Löngu kominn tími til

Það var einungis tímaspursmál að málið um landnýtingaraætlanir (zoning eða aðrar nálganir) yrði tekið upp í tengslum við ferðamennsku á helstu áfangastöðum ferðamanna um landið.

Ég er algjörlega fylgjandi því og hef verið undanfarin tíu ár - mér finnst raunar nokkuð merkilegt að við séum oft svona reaktionær og lítið próaktív í þessum málaflokki.

En það er með ferðamennskuna eins og sjávarútveginn. Við viljum (Íslendingar) gjarna á tyllidögum láta líta út fyrir að atvinnugreinin skipti máli og sú þekking sem þar byggist upp, en dagsdaglega er lítið sem bendir til þess að tyllidaga-yfirlýsingarnar séu hafðar í heiðri.

 


mbl.is Vilja gera landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband