Færsluflokkur: Menning og listir

Ætla að hjóla á náttúra tónleikana

Ég er svo heppin að ég  skipti úr vetrardekkjum yfir á sumardekk á vetrarhjólinu mínu svo að ég er vel búin til samgangna. Skrýtið orð - samgöngur. Að ganga saman. Karlarnir á upphækkuðu jeppunum hafa greinilega misskilið þetta orð eitthvaðWink

Fer í laugardalinn og hjálpa Gunnu og Einari Bergmundi á natturan.is, þar sem við ætlum að gefa góð og uppbyggileg ráð um vistvæna lífshætti, sultugerð og annað. Úff voðalega hljómar þetta eitthvað hippalegt. Ætli ég sé ekki bara eilífðarhippi eftir allt.Tounge

Hlakka til að heyra góða músík. Allir í laugardalinn!


Áhrif bíómynda á ferðalög fólks

 DSC00815

Bíómyndin brúðguminn var skemmtileg og reglulega góð mynd. Flatey er reglulegur töfrastaður með eða án bíómyndar.

Ég dvaldi í nokkra daga með fjölþjóðlegum hópi doktorsnema og kennara þar sumarið 2003 í sumarskóla sem ég hélt utan um. Þá var Vogur opinn og við bjuggum bæði þar í húsinu og uppi í Krákuvör. Eyjan er griðastaður þar sem ekki er hægt að ná í mann með góðu móti og þar er hægt að sitja einn með hugsunum sínum og horfa á lunda í túnfæti.

 lundar a� gl�pa � mig

Það er umhugsunarvert hvernig að eyjurnar í Breiðafirði urðu meira og meira afskekktar þegar að samgöngur hættu að miklu leyti að fara sjóleiðina. Í dag hefur vegna þrjósku og myndarskap einnar bændafjölskyldu og afkomenda annara íbúa í Flatey varðveist perla sem að hægt er að flykkjast til. Hið afskekkta hefur snúist upp í aðdráttarafl.

DSC00839

Vonandi eru fleiri aðstandendur í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem átta sig á þessu...en engin spurning, bíómynd hjálpar.

Ég vona bara að bíómyndin geri ástandið ekki óbærilegt á háannatímanum. Flatey hefur mjög ákveðin félagsleg þolmörk - þau eru svona nokkurn veginn þau að það má ekki vera svo margt um manninn þar í einu að manni finnist að maður hefði allt eins getað verið heima hjá sér. Arctic games competition

Perlur eins og Flatey verða einstakar fyrir nokkurra hluta sakir. Flatey skartar bæjarmynd sem hefur verið varðveitt og viðhaldið og eiga sér enga líka á landinu, eru minnisvarði um arfleifð samfélagshátta sem að forfeður okkar sættu sig við, en fáir gera í dag.  Eins er þar náttúru- og fuglalíf sem þéttbýlis-manneskjan vill leita í sér til hugarhægðar og afþreyingar, ásamt því að finna frelsið í að vera stökk, fjarrri glaum og gys og asa borgarinnar. Farsímatengingar eru fjarri og ef eitthvað vantar, þá vantar það bara.

Back to basics, var þetta einu sinni kallað. Það er í tísku í dag. 

 

Hér má sjá liðið í leikjum. Við kölluðum það Arctic games competition og vorum nokkuð aðhlátursefni farþega af skemmtiferðaskipum sem komu í land með gúmmíbátum. 


mbl.is Metdagur í siglingum um Breiðafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgröftur gamalla listrænna vina!

Ég er eins fornleifafræðingur þessa daganaWink. Þrátt fyrir annir hef ég sem betur fer tíma til að hitta gamla vini. Ég fór að hitta fornvin minn og gamlan skólafélaga Andreas, en við útskrifuðumst saman. Andreas er þeim gæðum gæddur að hann fer alltaf út fyrir sinn ramma og þrátt fyrir sex ára háskólanám sem landfræðingur starfar hann nú sem sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmaður í sífelldri leit að góðum heimildasprettum. Ég er stolt af honum, að hann hafi þorað, maður á að gera það sem hjartað býður manni.

 

Putte

Um daginn rakst ég á gamla vinkonu, hana Lilju, reyndar ekki á götu en framan á forsíðum blaðanna. Nágranni minn og félagi frá Peder Fabersgade var að gefa út barnasögu sem nær allir útgefendur danskir höfðu hafnað vegna þess að umfjöllunarefnið var umdeilanlegt. Þeir töldu að ástríðufullar ástir og ofbeldi heyrðu frekar heima í tölvuspilum en  á prenti fyrir börn. Athyglisvert. Þð segir okkur auðvitað svolítið um gildin sem ríkja í samfélaginu. Allar barnabækur eru jú hugarheimur fullorðinna þýddur fyrir börn, líka í tölvuspilum. Og afhverju mega börn ekki lesa um ástríðufullar og kjánalegar ástir milli hænu og refs, jafnvel með kynferðislegum undirtónum ef þau lesa það með foreldrum sínum, en allt í lagi er að þau spili eitthvað svipað eða verra á tölvunni? 

Lilja er barnabarn Hans Scherfig sem eflaust nokkrir íslendingar kannaðist við, en hann var mikill listamaður..og kommúnisti hér í landi. Skrifaði meðal annars det forsömte foraar. 

 

doristivolieraaben

Konan hans Andreas vinar míns, hún Ditte Stensballe sem ég hitti í fyrsta skipti í gær, er alveg frábær. Hún er ljóðskáld og rithöfundur en er að gefa út hljómdisk með frekar svona lummulegum tívolí slögurum í augnablikinu.

Nú þegar er GAFFA búið að koma með ritdóma (frekar frumleg nálgun) um lögin hennar, kannski helst lagið "balder der kalder" og er algjört bíó. Listamannsnafnið á disknum er Doris - Tivoli er aaben.

Um daginn hitti ég svo af tilviljun Thomas, gamlan sambúðarfélaga úr kommúnunni forðum daga (já ég viðurkenni og kem út úr skápnum, ég bjó í kommúnu - en ekki alveg stereótýpískri hippa-kommúnu). Hann sagði mér m.a að Anders gamall sambúðarfélagi og vinur sem var með ljóðskáldadrauma í þá daga, er búin að gefa út nokkrar barnabækur. Ég verð að grafa þær upp á næstunni er ég hrædd um, ég  á ennþá gamlan bol með ljóði eftir hann framan á. Haha. 

Anders Rostrup

Anders hefur skrifað fjórar til fimm barnabækur, tvær þeirra eru Rosita og skilsmissekatten og Asger Angaard duellerer.

Ég er auðvitað rosa stolt af þeim að hafa fundið sinn farveg  og gera það á svona skemmtilegan hátt. 

Ja, svei mér þá það hefur bara eitthvað ræst úr okkur öllum en hverjum á sinn hátt. 

Ég er algjörlega rykug háskólamús í samanburði við þetta skemmtilega skrýtna fólk úr fortíð minni, ..já nútíð..og vonandi framtíð. 


Hvernig væri ad taka jákvædan pól í hædina?

Thetta er hreinræktadur vandalismi, enginn spurning um thad.

En er ekki hægt ad vera med mótvægisadgerdir, t.d koma upp samkeppni i listsköpun á húsveggjum á einskismannslöndum borgarinnar sem er svo óskaplega mikid af, bakhlidar bílskúra og annad ljótt grátt steypuvirki sem freistar sem krotflötur.

Bara hugmynd - hvernig væri ad snúa neikvædni upp í jákvædni og bjóda skemmdarvörgum birginn med hlátri og skemmtun.  Thannig er hægt ad hía á leidindadurga.


mbl.is Röktu slóð krotaranna frá miðborg upp í Hlíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Du levande!

Það er langt síðan mér hefur kitlað eins í hláturtaugar og magann eins og á bíósýningunni í gær þegar ég fór að sjá sænsku bíómyndina du levande sem er í leikstjórn eins besta leikstjóra samtímans þar í landi, Roy Anderson. Þetta er algjört meistaraverk. Dregnar eru fram svona jaðartýpur í sænsku samfélagi og spaugilegar uppákomur í sérkennilegum og bældum samskiptum milli fólks er gert skil. Það er einfaldlega skipun að þessi mynd verði sýnd í íslenskum bíóhúsum. Ég skil einfaldlega ekki alveg hvernig leikstjóranum hefur tekist að finna þessar týpur.

 Hérna er linkur á trailerinn, en ég er ekki enn búin að læra að setja video inn á bloggið. 

 

Fólk er grámyglulegt og stórskorið svipað og í myndunum hennar Karólínu Lárusdóttur. Þunglamalegur og grár stofnanabragur sænskra bygginga fær gott pláss í myndinni. Mig kitlar enn í magann.


Gestgjafar minir i Vitoria

Svo eg kynni gestgjafa mina til sogunnar tha eru their saetir bangsakaerastar sem ad eru nyfluttir saman. Eduardo er landslagsarkitekt her i borg og vinnur vid ad endurskipuleggja strandlengjuna. Erly er kvikmyndagerdarmadur og lektor i kvikmyndafraedum her vid haskolann. Their eru a netinu faketown og pelusho.

Eduardo er litli brodir Leonardo vinar mins og kollega her. Hann er buin ad virkja alla storfjolskylduna ad taka a moti mer. Thetta kallar madur vist gestrisni med storu G.

Og her kemur astaedan fyrir thvi ad eg heiti volcanogirl her a blogginu. Heidurinn ad nafninu a storbandid Veruca Salt sem er i miklu uppahaldi hja mer.


Brjóst á uppboði!

Fiðrildavika Unifem hefur vakið athygli í fjölmiðlum og á nú að fara að bjóða upp heimaprjónuð brjóst (hversu fáránlega sem það hljómar). Ég fór að velta fyrir mér notagildi þessara brjósta og tel þau ekki mikil á þessum síðari tímum nema ef vera skyldi fyrir konur með börn á brjósti sem ekki mega við gegnumtrekk. En það hlýtur að vera bölvað vesen að festa þessar dúllur á þannig að þær haldist.

Ég mæli frekar með hönnun Bíbíar vinkonu minnar í Barcelona á konubrjóstum, en þær eru notaðar sem brjóstsykurskálar. En svo eru líka brjóst búin til úr brjóstsykri og hægt að gæða sér á þeim.

 En ég fagna vissulega þessu átaki Unifem sem ég tel löngu tímabært! Til hamingju með það stelpur.


Alveg svaka skemmtilegt!

Þetta  er ástæðan fyrir því að ég er upptekin í augnablikinu. Það er alveg svakalega gaman að hitta fólk frá mismunandi löndum og heimsálfum og bera saman bækur sínar.

Sjávartengd ferðamennska, hátíðir, listir og viðburðir henni tengdir, matur, jaðaríþróttir ofl á semsagt hug minn allan um þessar mundir - og reynsla reynsluríks fólks frá öðrum svæðum heims sem ég ætla að nýta mér að heyra á næstu dögum. 

Hlakka til en upplifi í augnablikinu mikið work overload. Gaman á meðan það er gaman.  

 


Aðgengilegt viðskiptasvæði

Gaman að sjá að nú á að gera skurk í að tengja eyjaríkin í Karabíska hafinu við Ísland, viðskiptalega, og þróunarsamvinnulega með Barbados sem útgangspunkt. Við eigum margt sameiginlegt með þessu fólki en það er líka annað sem er verulega frábrugðið. Barbados er vænlegur útgangspunktur bæði tungumálalega en líka sögulega þar eð eyjan er gömul bresk nýlenda og viðskiptamenning því ekki ólík þeirri sem við þekkjum þó með afrískum afbrigðum sé.

 Ég held að þar liggji bæði heilmikil tækifæri fyrir Íslendinga og "Bajans" (þeir eru kallaðir það á Barbados) ásamt fleiri Karíbahafs-svæðum.

Það er alveg öruggt að hægt er að virkja sólarorku, sjávarorku og fleira á eyjunum, þó ég geri mér ekki grein fyrir hvort Íslendingar hafi neina sérþekkingu á því sviði. 

Ég er mjög spennt fyrir því að við leggjum lóð á vogarskálarnar til að uppræta heimilisofbeldi og skapa börnum einstæðra mæðra meiri möguleika en nú er, stuðlum að auði í krafti kvenna meira en arfleifð nýlenduveldis breta þarna á eyjunni stuðlar að nú. Fjölskyldustrúkturinn þarna er víða sérstakur.

Þar býr og starfar íslensk kona sem ég held að eigi framtíðina fyrir sér. Hún heitir Hildur Fjóla og er að vinna við Unifem. Hún var með mjög fínan fyrirlestur rétt eftir áramót um ástand mála á þessum slóðum.

 Það er aldeilis hægt að gera margt. Ég hlakka til dæmis til að fá almennilegan hrásykur þegar þeim viðskiptatengslum er komið á, og múskathnetur (ég er að verða búin með birgðarnar frá því ég var þar í sumar)...., elstu rommtegund Karabíska svæðisins , mangó og fleira. Ég er þó ekki viss um að við föllum fyrir "breadfruit".Wink

Svo er líka verulega áhugaverður flötur á menningarsamskiptum af ýmsum toga. Mæli t.d með verkum Ras Ilix Heartman frá St.Andrews.  Hann er með heimasíðuna www.diaspora-now.com

eða dreifþjóð nú! 


mbl.is Utanríkisráðherra til Barbados í lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetrarhátíð í nánd!

Nú er vetrarhátíð í nánd og margt skemmtilegt sem þar verður á boðstólum. Ég fæ fiðring í magann og hlakka alltaf mjög til. Ég hef haft smá afskipti af hátíðinni undanfarin ár þar sem ég hef virkjað nemendur í námskeiðinu borgir og ferðamennska til að taka þátt og taka að sér verkefni á hátíðinni.

Nú bregður svo við að þeim er ekki fyrir að fara og ég formlega atvinnulaus á meðan á hátíðinni stendurWink. Því miður verð ég að hverfa af landi brott - en ætla kannski ef ég verð effektív og búin að pakka niður - að skella mér á einhvern hluta safnanætur.

Það er brjálað stuð í Reykjavík á vetrarnótt það hef ég reynt undanfarin ár.

Ég ætla bara rétt að vona að það viðri vel eins og undanfarið. Man reyndar að það var ótrúlega kallt síðast á safnanótt. Sif er vön að segja að hún sé með virka pöntun inni hjá honum á efri hæðinni, vonum að hann taki eftir henni í ár. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband