26.3.2009 | 23:39
Mig langar líka í matjurtagarð eins og Obama
Ég þarf að ganga kurteisislega og banka á dyr nágranna minna til að fá leyfi fyrir því að pæla í garðinum, en nú, já nú ætla ég að gera það. Ég er búin að vera á leiðinni í mörg ár en hef ekki haft í mér uppburði til þess, eða tíma. Ekki gefið mér tíma. Ég er búin að kaupa fræ og á bæði útsæði að gulrótum, dilli og öðru sem síðar getur orðið góðgæti.
Tíminn er svo skrýtinn, ef maður gefur sér hann ekki hleypur hann frá manni.
Obama fær matjurtagarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Þetta er eitthvað sem Íslendingar ættu að huga að í auknum mæli í kreppunni.
Hilmar Gunnlaugsson, 27.3.2009 kl. 18:15
það er nóg pláss fyrir matjurtagarð í sveitinni...
Guðrún Helgadóttir, 31.3.2009 kl. 16:44
Hihi - ég væri til í að rækta á Hólum engin spurning Guðrún. Kannski bara svolítið langt að sækja afraksturinn. En hvernig væri að breyta öllum þessum bílastæðum í borginni í matjurtagarða - eða kannski hluta af þeim!
Anna Karlsdóttir, 2.4.2009 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.