7.7.2007 | 17:59
Samþjöppun! Megin eigendur kvótans í 10 sveitarfélögum af 79
![]() |
Staðbundin áhrif vegna þorskaflasamdráttar fimm milljarðar á Vesturlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hlustaði á unga upprennandi konu íbúa Seyðisfjarðar, held hún heiti Þórunn og er dóttir Ingimundar í Vallanesi. Hún var að segja frá hvernig hún upplifði fjarlægð milli fólks í Reykjavík og hraðann/asann á öllu. Í síðustu viku opnaði ungur íslenskur maður sem býr í New York og starfar sem arkitekt myndlistarsýningu á frumlegum verkum. Hann sagði umferð og menningu í borgum þurfa að miðast við gangstéttar en ekki vegamenningu og mislægar slaufur. Hann líkti Reykjavík við menningarsnauðar borgir í miðríkjum Bandaríkjanna, t.d Kansas og fleiri, þar sem fólk er lokað inni í hylkjum (bílum) og það skapast lítill hittingur, nánd eða samkennd meðal fólks. Sem ætti auðvitað að vera límið í þéttbýli.
Ég kannast svo vel við þessa tilfinningu, elska búsvæði mitt en finnst það furðulegt óaðlaðandi og einhvern veginn lítið mannlegt, þó bý ég í fjölbýlishúsi, þar sem ætti að vera jarðvegur til samskipta...og ég á góða nágranna sem eru ekki með neitt vesen, þeir eru bara alltaf á hlaupum eins og ég. Eini maðurinn í götunni sem talar við flest alla er Gunni kafari en hann er alltaf að garfast í bílnum sínum. Svo það má segja að ég búi vel, hvað það varðar. Hann einn er samviska götunnar og sér flest sem þar gerist.
Af hverju liggur Reykvíkingum svona reiðinnar býsnar á? Maður nær rétt að veifa fólki úr næsta bíl, ef það þá sér mann. Ég get vel viðurkennt, að ég hef aldrei verið eins félagslega einangruð eins og eftir að ég flutti til minnar uppeldisborgar, Reykjavíkur - hafði í um fimmtán ár búið annars staðar, í borgum Evrópu, Norður Ameríku og svo úti á landsbyggð Íslands.
Annað sem Þórunn nefndi og ég nikkaði við, var að það er svo einkennilegt í Reykjavík þá heilsar fólk sem maður hefur hitt eða þekkir bara stundum. Þetta hefur gert mig svo ruglaða í ríminu að nú brosi ég bara óræðu brosi til fólks, þori hreinlega ekki að heilsa því með virktum, því maður veit aldrei hvaða viðmóti maður getur orðið fyrir. Ég hef lent í því að fólk horfi beinlínis gegnum mig sem ég þekki...þetta er eins og að vera staddur mitt í mannlegri hrollvekju og ruglar mig upp...ég er bara aðeins of einföld sál fyrir svona samkvæmisleiki. Svo ég sogast inní þessa furðulegu manniðu, og tek þátt....En mikið er gott að Ísland býr líka að fólki sem verður ekki samdauna, eins og Þórunn virðist vera gott dæmi um. Hún vakti mig upp frá blundi, og héðan í frá ætla ég bara að ´heilsa öllum sem ég kannast við með virktum, og reyna að skvetta af mér fyrirlitninguna sem væntanlega einhverjir eiga eftir að sýna þessum yfirgangi.
Í augnablikinu bý ég í Amsterdam-borg. Ég var ekki fyrr komin á flugvöllinn en konan sem hafði setið við hliðina á mér i flugvélinni síðustu 15 mínúturnar áður en við lentum var búin að bjóða mér heim til sín til Belgíu. Ég mætti allstaðar hjálpsemi fólks, tillitsemi í mannlífinu sem er óþekkt stærð í Reykjavíkurborg, á leiðinni til minna nýju heimkynna í borginni. Þegar ég mætti á staðinn kom nágranninn Geraldine hlaupandi og lét mig hafa símanúmerið sitt ef ég þyrfti aðstoð, eða bara kompaní. Ég fór í ítölsku búðina á horninu og þar heilsuðu nýju nágrannarnir mér með virktum.....Og ég er að fara á grænmetismarkaðinn þar sem ég á væntanlega eftir að hitta fleiri og tala við fleiri.
Það er ekki annað hægt að segja en miklar menningarandstæður eru milli þessara tveggja borga. Ég veit ekki hvar á að byrja til að breyta þessum óaðlaðandi lífstíl Reykvíkinga til hins betra...það er auðvitað hægt að byrja á sjálfum sér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.7.2007 | 16:32
Súpað úr fjörunni
Mig langar svo að verða ástfangin!
hrista olíubrákina af vængjunum
ganga út í sumarið
og horfa á skýlausan himinn
Maður á að elska eins og maður hefði aldrei særst
þá andar maður
kvikan fær súrefni
og þindin hlær
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 16:07
Nú þykir mér týra á tíkarskarið!
Var að lesa fréttina, á eftir að kynna mér mótvægisaðgerðir betur en finnst auðvitað afleitt ef sjómönnum, þeim sem sækja sjóinn en eiga ekki veiðiheimildir hefur verið sýnt svona mikið fuck-merki af stjórnvöldum. Það eiga þeir alls ekki skilið. Allir menn og konur, sýnið samstöðu með þessu fólki og setjið hart í bak í opinberri umræðu. Það er það eina sem að virkar.
bestu kveðjur frá fyrrum Hansaborg, Amsterdam
![]() |
Sævar: Komið til móts við alla aðila nema sjómenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2007 | 10:42
Fiskifélag Íslands í sæng með norrænum nágrönnum?
![]() |
Norræn samtök um útgerð sett á fót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 00:32
Hvaða lausnir boðar Sigurjón Þórðarson?
Fyrrum alþingismaður frjálslynda flokksins Sigurjón Þórðarson er fróður maður. Fróður um fiskveiðimál og hefur verið dugmikill í að láta skoðanir sínar í ljós um sjávarútvegsmál þjóðarinnar. Því miður týnist oft gagnrýnin í orðaflaumi, manninum liggur svo ógnar mikið á að koma fólki í skilning um annmarka ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Nú lætur hann móðan mása um hvaða líklegu lausnir ríkisstjórnin mun tilkynna almenningi varðandi mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðs þorskveiðiheimilda. Sigurjón er einkar óánægður með framlag Háskóla Íslands og þá sér í lagi framlag hagfræðistofnunar til mats og ráðgjafar á umræddum vanda. Ég ætla ekki að fara að mótmæla honum þar, því ég er honum sammála að því leyti að ég skil hreinlega ekki afhverju líffræðingar og hagfræðingar geta ekki leitt betur saman hesta sína en raun ber vitni, ef menn væru þverfræðilega þenkjandi í meira mæli en er raunin er möguleiki að hægt væri að fá heildstæðari mynd á hlutina en nú er.
Ég er einkar ósátt við málflutning Sigurjóns þegar kemur að óhemju mikilli vitneskju hans um hvernig stjórnin hyggist leysa úr málum þegar hann hneykslast yfir að stjórnin muni hygla konum í mótvægisaðgerðum sínum. Ég veit raunar ekki neitt um það sjálf en myndi fagna því ef þeim yrði í fyrsta skipti í sögu íslensks sjávarútvegs og þróun hans veittur sá heiður að tillit yrði til þeirra tekið sem jafninga og þáttakenda í atvinnugreininni. Hér er bein tilvitnun úr blogginu hans - meti hver sem meta vill hvað maðurinn á eiginlega við.
"Það á að bæta konur um nokkra þorska.
Eflaust væri þetta allt gott og blessað ef það væri búið að ígrunda forsendur niðurskurðarins en svo er alls ekki enda hafa stjórnvöld enn ekki rætt við þá sem hafa lagt fram vel rökstudda gagnýni á veiðiráðgjöfina, hvað þá haft fyrir því að fara yfir hana. Jón Kristjánsson fiskifræðingur lagði t.d. fram gögn sem enginn hefur hrakið, gögn sem sýna að stór hrygningarstofn sé langt í frá að vera ávísun á nýliðun - samt er haldið áfram og boðaðar sérstakar mótvægisaðgerðir fyrir konur."
Ég vil leyfa mér að mótmæla harðvítuglega samlíkingu hans á konum og þorskum, raunar segir hann að bæta eigi konur um nokkra þorska og er það nokkuð áhugavert, því ekki er nokkur leið að skilja slíka ambögu. Á hann við að við missi þorsksins eigi að flytja konur nauðugar inn á staðina til að viðhalda lífi í deyjandi sjávarbyggðum, eða á að fara að veiða konur í stað þorsks? Eins og flestir íslendingar vita er yfirleitt talað um karlmenn þegar talað er um þorskhausa. Ég veit ekki hvort að Sigurjón er miðaldra bitur karlmaður sem finnst konum ofaukið, en raunin er að þær eru jafn mikilvægar sjávarútveginum og karlar, ef ekki sem beinir þáttakendur á þeim vettvangi þá oft sem burðarliðir samfélagsins, sem uppalendur barnanna sem þar upp alast og geta (hugsanlega en þó ólíklega) tekið við og endurnýjað atvinnulíf samfélagsins þegar til lengri tíma er litið.
Sigurjón ber mikla virðingu fyrir Jóni Kristjánssyni og á sá síðarnefndi það fullkomlega skilið, en endurnýjun hrygningarstofnsins er ekki tengdur konum eða þáttöku þeirra sérstaklega í sjávarútvegi, heldur fremur vistfræðilegum þáttum t.d æti þorsksins en ekki síður veiðiaðferðum, sókn og ýmsum öðrum samverkandi ytri þáttum sem ég treysti mér hreinlega ekki til að fara út í, í smáatriðum, enda þekkir Sigurjón það vel. Mér finnst gagnrýni hans á ráðleggingar um niðurskurð og hvaða skilningur á stofna-dynamik liggur að baki góðra gjalda verð...og nú veit ég að þetta hljómar eins og illur frasi. En hvaða lausnir telur Sigurjón ákjósanlegar og á hvaða forsendum?
Og......Mér finnst það fara mönnum betur að bera virðingu fyrir systrum sínum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2007 | 14:41
Dýrmætir dagar með börnunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 09:55
Orð í tíma töluð - Skynsemisrödd formanns sjómannasambandsins
Mikið var gaman að heyra skynsemisafstöðu sjómannasambandsins í viðtali við Sævar Gunnarsson í kaffispjalli morgunútvarps rásar 1 í morgun til fyrirsjáanlegs niðurskurðar í þorskveiðiheimildum. Sævar var skeleggur og rödd hans endurómaði ekki eignahaldshagsmuni í sjávarútvegi sem gjarnan hefur fengið að hljóma hæst í umræðu um sjávarútveginn á Íslandi hingað til. Sævar taldi að svo mikið væri í húfi, svo margir samverkandi þættir sem hefðu haft áhrif á slæmt ástand stofnsins. Hann taldi að hér við land hefðu verið stundaðar ofveiðar að því leyti að hingað til hafa stjórnvöld ávallt látið undan þrýstingi og aukið aflaheimildir miðað við ráðlagt umfang. ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ. Hann lagði áherslu á að þó að vísindi HAFRÓ væru ekki óbrigðul eins og beinhörð dæmi sýndu væri ekki ráðlegt að hundsa ráðleggingar þeirra. KOMIN TÍMI TIL AÐ HAGSMUNAAÐILAR Í SJÁVARÚTVEGI SJÁI LENGRA FRAM Í TÍMANN EN NEF ÞEIRRA NÆR. Sjálfbær þróun veiða byggist á því að komandi kynslóðir geti fengið að njóta viðlíka eða ríkari auðlinda hafsins en núverandi. Hið sjálfbæra verður oft svona flottur innpökkunarfrasi í umræðunni um fiskveiðistjórnunarkerfi sem lítið innihald er í, ef langt er milli orða og efnda.
Sævar fullyrti að brottkast væri enn stundað þó það hefði hugsanlega eitthvað dregið úr því síðan það var í hámarki um aldamótin (2000). ÓþARFI AÐ ÞYRLA RYK Í AUGU FÓLKS. Margt taldi hann bogið í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og nefndi helst leigukerfið og ýmis undanbrögð, eins og löndun framhjá vigt og annað. ...Ég er sammála þessu. Fólk mér nátengt talar stundum um hvernig fiskveiðitegundir skipta um ham á vigtinni, þorskur verður eitthvað annað....segi ekki meir. Ég gæti orðið lögsótt.
Hann taldi að byggðakvóta (aukning í hlutfalli hans af heildaraflaheimildum) væri ekki EITT svarið við eða ákjósanleg mótvægisaðgerð við byggðavandanum sem nú blasir við. ÉG ER einnig SAMMÁLA ÞESSU!
Það er verið að færa vandann til, miðlæg stjórnvöld munu þá geta fríað sig. En dæmin utan úr heimi og úr ýmsum byggðarlögum hér heima sýna í fyrsta lagi að það verður ósætti og menn eiga erfitt með að komast að niðurstöðu um hver eigi að hreppa aflaheimildir, og það hleypur "nepótismi/tilhneiging til að hygla ættingjum, vinum og þeim sem standa nærri" í úthlutunarferlið. Með því getur skapast órofa klofningur sem verður ljótur eða blundar undir niðri í nærsamfélaginu og eitrar út frá sér í samskiptum fólks í daglega lífinu. Ég þekki þess dæmi t.d frá Djúpavogi að maður hafði sótt um byggðakvóta í fimm ár og átti 25 ára veiðisögu í samfélaginu en fékk ekki þó aðrir með styttri sögu væru að fá. Ég þekki ekki mál nánar í þessu tilfelli, en ég hef hins vegar á viðtölum mínum um landið við konur í sjávarútvegi fengið að heyra fleiri dæmi þessa að úthlutun byggðakvóta væri verulega bogin. Svo ég er þess fullviss að Sævar hefur á réttu að standa með því að reyna að leysa mál og stemma stigu við byggðavanda með auknum byggðakvóta er ekki verið að gera byggðunum greiða.Ég tel þó að byggðakvóti verði að vera til staðar að einhverju leyti sem mótvægi við markaðskvótakerfið.
Ég hef lengi verið talsmanneskja þess að endurskoða beri úthlutunarkerfi veiðiheimilda verulega með það að leiðarljósi að opna stjórnsýsluna betur almenningi með beinharðari þáttöku ýmissa fagaðila að því ferli (slík stjórnsýsla hefur oft verið nefnd á ensku "co-management"). Þetta er ekki auðvelt og því miður hef ég nokkrar efasemdir um að í stjórnsýslunni búi sá félagslegi og faglegi þroski sem þarf til að menn beri virðingu fyrir sjónarmiðum mismunandi aðila í ákvarðanatöku - og eins að stjórnmálamenn láti sig það varða. En ég vil vera bjartsýnismanneskja og tel verulega að það þurfi að setja endurskoðunarferli í gang í þessu máli.
Sævar talaði einnig um að hann teldi að oft gleymdust sjómenn í núverandi umræðu um við hverjum vandinn blasi og að þar væri fyrst og fremst talað um útgerðarmennina (sem eru eignaraðilar í sjávarútvegi eða reka skipin) og fiskvinnslufólk en að sjómenn þeir sem sækja sjóinn væri stór hópur sem gleymdist í umræðunni. Ég hef til dæmis ekki skilið af hverju hafa fulltrúar sjómanna (þeirra sem eru að veiða fyrir okkur og eru ekki LÍÚ fólk) hafa ekki fengið að hafa meiri áhrif á ákvarðanatöku um sjávarútveginn hingað til! Hvernig væri nú að endurskoða það!!!!
26.6.2007 | 11:02
Landfræðiþekking í molum - Maó herforingi í Perú á rapp tímabilinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 15:25
Afturför - afturhvarf til hráefnisútflutnings
Á tíunda áratug síðustu aldar hreyktu talsmenn sjávarútvegsfyrirtækja sér af nýsköpun og áherslubreytingum frá einhæfum fókus á magn veiðar, vinnslu og útflutning yfir í áherslu á gæði og aukna fullvinnslu ásamt fjölþættingu veiðar í fleiri tegundir meðal annars fyrir tilstuðlan stofnunar fiskmarkaða. Aldrei var þó gámaútflutningur á slægðum og óunnum fiski lagður alveg af, þrátt fyrir velvilja og ákafa forsvarsmanna í sjávarútvegi. Tilhneigingin til hráefnisútflutnings fremur en nýsköpunar í vinnsluaðferðum eða afurðum er einn helsti akkilesarhæll hátekjuþjóðar í norðri og nú sýnist mér að yfirvöld slaki á þannig að minni hvati verði fyrir vinnslu héðan. Fyrirtæki eins og Bakkavör hafa notfært sér hnattvæðingu og nálægð við markaði, og unnið fiskinn þar sem fjöldamarkaðirnir eru. Það hafa stóru og gömlu og endurskipulögðu útflutningsfyrirtækin einnig gert í Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar um langa hríð. Það er svosem ágætt og kemur þeim fyrirtækjum vel, en nýliðin aðgerð stjórnvalda neglir enn einn kistunaglann í byggðarlög sem byggja að öllu leyti eða hluta afkomu sína á sjávarútvegi svo ekki sem minnst á vinnslu sjávarafurða. Sú var tíðin að yfirvöld sendu nýkrýndar fegurðardrottningar á útflutningshátíðir þar sem þær skörtuðu colgate-brosi við hlið skjannahvítra íslenskra fiskiflaka. Sú tíð er liðin, og í dag halda flibbastífðir bankamenn teiti á sjávarútvegssýningum í Brussel og Boston og plotta um hvaða aðgerða er þörf í sjávarútvegi þannig að hægt sé að kreista sem mesta arðsemi úr greininni.
Fyrirsögn á forsíðu fréttablaðsins í nýliðinni viku hljóðaði eitthvað á þá leið að umræða um kvótakerfið væri stóru sjávarútvegsfyrirtækjunum skaðlegt. Mér finnst með ólíkindum að fulltrúar stærri fyrirtækja sem hafa grætt mest á ríkjandi kerfi leyfi sér að ýja að því að þöggun á vanda fiskveiðistjórnunarkerfisins væri betri en opin umræða. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru að vonum leiðir á því óöryggi sem slík umræða getur leitt af sér, sérstaklega ef hún leiðir til verulegra breytinga á ríkjandi ástandi. Við stöndum frammi fyrir grafalvarlegu máli sem snertir marga. Aðalmálið er að komast hjá "collapse" sem annars staðar eru söguleg fordæmi fyrir. Mikilvægt er að fara með gát, en ég er alls ekki viss um að rétt skref í þá átt sé að dömpa verði á fiski frá Íslandi með því að opna fyrir óheftan hráefnisútflutning, þegar fiskverð er í hámarki.
![]() |
Breskir fiskkaupendur fagna ákvörðun um afnám útflutningsálags á fiski |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)