Samkeppnishæfni í matarveigum felst ekki endilega í verði

Niðurstöður úr röðum kannana berast fólki á hverjum degi í fjölmiðlum. Þær forsendur sem þar eru gefnar eru oft ærið einfeldningslegar. Matarmenning, gourmet-menning osfrv sem þrífst í heimsborgunum er af ýmsum margbreytilegum toga og það er einmitt sá margbreytileiki sem gerir þessar borgir sérlega vænlegar til smökkunar. Flóran sem þrífst gerir borgirnar eftirsóknarverðari til heimsókna en ella. Yfirburðirnir felast í því að hægt er að velja milli rokdýrra veitingastaða til ódýrra, mörgæsafata staða til gallabuxna búlla, kássustaða til smábitastaða.

Því miður er þessi könnun ekki að kanna það, heldur meðaltalsverð úr úrtaki einhverra handahófskenndra veitingastaða í borgunum sem segir nákvæmlega ekki neitt. Við í Reykjavík eða Akureyri erum sjálfsagt ekki með í úrtakinu eða þá að flóran er ekki eins fjölbreytileg í verði og fyrir bragðlaukana eins og í heimsborgunum. Svona niðurtyggðar niðurstöður eru afar leiðinlegt fréttameti, að mínu(m) mat(i).


mbl.is Dýrast að fara út að borða í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband