....vonandi eru þetta ekki blóðdemantar!

Mér finnst demantar fallegir og vona að þeir demantar sem verða á sýningunni séu vel fengnir og löglegir. Vil benda á að  7 lönd sjá um 80% af framboði demanta í dag, en þetta eru löndin Botswana, Rússland, Suður Afríka, Angóla, Namibia, Ástralía og Zaire. Auk þess er fjöldi minni framboðshafa, t.d í North Western Territories/Norðvestursvæði Kanada er aðal hagvöxtur síðari ára tengdur demantagreftri. Við frjálsa þjóð á norðurhjara,við höfum ekkert með að gera að sverta okkar mannorð með því að taka þátt í spillingunni.

Benda hinum forvitna neytanda á:

Kimberley vottaðir demantar eru í lagi!

Smá frá nemendum hagrænnar landfræði Háskóla Íslands til upplýsingar:

Blóðdemantar eru demantar sem eiga upptök sín á þeim svæðum sem eru stjórnuð af valdaflokkum uppreisnarmanna. Oft eru þeir á móti alþjóðlega lögmætum stjórnvöldum sem eru viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum. Uppreisnarmennirnir nota síðan þessa ólöglegu demanta til þess að fjármagna hernað sinn svo þeir geti veitt blóðuga mótspyrnu, þvert gegn ósk Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (United Nations Department, 2001).Átök þessi sem verða af blóðdemöntum eiga sér stað t.d. í Afríku þar sem deilur milli þjóða í heimsálfunni verða þeim mun verri þegar demantarnir koma við sögu. Vinnslukerfi blóðdemanta er einfalt þangað til að þeir eru gerðir „löglegir”. Uppreisnarflokkarnir ná sér í verkamenn sem þeir hafa rænt með valdi og neyða þá til að fara á hnén og leita af demöntum, standa síðan yfir þeim með vopni og hóta verkamönnunum lífláti ef þeir óhlýðnast (Amnesty International Íslandsdeild, 2005). Demantarnir sem finnast er síðan safnað saman og dreift til seljenda. Seljendurnir skipta þeim annaðhvort beint fyrir vopnakaup eða láta smygla þeim yfir landamæri annarra þjóða þar sem sala á demöntum er lögleg. Demantarnir eru síðan „þvegnir” en þá er átt við að heimamenn kaupi steinana og senda þá til milligöngumanns í demantaeftirliti sem þeir hafa mútað. Milligöngumaðurinn stimplar demantana eins og að þeir hafi verið framleiddir í því landi og þar af leiðandi verða steinarnir löglegir. Þegar demantarnir hafa ferðast út og þá líklegast til Antwerpen blandast þeir saman við löglega demanta og verða þar með sporlausir. Þetta kerfi tíðkaðist mikið í Sierra Leone þar sem var meira en nóg til af demöntum en lítil sem engin sala þar sem hún var bönnuð. Hinsvegar í nágrannalandinu Líberíu, var salan uppá milljarða dollara þó svo að það séu ekki jafnmargar demantanámur þar eins og í Sierra Leone (Provokateur, 2006).

Ósvífin demantafyrirtæki um allan heim notfæra sér þessar deilur á milli þjóðanna til þess að koma sér yfir auðæfi fyrir lítið fé og þar af leiðandi eru uppreisnarflokkarnir komnir með miklar fjárhæðir í sinn vasa. Skýrt dæmi um það má sjá í kvikmyndinni Blóðdemantar (e. Blood Diamond) sem var nýlega sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi.

Grunnhugmyndin um Kimberley aðgerðina er að hver þjóð og fyrirtæki sem er viðriðin kaup og eða sölu á demöntum verður að deila öllum þeim upplýsingum sem til eru um hvern stein á Kimberley vottorði. Kimberley aðgerðin hefur orðið veigameiri með hverju ári og hefur hún þróast í rétta átt. Þrotlaus vinna og afskiptasemi Sameinuðu þjóðanna hefur skilað sér það langt að óhugurinn á bakvið blóðdemanta gæti einn daginn heyrt sögunni til en það er mikið eftir ógert. Allir þeir sem eru viðloðnir Kimberley aðgerðinni munu vinna áfram við að þróa og betrumbæta vottorðið svo einn daginn verði heimurinn laus við blóðdemanta (Kimberley Process, á.á.).

mbl.is Fyrsta demantasýningin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband