Færsluflokkur: Bloggar
7.7.2007 | 17:59
Samþjöppun! Megin eigendur kvótans í 10 sveitarfélögum af 79
![]() |
Staðbundin áhrif vegna þorskaflasamdráttar fimm milljarðar á Vesturlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 16:07
Nú þykir mér týra á tíkarskarið!
Var að lesa fréttina, á eftir að kynna mér mótvægisaðgerðir betur en finnst auðvitað afleitt ef sjómönnum, þeim sem sækja sjóinn en eiga ekki veiðiheimildir hefur verið sýnt svona mikið fuck-merki af stjórnvöldum. Það eiga þeir alls ekki skilið. Allir menn og konur, sýnið samstöðu með þessu fólki og setjið hart í bak í opinberri umræðu. Það er það eina sem að virkar.
bestu kveðjur frá fyrrum Hansaborg, Amsterdam
![]() |
Sævar: Komið til móts við alla aðila nema sjómenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2007 | 10:42
Fiskifélag Íslands í sæng með norrænum nágrönnum?
![]() |
Norræn samtök um útgerð sett á fót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 00:32
Hvaða lausnir boðar Sigurjón Þórðarson?
Fyrrum alþingismaður frjálslynda flokksins Sigurjón Þórðarson er fróður maður. Fróður um fiskveiðimál og hefur verið dugmikill í að láta skoðanir sínar í ljós um sjávarútvegsmál þjóðarinnar. Því miður týnist oft gagnrýnin í orðaflaumi, manninum liggur svo ógnar mikið á að koma fólki í skilning um annmarka ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Nú lætur hann móðan mása um hvaða líklegu lausnir ríkisstjórnin mun tilkynna almenningi varðandi mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðs þorskveiðiheimilda. Sigurjón er einkar óánægður með framlag Háskóla Íslands og þá sér í lagi framlag hagfræðistofnunar til mats og ráðgjafar á umræddum vanda. Ég ætla ekki að fara að mótmæla honum þar, því ég er honum sammála að því leyti að ég skil hreinlega ekki afhverju líffræðingar og hagfræðingar geta ekki leitt betur saman hesta sína en raun ber vitni, ef menn væru þverfræðilega þenkjandi í meira mæli en er raunin er möguleiki að hægt væri að fá heildstæðari mynd á hlutina en nú er.
Ég er einkar ósátt við málflutning Sigurjóns þegar kemur að óhemju mikilli vitneskju hans um hvernig stjórnin hyggist leysa úr málum þegar hann hneykslast yfir að stjórnin muni hygla konum í mótvægisaðgerðum sínum. Ég veit raunar ekki neitt um það sjálf en myndi fagna því ef þeim yrði í fyrsta skipti í sögu íslensks sjávarútvegs og þróun hans veittur sá heiður að tillit yrði til þeirra tekið sem jafninga og þáttakenda í atvinnugreininni. Hér er bein tilvitnun úr blogginu hans - meti hver sem meta vill hvað maðurinn á eiginlega við.
"Það á að bæta konur um nokkra þorska.
Eflaust væri þetta allt gott og blessað ef það væri búið að ígrunda forsendur niðurskurðarins en svo er alls ekki enda hafa stjórnvöld enn ekki rætt við þá sem hafa lagt fram vel rökstudda gagnýni á veiðiráðgjöfina, hvað þá haft fyrir því að fara yfir hana. Jón Kristjánsson fiskifræðingur lagði t.d. fram gögn sem enginn hefur hrakið, gögn sem sýna að stór hrygningarstofn sé langt í frá að vera ávísun á nýliðun - samt er haldið áfram og boðaðar sérstakar mótvægisaðgerðir fyrir konur."
Ég vil leyfa mér að mótmæla harðvítuglega samlíkingu hans á konum og þorskum, raunar segir hann að bæta eigi konur um nokkra þorska og er það nokkuð áhugavert, því ekki er nokkur leið að skilja slíka ambögu. Á hann við að við missi þorsksins eigi að flytja konur nauðugar inn á staðina til að viðhalda lífi í deyjandi sjávarbyggðum, eða á að fara að veiða konur í stað þorsks? Eins og flestir íslendingar vita er yfirleitt talað um karlmenn þegar talað er um þorskhausa. Ég veit ekki hvort að Sigurjón er miðaldra bitur karlmaður sem finnst konum ofaukið, en raunin er að þær eru jafn mikilvægar sjávarútveginum og karlar, ef ekki sem beinir þáttakendur á þeim vettvangi þá oft sem burðarliðir samfélagsins, sem uppalendur barnanna sem þar upp alast og geta (hugsanlega en þó ólíklega) tekið við og endurnýjað atvinnulíf samfélagsins þegar til lengri tíma er litið.
Sigurjón ber mikla virðingu fyrir Jóni Kristjánssyni og á sá síðarnefndi það fullkomlega skilið, en endurnýjun hrygningarstofnsins er ekki tengdur konum eða þáttöku þeirra sérstaklega í sjávarútvegi, heldur fremur vistfræðilegum þáttum t.d æti þorsksins en ekki síður veiðiaðferðum, sókn og ýmsum öðrum samverkandi ytri þáttum sem ég treysti mér hreinlega ekki til að fara út í, í smáatriðum, enda þekkir Sigurjón það vel. Mér finnst gagnrýni hans á ráðleggingar um niðurskurð og hvaða skilningur á stofna-dynamik liggur að baki góðra gjalda verð...og nú veit ég að þetta hljómar eins og illur frasi. En hvaða lausnir telur Sigurjón ákjósanlegar og á hvaða forsendum?
Og......Mér finnst það fara mönnum betur að bera virðingu fyrir systrum sínum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2007 | 14:41
Dýrmætir dagar með börnunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 11:02
Landfræðiþekking í molum - Maó herforingi í Perú á rapp tímabilinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 15:25
Afturför - afturhvarf til hráefnisútflutnings
Á tíunda áratug síðustu aldar hreyktu talsmenn sjávarútvegsfyrirtækja sér af nýsköpun og áherslubreytingum frá einhæfum fókus á magn veiðar, vinnslu og útflutning yfir í áherslu á gæði og aukna fullvinnslu ásamt fjölþættingu veiðar í fleiri tegundir meðal annars fyrir tilstuðlan stofnunar fiskmarkaða. Aldrei var þó gámaútflutningur á slægðum og óunnum fiski lagður alveg af, þrátt fyrir velvilja og ákafa forsvarsmanna í sjávarútvegi. Tilhneigingin til hráefnisútflutnings fremur en nýsköpunar í vinnsluaðferðum eða afurðum er einn helsti akkilesarhæll hátekjuþjóðar í norðri og nú sýnist mér að yfirvöld slaki á þannig að minni hvati verði fyrir vinnslu héðan. Fyrirtæki eins og Bakkavör hafa notfært sér hnattvæðingu og nálægð við markaði, og unnið fiskinn þar sem fjöldamarkaðirnir eru. Það hafa stóru og gömlu og endurskipulögðu útflutningsfyrirtækin einnig gert í Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar um langa hríð. Það er svosem ágætt og kemur þeim fyrirtækjum vel, en nýliðin aðgerð stjórnvalda neglir enn einn kistunaglann í byggðarlög sem byggja að öllu leyti eða hluta afkomu sína á sjávarútvegi svo ekki sem minnst á vinnslu sjávarafurða. Sú var tíðin að yfirvöld sendu nýkrýndar fegurðardrottningar á útflutningshátíðir þar sem þær skörtuðu colgate-brosi við hlið skjannahvítra íslenskra fiskiflaka. Sú tíð er liðin, og í dag halda flibbastífðir bankamenn teiti á sjávarútvegssýningum í Brussel og Boston og plotta um hvaða aðgerða er þörf í sjávarútvegi þannig að hægt sé að kreista sem mesta arðsemi úr greininni.
Fyrirsögn á forsíðu fréttablaðsins í nýliðinni viku hljóðaði eitthvað á þá leið að umræða um kvótakerfið væri stóru sjávarútvegsfyrirtækjunum skaðlegt. Mér finnst með ólíkindum að fulltrúar stærri fyrirtækja sem hafa grætt mest á ríkjandi kerfi leyfi sér að ýja að því að þöggun á vanda fiskveiðistjórnunarkerfisins væri betri en opin umræða. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru að vonum leiðir á því óöryggi sem slík umræða getur leitt af sér, sérstaklega ef hún leiðir til verulegra breytinga á ríkjandi ástandi. Við stöndum frammi fyrir grafalvarlegu máli sem snertir marga. Aðalmálið er að komast hjá "collapse" sem annars staðar eru söguleg fordæmi fyrir. Mikilvægt er að fara með gát, en ég er alls ekki viss um að rétt skref í þá átt sé að dömpa verði á fiski frá Íslandi með því að opna fyrir óheftan hráefnisútflutning, þegar fiskverð er í hámarki.
![]() |
Breskir fiskkaupendur fagna ákvörðun um afnám útflutningsálags á fiski |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2007 | 14:46
Um alþjóðlega fólksflutninga og vinnuafl
Linda McDowell prófessor í landfræði við Oxford háskóla nefndi erindi sitt "Hnattvæðing, kyn og fólksflutningar - stigveldi ójafnræðis og kynslóðabundinna hliðstæða og mismuns". Fyrirlesturinn var einu orði sagt frábær. Markmið Lindu var að sýna fram á hvernig fólk af holdi og blóði sem flytur milli landa vegna atvinnu er ofið inn í vef hnattræns hagkerfis. En einnig að sýna hvernig mynstur fólksflutninga í tengslum við atvinnu eru í samtímanum miðað við breytingarnar eftir aðra heimstyrjöldina þegar að um 9 milljón manns í Evrópu voru "displaced" (áttu hvorki heimili né opinbert sjálf) og voru flutt til nýrra heimkynna, nýs atgerfis og nýs lífs. Linda bar saman tvær konur frá Lettlandi, Önnu sem flutti til Bretlands árið 1944 úr útrýmingarbúðum og Karinu sem flutti til Bretlands árið 2005. Hver var munurinn?
Röksemdarmiðja Lindu er að aldrei í sögunni hafi umfang atgerfistengdra fólksflutninga verið eins stórkostlegt (stutt af tölfræðilegum gögnum) og í dag. Ég er reyndar ekki alveg sammála henni. Í tölum eru um 200 milljónir manns á faraldsfæti alþjóðlega vegna vinnu sem auðvitað er rosalegt en það er einungis um 2,9 % mannkyns á meðan að talið er að um 10% mannkyns hafi verið á faraldsfæti í leit að vinnu um aldamótin 1900 (vesturferðirnar). Alþjóða fólksflutningsstofnunin (IMO) og alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) hafa reynt að spá fram í tímann og sjá fram á að ef fram fer sem horfir verði umfang atgerfistengdra fólksflutninga orðið um 260 milljónir árið 2030 (Dicken 2007). Við erum semsagt að upplifa sögulegar sviptingar í fólki talið og kvikari breytingar en áður hefur orðið vart.
Linda telur slíkt knýja þjóðríkið til að endurhugsa málefni ríkisborgararréttar (nationality & citizenship), fjölmenningar (multiculturalism) og samstöðu (cohesion) og að fulltrúar stjórnvalda verði að reyna að skilja upp á nýtt hvað það er að heyra til (belonging).
Sum hagkerfi gera út á að hvetja borgara sína til ferðalaga og þar eru Fillippseyjar án efa í fararbroddi.Hagkerfið yrði gjaldþrota ef ekki nyti það við peningayfirfærslur frá Filippseyjingum sem vinna í útlöndum til handa fjölskyldum sínum. ...framhald síðar..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 14:10
Til hamingju kynsystur?
Ég fór í bleikan bol í morgun í tilefni dagsins, á víst lítið í bleiku annað, enda verð ég eins og lifrarkæfa í framan í of bleiku (grá og ánamaðka hvít). En halda skal upp á daginn þó ég missi reyndar af kvosgöngu Kristínar Ástgeirs. Við vinkonurnar (æskuvinkonur frá 7.ára aldri) ætlum að hittast og gera menningaráætlanir enda er ferð á Edinborgarhátíðina á prjónunum. Það verður gaman og akkúrat í anda dagsins, konur sem ætla og geta vegna þess frelsis sem formæður þeirra börðust fyrir tekið sjálfstæðar ákvarðanir um húsmæðraorlof á eigin reikning. Viðurkenning kosningaréttar leiddi til margs annars. Mér finnst við jafnöldrurnar njóta ótrúlegra forréttinda en á sama tíma er mikilvægt að vera sér meðvitaður um að sjálfstæði kvenna er áunnið og hefur náðst vegna þrotlausrar barráttu sem oft hefur verið reynt að berja á bak aftur. Við megum ekki sofna á verðinum.
Ég var um rúmlega tvítugt sjálf frekar dofin gagnvart þessu, fannst þetta eiginlega alveg sjálfsagt og taldi mig ekki upplifa ójafnræði, skyldi eiginlega ekki þetta stanslausa þref um jafnréttisbaráttu og jafnrétti kynjanna. Mér fannst í alvöru að jafnrétti væri náð. Ég bjó reyndar ekki hér á landi þá, það getur hafa haft áhrif (danskir menn/jafnaldrar eru mun tilkippilegri í húsverkunum en þeir íslensku).
En eftir því sem ég varð eldri, eignaðist börn og sá að bræður mínir þurftu ekki eins að hafa fyrir að öðlast þessi réttindi sem ég taldi mig eiga rétt á jafnfætis þeim - breyttust viðhorf mín. Eftir að hlusta á reynslusögur vinkvenna og ýmissra annarra kvenna útum allt allstaðar. Eftir að hafa gengið í gegnum skilnaði þar sem byrðin af heimilishaldi og uppeldi skekktist talsvert. Eftir að hafa reynt að skapa mér starfsframa þar sem ég áttaði mig á að starfsbræður fengu einhvern veginn öðruvísi og hagstæðari kjör en ég, hef ég séð að það er á konur hallað á ýmsum sviðum.
Mér finnst karlmenn æðislegar verur en ég vil standa jafnfætis þeim. Og sumum finnst það frekja og óhemjuskapur þó þeir yrðu síðastir til að viðurkenna það. Lifi jafnrétti kynjanna, höldum áfram að berjast fyrir að öðlast sömu laun fyrir sömu störf, sama stað og verum ekki hræddar við að vera frekar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 00:08
17 júní í Haakonshallen í Bergen
Jæja, þá er ég komin heim eftir ánægjulega ferð á Nordiske geografers möde, þar key note speakers voru næstum allir bretar (cultural imperialism öðru nafni). Margt nýtt hef ég lært og mun segja ykkur betur á næstu dögum frá sögulegri olíuferð, áhugaverðu efni og sögum frá Norge.
Við íslenska sendinefndin tókum forskot á þjóðhátíðardaginn kvöldið 16.júní í kvöldmat með kollegum í hinu fræga virki Hákons Haakonshallen. Sungum fyrir þau öxar við ánna þar eð við treystum okkur ekki í hinn rétta þjóðsöng. Við tilkynntum norðmönnum að við værum eins stolt af okkar þjóð og þeir eru af sinni. Ekta patriotism - þar erum við greinilega skyld. Eftir að hafa hlustað á veislustjórann halda hálftíma ræðu um stórkostlegheit norðmanna, gátum við auðvitað ekki orða bundist. Bergen skartar sínu fegursta á þessum árstíma, lyngrósabreiðurnar brosa til manns úr hverju horni, og hinir sérkennilegu og ósveigjanlegu frændur okkar brosa meira segja sínu breiðasta á götum úti.
Ég gat þó ekki varist því að sérkennileg tilfinning greip mig þegar ég áttaði mig á að fyrir 21 ári síðan nákvæmlega hvarf vinkona okkar Guðný Túliníus og fannst aldrei aftur á þessum slóðum, Vestur Noregi, í Balestrand Sognfirði. Það var erfið lífsreynsla þá 17 ára stúlkna að missa vinkonu sem valdi sjálf að fara. Það setti djúp spor í sálina. Ég var semsagt stödd í Vestur Noregi nákvæmlega 21 ári síðar og minningarnar þutu um hug minn, leitarþyrlurnar, norsku spákonurnar, norskir fjölmiðlar, Terry og Tobba, niðurbrotnir foreldrar, systkini og aðstandendur. Ég horfði á fjörðinn, horfði á þetta fallega og stórbrotna landslag. Í því búa margar sögur en enginn í Haakonshallen þekkti þá sem ég gat ekki varist að hugsa út í. Ég hneigði mig í lotningu fyrir minningu Guðnýjar og tók aftur upp við sönginn fyrir bræðraþjóðir okkar í höllinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)