Kveldúlfur í þingmönnum

Þó ekki ætli ég að halda því fram að auðvelt sé að vera í stjórnmálum um þessar mundir þá er ég sammála Katrínu Júl. Það er óviðeigandi að barma sér yfir þreytu þegar að mikilvægt er að koma málum á koppinn, málum sem varða hagsmuni almennings og geta ráðið úrslitum um framtíðarhorfur landsins.  Það þarf vaska konu eins og Kötu til að taka af skarið með það.

Það hefur greinilega verið kominn kveldúlfur í Árna Johnsen eins og hana Siggu litlu forðum daga. Munnlegar samræður og samskipti fá útrás á mismunandi hátt.  Það hefði verið mjög flott að sjá þingmenn syngja eitthvað efnislega mikilvægt. Ég hlustaði einu sinni á Samískan lögfræðing halda efnismikinn fyrirlestur á jóðli. Það var mjög forvitnilegt og hver einasti hlustandi í salnum sperrti eyrun.Og svo er ég búin að vera pína nemendur með Líberískum kvennasöng um réttindi þeirra og metnað til að taka yfir  stjórnartaumana. Já - tjáningin er skemmtilegt fyrirbæri.


mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Sammála.

ThoR-E, 2.4.2009 kl. 13:47

2 identicon

Hún er óttalegur vælukjói þessi Katrín, hún hefur aldrei sýnt neitt á þingi svo missir hún stjórn á skapi sínu af því henni langaði út á djammið. Svo er þetta ótrúlegt rugl á þessu stjórnarliði, er að böðla einhverju í gegn um þingið á meðan heimilin svellta.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Hver má hafa sína skoðun á frammistöðu einstakra þingmanna, en ég er ekki sammála þér Ómar.

Anna Karlsdóttir, 2.4.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband