Færsluflokkur: Dægurmál

Have you been a dad today?

Ég sá þessa auglýsingu frá National Fatherhood initiative á myspace síðu sonar míns. Mér varð hugsað til samtakana félag ábyrgra feðra sem hafa meðal annars barist fyrir auknu jafnrétti í umgengni við börnin sín. Ég held að þessi samtök hafi á sér einhverskonar tuðarastimpil og einhvern veginn fær maður stundum á tilfinninguna að þeir feður sem berjist harðast þar hafi kannski ekki mikið verið standa sig í föðurhlutverkinu/eiginmannshlutverkinu á meðan að fjölskyldan bjó saman. Ég hugsa nú að það séu líka menn í þessum samtökum sem að eru virkilega af heilum hug að berjast við erfiðar og eigingjarnar mæður barna þeirra.  

 Ég fer ekki ofan af því að börnum er best að eiga fyrirmyndir í báðum foreldrum, mömmu sinni og pabba sínum.

Þau geta fengið mjög brenglaðar og upphafðar hugmyndir um annað foreldrið sem þau eru ekki í tengslum við eða sem ekki er að standa sig gagnvart því. Ég trúi því að maður eigi sem foreldri að styðja börnin sín í að verða sem heilsteyptastir einstaklingar. Það geta þau best ef þau fá að kynnast báðum foreldrum sínum.

Vonandi er nú að þróast ríkjandi siðgæðisvitund meðal feðra sem ábyrgra feðra. En því miður hafa feður nú ekki alltaf verið að standa sig gagnvart sínum ástvinum. Um það eru mýgrútur dæma í kringum hverja og einustu íslenska fjölskyldu. Þannig að kannski er það útskýringin á tortryggni gagnvart fráskildum feðrum sem röfla um aukin rétt.

Það er auðvitað sárt að sjá á eftir barninu sínu í fang mannsins sem sveik mann eða olli hjartasári á einhvern annan hátt, sem manni finnst kannski ekki hafi mikið þroskast og sé jafn ótillitssamur sem áður. Þó ég geri mér grein fyrir að skilnaðir foreldra geti verið stofnað til af konum jafnt sem körlum.

En ég fer samt ekki ofan af því að það er siðferðisskylda sem hvílir á öllum foreldrum (og sem þeir verða að átta sig á áður en þeir fara út í barneignir) að börnin þeirra fái að njóta beggja foreldra ef hægt er.  

Ég hef prófað það á eigin skrokk, og viti menn það er bara miklu auðveldara en hitt. 


Hvað ætli Hanna Valdís sé að gera í dag?

Sól sól skín á mig

Ský ský burt með þig

gott er af sólinni að gleðja mig

sól sól skín á mig

Mér datt þetta í hug í dag í þessu annars dásamlega haustveðri. Man að ég sönglaði þessa laglínu daginn út og daginn inn á æskuárunum. Ætli Hanna Valdís sé enn að syngja, og ef ekki bara í sturtunni, hvar þá?


Breskir gistihúsaeigendur í vandræðum vegna gesta sem ganga í svefni

Vinir sonar míns halda úti alternatívri fréttasíðu. Hana er gaman að glugga í ef manni leiðist og langar að hlæja aðeins.

Flestar fréttirnar eru réttar en ýktar. Sjá annars http://kupje.com/

Þessi birtist um daginn. Aumingja gistihúsaeigendur á Bretlandi!Grin

Hotelkæde i problemer grundet nøgne søvngængere

Onsdag d. 7. november 2007, kl. 08:07 - Skrevet af Esben Knudsen

En hotelkæde i Storbritanien har følt sig tvunget til at genuddanne deres ansatte da de flere gange har oplevet af deres elskede gæster gik i søvne, nøgne.

Hotelkæden udtaler ydermere at de fleste nøgne søvngængere er mænd.

Det må godt nok være nederen af vågne op og så stå nøgen midt i den fineste restaurant på hotellet, med en sygeligt skrumper på.


Dagur að kveldi kominn

Þá eru 10 dagar í afmælið mitt. Hef nákvæmlega mjög lítið að segja annað en að ég var á ráðstefnunni krossgötur í kynjafræðum um helgina sem var ósköp skemmtilegt og gaman að hitta margt skemmtilegt fólk þar. Ég var lemstruð eftir að hafa lent í ákeyrslu á föstudagsmorgunin og er að blána á ýmsum stöðum, aum í hnjánum og hægri arm. Skellti mér því í sund í dag í seltjarnarneslaugina. Sund er frábært. Bæði til að hugsa og til að slaka á. Ég þarf hreinlega að vera duglegri að fara í sund.

Voru þjóðverjar fyrsta þjóðin? Og hvað eru þeir að verja? Ýmislegt í kýrhausnum!

Sonur minn spurði mig þessarar skrýtnu spurningar í morgun. Við höfum haft svo mikinn tíma til að spjalla og spá undanfarið. Mér fannst þetta nokkuð vel spurt (tek það  þó fram að ég er "biased").

Það hljómar óneitanlega á íslensku eins og þjóðverjar hafi varið sína þjóð alveg sérstaklega. Af hverju heita ekki bretar, bretverjar? Eða belgar, belgverjar? Eða Bandaríkjamenn, Ameríkuverjar? Íslendingar er dregið af Íslandi. Þjóðverjar er dregið af Þýskalandi. Afhverju heita þeir þá ekki þýskingar!?

Það er margt skrýtið í kýrhausnum! Ég fann miða á eldhúsborðinu sem ég hafði dregið með mér heim af veitingastaðnum Simon & Seaforts alla leið frá Alaska (góður fiskistaður, mæli með honum). Í þessum miða er einhvers konar spakmæli, sem ég reyndar myndi varla kalla spakmæli. Það er eftirfarandi:

"I come from a family where gravy is considered a beverage!" Erma Bombeck.

Jahá, þá vitum við það!


Við Elías í Barcelona

Við mæðgin fórum til Barcelona saman, ég að kenna við Universitát Autonoma de Barcelona, og hann sem minn aðstoðarmaður. Við lentum heldur betur illa í því við vorum rænd fyrsta kvöldiðBandit

Hér eru nokkur brot úr dagbókum sonar míns sem að hann skrifaði fyrir bekkinn sinn í utanlandsdvölinni.Grin

Fyrsta kvöldið okkar í Barcelona urðum við fyrir óhappi. Eftir að hafa skoðað Dali safnið, stoppuðum við á Tapas bar við Dómkirkjutorgið sem´hét Bilbao eins og borgin í Baskalandi. Á meðan ég var að ná í tapas var töskunni hennar mömmu stolið. Mamma sat allann tímann á sama bekknum með töskuna við hliðina á sér. Við leituðum um allt og fólkið á staðnum hafði mikla samúð með okkur. Við vorum ráðþrota. Tvær þýskar konur gáfu okkur tvær og hálfa evru svo við kæmumst með lestinni á hótelið okkar. Við fórum á lögreglustöðinaPolice og vorum þar til miðnættis (fjórar klukkustundir), á meðan að mamma var að skrifa skýrslur og loka kortum. Ég sofnaði næstum í gluggakistunni á meðan.

Ég var með mömmu í háskólanum. Nemendurnir voru ekki bara að hlusta á mömmu. Það voru stelpur að biðja mig um að teikna fyrir sig. Við fórum í matarboð heim til Fransesc. Konan hans sem heitir Helena gaf mér Fouet, sem er rosalega góð katalónsk pylsa. Hún kenndi mér katalónsku, að segja: Bono tarde, amdic Elias.

Við fórum að hitta Bíbí á Placa Catalunya. Við gengum með henni á aðal ferðamannagötunni sem heitir Rambla. Þar er mikið af fólki klætt í skrýtna búninga og stendur eins og styttur. Þar eru líka listamenn að teikna myndir af fólki. Ég heimsótti skólann hans Hjálmars. Hann heitir Colegi Sagrada FamiliaInLove einu sinni var skólinn hans allur nunnuskóliWoundering. En það var í gamla dagaGasp.

Hjálmar er í öðrum bekk. Það er bara einn bekkur í hverjum árgang. Hjálmar er að læra lestur, stærðfræði, listasmiðju, spænsku, ensku, tölvur, ritun, kristinfræði og lífsleikni ásamt tónmennt. Matartíminn í skólanum er langur. Hann er milli 13 og 15 á hverjum degi. Skólastjórinn sem hét Carma fór með okkur í skoðunarferð um skólann. Hann er á mörgum hæðum og næstum eins og völundarhúsFrownUndecided

Skólinn er frá 9-17 á daginn. Hjálmar lærir munnlega tjáningu á föstudögum. Honum finnst öll fög jafn skemmtileg í skólanum. Mér finnst listasmiðja skemmtilegustW00tWinkGrin

Eftir heimsóknina lékur við okkur fram á kvöld. Svo fórum við á Pizza staðSmile

 


Skemmdarfýsn, sér Reykvískt fyrirbrigði?

Hluti af starfi mínu er helgaður því að lýsa land og lýð. Eitt fyrirbæri er að mínu mati alveg sér Reykvískt, og ég get ekki sagt að ég sé stolt af því.

Það er hinn alkunni "vandalismi", eða skemmdarfýsn sem helst beinist að opinberum eigum á víðavangi. Undanfarna daga hefur greinilega geisað alda eyðilegginga á strætóskýlum víða um borg, þar sem glerið í skýlunum sem hannað er til að vernda bíðandi farþega fyrir vindi og veðrum hefur verið "smallað".  Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þessi ótrúlega tilgangslausa eyðilegging verður á vegi mínum. Í fyrravor varð ég vör við að reynt hafði verið að bræða stopp-takkann við gangbrautina heima hjá mér, þá hafði verið krotað yfir leiðalýsingar strætó, og það hafði verið slökkt í sígarettum á bekknum sem nú var svörtum sárum lagður. Þá hef ég áralanga reynslu af því að vera "áhorfandi" að slíkum niðurbrotsverkum, sem hljóta að kosta hið opinbera drjúgan skilding að gera við á ári hverju.

Í erlendum borgum hef ég aldrei orðið vör við viðlíka skemmdir nema í ghettóum eða fátækrahverfum þar sem innibirgð reiði og vanlíðan ólgar vegna félagslegrar armæðu og fátæktar. Í mörg ár var ástandið þannig í Reykjavík að blóm sem settu höfðu verið í reiti í almenningsgörðum eða álíka viðleitni til að fegra umhverfið var rifið upp eða troðið niður, að því er virtist einungis til að svala einhverri sadistaþörf. Mér var sagt sem barni að ástæðan fyrir því að ekki væru svona tyggjókúlusjálfsalar í opinberum rýmum eins og erlendis, væri að íslendingar skemmdu þá um leið. Miðað við það og blómin hefur ýmislegt batnað frá því þá. En ég get ekki að því gert, að enn undrar mig hvað fær fólk til að níðast eins og apar á dauðum hlutum í þeim tilgangi einum að eyðileggja.

Ég bý í hlíðahverfinu og hef hingað til ekki álitið það vera neitt alvarlegt félagslegt ghetto, og hef reyndar talið að slíkum hverfum væri ekki fyrir að fara í Reykjavík. En ég held ég þurfi kannski bara að fara að endurskoða þetta eitthvað..


kræklóttir persónuleikar

Nóvember er minn mánuður. Þá leggst ég undir feld, kveiki á kertaljósum og hugsa málin. Í dag byrjaði haustfrí og ég óskipulögð manneskjan hafði auðvitað gleymt endurnýja ljósritið af skóladagatalinu á ísskápnum. Það er allt í lagi, við mæðgin förum þá bara í framkvæmdir hér heimavið í staðinn, og ég sit yfir vinnunni þess á milli og í kvöld.

Ég fór að hugsa um samhug í gærkvöldi. Ef ég hefði enn verið í Kbh. hefði fyrir löngu verið búið að skipuleggja einhverskonar udflugt fjölskyldna, t.d á söfn eða í bíó eða eitthvað viðlíka. Gera eitthvað í tilefni frísins. En hér í Reykjavík heldur bara lífið sinn vanagang, enginn hringir, fólk er upptekið af sjálfu sér og litlu öðru. Áherslan hefði verið lögð á samveru fólks, hlátur, samtal og bara að njóta lífsins í rólegheitum. Hér er hver út af fyrir sig.

Mér finnst lítill samhugur meðal fólks hér en geri mér líka grein fyrir að ég er með í því tafli. Það er svolítið eins og fólk byrgi sig inni í sjálfu sér og sínum. Á maður að nenna að vera partur af bældu samfélagi þar sem minnimáttarkennd er aðalsmerki, eða bara vera á hliðarlínunni. 

Nei, a......hafi það! Maður á ekki að taka þátt! Dissa bara alla þessa laumu-þunglyndu íslendinga og sker upp herör gegn meðalmennsku-streitukapphlaups-fjölskyldugildunum sem tröllríða hér öllu!

markmið dagsins:

Áforma veisluhöld uppúr miðjum mánuði (hringja í Dísu)

Fara í sund!

Gera ný áheit um jóga iðkun og nudd!

Muna að skrifa í dagbókina að unifem stendur fyrir zumbaferköntuð manneskja í valsheimilinu á laugardaginn. Ég ætla pottþétt að fara og hrista skanka.

Brosa fallega til alls fólksins sem ég mæti á götu úti! (þeir mættu vera fleiri takk!)

Athuga með vetrardekk á hjólið


Hjólað undir regnboganum

Veðrið var haustlegt í dag því verður ekki neitað, en stundum gerast ævintýralegir hlutir þegar minnst varir. Ég hjólaði alla leið undir miðjum regnboga úr vinnunni og heim til mín. Það var hreinlega yndislegt og þó að rigndi, haglaði og vindaði á brjóstkassann, þá var ég hamingjusamasta kona Íslands. Ég var að hjóla undir regnboganum og ég óskaði mér. Það var gaman. En það er líka leyndó.litir regnbogans

Friðarsúlan og hráslaginn.

Í dag er afmælisdagur bróður míns Hólmsteins og Himma og Sigurðar Reynis og Jóns bítils. Það á að kveikja á friðarsúlu Yoko Ono í kvöld út í Viðey og vona ég að viðstaddir verði nú ekki of kvefaðir í hráslaganum. Ég sá mynd í blöðunum af ljós-standinum og finnst hann ekki til prýði á Eynni en svo sem heldur ekki neitt óafturkræft umhverfisslys. Þetta er bara skemmtilegt, að sérvitringurinn Yoko skuli hafa valið Reykjavik. En það fær mann óneitanlega líka til að hugsa af hverju hún gerir þetta ekki bara í eigin nafni en þarf að klappa goðsögn Lennons með friðarsúlunni. Ég man ekki betur en að hún hafi verið ötull friðarsinni áður en hún hitti hann Jón sinn. Ljós-súlan verður óneitanlega svolítið fallos-tákn í þessu samhengi. En maður þekkir frægan mann, sem þekkir frægan mann, sem þekkir frægan mann sem ....osfrv.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband