Ástand vegar yfir melrakkasléttu - yfirsjón eða meðvituð afbyggðastefna?

steinn í götuÉg kom keyrandi frá Húsavík og austur eftir melrakkasléttu þar hafði bíll farið útaf og lá utanveltu, og ekki að undra. Þetta er ótrúlega stórgrýtt bretti að keyra á og stórhættulegt óvanari bílstjórum. Þeir færast í aukana hér því hér er eitt stórbrotnasta fuglaskoðunarsvæði landsins. Hvað á þetta að fyrirstilla? Afhverju er ekki búið að hefla vegina hér almennilega svo að ekki hljótist fleiri slys af. Þetta er óafsakanleg yfirsjón ekki síst meðan ekki er búið að gera umtalsverðar samgöngu-umbætur hér eins og lofað hefur verið í mörg ár. Hvar eru símapeningarnir sem áttu að koma almenningi til góða, meðal annars við umbætur grunngerðar eins og háhraðanets-tengingar og samgöngu-umbóta. Ég ætla bara rétt að vona að aðgerðarleysið endurspegli ekki meðvitaða afbyggðastefnu. Ég læt fljóta mynd til upplýsingar um ástandið - sem er vægast sagt ekki til að hrópa húrra fyrir!  

dauðagildra

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað alveg fáránlegt. Maður er búinn að vera að afsaka þennan blessaða veg á Sléttunni svo lengi sem ég man eftir mér! Bjánalegt. En heyrðu, áttu ekki eftir að blogga um gönguna miklu.. Ég frétti í versluninni Urð að mín hafi ekki treyst GPS tækinu og gengið ehemm.. í hring ;)

Aðalbjörg Jóhanna (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 13:29

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Á ekki að fara að gera annan veg yfir Hólaheiði (man ekki nafnið)? En svo segir Aðalbjörg að vegurinn um Sléttu hafi alltaf verið vondur; ég hef bara farið hann svo sjaldan að ég get ekki sagt ég þekki hann.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.8.2007 kl. 20:34

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæl Aðalbjörg mun blogga um gönguna miklu í tómi. - Einhverra hluta vegna var farið að hefla og bera í veginn um svipað leyti og ég var að blogga þetta. Jú hólsheiðarvegurinn er á stefnuskránni og búin að vera lengi, en mér skylst á heimamönnum (þórshafnarbúum, sveitungum úr þistilfirðinum, Raufarhafnarbúum og sveitungum sléttunnar) að enginn sé alveg sáttur við þá málamiðlan. Sumir langflutningabílstjórar segja að undarlegt sé að valið hafi verið mesta veðravítið í annars tiltölulega einföldu sléttlendi. Ég ætla ekki að gera mig vitrari en ég er um þessi mál, en það er nokkuð ljóst að vegurinn yfir sléttu verður keyrður á meðan hann er fær. Eins og ég sagði áðan er þetta svæði eitt af yfirséðu náttúruperlum Íslands til ýmiskonar útivistar, náttúru- og fuglaskoðunar og fjöruvistkerfaskoðunar á landinu...og eins og við vitum dregur það ferðamenn innlenda sem erlenda að.

Anna Karlsdóttir, 21.8.2007 kl. 11:38

4 identicon

Já frænkur vegurinn er slæmur, ég ætti að vita það manna best eftir að stórgrýtið reif bensínrör undan bílnum. Heppni að það bara kviknaði ekki í okkur. Svo máttum við dúsa litla stund í ömurlegu veðri og engu gsm sambandi! Vorum þó heppin að sjóarar frá Húsavík aumkuðu sig yfir okkur og fluttu okkur aftur á Raufina eins og þú veist. En maður ætti kannski að senda vegagerðinni reikninginn. Tæpar 20 þús þegar uppi var staðið (viðgerð og fullur tankur sem lak á Sléttuna!!!)

Dísa (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband