Færsluflokkur: Bloggar
5.8.2007 | 21:30
Hræringur og kúalubbi, uhm!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2007 | 11:56
..Nú þegar eftirlitsmyndavélar fylgjast með umferðinni!!...
langar mig að spá í þau viðmið sem gera yfirvöldum slíkt kleift. Það er haldið uppi stanslausum áróðri tryggingafélaga, umferðaryfirvalda og lögregluyfirvalda um að það sé svo mikið af glæfra-akstri á vegum úti að það kalli á meiri mannafla við eftirlit og harðari refsingar við brotum. Ég ætla ekki að fara að gera mig að dómara í þessu máli en það er eitt víst að umferðarbrota-tengdar fréttir í fjölmiðlum eru orðnar heitar fréttir og tróna ofar en drápsfréttir frá Írak. Við að halda úti stöðugum áróðri um hættur myndast glufur til að breyta viðmiðum um hvað sé persónuvernd og friðhelgi fólks. Við hér heima erum ekki eins illa stödd og bretar sem ég heimsótti á dögunum, þó mér finnist að hér sé vísir að svipaðri þróun.
Í London einni eru 65.000 (65 þúsund) eftirlitsmyndavélar á götum borgarinnar. Þannig má heita að hægt sé að fylgjast mjög náið með ferðum fólks. Ég var stödd í Leeds. Þar er líka ógnarmagn af myndavélum þó þær séu ekki eins margar og í höfuðborginni. Til að gera langa sögu stutta ætlaði ég að ganga yfir gangbraut þó rautt ljós væri og enginn bíll á ferð. Þá var allt í einu kallað á mig úr kallkerfi að ég mætti ekki fara yfir á rauðu. Ég stökk hæð mína í loft upp svo illa brá mér. En síðan tóku hláturtaugarnar yfirhöndina. Í kjölfarið fór ég að huga að öllu því starfsfólki sem þarf að ráða til að glápa á skjái og fylgjast með hugsanlegum misyndismönnum. Þessi eftirlitstörf eru nýju mc-jobbin, nú þegar að farið er að líta skyndibitamenningu hornauga.
Í París eru 2000 eftirlitsmyndavélar (2 þúsund) og þó að París sé nokkru minni borg en London fékk samanburðurinn borgarstjóra Parísar til að koma fram í frönskum fjölmiðlum og krefjast fleiri eftirlitsmyndavéla líkt og London. París gæti ekki verið eftirbátur London að þessu leyti. Hvað er eiginlega að fólki.!!! Í Amsterdam þar sem ég dvaldi fyrir stuttu er löng hefð fyrir fjölda eftirlitsmyndavélag á torgum og strætum, en þar kemur á móti mjög frjálsleg löggjöf um eiturlyf, vændi ofl. sem mér persónulega finnst afsaka að talsvert eftirlit sé og málum sé fylgt eftir.
Michael Schwarts (arkitekt í kaliforníu) sem var með mér á ráðstefnu í Leeds um daginn fannst bretar vera að þróa persónueftirlit sitt með mjög óhugnarlegum hætti og í hans huga poppaði eilíflega upp samlíking við ríki kommúnismans þar sem fólk gat varla átt samskipti sín á milli án vitneskju yfirvalda. Er félagsfasismi það sem við viljum - er það sú stefna sem okkur finnst vænleg til að skapa heilbrigt samfélag?
Þó eftirlit á vegum úti sé nauðsynlegt eru heilbrigð samskipti milli fólks, milli yfirvalda og fólks gegnum heilbrigð samskipti og samtal ágætis tól og þær aðferðir úreldast ekki við tækniþróun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef alltaf gaman af að fá innsýn í hugrenningar samsæriskenningasmiða. Það er þó nýlunda að miðillinn séu auglýsingar. En mér finnst þetta nokkuð gott framtak hjá dönsku listamönnunum. Stjórnvöld í Myanmar/Burma hafa einmitt beitt sérlega grófum aðferðum við uppbyggingu ferðaþjónustu í landinu. Íbúar svæða hafa verið fluttir nauðungarflutningum þar sem yfirvöld hafa ákvarðað að erlendir ferðamenn hefðu gaman af að vera eða fara um. Það má segja að stjórnvöld þar í landi hafi beitt zoning aðferðum í ferðamálum á nýstárlegan hátt. Meira að segja miðað við önnur yfirvöld þar sem einræði ríkir. Kúba sem bandarísk yfirvöld elska að hata hafa ekki einu sinni látið sér detta þetta í hug, en Kínversk yfirvöld beittu slíku þó með gulrót í formi uppbyggingar nýrra borga í stað þeirra sem sökkt var við virkjun Gula fljóts. Uppbygging ferðamála í Burma/Myanmar án tillits til almennings og lifnaðarhátta þeirra og með fórnum almennra nauðugra borgara er því staðreynd.
Bresku samtökin tourism concern hafa undanfarin ár haldið úti átaki og upplýsingaherferð um ástand uppbyggingar og reksturs ferðamála í landinu og beitt sér fyrir að upplýsa og hvetja fólk til að sniðganga ferðalög til landsins.
http://www.tourismconcern.org.uk/campaigns/burma-update.htm
Auk þess að hafa fangelsað lýðræðislega kosin þjóðarleiðtoga landsins Aung Saan Sui kyi sem er Nóbels friðarverðlaunahafi hafa stjórnvöld margbrotið mannréttindi almennra borgara. Það ætti að réttlæta að fólk héldi sig frá landinu. Því miður virðast ekki bara samsæriskenningar höfða til ferðaglaðs fólks á vesturlöndum sem lifir viðburðarlitlu lífi nema á ferðinni. Fólk laðast að stöðum þar sem hörmungar hafa herjað eins og ferðaforkólfar hafa komist að í New Orleans og víðar. Auglýsingin sem beint var til borgarana í landinu þar eð hún birtist í dagblaði þar gæti þannig haft öfug áhrif nú þegar vestrænir fjölmiðlar hafa beint sjónum að málinu.
Ég vona að fréttin kyndi ekki undir forvitni vestrænna borgara til að fara og sjá aðstæður. Í því sambandi er vert að minna veiklynda á, að ferðaupplifun í Myanmar/Burma er ekkert annað en feik og gífurlegt eftirlit er með ferðamönnum svipað og var í Sovét. Íslendingar, látið því ekki glepjast og haldið ykkur fjarri landinu - þá stuðlið þið ekki að því að styrkja grimmilega og ósvífna stjórnarhætti.
![]() |
Dönsk auglýsing veldur uppnámi í Myanmar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 15:05
Ég er svo aldeilis hissa!
![]() |
Byggðaráð Borgarbyggðar hvetur til mótunar byggðastefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 10:25
Máttur Gróu!!
Það er búið að vera mikið um Lúkasarmálið fjallað. Illugi Jökulsson skrifaði grein sem hét harmur um hund og mig langar að bæta við, í ljósi þess að blessað dýrið er loks kannski fundið. Okkur finnst svolítið hjákátlegt að á Indlandi séu heilagar kýr og þeim sé ekki slátrað til nautakjötsáts eins og í okkar menningarheimi. En hvað segir Lúkasarmálið okkur um okkar samfélag og ástand þess? MEGI LÚKAS LIFA Í FRIÐI!
![]() |
Hundurinn Lúkas á lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er svo innilega sammála Einari Skúlasyni með að við græðum á erlendum menningarstraumum. Ég býsnast yfir því að í matvælamörkuðum stórum og smáum að ýmsar matvörur sem eru á boðstólum í verslunum bera með sér að þeir sem kaupa inn vörur hafa engan sans og enga menningarlega innrætingu um hvað er góð matvara og hvað er gömul, þurr og ófersk matvara.
Möndlur sem fást í verslunum hérlendis eru gott dæmi um þetta. Á uppsprengdu verði og þurr og gömul svo farið er að slá í, allavega ef miðað er við úrval víðast erlendis, tala nú ekki um því sunnar sem dregur. Ég fæ nánast kökk í hálsinn, eplaelskandinn ég, gæti borðað mörg á dag - þegar ég lít yfir eplaúrval verslana og nú er svo komið að ég kaupi bara lífræn epli á uppsprengdu verði þau eru skást, en samt ekki eins góð og eplin sem ég kaupi víða um Evrópu þar sem fyrir er flott eplamenning. Sama á við um lauka sem líta út eins og innþornuð lík í verslunum á Íslandi, það er bara eins og enginn beri skynbragð á að góður laukur á að vera strúttandi eins og limur í reisn, safaríkur og góður. .....
Ég held hreinlega að með fleira fólki af margbreytilegri uppruna gæti Íslenskt samfélag breyst til hins betra hvað þetta varðar. Með því gætum við áunnið okkur mannauð með skynbragð á góðar matvörur, sem ekki er alltaf fyrir að fara hér.
Segi bara svona.
![]() |
Bara matréttir frá EES-ríkjum á boðstólum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 13:56
Hverf á vit Hortensíunnar
Ég er orðin svo úldin að liggja yfir þessum skruddum að ég vel að flýja sjálfa mig og hlaupa út á Amsterdam stræti til að þefa af öllum yndislegu Hortensíunum sem hafa tekið sér bólfestu í götusteinum hollenskum og í pottunum á sýkisbátsdekkjum. Æi ég held að það hljóti að vera mannbætandi að flýja leiðindin í sjálfri sér um stund - fæ mér kannski einn kaffi-óli í leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.7.2007 | 11:31
Vinnuaðferðir og dómharka barnaverndarnefndar þá og í dag - Hefur eitthvað breyst?
Það er hjartaskerandi en holl lesning að lesa frásagnir fórnarlamba vist- og upptökuheimila frá 6.og 7.áratugnum. Það sem óhugnarlegast er mannvonskan og harðneskjan, ástleysi og dómharka í garð óharðnaðra barnasála. Maður fær köldu við lesninguna. Þetta fékk mig til að hugsa um reynslu fólks af barnaverndunarnefnd í samtímanum.
Ég þekki mæður sem hafa þurft að hafa samskipti við barnaverndarnefnd vegna erfiðleika heimafyrir. Í öðru tilfellinu var ung stúlka orðin háð fíkniefnum, í hinu tilfellinu var heimilisfaðir ofbeldifullur og hafði gengið oft í skrokk á heimilisfólkinu.
Í öðru tilfellinu hafa forsvarsmenn barnaverndunarnefndar verið alúðlegir, hjálplegir og veitt fleirum en börnunum brautargengis innan kerfisins, og hlýtur maður að túlka það sem verulegar umbætur í starfsháttum og gildismati þar á bæ, miðað við lýsingar frá fórnarlömbum.
Í hinu tilfellinu var hins vegar miður að sálfræðingur barnaverndunarnefndar virtist hafa dæmt fyrirfram móður stúlkunnar sem erfiða móður, ekki vegna samtala þeirra - heldur vegna eldri skýrslna nefndarinnar um forsögu móðurinnar sem skjólstæðing nefndarinnar (þá sem ungt barn). Sálfræðingurinn hafði, að því er virtist, búið sér til mynd vegna áætlaðs félagslegs arfs úr gömlum skýrslum. Stundum er sagt að kerfið geti búið til ófreskjur - Mér finnst að starfsfólk barnaverndarnefndar verði að passa sig á að detta ekki ofan í þá gryfju að búa til ófreskjur, eins og einhver (en vonandi fá) dæmi eru um enn þann dag í dag. ...........Það er auk þess sárt að vita að hafi maður einhvern tíma komist í tæri við nefndina (sem á að virka sem hjálparstofnun) að þá eigi maður yfir höfði sér stimpil og það verði komið fram við mann eftir því.....Hvernig? Með yfirlæti, talað niður til manns og sjónarmið skjólstæðingsins séu í sífellu túlkuð sem móðursjúk vitleysa sem einkennist af óhemjuskap í tilfinningum og litlum vitrænum sjónarmiðum. Þannig er fólk brotið niður en ekki byggt upp.
Þó það sé sárt að standa fram og rifja upp erfiðar minningar eiga krakkarnir sem nú þegar hafa talað skilið hrós!!! Það eina sem getur upprætt svona vítavert háttalag, misnotkun og nauðganir eins og þarna hafa þrifist er UMRÆÐA OUT IN THE OPEN FIELD!!!
![]() |
Þagði yfir martröðinni í tæp fjörutíu ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.7.2007 | 10:27
Ótrúlegt að þetta hafi ekki verið gert fyrr!!
![]() |
Þara landað í fyrsta sinn á Bíldudal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2007 | 18:59
Sigur sætur
![]() |
Sigurinn á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni kom Baltasar Kormáki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)