Bandarísk þjóðhverfa og skriffinska

Er búin að þurfa að fylla reiðinnar býsn af eyðublöðum undanfarið til Bandarískra stjórnvalda vegna rannsóknarverkefnis sem ég er með í þar. Svo undarlegt er að hugmyndafræðin um frjálsa samkeppni, sem Bandarísk stjórnvöld hafa verið helstu útverðir fyrir meðal annars í gegnum alþjóðaviðskiptastofnunina virðist ekki gilda ekki þegar Bandarísk fyrirtæki eiga hlut gagnvart erlendum.  Eftirlitssýki bandarískra yfirvalda virðist heldur ekki á undanhaldi. Ég þurfti til dæmis að rekja 10 ár aftur hvenær og hvert og í hvaða tilgangi ég hefði ferðast til BNA. Hvað gera þeir við þetta allt?

Þannig er ég búin að þurfa að fylla út eyðublað þar sem ég sver að ég hafi ekki getað tekið far með bandarísku flugfari héðan og því orðið að fljúga með Icelandair. Mér þykir þetta með ólíkindum. Ætli íslensk stjórnvöld myndu þora að fá starfsfólk á þeirra vegum til að skila inn slíkum yfirlýsingum til að vernda innlenda atvinnustarfsemi! Ég er eiginlega viss um ekki. sjá eyðublað

 

 UNIVERSITY OF ALASKA
Statement Of Unavailability of U.S.Flag Carriers

All travel outside the United States, its territories and possessions (to, from, between and/or within) that is paid in whole or in part with federal dollars, must be performed on a U.S. Air Carrier service when such service is available.

I certify that it is/was necessary for ____Anna Karlsdóttir____________________________________       (print traveler's name)

to use_____________________ICELANDAIR_____________________________________

(foreign -flag carrier/flight ID number)

and/or to transport___________________________________________________________________      (personal effects or freight)

between/to/from/within________KEFLAVIK, ICELAND AND BOSTON, Massachussets.____________

on________________________________ __ _________    (travel date(s))

International air transportation of persons (and their personal effects) or property by U.S. flag carrier was not available or it was necessary to use foreign-flag carrier service for the following reasons:

 I live in Iceland where there is no direct connection with U.S. flag carrier to USA

 

 

Travel Authorization # ______________________________________________

 

Account Information  (grant/fund/org) __________________________________

 

Traveler's Signature ___________________________________ Date _________________

 

Fiscal/Business Officer's Signature _____________________________ Date ___________

 

 

 

 

Submit to Budget & Cost Records with the Travel Authorization ONLY when a foreign flag air carrier is used for federally funded foreign travel.

 Contact:          Judi Merry (907) 786-5407 email: anjem@uaa.alaska.edu
Or:                   Linda Grand (907) 786-7712 email: anlec@uaa.alaska.edu

/pdfforms/flyform.pdf

 


Mamma! Komdu heim úr vinnunni NÚNA!

Ég er ein af þeim sem á barn sem er á biðlista í skólaskjól. Ég er á barmi taugaáfalls þessa dagana vegna margra samverkandi þátta. Skólastarfið í Háskólanum er að byrja, ég er með deadline á þrjár greinar og sonurinn situr heima og horfir á sjónvarpsmarkaðinn, það er að segja áður en hann vogar sér að hringja í mig og kalla mig heim úr vinnu. Hann greyið er eina barnið í bekknum sem ekki er í skólaskjóli.  Í dag er annar dagurinn sem ég vakna klukkan fimm að morgni í svitabaði, sest fyrir framan tölvuna og byrja á verkefnum dagsins áður en þarf að koma drengjunum í skóla. Ég tel þetta svo sem ekkert eftir mér. En það er auðvitað í mér beigur af því ég er ein um þá og engin sem getur backuppað mig ef ég crasha.  Það er nú svo - sumt af stressinu er sjálfskapað og sumt í samfélaginu hér gerir manni ekki auðveldara fyrir.

Ég þarf einhvern veginn að merja þetta þangað til blessað barnið kemst inn! Ekki get ég minnkað við mig í vinnu, því að það veit almáttugur að við lifum ekki á því og auk þess er sá kostur ekki falur á mínum vinnustað.

Sonur minn plataði mig til að afskrá sig úr skólaskjólinu í sumar á þeim forsendum að hann væri að verða stór. Jú, hann er átta ára.... Ég fékk bakþanka síðar í sumar og endurskráði hann, en viti menn þá var plássið ekki lengur til.

Mér varð ekkert um sel þegar ég heyrði að yfirmaður frístundaheimila borgarinnar hefði sagt í fréttum að þó hún væri bjartsýnismanneskja að eðlisfari þá myndi ekki verða mannað starfsmönnum þannig að allir þeir sem væru á biðlista kæmust að.

Já, ég veit ekki! Ég vona bara að einhver lausn finnist, því mér er ekki skemmt þessa stundina.


Glæsileg Edinborgarhátíð!

Jæja þá er ég komin heim eftir eftirminnilegt húsmæðraorlof/vinkonuferð í menningarborginni Edinborg. Við erum búin að sjá tónleika á heimsmælikvarða, leikhús og fjölleikasýningar og bíó og verðum næstu vikurnar að melta þessa andlegu næringu sem mun eiga þátt í að lyfta andanum og hægt er að lifa á vel fram á vetur.

Við fórum á fjórar leiksýningar þessa fáu daga sem við stöldruðum við. Sú fyrsta var Certified Male eftir Scott Rankin og Nicholas Rankin, sýning sem aðstandendur mæltu með fyrir konur og var mjög skemmtilegt verk. Stykkið var blanda af sketchum og söng (ég sá ekki hellisbúann en get ímyndað mér að þetta verk sé einhvers konar businessmanna-útgáfu af því).  Einn leikarana í sýningunni var þekktur úr breskum sjónvarpsmyndum, Les Dennis - en annars voru þeir allir mjög flottir.

Næsta sýning The Last South: Pursuit of the Pole unnin uppúr dagbókum heimskautakönnuða var áhugaverð. Leikararnir voru ekki af verri endanum; Adrian Lukis (þekktur úr pride and prejudice) og Jamie Lee (úr myndinni cold mountain). Þeir voru í hlutverkum Scott og Amundsen og stykkið var algjörlega fráhvarf frá líkamlegu leikhúsi og afturhvarf til handrits og leikupplesturs. Þetta var mjög dramatískt verk og saga en leikararnir sátu mestmegnis og lásu upp eða fóru með replikkurnar sínar. Það var ekki þurr hvarmur eftir sýninguna. Vel gert og áhrifaríkt og algjört nammi fyrir þá sem þekkja vel til sögu heimskautafaranna til suðurpólsins og afdrifa og örlaga þeirra.

Þriðja sýningin Traces var fjölleikahús, danssýning, sirkus, leikrit ofl. Fimm ungir fransk-kanadískir fjölleikamenn léku listir sínar í mjög hráu umhverfi. Þetta var einu orði sagt stórkostleg upplifun og ótrúlega listilega gert. Sýning þessi er margverðlaunuð og performerarnir eru allir fyrrum Circque de Soleil meðlimir. Þeir kalla sig Seven fingers. Andköfin sem áhorfendur tóku lýstu best stemningunni út í gegnum sýninguna. Ég mæli hundrað og fimmtíu sinnum með þessari.

Fjórða leiksýningin var Eurobeat - Almost Eurovision, breskt revíuleikhús þar sem hin vinsæla söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var afskræmd og tekin fyrir. Þessi sýning var mjög fjölmenn og stemningin var pískuð upp, með plastklöppurum, fánum og áhorfendur skiptu um þjóðerni. Við vinkonurnar voru t.d gerðar að svíum. En sem betur fer voru bretar í kringum okkur sem höfðu verið gerðir að íslendingum svo við gátum hrópað og kallað með báðum þjóðum. Mjög hressandi sýning og afspyrnu-fyndin á köflum. Þetta er samkvæmt Örnu Kristínu vinkonu, menning hinnar bresku þjóðarinnar sem býr á bretlandseyjum, revíuleikhús sem er á mörkunum að vera lágkúrulegt og fullt af húmor og afskræmingu - svolítið eins og fótboltaleikur þar sem áhorfendur eru virkir hlutar sýningarinnar. Læt hér fylgja tilvísun, Just think live Eurovision Song Contest in sunny Sarajevo. Ten countries compete, and the audience votes for the winner! 'Dazzles with kitschy brilliance ... an epically delirious hoot!'

Við fórum á Bretlands-frumsýningu bandarísku kvikmyndarinnar The hottest state, gerð eftir bók sama nafns eftir bandaríska kvikmyndaleikarann Ethan Hawke (kannski frægastur fyrir að hafa verið giftur Uma Thurman). Leikararnir Mark Webb og Catalina Sandalina Moreno standa uppúr í þessari ljúfsáru sögu í túlkun sinni á aðalpersónunum. Tónlistin í myndinni var yndisleg og mér skylst að út sé komin diskur með lögunum sem voru sérstaklega samin af Jesse Harris og söng Norah Jones.

Hápunktar hátíðarinnar í tónlist voru tónleikar með Simon Bólivar Youth Orchestra of Venezuela og tónleikar með slagverksleikaranum Dame Evelyn Glennie.

Stjórnandi 200 manna symfóníuhljómsveitarinnar er aðeins 26 ára gamall að nafni Dudamel. Það var stórkostlegt að verða vitni að performance svo stórrar sveitar, bara að horfa á meira en hundrað strengjaleikara hreyfa bogana á sviðinu var ótrúlegt, svo ekki sé talað um hljóminn af tónlistinni.

Dame Evelyn Glennie var ótrúleg og góður endir á hátíðinni fyrir okkur. Hún er heyrnarlaus og hefur samt orðið einn frægasti og virtasti slagverksleikari heims, brýtur blað með því að hafa mjög frumlega nálgun á tónlist og tónlistarsköpun.

Ég veit ekki hvað segja skal. Það er svo gaman að upplifa góða list - en nú þarf ég bara að melta.


Ástand vegar yfir melrakkasléttu - yfirsjón eða meðvituð afbyggðastefna?

steinn í götuÉg kom keyrandi frá Húsavík og austur eftir melrakkasléttu þar hafði bíll farið útaf og lá utanveltu, og ekki að undra. Þetta er ótrúlega stórgrýtt bretti að keyra á og stórhættulegt óvanari bílstjórum. Þeir færast í aukana hér því hér er eitt stórbrotnasta fuglaskoðunarsvæði landsins. Hvað á þetta að fyrirstilla? Afhverju er ekki búið að hefla vegina hér almennilega svo að ekki hljótist fleiri slys af. Þetta er óafsakanleg yfirsjón ekki síst meðan ekki er búið að gera umtalsverðar samgöngu-umbætur hér eins og lofað hefur verið í mörg ár. Hvar eru símapeningarnir sem áttu að koma almenningi til góða, meðal annars við umbætur grunngerðar eins og háhraðanets-tengingar og samgöngu-umbóta. Ég ætla bara rétt að vona að aðgerðarleysið endurspegli ekki meðvitaða afbyggðastefnu. Ég læt fljóta mynd til upplýsingar um ástandið - sem er vægast sagt ekki til að hrópa húrra fyrir!  

dauðagildra

 


Hræringur og kúalubbi, uhm!

Nú er tíminn til að njóta gæða náttúrunnar og borða það sem móinn hefur upp á að bjóða. Elías sonur minn langaði að feta í fótspor langafa síns og borða hræring (ósætt skyr og kaldur hafragrautur hrærður saman - megahollt!) - svo það fékk hann og borðaði með bestu lyst. Við fórum upp á ásinn á melrakkasléttunni og tíndum fullt af kúalubbum, slatta af blóðbergi og talsvert af krækiberjum, aðalbláberjum og venjulegum bláberjum. UHM! Þvílík dýrð! Þetta eru bestu dagar lífs míns, þegar ég geri svona. Ég vel það mun frekar en að éta ora fiskibollur úr dós, sem frænka mín húsmæðrakennarinn bauð upp á. Steiktir sveppir með svörtum pipar og smá skvettu af sítrónusafa ofan á brauð er himneskt!

..Nú þegar eftirlitsmyndavélar fylgjast með umferðinni!!...

langar mig að spá í þau viðmið sem gera yfirvöldum slíkt kleift. Það er haldið uppi stanslausum áróðri tryggingafélaga, umferðaryfirvalda og lögregluyfirvalda um að það sé svo mikið af glæfra-akstri á vegum úti að það kalli á meiri mannafla við eftirlit og harðari refsingar við brotum. Ég ætla ekki að fara að gera mig að dómara í þessu máli en það er eitt víst að umferðarbrota-tengdar fréttir í fjölmiðlum eru orðnar heitar fréttir og tróna ofar en drápsfréttir frá Írak. Við að halda úti stöðugum áróðri um hættur myndast glufur til að breyta viðmiðum um hvað sé persónuvernd og friðhelgi fólks. Við hér heima erum ekki eins illa stödd og bretar sem ég heimsótti á dögunum, þó mér finnist að hér sé vísir að svipaðri þróun.

Í London einni eru 65.000 (65 þúsund) eftirlitsmyndavélar á götum borgarinnar. Þannig má heita að hægt sé að fylgjast mjög náið með ferðum fólks. Ég var stödd í Leeds. Þar er líka ógnarmagn af myndavélum þó þær séu ekki eins margar og í höfuðborginni. Til að gera langa sögu stutta ætlaði ég að ganga yfir gangbraut þó rautt ljós væri og enginn bíll á ferð. Þá var allt í einu kallað á mig úr kallkerfi að ég mætti ekki fara yfir á rauðu. Ég stökk hæð mína í loft upp svo illa brá mér. En síðan tóku hláturtaugarnar yfirhöndina. Í kjölfarið fór ég að huga að öllu því starfsfólki sem þarf að ráða til að glápa á skjái og fylgjast með hugsanlegum misyndismönnum. Þessi eftirlitstörf eru nýju mc-jobbin, nú þegar að farið er að líta skyndibitamenningu hornauga.

Í París eru 2000 eftirlitsmyndavélar (2 þúsund) og þó að París sé nokkru minni borg en London fékk samanburðurinn borgarstjóra Parísar til að koma fram í frönskum fjölmiðlum og krefjast fleiri eftirlitsmyndavéla líkt og London. París gæti ekki verið eftirbátur London að þessu leyti. Hvað er eiginlega að fólki.!!! Í Amsterdam þar sem ég dvaldi fyrir stuttu er löng hefð fyrir fjölda eftirlitsmyndavélag á torgum og strætum, en þar kemur á móti mjög frjálsleg löggjöf um eiturlyf, vændi ofl. sem mér persónulega finnst afsaka að talsvert eftirlit sé og málum sé fylgt eftir.

Michael Schwarts (arkitekt í kaliforníu) sem var með mér á ráðstefnu í Leeds um daginn fannst bretar vera að þróa persónueftirlit sitt með mjög óhugnarlegum hætti og í hans huga poppaði eilíflega upp samlíking við ríki kommúnismans þar sem fólk gat varla átt samskipti sín á milli án vitneskju yfirvalda. Er félagsfasismi það sem við viljum - er það sú stefna sem okkur finnst vænleg til að skapa heilbrigt samfélag?

Þó eftirlit á vegum úti sé nauðsynlegt eru heilbrigð samskipti milli fólks, milli yfirvalda og fólks gegnum heilbrigð samskipti og samtal ágætis tól og þær aðferðir úreldast ekki við tækniþróun.


Hugleiðingar um vaxtakerfið og hinn skynsama óvita rifjaðar upp!

Ég er stödd í húsi afa míns og ömmu á norðurhjara Íslands og finn texta eftir danann og ísfirðinginn M.Simson í skrifstofu afa míns, rúmum 20 árum eftir að hann lést. Þessi rykugi bókarvísir hefur árið 1965 (þegar hann var gefin út) verið innlegg í þjóðfélagsumræðu þess tíma þó hann sé skilgreindur sem andleg vísindi á málfari þess tíma. Mér finnst ég hafa fundið gullmola nú þegar Ísland siglir inn í það að ætla sér að verða bankaþjóð og fjármálastofnanir og starfsemi þeirra er fjórða stoðin í gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Orðræðan í bókinni er í anda Helga Sæmundssonar, mikilfenglegar lýsingar sem þykja kannski fornar en bera með sér að skrifandinn hefur verið innblásinn.

M.Simson virðist hafa átt fjölskrúðugt lífshlaup. Fram kemur á baksíðu að hann hafi komið frá Norður Jótlandi af fátæku sveitaheimili og gerst trúður í sirkus frá 17 ára aldri til þrítugs. Þá hafi hann farið til Íslands árið 1915 með fjölleikasýningar en síðan sest að á Ísafirði þar sem hann lærði ljósmyndun og starfaði sem ljósmyndari síðan. Hann virðist hafa verið ákaflega handlaginn og listskapandi - hann hafi smíðað 50 útvarpstæki á byrjunarstigi þess undurs en einnig gerst myndhöggvari og eftir hann sé meðal annars myndastyttan sundkonan og sundmaðurinn fyrir framan sundhöll Ísafjarðar. Eins að hann hafi verið brautryðjandi skógræktar á Vestfjörðum.  

Meginkjarni bókarinnar er að vaxtakerfið sé rót hins illa í samfélaginu og að það sé í rauninni lögleiddur glæpur í dulargervi..eða með orðum höfundarins sjálfs lögvernduð fjárkúgun. Fyrir þessu eru ótal rök færð sem bæði hafa skemmtanagildi en er þó að mörgu leyti óhemju sannleikskorn í. Það er til dæmis rétt hjá höfundi að "Vextir eru ávallt auðsöfnunaraðferð þeirra sem hirða þá".  Það er hreinlega svo mikið af gullkornum í þessum bókarpésa að ég ætla að láta nokkra fljóta með að gamni.

"Vaxtakerfið er í vitund flestra manna eðlilegt og sjálfsagður hlutur. Þeim finnst það bæði réttlátt og nauðsynlegt. Hin dýrslega valdafíkn er ennþá svo mikils ráðandi í mannlegum hugarheimi, að flestum finnst það eðlilegt, að hinn sterkari kúgi og arðræni hinn veikari."

"Vog, mál og peningar eru aðeins hugmyndir - andlegar stærðir - og ekki verða með nokkrum rétti leigðar hugsanir, þ.e.a.s. hugsaðar stærðir, eins og maður getur t.d leigt hús. ..Efnisleg verðmæti hafa ávallt sama notagildi, hver svo sem gildismælirinn er. Þar sem gullið í þessu falli telst gildismælir (þegar að gengi gjaldmiðla miðaðist við gullfótinn; mín athugasemd), fylgir það hækkun og lækkun peninganna, og er því einskisvirði sem hugmyndalegur gildismælir, og gullið hefur ekki einu sinni neitt efnislegt gildi, fyrr en því hefur verið breytt í nytjamuni, og hið eina efnislega gildi peningaseðla, er að nota þá á salerni, og á ekki að taka þetta sem neina fyndni."

Uppáhaldskafli minn er nefndur Hið lögverndaða þrælahald. Hér eru nokkrar tilvitnanir úr honum.

"Þrælar nútímans eru langtum ver settir en fyrri stéttarfélagar þeirra, og fjöldi þeirra er óteljandi og spennir um allan heim...Þrælahaldarar nútímans hafa sína þræla ókeypis með öllu, og er þetta gífurleg framför á sviði þrælahalds. Abraham Lincoln barðist gegn hinu opinbera þrælahaldi, sem hann kallaði hinn mesta allra glæpa. Vaxtakerfið var þá ekki orðið allsráðandi, og sjálfsagt hefur hann ekki rennt grun í, að vegna fávisku manna og hinnar mannlegu illvitundar, yrði myndað falið (dulbúið) þrælahald um allan heim.......Það er nefnilega þrælahald, sem er svo snilldarlega dulbúið, að þrælarnir sjálfir gera sér yfirleitt enga grein fyrir því, að þeir séu þrælar. Þeim virðist jafnvel að kerfið sé réttlátt, og hinir ríku, sem lifa ríkmannlega á þrælum sínum , mega vissulega prísa sig sæla vegna botnlauss skilningsleysis mansmanna sinna."

og þá spyrja ef til vill einhverjir - hvað með hinn skynsama óvita - hver er það? Hér er svarið!

"Hinir skynsömu óvitar segja: Vaxtakerfið er ekki verra en önnur kúgun, og þótt vextir verði bannaðir verður bara notuð önnur kúgunaraðferð. Ójá, ekki er nú sálarfræðin á háu stigi hjá blessuðum óvitunum með alla sína skynsemi. Við erum hér við hina..þýðingarmiklu skoðun Arthurs Millers, um samviskuna og "siðferðisvegginn" sem þessi frumstæði hugsunarháttur alls ekki getur yfirstigið...."

Svo slær hann svipunni til vitsmuna og þroskastigs!

"Fyrstu ávextir vitsmuna eru helvíti þó flestir vaði í þeirri villu að vitsmunir séu í sjálfu sér hátt þroskastig. Á vorum dögum höfum við mikinn fjölda hálærðra stærðfræðinga, vísindamanna og teiknimeistara og ennfremur mikla og gáfaða bófaforingja, samfara hinum miklu vitsmunum sinum hafa þessir menn frábærlega frumstætt og snoðið tilfinningalíf, sem svo veldur því að siðgæði þeirra og sálarlíf er á hreinu frumskógarstigi. Og í þessum lærðu og hálærðu mannverum höfum við einmitt þá manntegund sem er mest ráðandi í mannfélagi nútímans, og sem er í fyllstu merkingu hinn skynsami óviti....Hinir tilfinningasnauðu vitsmunamenn nota auðvitað vitsmuni sína (vegna hins lága siðgæðisstigs) í þágu hinnar dýrslegu sjálfselsku, ef til vill oft án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir."

Ég er búin að liggja yfir þessu undanfarin kvöld og hef haft heilmikið gagn og gaman af. Mér finnst auðvitað margt eiga við í samtímanum þó ég sjálf myndi vera sparlegri á stóryrði. Mér finnst einnig ákaflega merkilegt að maður sem á bakgrunn í sirkuslífinu og trúðsskapnum skuli vera svona glöggur á að sjá í gegnum fjármálasirkusinn. Ég vissi bara ekki að svona merkilegur maður (sem örugglega hefur dansað á línunni milli andlegs heilbrigðis og kreppu) hefði búið á Ísafirði. Ég myndi vilja lesa ævisögu hans eða sjá um hann bíómynd.


Samsæriskenningar höfða því miður til fólks og Burma/Myanmar er ágætis skotmark

Ég hef alltaf gaman af að fá innsýn í hugrenningar samsæriskenningasmiða. Það er þó nýlunda að miðillinn séu auglýsingar. En mér finnst þetta nokkuð gott framtak hjá dönsku listamönnunum. Stjórnvöld í Myanmar/Burma hafa einmitt beitt sérlega grófum aðferðum við uppbyggingu ferðaþjónustu í landinu. Íbúar svæða hafa verið fluttir nauðungarflutningum þar sem yfirvöld hafa ákvarðað að erlendir ferðamenn hefðu gaman af að vera eða fara um. Það má segja að stjórnvöld þar í landi hafi beitt zoning aðferðum í ferðamálum á nýstárlegan hátt. Meira að segja miðað við önnur yfirvöld þar sem einræði ríkir. Kúba sem bandarísk yfirvöld elska að hata hafa ekki einu sinni látið sér detta þetta í hug, en Kínversk yfirvöld beittu slíku þó með gulrót í formi uppbyggingar nýrra borga í stað þeirra sem sökkt var við virkjun Gula fljóts. Uppbygging ferðamála í Burma/Myanmar án tillits til almennings og lifnaðarhátta þeirra og með fórnum almennra nauðugra borgara er því staðreynd.

Bresku samtökin tourism concern hafa undanfarin ár haldið úti átaki og upplýsingaherferð um ástand uppbyggingar og reksturs ferðamála í landinu og beitt sér fyrir að upplýsa og hvetja fólk til að sniðganga ferðalög til landsins.

http://www.tourismconcern.org.uk/campaigns/burma-update.htm

Auk þess að hafa fangelsað lýðræðislega kosin þjóðarleiðtoga landsins Aung Saan Sui kyi sem er Nóbels friðarverðlaunahafi hafa stjórnvöld margbrotið mannréttindi almennra borgara.  Það ætti að réttlæta að fólk héldi sig frá landinu. Því miður virðast ekki bara samsæriskenningar höfða til ferðaglaðs fólks á vesturlöndum sem lifir viðburðarlitlu lífi nema á ferðinni. Fólk laðast að stöðum þar sem hörmungar hafa herjað eins og ferðaforkólfar hafa komist að í New Orleans og víðar. Auglýsingin sem beint var til borgarana í landinu þar eð hún birtist í dagblaði þar gæti þannig haft öfug áhrif nú þegar vestrænir fjölmiðlar hafa beint sjónum að málinu.

Ég vona að fréttin kyndi ekki undir forvitni vestrænna borgara til að fara og sjá aðstæður. Í því sambandi er vert að minna veiklynda á, að ferðaupplifun í Myanmar/Burma er ekkert annað en feik og gífurlegt eftirlit er með ferðamönnum svipað og var í Sovét. Íslendingar, látið því ekki glepjast og haldið ykkur fjarri landinu  - þá stuðlið þið ekki að því að styrkja grimmilega og ósvífna stjórnarhætti.


mbl.is Dönsk auglýsing veldur uppnámi í Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjör í hvalfjarðagangaáformum!?

Enn eina ferðina er allt í volli hér á ástkæra ylhýra. Nú vilja menn fara út í milljarða fjárfestingar til að tvöfalda hvalfjarðargöngin fyrir þessa tvo daga vikunnar í þrjá mánuði ársins (samtals 26 daga) þar sem umferðarteppa myndast í göngunum. Ég átta mig ekki á afhverju mönnum dettur ekki í hug að fjölþætta tengingarnar þessa örfáu daga til dæmis með að endurlífga ferjusamgöngur upp á skaga þá daga sem um ræðir. Það hlýtur að vera ódýrara og skemmtilegra og hagkvæmara að redda einni boggu í hlutverk afkúfs. En framkvæmdagleðin og dvínandi atvinnumöguleikar sprengjusérfræðinga og verkfræðinga hafa þar sjálfsagt eitthvað að segja. Hvernig væri nú að hugsa aðeins víðar. Ég yrði verulega hneyksluð og finndist illa farið með fé skattborgarana ef að samgönguráðherra léti undan jarrmi og hamri talsmanna tvöföldunar gangna. Það eru margar aðrar samgöngubætur mun meira áríðandi á landinu en þetta. Og þó að engin vafi leiki á þeim óhemju möguleikum sem hafa opnast með göngum fyrir byggðarlög norðan ganga en eins frístundaiðkendur, skólafólk og vinnandi fólk af höfuðborgarsvæðinu er þetta til aðeins of mikils mælst að mínu mati.

Ég er svo aldeilis hissa!

Það er gott að menn í Borgarfirði, úthverfis Reykjavíkur að kalla má, vilja efla og móta frekar byggðastefnu. En ég hefði haft meiri skilning á yfirlýsingunum ef að þær hefðu komið frá Borgarfirði Eystri eða afskekktari byggðarlögum á Íslandi. En það er auðvitað flott að vera "proactive" fremur en "reactionary". Ég held þó að Borgarnes sé einn af þeim stöðum sem þarf ekki að hafa áhyggjur af dvínandi lífi og atvinnu. Borgarnes er uppland höfuðborgarsvæðisins og verður það um ókomin ár á meðan að byggð er á höfuðborgarsvæðinu og þjóðinni fækkar ekki snögglega. Hins vegar ættu vesturlendingar kannski frekar að huga að byggðum á Snæfellsnesi og um dalamenn og hafa áhyggjur af þeim.
mbl.is Byggðaráð Borgarbyggðar hvetur til mótunar byggðastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband