17.7.2007 | 10:25
Máttur Gróu!!
Það er búið að vera mikið um Lúkasarmálið fjallað. Illugi Jökulsson skrifaði grein sem hét harmur um hund og mig langar að bæta við, í ljósi þess að blessað dýrið er loks kannski fundið. Okkur finnst svolítið hjákátlegt að á Indlandi séu heilagar kýr og þeim sé ekki slátrað til nautakjötsáts eins og í okkar menningarheimi. En hvað segir Lúkasarmálið okkur um okkar samfélag og ástand þess? MEGI LÚKAS LIFA Í FRIÐI!
![]() |
Hundurinn Lúkas á lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 08:39
Johnny Cash, hjólreiðakúltur og listaverk
Í húsinu sem ég bý í, í augnablikinu eru engir diskar að ráði nema Portishead og um tugur diska með Nick Cave & the bad seeds. Ég fann þó einhverja suðurafríska tónlist og svo Mr.Cash sem er léttari að vinna undir, en er búin að hlusta á búatakta nokkur hundruð sinnum, þannig að nú er ég komin í mið-suðurríkja blúsinn.
Ég er farin að stauta mig á hollensku fyrirsögnunum í blöðunum. Yeah, þær gráu virka eitthvað ennþá. Ég las að í París hefðu almenningshjól verið tekin upp og kynnt með pomp og prakt í gær. Amsterdam er alræmd hjólaborg og einmitt það gerir hana svo sjarmerandi og manneskjulega fyrir vikið en þar hafa almenningshjól verið í boði fyrir gesti og gangandi á þriðja áratug. Og mér sýnist þetta alveg vera að virka, meiri eftirspurn en framboð þó.
Kaupmannahöfn tók þetta upp fjármagnað af auglýsingum fyrir ca. 12 árum síðan, og síðan bætist París í hópinn frá í gær. ..Ég veit að Reykjavík er í laginu eins og óreglulegt spælt egg og er ekki draumur hjólreiðamannsins, en hvernig væri að íhuga þennan kost fyrst að forsvarsmenn strætó standa sig ekki betur í ákvarðanatöku.????
Fólkið sem lánaði mér íbúðina mína er í meira lagi listrænt, hér eru allskyns munir af ýmsu tagi - sem meðal strefaranum myndi væntanlega þykja í undarlegra lagi. Ég nýt þess að vera umvafin skemmtilegum hugmyndum og svo er meira að segja margföldunartafla á eldhúsveggnum, þannig að mér getur hreinlega ekki leiðst!!!
Jack hafði samband við mig, vill fá mig í vinnu til Alaska í haust sem ég ætla að gera. Hann og Marge eru svo ótrúlega dugleg og skipulögð. Í morgun þegar ég vaknaði var póstur, þar sem hann var búin að skipuleggja ferðina mína, vinnudaga hér, og vinnudaga þar. Svo ég þarf lítið annað að gera en skrifa undir og mæta á svæðið. Ég hef bara aldrei áður kynnst þessu, yfirleitt þarf maður að gera allt svona sjálfur. National Science foundation veitir greinilega peninga til að manneskja sé í svona umsýslu fyrir mann. Þvílíkur lúksus, þetta er ekki íslenskur standard.
Hér er krækja á verkefnið sem við vinnum að saman næstu tvö ár.
Best að koma sér að verki!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er svo innilega sammála Einari Skúlasyni með að við græðum á erlendum menningarstraumum. Ég býsnast yfir því að í matvælamörkuðum stórum og smáum að ýmsar matvörur sem eru á boðstólum í verslunum bera með sér að þeir sem kaupa inn vörur hafa engan sans og enga menningarlega innrætingu um hvað er góð matvara og hvað er gömul, þurr og ófersk matvara.
Möndlur sem fást í verslunum hérlendis eru gott dæmi um þetta. Á uppsprengdu verði og þurr og gömul svo farið er að slá í, allavega ef miðað er við úrval víðast erlendis, tala nú ekki um því sunnar sem dregur. Ég fæ nánast kökk í hálsinn, eplaelskandinn ég, gæti borðað mörg á dag - þegar ég lít yfir eplaúrval verslana og nú er svo komið að ég kaupi bara lífræn epli á uppsprengdu verði þau eru skást, en samt ekki eins góð og eplin sem ég kaupi víða um Evrópu þar sem fyrir er flott eplamenning. Sama á við um lauka sem líta út eins og innþornuð lík í verslunum á Íslandi, það er bara eins og enginn beri skynbragð á að góður laukur á að vera strúttandi eins og limur í reisn, safaríkur og góður. .....
