Færsluflokkur: Bloggar
3.10.2007 | 11:53
Í heitum uppsprettum þrífst ýmislegt, líka nútíma flökkusögur
The Journal of Eukaryotic Microbiology
Article: pp. 676682 | Full Text | PDF (1.16M)
ræðst amöban á miðtaugakerfið og einkennin verða svipuð og einkenni sjúklings með bráða heilahimnubólgu. Samkvæmt þeim heimildum sem ég fann hefur slímdýrið aðallega hingað til ráðist á dýr, t.d í dýragarði í Texas, í búfénaði eins og kindum og kúm, í gæludýrum, aðallega hundum og í villtum dýrum, t.d í fuglum. Eftir að amöban hefur komist að í vefjum lífveranna tekur yfirleitt 5-7 daga að draga dýrið til dauða.
Það er einnig skrifað um þetta í dýralæknatímaritinu: Vet Pathology
![]() |
Skyndileg fjölgun dauðsfalla af völdum heilaétandi slímdýrs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2007 | 07:50
Rugl á sólarhringnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 11:30
Samkeppnishæfni í matarveigum felst ekki endilega í verði
Niðurstöður úr röðum kannana berast fólki á hverjum degi í fjölmiðlum. Þær forsendur sem þar eru gefnar eru oft ærið einfeldningslegar. Matarmenning, gourmet-menning osfrv sem þrífst í heimsborgunum er af ýmsum margbreytilegum toga og það er einmitt sá margbreytileiki sem gerir þessar borgir sérlega vænlegar til smökkunar. Flóran sem þrífst gerir borgirnar eftirsóknarverðari til heimsókna en ella. Yfirburðirnir felast í því að hægt er að velja milli rokdýrra veitingastaða til ódýrra, mörgæsafata staða til gallabuxna búlla, kássustaða til smábitastaða.
Því miður er þessi könnun ekki að kanna það, heldur meðaltalsverð úr úrtaki einhverra handahófskenndra veitingastaða í borgunum sem segir nákvæmlega ekki neitt. Við í Reykjavík eða Akureyri erum sjálfsagt ekki með í úrtakinu eða þá að flóran er ekki eins fjölbreytileg í verði og fyrir bragðlaukana eins og í heimsborgunum. Svona niðurtyggðar niðurstöður eru afar leiðinlegt fréttameti, að mínu(m) mat(i).
![]() |
Dýrast að fara út að borða í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 18:11
Norræna húsið hefur lifnað við
Mikið er gaman að sjá hvað Norræna húsið og dagskrá þess hefur lifnað við síðan að Max Dager og annað nýtt starfsfólk hefur tekið við. Ég fer reglulega og hef því samanburð fyrir og eftir, auk þess sem manneskja sem ég þekki gegndi þar starfi fyrir nokkrum árum síðar. Ég vona að ekki verði lát á, því það er mikil lyftistöng bæði fyrir Reykjavík, norrænt samstarf sem er víða svo lifandi á mörgum sviðum og Háskóla campusinn að hafa góða og öfluga starfsemi í húsinu. Svo þori ég varla að skrifa um þetta, en lessvæðin á bókasafninu eru ein þau bestu í bænum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2007 | 11:10
Det indre svin!
Jón Arnar upplýsti um að yfirmaður launanefndar sveitarfélaga og opinberra starfsmanna Dennis Kristensen hefði valið að segja starfi sínu lausu nýlega í mótmælum við andstöðu samstarfsfólks síns við að auka launajafnrétti milli kvenna og karla.
Í þau tólf ár sem ég bjó í danaveldi spurði ég mig aldrei spurningar um launamisrétti þar í landi, var hreinlega ekki nógu meðvituð um það enda stærstan part tímabilsins í námi. ´
Þau sex ár sem ég var á vinnumarkaðnum af þeim tólf varð ég smám saman þess vör að skólasystur mínar og vinkonur voru svosem að fá ágætis störf mjög oft á vegum sveitarfélagana eða hjá KLF (kommunernes landsforbund) en strákarnir skólafélagar mínir ruku oftast beint upp í framkvæmdastjóra- og deildarstjórastöður sem hækkuðu laun þeirra.
Stelpurnar voru týpískt í störfum fuldmægtig eða einhverju ámóta (og þó að þær ynnu ómælt, langt fjarri og umfram 37 tímana) voru þær enn í störfum sem báru titil eins og þær bæru ekki ábyrgð á neinum málum.
Ég held að þetta sé undirliggjandi launamisréttinu. Það er samspil innrætingar, atferlis/félagslegrar hegðunar og stigröðunar. Staðsetning í launatöflur er bara afleiðing af því. ....Og árangurstengdu launin skekkja enn frekar og mismuna ef viðmiðin sem eru til grundvallar eru ósýnileg.
Jafnréttismál í Danmörku hafa ekki átt upp á pallborðið meðal almennings lengi og baráttukonur eins og Drude og Ulla Dahlerup hafa þótt hátt hrópandi og hallærislegar.
Mér sýnist á öllu að danir, konur og einstaka menn eins og Dennis séu að taka við sér. GOTT! Betra seint, en aldrei!
Þetta eru framfarir.
Bara eitt dæmi úr mínu auma lífi. Árið 1990 var ég byrjuð í háskóla, hafði lokið fyrsta árinu mínu í þjóðfélagsfræði og ætlaði mér að halda áfram. Ég var ekki kona einsömul og fór því upp á stjórnsýsluskrifstofu háskólans og nemendaráðsskrifstofu til að leita mér upplýsinga um hvernig ég bæri mig að varðandi fæðingarorlof sex mánuðum síðar.
Þar var mér sagt að konur ættu ekki að eiga börn og það færi illa saman við háskólanám, mér var ráðið frá að halda áfram. Þrjóski og uppreisnargjarni íslendingurinn kom upp í mér við þessi tilsvör. Ég gekk með barnið, fæddi það og mætti í fyrirlestur með barnið 14 daga gamalt, sat með það á brjósti skólabræðrum mínum til mikillar blygðunar og vann verkefni með barnið á öxlinni.
Sonur minn byrjaði semsagt frekar snemma í háskóla og varð von bráðar lukkudýr árgangsins.
Þetta er ekki uppeldisaðferð sem ég mæli með sérstaklega þó.
Sigurinn var þó sætur þegar ég útskrifaðist um vorið með láði, dreng í vagni, búin að sigra kerfið. ...tveimur árum síðar ákváðu dönsk stjórnvöld að blása til aðgerða til að hvetja landsmenn og sérstaklega námsmenn að eiga börn þar eð þjóðin var í stöðnun (til lengri tíma í útrýmingarhættu). .....Þannig að ég held að viðbrögð Dennis Kristensen sé bara vísbending um að það fari eitthvað að hreyfa málum þar í landi.
![]() |
Danskar konur gera ráð fyrir lægri launum en karlar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 17:07
Skapleg heilsa
Þú myndir aldrei gefa sykursýkissjúklingi insúlín til notkunar án þess að veita ráðgjöf í mataræði og hreyfingu. Á sama hátt ætti ekki að líðast að gefa sjúklingum lithium eða aðra tegund lyfja án þess að veit ráðgjöf um streitulosun, breytingar á lífstíl, svefnþarfir og annað sem tengist því að hirða sjálfan sig og rækta. Svona skaplega heilsu.
Þetta fann ég á vefsíðu þáttarins ideas sem er í miklum metum hjá mér í útvarpi þeirra Kanadamanna, CBC, og er bein tilvitnun í Francis Mark Mondimore, sem ég veit reyndar ekkert hver er, en þetta er mjög skynsamleg ábending...sem á allt eins við í okkar landi eins og þeirra.
Hér er upprunalegi textinn.
Mood Hygiene
"You wouldn't give a diabetic an insulin regimen an not counsel them on diet and exercise. In the same way we should not be giving patients lithium or any other medication and not counsel them on stress management, lifestyle changes, sleep, basically taking care of themselves. What I call mood hygiene."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 22:56
Dagdraumar - kvölddraumar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 11:06
....vonandi eru þetta ekki blóðdemantar!
Mér finnst demantar fallegir og vona að þeir demantar sem verða á sýningunni séu vel fengnir og löglegir. Vil benda á að 7 lönd sjá um 80% af framboði demanta í dag, en þetta eru löndin Botswana, Rússland, Suður Afríka, Angóla, Namibia, Ástralía og Zaire. Auk þess er fjöldi minni framboðshafa, t.d í North Western Territories/Norðvestursvæði Kanada er aðal hagvöxtur síðari ára tengdur demantagreftri. Við frjálsa þjóð á norðurhjara,við höfum ekkert með að gera að sverta okkar mannorð með því að taka þátt í spillingunni.
Benda hinum forvitna neytanda á:
AÐ
Kimberley vottaðir demantar eru í lagi!
Smá frá nemendum hagrænnar landfræði Háskóla Íslands til upplýsingar:
Blóðdemantar eru demantar sem eiga upptök sín á þeim svæðum sem eru stjórnuð af valdaflokkum uppreisnarmanna. Oft eru þeir á móti alþjóðlega lögmætum stjórnvöldum sem eru viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum. Uppreisnarmennirnir nota síðan þessa ólöglegu demanta til þess að fjármagna hernað sinn svo þeir geti veitt blóðuga mótspyrnu, þvert gegn ósk Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (United Nations Department, 2001).Átök þessi sem verða af blóðdemöntum eiga sér stað t.d. í Afríku þar sem deilur milli þjóða í heimsálfunni verða þeim mun verri þegar demantarnir koma við sögu. Vinnslukerfi blóðdemanta er einfalt þangað til að þeir eru gerðir löglegir. Uppreisnarflokkarnir ná sér í verkamenn sem þeir hafa rænt með valdi og neyða þá til að fara á hnén og leita af demöntum, standa síðan yfir þeim með vopni og hóta verkamönnunum lífláti ef þeir óhlýðnast (Amnesty International Íslandsdeild, 2005). Demantarnir sem finnast er síðan safnað saman og dreift til seljenda. Seljendurnir skipta þeim annaðhvort beint fyrir vopnakaup eða láta smygla þeim yfir landamæri annarra þjóða þar sem sala á demöntum er lögleg. Demantarnir eru síðan þvegnir en þá er átt við að heimamenn kaupi steinana og senda þá til milligöngumanns í demantaeftirliti sem þeir hafa mútað. Milligöngumaðurinn stimplar demantana eins og að þeir hafi verið framleiddir í því landi og þar af leiðandi verða steinarnir löglegir. Þegar demantarnir hafa ferðast út og þá líklegast til Antwerpen blandast þeir saman við löglega demanta og verða þar með sporlausir. Þetta kerfi tíðkaðist mikið í Sierra Leone þar sem var meira en nóg til af demöntum en lítil sem engin sala þar sem hún var bönnuð. Hinsvegar í nágrannalandinu Líberíu, var salan uppá milljarða dollara þó svo að það séu ekki jafnmargar demantanámur þar eins og í Sierra Leone (Provokateur, 2006).Ósvífin demantafyrirtæki um allan heim notfæra sér þessar deilur á milli þjóðanna til þess að koma sér yfir auðæfi fyrir lítið fé og þar af leiðandi eru uppreisnarflokkarnir komnir með miklar fjárhæðir í sinn vasa. Skýrt dæmi um það má sjá í kvikmyndinni Blóðdemantar (e. Blood Diamond) sem var nýlega sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi.
Grunnhugmyndin um Kimberley aðgerðina er að hver þjóð og fyrirtæki sem er viðriðin kaup og eða sölu á demöntum verður að deila öllum þeim upplýsingum sem til eru um hvern stein á Kimberley vottorði. Kimberley aðgerðin hefur orðið veigameiri með hverju ári og hefur hún þróast í rétta átt. Þrotlaus vinna og afskiptasemi Sameinuðu þjóðanna hefur skilað sér það langt að óhugurinn á bakvið blóðdemanta gæti einn daginn heyrt sögunni til en það er mikið eftir ógert. Allir þeir sem eru viðloðnir Kimberley aðgerðinni munu vinna áfram við að þróa og betrumbæta vottorðið svo einn daginn verði heimurinn laus við blóðdemanta (Kimberley Process, á.á.).
![]() |
Fyrsta demantasýningin á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 22:23
Bandarísk þjóðhverfa og skriffinska
Er búin að þurfa að fylla reiðinnar býsn af eyðublöðum undanfarið til Bandarískra stjórnvalda vegna rannsóknarverkefnis sem ég er með í þar. Svo undarlegt er að hugmyndafræðin um frjálsa samkeppni, sem Bandarísk stjórnvöld hafa verið helstu útverðir fyrir meðal annars í gegnum alþjóðaviðskiptastofnunina virðist ekki gilda ekki þegar Bandarísk fyrirtæki eiga hlut gagnvart erlendum. Eftirlitssýki bandarískra yfirvalda virðist heldur ekki á undanhaldi. Ég þurfti til dæmis að rekja 10 ár aftur hvenær og hvert og í hvaða tilgangi ég hefði ferðast til BNA. Hvað gera þeir við þetta allt?
Þannig er ég búin að þurfa að fylla út eyðublað þar sem ég sver að ég hafi ekki getað tekið far með bandarísku flugfari héðan og því orðið að fljúga með Icelandair. Mér þykir þetta með ólíkindum. Ætli íslensk stjórnvöld myndu þora að fá starfsfólk á þeirra vegum til að skila inn slíkum yfirlýsingum til að vernda innlenda atvinnustarfsemi! Ég er eiginlega viss um ekki. sjá eyðublað
UNIVERSITY OF ALASKA
Statement Of Unavailability of U.S.Flag Carriers
All travel outside the United States, its territories and possessions (to, from, between and/or within) that is paid in whole or in part with federal dollars, must be performed on a U.S. Air Carrier service when such service is available.
I certify that it is/was necessary for ____Anna Karlsdóttir____________________________________ (print traveler's name)
to use_____________________ICELANDAIR_____________________________________
(foreign -flag carrier/flight ID number)
and/or to transport___________________________________________________________________ (personal effects or freight)
between/to/from/within________KEFLAVIK, ICELAND AND BOSTON, Massachussets.____________
on________________________________ __ _________ (travel date(s))
International air transportation of persons (and their personal effects) or property by U.S. flag carrier was not available or it was necessary to use foreign-flag carrier service for the following reasons:
I live in Iceland where there is no direct connection with U.S. flag carrier to USA
Travel Authorization # ______________________________________________
Account Information (grant/fund/org) __________________________________
Traveler's Signature ___________________________________ Date _________________
Fiscal/Business Officer's Signature _____________________________ Date ___________
Submit to Budget & Cost Records with the Travel Authorization ONLY when a foreign flag air carrier is used for federally funded foreign travel.
Contact: Judi Merry (907) 786-5407 email: anjem@uaa.alaska.edu
Or: Linda Grand (907) 786-7712 email: anlec@uaa.alaska.edu
/pdfforms/flyform.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.8.2007 | 15:20
Mamma! Komdu heim úr vinnunni NÚNA!
Ég er ein af þeim sem á barn sem er á biðlista í skólaskjól. Ég er á barmi taugaáfalls þessa dagana vegna margra samverkandi þátta. Skólastarfið í Háskólanum er að byrja, ég er með deadline á þrjár greinar og sonurinn situr heima og horfir á sjónvarpsmarkaðinn, það er að segja áður en hann vogar sér að hringja í mig og kalla mig heim úr vinnu. Hann greyið er eina barnið í bekknum sem ekki er í skólaskjóli. Í dag er annar dagurinn sem ég vakna klukkan fimm að morgni í svitabaði, sest fyrir framan tölvuna og byrja á verkefnum dagsins áður en þarf að koma drengjunum í skóla. Ég tel þetta svo sem ekkert eftir mér. En það er auðvitað í mér beigur af því ég er ein um þá og engin sem getur backuppað mig ef ég crasha. Það er nú svo - sumt af stressinu er sjálfskapað og sumt í samfélaginu hér gerir manni ekki auðveldara fyrir.
Ég þarf einhvern veginn að merja þetta þangað til blessað barnið kemst inn! Ekki get ég minnkað við mig í vinnu, því að það veit almáttugur að við lifum ekki á því og auk þess er sá kostur ekki falur á mínum vinnustað.
Sonur minn plataði mig til að afskrá sig úr skólaskjólinu í sumar á þeim forsendum að hann væri að verða stór. Jú, hann er átta ára.... Ég fékk bakþanka síðar í sumar og endurskráði hann, en viti menn þá var plássið ekki lengur til.
Mér varð ekkert um sel þegar ég heyrði að yfirmaður frístundaheimila borgarinnar hefði sagt í fréttum að þó hún væri bjartsýnismanneskja að eðlisfari þá myndi ekki verða mannað starfsmönnum þannig að allir þeir sem væru á biðlista kæmust að.
Já, ég veit ekki! Ég vona bara að einhver lausn finnist, því mér er ekki skemmt þessa stundina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)