Líst vel á samningana!

Til hamingju Íslendingar, og sérstaklega þeir lægst launuðu ásamt barnafólki. Ég er ánægð með samningafólkið og ríkistjórnina í þessu máli þó ég hafi ekki enn kynnt mér samningana í þaula. Helstu ákvæði lofa góðu.

Ég var farin að verða hrædd um að kjarasamningar ASÍ og SA myndi endast út á vorið sem hefði verið arfaslæmt miðað við vinda sem blása í augnablikinu, hér heima og heiman.


mbl.is Taxtar hækka um 18.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já vertu ánægð, þegar eftir stendur er það 11 þús. kr. þegar búið er að draga öll gjöld af og lífeyrisjóð, skil ekki hvað þú ert glöð með þetta, þú hefur greinilega nóg á milli handa þinna. Það er ekki hægt að segja um margann annan. Verðlagið étur þetta upp á svipstundu ásamt eldsneytisverði, þetta er ein búðarferð fyrir 4 manna fjölskyldu. Kræst, opnaðu augun kona.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það heitir verðbólga.  Það er alltaf voða gaman þegar laun hækka með verðbólgu.  Það er alltaf pínu meira gaman þegar þau hækka umfram verðbólgu.  Sem er bara ekki að gerast þarna.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

það er alltaf spurning hvað maður skilgreinir sem nóg á milli handa sinna. Ég er svo heppin að vera ekki á sjálfrennireið þannig að eldsneytisþörf og útgjöld mín afmarkast við endurnýjanlegar orkulindir. Margar upphæðir hafa verið nefndar, mis villandi til að nýta í "retorik" með eða á móti- hækkun persónuafsláttar nemur meira en 11 þúsund krónum þó á lengri tíma sé, barnabætur falla fleirum í skaut en áður og ýmislegt jákvætt má telja til. Ég veit það líka sem einstæð móðir og ábyrg fyrir húshaldi að barlómur hefur aldrei verið góð leið til að leysa úr vanda fjölskyldunnar. Ekki það að ég sé að klína því á ykkur gott fólk, Ásgrímur og Magga, en það er líka stundum gott að hafa báða fætur á jörðinni og horfa á lausnir í stöðunni, og eins og hún lítur út fyrir mér er ekki svaka uppsveifla í kortunum. Velmegun og velferð á að vera takmarkið, það er grunnhugsunin í þessum samningum, þó ég, eins og ég tók fram hafi ekki rýnt í samningana í þaula - mun þó gera það við fyrsta tækifæri.

Anna Karlsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband