Sótspor skipafélagsins Mærsk meiri en alls Danaveldis

Mærsk fánaberi danskrar fyrirtækjaflóru, eitt stærsta flutningafyrirtæki heims stendur fyrir meiri útblæstri kolefnis (Co2) á ársgrundvelli en allt danaveldi og ólíkar athafnir borgara þess. Þetta er hálf lygilegt að einstaka fyrirtæki geti verið meiri mengunarvaldar en heilu þjóðríkin, þó ekki þegar litið er til alþjóðasamsteypumyndunar og hnattvæðingar efnahagslífs.

Danir sem voru fyrsta þjóðin til að stofna umhverfisráðuneyti og hafa jafnan talið sig í fararbroddi í Norður Evrópu hvað varðar þennan málaflokk eru orðlausir yfir þessu, eru að átta sig á umfangi málsins eftir að bresk dagblöð flettu ofan af því að fyrirtækið stendur fyrir um 5% útblásturs kolefna á heimsvísu (á ársgrundvelli). Það er allnokkuð þegar um aðeins eitt fyrirtæki er að ræða.

Umhverfisráðherra dana, Connie Hedegaard hótar nú að setja ný lög. Málið er að útblástur fyrirtækisins er ekki reiknaður í útblásturskvóta þjóðarinnar, en eins að skipaumferð er ekki tekin með í viðskipti um kolefniskvóta samkvæmt tillögu Evrópuráðsins (EU-commission). Útreikningar á sótsporum eru því villandi í heildina ef flutningastarfsemi heimsins (sem er allnokkur) er ekki tekin með í reikninginn.

Þetta umtalaða magn útblásturs er meira en blæs út í álfunni Afríku á ársgrundvelli. 

Ætli umhverfisráðherrann leggji útblástursgjöld á fyrirtækið? Ætli alþjóðaflutningsgjöld hækki þegar að þetta mál verður í deiglunni innan ríkisstjórna sem og á yfirþjóðlegum vettvangi á komandi misserum? 

Eina jákvæða sem ég sé í hugsanlegri hækkun alþjóðaflutningsgjalda er að það gæti breytt að mínu mati öfugsnúnum reiknilíkönum sem sjá hagnað í því að flytja út hráefni(t.d fisk og margt annað) til Kína og skipa því aftur fullunnu til Evrópu og Ameríku ódýrar en ef varan hefði unnist á heimaslóð. 

Þessi umfjöllun kom fram í sunnudagsblaði Berlinske. Sunnudaginn 10.febrúar.2008, á baksíðunni Back2business 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband