaðar og upphafðar hugmyndir um annað foreldrið sem þau eru ekki í tengslum við eða sem ekki er að standa sig gagnvart því. Ég trúi því að maður eigi sem foreldri að styðja börnin sín í að verða sem heilsteyptastir einstaklingar. Það geta þau best ef þau fá að kynnast báðum foreldrum sínum.
Vonandi er nú að þróast ríkjandi siðgæðisvitund meðal feðra sem ábyrgra feðra. En því miður hafa feður nú ekki alltaf verið að standa sig gagnvart sínum ástvinum. Um það eru mýgrútur dæma í kringum hverja og einustu íslenska fjölskyldu. Þannig að kannski er það útskýringin á tortryggni gagnvart fráskildum feðrum sem röfla um aukin rétt.
Það er auðvitað sárt að sjá á eftir barninu sínu í fang mannsins sem sveik mann eða olli hjartasári á einhvern annan hátt, sem manni finnst kannski ekki hafi mikið þroskast og sé jafn ótillitssamur sem áður. Þó ég geri mér grein fyrir að skilnaðir foreldra geti verið stofnað til af konum jafnt sem körlum.
En ég fer samt ekki ofan af því að það er siðferðisskylda sem hvílir á öllum foreldrum (og sem þeir verða að átta sig á áður en þeir fara út í barneignir) að börnin þeirra fái að njóta beggja foreldra ef hægt er.
Ég hef prófað það á eigin skrokk, og viti menn það er bara miklu auðveldara en hitt.
28.11.2007 | 18:57
Máttur SKYPE og alþjóðlegir endurfundir vina úr öllum heimsálfum.
Jedúddamía. Ef ég hefði verið uppi fyrir 10 árum, 15 árum eða fyrr og ekki í dag hefði ég ekki upplifað mátt skype. Gamall vinur minn frá Brasilíu hafði allt í einu samband við mig í dag. Ég hef ekki talað við hann í fimm ár eða síðan að við eyddum viku saman í höll Rockefeller í Bellagio við Como vatnið á Norður Ítalíu. Það var hópur fólks frá 23 löndum sem hittust þá en öll áttum við það sameiginlegt að vera að vinna í verkefni um grænkortagerð. Ég skammast mín verulega er ein af fáum sem ekki hef enn gefið út kortið mitt, en ég hef notað það og aðferðina í kennslu. Aðal markmið verkefnisins er svo sem ekki að gefa út kort, heldur fremur að eiga þátt í að breyta hugsunarhætti fólks um borgarumhverfi sitt.
Leon er frá Sao Paulo og hefur notað verkefnið til að kenna börnum í fátækrahverfum sem sum hver eru ekki læs, að horfa á nærumhverfi sitt með væntumþykju-augum, fá fólk til að rækta jörðina. Allt út frá hugsuninni um að elski maður eitthvað, þá vill maður bæta það og passa uppá. Við vorum einmitt að ákveða að skrifa saman greinar á nýja árinu, það verður gaman.
Nú ætlum við félagarnir að blása til endurfundar í gegnum skype. Þetta er hreinlega frábær tækni. Við munum vera frá Íslandi, Brasilíu, Japan, Bandaríkjunum, Kanada, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Rúmeníu, , Austurríki og fleiri löndum að tala saman.
24.11.2007 | 15:33
Aukin hætta á sjóslysum á heimskautasvæðunum vegna aukinnar umferðar þessar slóðir
Sjóslysið við Suðurskautslandið minnir okkur á að hættan á sjóslysum á heimskautasvæðunum (norðurheimskautssvæðinu meðtalið) hefur verið og mun halda áfram að aukast vegna aukinnar umferðar með vöru og ennfremur aukna forvitni ferðamanna sem þar fara um. Það hefur gripið um sig æði að komast á heimskautaslóðir í kjölfar aukinnar almenningsumræðu um loftslagsbreytingar. Auðlindanýting og umferð með olíu og aðrar auðlindir af norðurslóðum auka hættuna ennfrekar á sjóslysum, auk vöruflutninga með skipum, ekki síst ef að siglingaleiðirnar norðvestur fyrir og norðaustur fyrir fara að opnast hluta úr ári.
Samstarf siglingastofnunar, ratsjárstofnunar, landhelgisgæslunnar og veðurstofunnar við sérfræðinga háskólans hér er því verulega mikilvægt, bæði í þróun aðgerðaráætlana - sem mér reyndar skilst að sé vel á veg komin, en líka til ýmiskonar eftirlits og spálíkanagerðar.
Ég var á skemmtilegum fyrirlestri Ingibjargar Jónsdóttur samstarfskonu minnar úr landfræði um hafís við landið til forna og nú, við háskólann áðan. Vert er að kynna sér hennar verk betur.
![]() |
Farþegar M/S Explorer fluttir til meginlandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2007 | 13:37
Sjálfsvíg kínverskra kvenna!
Ég var á áhugaverðum fyrirlestri (Guðbjargar) Lilju Hjartardóttur á fimmtudaginn um vangaveltur í tengslum við doktorsverkefni hennar sem er á teikniborðinu. Lilja ætlar að helga sig málefnum mannréttinda og viðskipta og taka sérstaklega fyrir viðskipti, stjórnmálatengsl og mannréttindamál í samskiptum Íslands og Kína. Alveg absolut mjög aktuelt mál. Lilja er góður fyrirlesari, hún leiddi hlustendur í gegnum sögu þáttöku kvenna í alþjóðastjórnmálum sem tengdust mannréttindabaráttu. Hún kynnti okkur m.a fyrir Alva Myrdal, sem vann ötullega á vegum sameinuðu þjóðanna og var m.a sendiherra Svíþjóðar á Indlandi. Hún er ekki eins þekkt og maður hennar (sem ég þekki ágætlega í gegnum fræðin) Gunnar Myrdal (félagshagfræðing, landfræðing og þróunarmálafræðing). Ég verð að komast yfir ævisögu þessarar konu, það er ljóst.
Ég hef leitt leshóp á námskeiði í hagrænni landfræði í haust, þar sem aðalviðfangsefnið hefur verið tengsl Íslands við Indland og Kína. Við höfum verið að lesa fantagóðar bækur í bland við tyrfnari fræðigreinar (The End of poverty eftir Howard Sachs,Tickell.A, Sheppard.E, Peck.J & Trevor Barnes; ritstj. (2007) Politics and Practice in Economic Geography. SAGE, In spite of the Gods: The Strange Rise of Modern India eftir Edward Luce, og China Shakes the World:The Rise of a Hungry Nation, alveg fantagóð bók eftir James Kynge.
Bókin um Kína grípur mann alveg sérstaklega við lestur. Því varð mér hugsað á fyrirlestrinum til stöðu kvenna í dreifbýli Kína sem fjallað var um sérstaklega í bókinni. Í bókinni kemur fram að samhliða efnahagsundrinu hafi búferlaflutningar fólks frá vestri til austurs þar sem það leitar sér aukinna tækifæra í lífsafkomu verið kostnaðarsamt fyrir ýmsar fjölskylduhefðir og greinilega andlega líðan kvenna. Að sama skapi og þessir flutningar hafa veitt konum aukið frelsi eru margar þeirra greinilega botnlaust óhamingjusamar. Frelsið felst í að þær komast í launaða vinnu og hafa í fyrsta skipti á ævinni peninga milli handanna en þær senda þorra tekna sinna heim til fjölskyldunnar þar sem allt kapp er lagt á að synirnir í stórfjölskyldunum komist áfram til mennta og máttar. Hver veit nema að þær séu í svipaðri stöðu og Filipískar systur þeirra að það sé nánast þegnskylda að flytja í burtu til að ala önn fyrir fjölskyldunni (þó að innan þjóðlegra landamæra sé í tilfelli kínversku kvennana).
Einn stærsti félagslegi sjúkdómur Kína samtímans eru sjálfsvíg meðal ungra kínverskra kvenna. Fjöldinn er gígantískur - að meðaltali 500 konur velja að kála sér á degi hverjum. Þetta er því miður heimsmet. Um 56% kvenna heimsins sem fremja sjálfsvíg eru í Kína, bæði samkvæmt Heimsbankanum, rannsóknum við Harvard háskóla og WHO.
Geir Sigurðsson forstöðumaður nýs Asíusetur Íslands, International Institute for Asian Studies var staddur á fyrirlestrinum og taldi að margar tröllasögur væru um þetta en sagðist þó vita af þessu. Hann ætti kannski bara að lesa fyrrnefndar bækur og aðrar greinar sem ekki eru úr gulu pressunni. Þetta er samfélagsvandamál sem er bæði afleiðing hagrænnar þróunar og hefur hagræn áhrif.
Hér er einnig mjög áhugaverð grein úr tímaritinu Journal of Contemporary China eftir S.D.Blum frá árinu 2002 sem Heitir Kína og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (China and the WTO)
Ágrip:
China's entry into the World Trade Organization has been applauded for the benefits it will confer on China's economy and for granting recognition to China's modernizing efforts. The scrutiny of the outside world will force China to regularize many of its practices, such as legal and economic practices. But most of the discussion of the WTO has focused on a very limited segment of China's society. This article considers the realities of rural Chinese life, warning that the consequences of China's increased pressure to reform may be more negative than positive and that the prospect for rural China is far from clear.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 17:24
Hvað er sjávartengd ferðamennska?
Sjávartengd ferðamennska/ferðaþjónusta á hug minn mestan um þessar mundir. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að skilgreina fyrirbrigðið á vísindavef Háskólans. Það sem ég hlakka þó talsvert til er að ég ásamt öðru góðu fólki og fulltrúum frá Leeds Metropolitan University er að skipuleggja alþjóðlega ráðstefnu um sjávartengda ferðamennsku sem haldin verður við Háskóla Íslands mánaðarmótin febrúar-mars á næsta ári.
Við vitum auðvitað ekki umfang ráðstefnunnar en sem komið er, þar eð frestur til að skila inn ágripum rennur fyrst út um miðjan desember. En í bili er bara að boða fagnaðarerindið og geri ég það hérmeð.
International Conference: Journeys of Expression VII: Celebrating the Edges of the World: Tourism and Festivals of the Coast and Sea
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sonur minn spurði mig þessarar skrýtnu spurningar í morgun. Við höfum haft svo mikinn tíma til að spjalla og spá undanfarið. Mér fannst þetta nokkuð vel spurt (tek það þó fram að ég er "biased").
Það hljómar óneitanlega á íslensku eins og þjóðverjar hafi varið sína þjóð alveg sérstaklega. Af hverju heita ekki bretar, bretverjar? Eða belgar, belgverjar? Eða Bandaríkjamenn, Ameríkuverjar? Íslendingar er dregið af Íslandi. Þjóðverjar er dregið af Þýskalandi. Afhverju heita þeir þá ekki þýskingar!?
Það er margt skrýtið í kýrhausnum! Ég fann miða á eldhúsborðinu sem ég hafði dregið með mér heim af veitingastaðnum Simon & Seaforts alla leið frá Alaska (góður fiskistaður, mæli með honum). Í þessum miða er einhvers konar spakmæli, sem ég reyndar myndi varla kalla spakmæli. Það er eftirfarandi:
"I come from a family where gravy is considered a beverage!" Erma Bombeck.
Jahá, þá vitum við það!
3.11.2007 | 12:58
Skemmdarfýsn, sér Reykvískt fyrirbrigði?
Hluti af starfi mínu er helgaður því að lýsa land og lýð. Eitt fyrirbæri er að mínu mati alveg sér Reykvískt, og ég get ekki sagt að ég sé stolt af því.
Það er hinn alkunni "vandalismi", eða skemmdarfýsn sem helst beinist að opinberum eigum á víðavangi. Undanfarna daga hefur greinilega geisað alda eyðilegginga á strætóskýlum víða um borg, þar sem glerið í skýlunum sem hannað er til að vernda bíðandi farþega fyrir vindi og veðrum hefur verið "smallað". Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þessi ótrúlega tilgangslausa eyðilegging verður á vegi mínum. Í fyrravor varð ég vör við að reynt hafði verið að bræða stopp-takkann við gangbrautina heima hjá mér, þá hafði verið krotað yfir leiðalýsingar strætó, og það hafði verið slökkt í sígarettum á bekknum sem nú var svörtum sárum lagður. Þá hef ég áralanga reynslu af því að vera "áhorfandi" að slíkum niðurbrotsverkum, sem hljóta að kosta hið opinbera drjúgan skilding að gera við á ári hverju.
Í erlendum borgum hef ég aldrei orðið vör við viðlíka skemmdir nema í ghettóum eða fátækrahverfum þar sem innibirgð reiði og vanlíðan ólgar vegna félagslegrar armæðu og fátæktar. Í mörg ár var ástandið þannig í Reykjavík að blóm sem settu höfðu verið í reiti í almenningsgörðum eða álíka viðleitni til að fegra umhverfið var rifið upp eða troðið niður, að því er virtist einungis til að svala einhverri sadistaþörf. Mér var sagt sem barni að ástæðan fyrir því að ekki væru svona tyggjókúlusjálfsalar í opinberum rýmum eins og erlendis, væri að íslendingar skemmdu þá um leið. Miðað við það og blómin hefur ýmislegt batnað frá því þá. En ég get ekki að því gert, að enn undrar mig hvað fær fólk til að níðast eins og apar á dauðum hlutum í þeim tilgangi einum að eyðileggja.
Ég bý í hlíðahverfinu og hef hingað til ekki álitið það vera neitt alvarlegt félagslegt ghetto, og hef reyndar talið að slíkum hverfum væri ekki fyrir að fara í Reykjavík. En ég held ég þurfi kannski bara að fara að endurskoða þetta eitthvað..
30.10.2007 | 21:51
Til sóknar gegn Guantánamo!!
Ég er farin til sjós! Búin að melda mig í áhöfnina um borð í Flotilla. Þar er stór áhöfn. Hún telur tugi þúsunda fólks frá öllum heimsálfum sem að hafa sett sér að markmiði að loka Guantanamo fangelsinu - alls 31.752 manns. Íslendingar hafa verið duglegir að melda sig í áhöfn - 503 Íslendingar hafa skráð sig til ferðarinnar. En einungis 33 Rússar bara svona til að nefna dæmi. Þetta er verðugt átak á vegum Amnesty International.
Ég fékk póst í vikunni frá þeim með eftirfarandi boðum.
Close Guantánamo flotilla crossing the sea - full steam ahead!
Hello all travellers!
I am Sarah, a crewmember onboard the Close Guantánamo flotilla!
Thanks to you, our flotilla is going full steam ahead. You have now reached the
second stage of this expedition and you are getting closer to Guantánamo.
It’s been amazing to see the support that the campaign to close Guantánamo is
gathering. Thousands of people from all over the world are travelling with us and
more and more people are joining the flotilla each day.
Also, on terra firma, there have been waves of protests against the detention
facility. You can read more about Close Guantánamo actions around the world in our
blog.
And of course, it’s not over yet. There’s still a long way to go and we need as
many people as possible on board. Please send this email to your friends and ask
them to join the Close Guantánamo flotilla.
Surfers, pirates, mermaids, sailors, dolphin riders… have a good trip!
Sarah BurtonCampaigns Programme Director
Og til annarra sem gætu haft áhuga á förinni fyrirheitnu!
http://amnesty.textdriven.com/guantanamo/home/
9.10.2007 | 18:56
Friðarsúlan og hráslaginn.
3.10.2007 | 17:05
Toppurinn á tilverunni sífellt vinsælli fyrir hverfulleika
Mér barst póstur frá Miriam Geitz vinkonu minni. Hún sendi mér grein úr Wall Street Journal um hvernig ferðamennska er að breytast á norðurhveli og sífellt fleiri ferðamenn laðast að ferðalögum norður um slóðir (og á Suðurskautslandið) fyrir þær sakir að þar gætir meiri hverfulleika í náttúrufari vegna ýktari loftslagsbreytinga en annars staðar. Greinin er að mörgu leyti áhugaverð, en þar gætir líka svolítillar "sensation" umfjöllunar um Ilullisat á Grænlandi. Ég held að greinarhöfundar hafi á réttu að standa að hverfulleiki jöklanna laðar að og við höfum fyrir því vissu á síðustu árum. En aðeins er um stutt tímabil á ári að ræða þar sem sýnileiki bráðnunar er svona hraður. Eins og Einar Sveinbjörnsson benti réttilega á er aukin aðgengileiki um hafið norðan við Grænland/sjóleiðin aðeins opin mjög skamman tíma árs. Á öðrum tímum árs eru veður óútreiknanleg.
Arctic Becomes Tourism Hot Spot, But Is That Cool?
Interest in Global Warming Is Now a Selling Point; Seeing Glaciers 'Calve'
By GAUTAM NAIK
September 24, 2007; Page A1
DISKO BAY, Greenland -- James Brusslan is an environmental lawyer with climate
change on his mind. He cycles to the office and works at a Chicago law firm that
offsets its carbon emissions. He plasters friends' SUVs with stickers that say: "I'm
changing the climate! Ask me how!"
<http://online.wsj.com/public/resources/documents/info-arctictourism0709.html>
To get a first-hand glimpse of such changes, Mr. Brusslan, 50 years old, recently
spent $2,800 on a week's camping trip here, about 200 miles north of the Arctic
Circle. "I wanted to see what was happening," he said, as he gazed at an ice fiord
where a glacier was splintering into icebergs. "In 10 years, it probably will be
gone." He next plans to see the melting glaciers of Sichuan, China.
Global warming has given rise to a new niche in the booming eco-tourism business:
climate tourists. These visitors seek out places where a long-term warming trend --
subject of a global summit hosted by the United Nations this week -- is starting to
have a discernible impact. Yet some say there's a big irony in this kind of travel:
Any trip by train, plane or cruise ship pumps carbon dioxide into the atmosphere and
potentially contributes to the warming of the planet.
"What's the point of your trip to the Maldives if the end result is that it will be
drowned" because emissions from eco-tourists' jets contribute to global warming and
rising seas, says Jeff Gazzard of Aviation Environmental Federation, a United
Kingdom group fighting to curtail airplane emissions. The Maldives, a string of
islands in the Indian Ocean, sit about three feet above sea level and are at risk if
warming effects raise ocean levels.
More than 1.5 million tourists now visit the arctic each year, up from one million
in the early 1990s, according to the U.N. Longer and warmer summers keep arctic seas
freer of ice flows, so cruise ships can visit places that were once inaccessible --
raising other environmental concerns.
Some tourists to Norway's Svalbard archipelago in the arctic hope to catch sight of
new islands that have appeared as the ice sheet retreats. "They're just rocks,"
scoffs Rune Bergstroem, head of the environment department at the governor of
Svalbard's office. That didn't stop a recent visitor from England from trying to
claim one such island, going ashore and writing his bid on a baked-bean can. It was
rejected.
The annual number of visitors to Svalbard has surged 33% in the past five years to
about 80,000. About half arrive on cruise liners. With so many more passengers going
ashore, fragile vegetation on some islands has gotten worn down. There's a higher
risk of an oil spill; a new law requires ships on the eastern part of the islands to
use marine diesel instead of heavy oil.
Local wildlife is under threat, and not just from direct climate change. "Regions
with polar bears were hard to access, but boats can now get there because the sea
ice melts," says Mr. Bergstroem. "There could be more conflicts between people and
bears."
<http://online.wsj.com/article/SB118952521979723889.html>
Still, global warming can be a persuasive sales pitch. This month, Betchart
Expeditions Inc., of Cupertino, Calif., offers a 12-day voyage to "Warming Island"
near Greenland. Melting ice has revealed the long-buried island, "a compelling
indicator of the rapid speed of global warming," says Betchart's Web site. The cost:
between $5,000 and $7,000, not including flights. So far, 38 people have signed up.
Earthwatch Institute, a nonprofit in Maynard, Mass., runs trips that allow people to
help scientists studying coral reefs in the Bahamas and the effects of climate
change on orchids in India. Its 11-day trip, "Climate Change at the Arctic's Edge"
-- priced between $2,849 and $4,349, not including flights -- involves going to
Manitoba, Canada, to monitor carbon stores in the permafrost.
Hansruedi Burgener didn't seek out climate tourists -- they found him. Last summer,
hundreds trekked to his remote hostel-cum-restaurant in the Swiss Alps, because it
has a clear view of a mountain called the Eiger. Noting that a warming trend had
accelerated melting of glacial ice, geologists predicted part of the mountain would
soon collapse. To mark the event, Mr. Burgener introduced a coffee-and-schnapps
concoction called a "Rockslide."
In July 2006, about a half-million cubic meters of the Eiger -- the volume of a
small skyscraper -- plunged into the valley. No one was hurt, but dust from the
impact blanketed the nearby resort of Grindelwald. Tourists still go there, to see
where the rock fall occurred. "I don't think climate change is good for the
environment," says Mr. Burgener. "But it's made the hostel famous, and that's good
for me."
There are some efforts to keep the trend from heating up. The International
Ecotourism Society, based in Washington, D.C., launched a campaign called "Traveling
with Climate in Mind" to help people "minimize their environmental footprint"
through better use of energy and offsetting emissions.
In March, the airline SAS started a program that allows passengers to pay a fee --
up to €8 for a European flight -- to offset their flight-related emissions. The
money is spent on a renewable-energy project. But though the airline carries more
than four million passengers a month, it has registered only about 600 transactions
so far.
"It's low; we're disappointed," says Neils Ierek Nertun, environmental director for
SAS.
Per Stuhaug, a 53-year-old consultant for International Business Machines Corp. in
Copenhagen, took a recent SAS flight to visit Greenland's vast inland ice sheet. He
said he was "interested in seeing any changes since my last visit," a 2004 camping
trip. But he dismissed the airline's carbon-offset program as a marketing gimmick
and didn't pay the fee.
Though they are hardly the main contributor to global warming, tourists interested
in climate change recognize a dilemma. "I have a curiosity about these places, but
going there to see them causes more damage," says Anne Patrick, a Massachusetts
schoolteacher who has visited Antarctica and Greenland. "How do you come to grips
with that? I don't have an answer."
Most visitors to Greenland head to the town of Ilulissat, a settlement of brightly
painted houses with a breathtaking view of icebergs. Scientists speculate that the
iceberg that sank the Titanic originated here.
Ilulissat has become a poster child for global warming. January temperatures used to
routinely hit minus 40 degrees Fahrenheit, but now rarely fall below minus 13
Fahrenheit. The nearest glacier, Jacobshavn, has retreated more than nine miles
since 2002. The bay no longer freezes, so fishermen catch halibut all year long,
depleting stocks, says Konrad Seblon, district manager of a provincial agency
charged with developing tourism.
This year, the town has hosted Nancy Pelosi, speaker of the U.S. House of
Representatives, Barbara Boxer, U.S. senator from California, and the president of
the European Union. Up to 35,000 tourists are expected too, compared with 10,000
some five years ago. The town's population is 5,000 people and a lot more sled
dogs.
"Tourists are welcome, but we don't want too many. And we don't want big hotels,"
says Anthon Frederiksen, Ilulissat's mayor. "We'd like to preserve nature and our
culture."
Many visitors shell out $300 for a trip to a glacier called Eqi. When Eqi reaches
the sea, large pieces "calve," or break off, becoming icebergs. One recent
afternoon, a boat filled with tourists drew near Eqi's 250-foot-tall ice face.
Suddenly, a chunk the size of a small house plunged into the waters, unleashing a
6-foot swell.
The wave slammed into the boat, rocking it hard. "That was exciting," said Ingeborg
Mathiesen, a 68-year-old Norwegian, as she gripped the guard rails. "I've never seen
anything like it."
The day before, a similar wave in Svalbard pounded a sightseeing boat and injured 17
British tourists. Next summer, Ms. Mathiesen plans to visit Svalbard, to see
icebergs and polar bears. Says her husband, Erich: "We don't want to wait five years
when they may be gone."
Write to Gautam Naik at gautam.naik@wsj.com5
URL for this article:
http://online.wsj.com/article/SB119040811877635606.html
Hyperlinks in this Article:
(1)
OpenWin('http://online.wsj.com/public/resources/documents/info-flash07.html?project=arctictourism0709&h=490&w=950&hasAd=1&settings=arctictourism0709','arctictourism0709','950','660','off','true',40,10);return
(3)
http://online.wsj.com/public/article_print/OpenWin%28%
(4)
http://online.wsj.com/public/resources/documents/info-flash07.html?project=arctictourism0709&h=490&w=950&hasAd=1&settings=arctictourism0709','arctictourism0709','950','660','off','true',40,10);return
(5) mailto:gautam.naik@wsj.com
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)