Ég held hreinlega að með fleira fólki af margbreytilegri uppruna gæti Íslenskt samfélag breyst til hins betra hvað þetta varðar. Með því gætum við áunnið okkur mannauð með skynbragð á góðar matvörur, sem ekki er alltaf fyrir að fara hér.
Segi bara svona.
![]() |
Bara matréttir frá EES-ríkjum á boðstólum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 13:56
Hverf á vit Hortensíunnar
Ég er orðin svo úldin að liggja yfir þessum skruddum að ég vel að flýja sjálfa mig og hlaupa út á Amsterdam stræti til að þefa af öllum yndislegu Hortensíunum sem hafa tekið sér bólfestu í götusteinum hollenskum og í pottunum á sýkisbátsdekkjum. Æi ég held að það hljóti að vera mannbætandi að flýja leiðindin í sjálfri sér um stund - fæ mér kannski einn kaffi-óli í leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2007 | 10:17
Endurbætt komment frá bloggsíðu Ingólfs Ásgeirs
Fyrir nokkrum dögum síðan spurði Ingólfur Ásgeir Jóhannesson á bloggsíðu sinni hvort að fiskveiðistjórnunarkerfið hefði tekist vel í ljósi ástands stofnsins. Honum hefur væntanlega þótt opinber umræða halla á einhvern ákveðinn veg, eins og verið væri að reyna að koma í veg fyrir of mikla grundvallaumræðu um ríkjandi kerfi..og ég er sammála honum ef honum finnst það.
Í skýrslu hagfræðistofnunar er sérkennilegur texti en hann er svona. "Í umræðu um stjórn fiskveiða hefur iðulega verið bent á að framsal aflamarks og þó einkanlega aflahlutdeilda geti haft veruleg áhrif á atvinnulíf á viðkomandi stöðum. Bann við framsali myndi þó trauðla breyta miklu. Eftir sem áður yrði væntanlega hægt að selja og kaupa einstök fyrirtæki þar eð vandséð er hvort hægt yrði að banna slík viðskipti í einni atvinnugrein. Bann við framsali eða kvótabinding gæti einnig orðið til þess að draga úr hagkvæmni.".
Í sambandi við þessar staðhæfingar er athyglivert að ekki eru sérstaklega teknar fyrir félagshagfræðilegar afleiðingar, og alls ekki sömu tökum og önnur viðfangsefni í skýrslunni. Þannig eru ekki sýndar breytingar á atvinnuástandi í greininni, heldur valið að birta tilviksmynd frá 2005 sem ekki er greind frekar. En einmitt 2005 höfðu fiskvinnslur á um 24 stöðum á landinu sagt upp fiskverkafólki í miklum mæli þrjú árin á undan, en bara árið 2005 hurfu tæplega 10% starfa á sviði fiskvinnslu. Slíkt er auðvitað ekki nefnt og ekki heldur er orðið atvinnuöryggi notað, þar eð það myndi trufla ímyndina af því að tækniþróunin sé einstefna og óumflýjanleg og innan hennar sé aðeins ein leið fær.
Í landafræðinni köllum við þetta disembeddedness í skilningi Polanyi. Hagkerfi felst í hans skilningi í gagnkvæmni, endurdreifingu og markaðsviðskiptum og þar sem efnahagslíf og samfélag er samtvinnað i eina heild ríkir ígreypni (embeddedness), en þar sem innreið markaðar stýrir samfélaginu of einhæft og rífur samhangandi tengsl atgerfis, lífshátta, byggðar og framleiðslutækja m.a ríkir ekki sama ígreypni félagshátta við hið efnahagslega. Fólki getur fundist það gott eða slæmt, en það er auðvitað meiri hætta á að staðbundin sjónarmið ráði minna ferðinni í þróun atvinnu og byggðar en hagsmunir markaðsaflanna.
Á síðu Ingólfs kommenterar Bjarni Kjartansson. Hann segist hafa fremstu óbeit á kvótakerfinu sérstaklega vegna þess að það er hagfræðilegt kerfi sem ekki tekur tillit til vistfræðilegra þátta ef ég skil hann rétt....og það er vissulega undarlegt ef að kerfið er svona gott ef að niðurstaða í lífríki sjávar sé.svona neikvæð. ..eins og Bjarni nefnir....
"ekkert er skoðað hvernig veiðarfæri eru brúkuð, né hvernig lífkeðjan virkar og núna þegar öll náttúra sjóvarins æpir og stynur, fugladauði, fæðuskortur, síladauði og horfellir í fiski, þannig að tegundamengun verður, svo sem af Ígulkerjum, horfa allir undan og fara að tala um tonnafjölda sem þeir ,,tapi" úr sínum kvótapungi.
Þetta lið segir ekkert frá því, að kerfið er HLUTDEILDARKERFI hvar % ræður af HEILDARAFLA."
Í skýrslunni þjóðhagsleg áhrif aflareglu er einmitt fullyrt að engin tengsl séu milli kvótakerfisins og verndunar eða uppbyggingar stofnsins. Það sé hlutverk Sóknarmark eða heildaraflaheimilda. Eins er sagt í skýslunni að ekki hafi verið sýnt frammá að kvótakerfið leiði til veiðimynstur sem hafi verri (mjög gildishlaðið) áhrif á viðgang stofnsins en ef aðrar leiðir væru farnar (þær hafa hingað til ekki verið skoðaðar) við fiskveiðistjórnun. Til dæmis er því hafnað að sýnt hafi verið fram á brottkast.
Það er auðvitað þægilegra að fría kvótakerfið ábyrgð í því sambandi að mínu mati, en það er óskaplega barnalegt.
Mér finnst nokkuð bratt af Ragnari og félögum að halda því ófölir fram að kerfið hafi engan veginn haft áhrif á atferli leikmanna í sjávarútvegi í ljósi reynslunnar.
12.7.2007 | 09:24
Hagfræði? - Svart málfar til að virka gáfulegri?
Ég er búin að vera að nærlesa skýrsluna þjóðhagsleg áhrif aflareglu, sem hagfræðistofnun vann fyrir sjávarútvegsráðherra. Það er margt ágætt í skýrslunni en ég er stundum að detta yfir málsgreinar sem meika engan sens, og maður myndi kalla bullmál (eða volapyk). Hér er t.d ein málsgrein sem er svo bjöguð að hún er greinilega felld inn í þeim tilgangi að rugla lesanda í ríminu og láta hann/hana fá á tilfinninguna að hér sé um mjög vísindalegar forsendur að ræða.
"Auðvelt er að sýna fram á (Arnason 1984) að þegar atvinna er næg og sæmilegt jafnvægi á mörkuðum hagkerfisins er þjóðhagslegur ávinningur af aflareglu sá sami og hreinn hagnaður af fiskveiðum" (hagfræðistofnun 2007)
Af þessari tilvísun má af ráða að þjóðin uppskeri jafn mikið af kvótakerfinu (ég myndi telja þetta orðalag verulega villandi) og arðsemi í peningum talið er af fiskveiðunum. Hér er þannig lagt að jöfnu, þjóðhagslegur ábati sem ekki er skilgreindur frekar bara látinn hanga, og hreinn hagnaður (þar er heldur ekki skilgreint, hagnaður hverra!) sem er eitthvað frekar óræður þar eð sá hagnaður er ekki settur í beintengt samhengi.
Fyrsti hlutinn er líka algjört bull. Hér er verið að láta að því liggja að þegar að eftirspurn og framboð nái jafnvægi og ekkert atvinnuleysi sé, að því gefnu að "sæmilegt" (hvað þýðir það?) jafnvægi sé á markaði hagkerfisins(ekki skilgreint frekar, hvaða hagkerfis?).
Ég hef ekki lesið reiknijöfnuna sem verið er að vísa í en set alvarleg spurningamerki aftan við þær forsendur sem þar eru gefnar.
Jafnvel þó nýklassísk hagfræðileg sýn gefi sér þær forsendur að á markaði ríki jafnvægisleitni (equilibrium), er einungis um hugarburð hagfræðinga að ræða. Það eru engar empiriskar sannanir fyrir því að slíkt ástand sé nokkurn tímann í gangi, einmitt þvert á móti. Fleiri undirgreinar hagfræðinnar hafa reynt að takast á við þessa grundvallar- hugsanavillu í hagfræðinni, t.d ný-institutionalismi, leikjafræði, nýsköpunarfræði og aðrar alternativar nálganir á hagfræðina. En, nei....hagfræðistofnun velur að setja fram óskiljanlegt mál sem meikar ekki sens. Hvenær ætla fræðimenn að stíga niður af stalli og byrja að vera gagnrýnir (analytiskir) á eigin skrif? Ég bara spyr?
11.7.2007 | 11:31
Vinnuaðferðir og dómharka barnaverndarnefndar þá og í dag - Hefur eitthvað breyst?
Það er hjartaskerandi en holl lesning að lesa frásagnir fórnarlamba vist- og upptökuheimila frá 6.og 7.áratugnum. Það sem óhugnarlegast er mannvonskan og harðneskjan, ástleysi og dómharka í garð óharðnaðra barnasála. Maður fær köldu við lesninguna. Þetta fékk mig til að hugsa um reynslu fólks af barnaverndunarnefnd í samtímanum.
Ég þekki mæður sem hafa þurft að hafa samskipti við barnaverndarnefnd vegna erfiðleika heimafyrir. Í öðru tilfellinu var ung stúlka orðin háð fíkniefnum, í hinu tilfellinu var heimilisfaðir ofbeldifullur og hafði gengið oft í skrokk á heimilisfólkinu.
Í öðru tilfellinu hafa forsvarsmenn barnaverndunarnefndar verið alúðlegir, hjálplegir og veitt fleirum en börnunum brautargengis innan kerfisins, og hlýtur maður að túlka það sem verulegar umbætur í starfsháttum og gildismati þar á bæ, miðað við lýsingar frá fórnarlömbum.
Í hinu tilfellinu var hins vegar miður að sálfræðingur barnaverndunarnefndar virtist hafa dæmt fyrirfram móður stúlkunnar sem erfiða móður, ekki vegna samtala þeirra - heldur vegna eldri skýrslna nefndarinnar um forsögu móðurinnar sem skjólstæðing nefndarinnar (þá sem ungt barn). Sálfræðingurinn hafði, að því er virtist, búið sér til mynd vegna áætlaðs félagslegs arfs úr gömlum skýrslum. Stundum er sagt að kerfið geti búið til ófreskjur - Mér finnst að starfsfólk barnaverndarnefndar verði að passa sig á að detta ekki ofan í þá gryfju að búa til ófreskjur, eins og einhver (en vonandi fá) dæmi eru um enn þann dag í dag. ...........Það er auk þess sárt að vita að hafi maður einhvern tíma komist í tæri við nefndina (sem á að virka sem hjálparstofnun) að þá eigi maður yfir höfði sér stimpil og það verði komið fram við mann eftir því.....Hvernig? Með yfirlæti, talað niður til manns og sjónarmið skjólstæðingsins séu í sífellu túlkuð sem móðursjúk vitleysa sem einkennist af óhemjuskap í tilfinningum og litlum vitrænum sjónarmiðum. Þannig er fólk brotið niður en ekki byggt upp.
Þó það sé sárt að standa fram og rifja upp erfiðar minningar eiga krakkarnir sem nú þegar hafa talað skilið hrós!!! Það eina sem getur upprætt svona vítavert háttalag, misnotkun og nauðganir eins og þarna hafa þrifist er UMRÆÐA OUT IN THE OPEN FIELD!!!
![]() |
Þagði yfir martröðinni í tæp fjörutíu ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.7.2007 | 10:27
Ótrúlegt að þetta hafi ekki verið gert fyrr!!
![]() |
Þara landað í fyrsta sinn á Bíldudal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2007 | 22:28
Evrópusambands-klám - rjúkandi heit samræði og samruni
Evrópusambandið hefur greinilega ráðið til sín ungan ímyndarsérfræðing og ráðgjafa sem vill fara nýjar leiðir í propaganda sambandsin. Nýjasta áróðursvídeó Evrópusamrunans og yfirburða Evrópskrar menningar er matreitt sem rjúkandi kynlíf milli evrópskra borgarara á youtube. Ég varð bara að sjá myndbandið tvisvar til að trúa þessu. Evrópskur samruni fær á sig nokkuð aðra mynd en manni er tamt að hugsa í tengslum við pólitískan samruna. Slóganið er "Let-s come together" svo það er auðvitað ekki um að villast að hér er djúpstæðari - fyrirgefið, grennri pólítisk skilaboð en ætla mætti af grafískri framsetningu. Ég skil reyndar ekki myndbandið alveg, því það er eins og verið sé að auglýsa hversu frábærar evrópskar kvikmyndir og menning séu....væri til í að fá túlkun annara á þetta. Hvað á þetta að fyrirstilla...annað en nýjar leiðir í pólitisku propaganda? Hér er krækjan:
http://www.youtube.com/watch?v=iqEPqSbvzio
7.7.2007 | 18:59
Sigur sætur
![]() |
Sigurinn á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni kom Baltasar Kormáki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)