Ég er nokkuð viss um að hér ganga hlutir of hægt fyrir sig - það er eðli smásamfélagsins að hlutast til um félagslegt kontrol á mannskapnum en yfirhylmingar eru líka hluti af því. Við eigum náttúrulega fjölmörg dæmi um þetta í öðru en sem tengist fjárhagsafbrotum. Það er til dæmis mjög algengt að kynferðisbrotamenn gangi um samfélagið þrátt fyrir rökstuddan grun um brot afþví að það er hefð fyrir að þagga niður í börnunum sem hafa orðið fyrir misrétti. Í aðeins stærra samhengi er það sama uppi á teningnum í Íslensku samfélagi nú er varðar fjárhagsglæpi og vanrækslu almenningshagsmuna.
Ef maður lítur í gegnum blöðin á degi hverjum má sjá mark þess að yfirhylmingar og afneitun eru á hverju strái þessa dagana.
Þannig þurfti ekki meira til en að virtur prófessor af íslensku bergi brotin og sem hafði verið skipuð í rannsóknarnefnd alþingis úttalaði sig almennt við háskólablaðið Yale Daily news (sjá grein) um sýn hennar á orsök atburðarrásarinnar frægu (hrunið) að allt varð vitlaust.
Hún passaði ekki inn í viðtekið mynstur þorpsins um þöggun og afneitun. Samkvæmt fréttablaðinu kvartaði fyrrverandi forstjóri fjármálaeftirlitsins yfir þessum meiðyrðum (sem er mjög erfitt að koma auga á í upprunalegu heimildinni) við nefndina. Í kjölfarið bauð formaður nefndarinnar henni stórmannlega að víkja hljóðlega (eins og að læðast) útúr nefndinni. Tusstuss! Þegiðu og vertu sæt!
Það mál er því fáránlegt dæmi um hvernig einn þeirra sem bar ábyrgð á vanrækslu eftirlitsskyldu með fjármálastofnunum gat beitt áhrifum sínum til að reka viðkomandi úr nefndinni. Jónas Fr. er greinilega ekki mjög reflexiv maður - hefur eigi áttað sig á eigin mistökum eða ætlar sér það bara ekki eins og virðist vera um marga þeirra fyrrum fjármálamógúla sem sviku meðvitað eða ómeðvitað útúr stjórnvöldum fyrirtæki og fé.
Ég er því ekki hissa á að manneskja með bein í nefinu eins og Eva Joly sjái í gegnum margt sem hér er á ferðinni.
Ég sat annars fund norræna þróunarsjóðsins í síðustu viku í Stokkhólmi og hitti þá mann að nafni Harald sem vinnur fyrir norska utanríkisráðuneytið og er sérfræðingur í að spotta spillingu í lánum til þróunarlanda. Hann vinnur náið með fyrrnefndri Evu og vildi frá mér fá útskýringar á tilhögun og ráðahag tengdum ráðningu hennar við rannsókn á fjármálahruninu. Ég tjáði honum það litla sem ég vissi og sagði jafnframt að eitthvert kurr hefði heyrst frá þjóðinni/almenningi/einhverjum að umsamin hýra þætti talsverð mikil miðað við að markmiðið var að fljúga inn og út og veita ráðgjöf í helstu málum.
Það kom honum á óvart og taldi Evu ekki gráðuga manneskju þó að hún hefði sannarlega athyglisþörf og léti ekki segja sér fyrir verkum. Hann kvaðst ætla að spyrja hana betur út í ráðahag ráðningarinnar á Íslandi.
Hann sagði að hún væri til dæmis sannfærð um að Aker group veldið væri gjörspillt og með margt óhreint í pokahorninu en hefði ekki enn fengið umboð norskra stjórnvalda til að skoða það mál betur enn. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Aker eign Kjell Inge Rökke sem er stórfrægur athafnamaður (allavega tvisvar dæmdur fyrir frekar skondin fjármálatengd og svindltengd lögbrot). Það var einmitt Aker sem var eitt þeirra tveggja fyrirtækja sem sóttu um leyfi til rannsóknarborana á Drekasvæðinu um daginn.
Ég er sannfærð um að ef að Eva Joly hættir að þá er ráð að fara að líta útfyrir landssteinanna að framtíðartækifærum frekar en að hýrast í spillingarbæli sem ekki vill læra af reynslunni.
![]() |
Eva Joly íhugar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2009 | 14:19
Hin erfiða aðstaða í íslenzkum efnahagsmálum - gamall sannleikur og nýr
Ég er þess fullviss að 25% verðhækkun á matvöru er puntuð meðaltalstala sem endurspeglar í raun ekki stöðu mála. Fjárhagsörðugleika íslenskra fjölskyldna má meðal annars sjá í sífellt mjóslegnari innkaupa-pokum.
Hvað um það.
"Hin erfiða aðstaða nauðsynjavöruverslunar hér á landi hefur staðið í vegi fyrir æskilegri þróun verslunarinnar. Kemur þetta neytendum í koll, þegar til lengdar lætur. Samkvæmt lögum um verðlagsmál skal álagning ákvörðuð ekki lægri en svo, að heiðarleg og vel rekin verslun beri sig. Þetta ákvæði laganna hefur verið brotið.
Afkoma og staða nauðsynjavöruverzlunarinnar í dag hér á landi er mikið alvörumál. Ef verslunin á að gegna hluverki sínu í þjóðfélagi nútímans, verður að skapa henni betri rekstursskilyrði. Verslunarsamtökin og stjórnvöldin verða í samvinnu að finna lausn á þessu vandamáli.
Framundan eru miklir erfiðleikar í íslenskum efnahagsmálum. Aðalatriðið hlýtur að vera það, að endurreisa íslenskt athafnalíf. Undirstaða undir varanlega velmegun og góð lífskjör eru traust fyrirtæki. Segja má, að fyrirtæki séu máttarstólpar þjóðarbúsins og þess vegna verður að búa þannig að þessum máttarstólpum, að þeir standist vinda og él efnahagslífsins. Það sem skiptir mestu máli er stöðugt verðlag. Það verður að halda verðbólgunni í skefjum. Allir ættu að geta orðið sammála um það"
Skrifað 11.júní 1967 af Erlendi Einarssyni í Ársskýrslu SÍS 1966 (65.starfsár)
Gömul saga og ný!!!!!!!
Heimild: Sýningin bernskan - þjóðminjasafni.
![]() |
Fjöldi fyrirtækja í ríkiseigu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 12:51
Harmafregn um pokadýr
Það er harmafregn að heyra að íslenskt ungmenni skuli hafa látið plata sig útí að vera pokadýr með eiturlyf. Það er ein sú vitlausasta ákvörðun sem fólk getur tekið en því miður eru mýmörg dæmi um ungmenni sem hafa látið sig hafa það í von um skyndigróða. Því miður er hætta á að íslensk ungmenni láti fleka sig á þennan hátt þegar að útlit fyrir tekjur versnar og ýmiskonar örþrifa-aðgerðir leita á hugann.
Ekki vildi ég hýrast í fangelsi í Brasilíu það segi ég satt - ég held að það séu mjög mannskemmandi aðstæður með ýmiskonar kúgun og bælingu (og fullt af eiturlyfjum af verra taginu en Kókaín) sem maður vill helst ekki hugsa um.
20 ár á bak við rimla og slá er ekki fýsileg framtíðarsýn fyrir ungt fólk. Það kemur niðurbrotið og skemmt út úr slíkri reynslu nema það sé því sterkara, ef það lifir slíkar aðstæður af á annað borð.
Íslenskar lýðheilsustofnanir ættu að huga að þessu og koma af stað áróðursátaki til að vekja athygli ungra íslendinga á að það er ekki gaman að þurfa að éta pöddur í Tailensku fangelsi til frambúðar, eða þurfa að taka þátt í krakkstríði innan veggja fangelsis í Brasilíu.
Það er vond vision!
![]() |
Íslendingur handtekinn í Brasilíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2009 | 11:44
Urban citizens and animal welfare
Norður Ameríkumenn (Bandaríkjamenn og Kanadamenn) hafa fyrir löngu bannað innflutning frá öðrum ríkjum á dauðum villtum sjávarspendýrum eða afurðum þeim tengdum. Þannig hef ég setið á Grænlandi með vinum mínum frá frönsku Kanada sem gjarnan vildu kaupa selskinn eða einhvers konar minjagripi (sem oftar en ekki voru selskinnklæddir) en máttu ekki taka gripina með sér yfir landamærin og urðu því að láta sér nægja að taka myndir af villimennskunni.
Evrópuþingið hefur nú riðið á vaðið í þessum heimshluta og sett varnagla við innflutning á sela-afurðum. Ég fæ hreinlega ekki séð að það muni skaða annað hjá Kanadamönnum en þá aðila sem stundað hafa skinnaútflutning, en ég hélt svosem að Rússarnir væru iðnastir við að kaupa þau í pelsa. Ekki hafa Evrópubúar verið að nota seli mikið til manneldis, nema fitan sé nýtt í snyrtivöruframleiðslu (maður veit aldrei). Vinir mínir grænlenskir í Danmörku fá sitt kjöt frá Grænlandi sem hvorki er hluti NAFTA né Evrópusambandsins svo að þar ríkja sér-reglur enda DK og Grænlandi undir sömu krúnu.
Ætla svona í lokin að viðurkenna að ég hef (fyrir mörgum árum, tek ég fram) smyglað æðafugli til átu frá Grænlandi (mig langaði svo að smakka og pabbi vinkonu minnar átti hálf-fulla frystikistu af fiðruðu fé sem hann hafði safnað til vetrarins), eins reyktu og þurrkuðu hvalkjöti, bjarnarkjöti frá Norðvesturfylkjum Kanada, hreindýrakjöti frá Finnlandi og svo mætti væntanlega lengi telja. (Ég verð vart látin svara til saka fyrir það þar eð þessi mál ættu að vera fyrnd í dómskerfinu).
Verð síðan að láta fylgja að einn af neikvæðari fylgifiskum borgvæðingar er uppblómstrun conspicious consumption - eins og Marx gamli orðaði það. Það er aðskilnaður heimilis og framleiðslu verður enn meiri og innsýn borgara í framleiðsluhætti firrist. Í hnattvæðingunni eru auðvitað ýktustu dæmin um það.
Afurðir gamalla veiðimannasamfélaga sem byggt hafa á nauðbjörg öldum saman verður allt í einu hluti af óhugnalegustu drápum mannkynssögunnar og vel menntað fólk leggur mikið á sig til að fara langar leiðir og mótmæla óhugnaðinum.
Á meðan keyra hlassfullir bílar framhjá á hraðbrautinni fullir af kjúklingum og svínum á leið til slátrunar.
Dolla dýraverndunarsinni situr í rútunni á leiðinni til Ottawa eða Brussel til að mótmæla seladrápum, henni finnst hún upphafin - hún hefur köllun, hún hallar sér aftur í sætinu og gæðir sér á beikonsamlokunni sinni.
![]() |
Banna innflutning selaafurða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 11:03
Loksins!
![]() |
Konur kusu konur til valda á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 16:12
Þreytt á suðinu!
Ég er svo lifandi þreytt á suðinu að ég er að hugsa um að gera það sama og sonur minn næstu daga. Slökkva á öllum innlendum miðlum og orientera mig um heimsmálin annars staðar.
Kosningahamur samfélagsins er slíkur að mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Hatrammar dylgjur og skítkast frambjóðenda gegn hver öðrum og plott um að tala eitthvað og einhverja niður, gera lítið úr öðrum og þvíumlíkt vekja með mér ógeðstilfinningu.
Mér finnst sandkassinn óaðlaðandi - það hefur fullt af fólki kúkað í kassann.
Þegar að stjórnmál komast niður á slíkt plan er greinilegt að lítið er um málefnalegan grunn. Mér sýnist ýmsir spunameistarar virkir í því þessa dagana. Borgarafundurinn úr mínu kjördæmi gaf mér því miður litla von um að pólitíkin kæmist á hærra plan í nánustu framtíð...ekki af því að sumir frambjóðendur stóðu sig ekki ágætlega þar heldur var það heiftúðug stemmningin sem að dró úr mér mátt í áhorfinu. Hvað er í gangi!!!!!!!!!!!!
Er líklegt að við íslendingar náum samstöðu um endurreisn og bata í samfélaginu ef að samræður og samskipti endurspegla mannfyrirlitningu (ég er bestur syndrómið).
Má ég þá frekar biðja um hljóð!
Ég ætla samt ekki að skila auðu!!!!
22.4.2009 | 13:39
Of flókin samsetning hagsmunafélaga launþega hér á landi
Ég hef aldrei almennilega sett mig inn í þann flókna vef samtaka atvinnulífsins sem hér á landi ríkir. Einhverra hluta vegna held ég að sú uppbygging sé full flókin fyrir lítinn íbúafjölda.
Er einhver sem getur t.d frætt mig um hvaða hlutverki starfsgreinasamband Ísland gegnir?
Ég hef oft velt þessu fyrir mér en lenti auðvitað illa í þessu þegar ég flutti hingað til lands. Ég hafði þá í áraraðir verið meðlimur DJÖF í Danmörku en nú reið á að skipta í íslenskt fagfélag. Ég hélt að það myndi verða auðveldur leikur en nei. Mitt fagfélag úti ráðlagði mér að tala við systursamtök þeirra hér á landi - lögfræðingafélagið. Nú kemur ef til vill einhverjum á óvart að ég hafi verið skráð í lögfræðingafélagið í Danaveldi en þannig er að það er lögfræðinga- og hagfræðingafélag og þar eð ég er hagrænn landfræðingur sem auk þess er stjórnsýslumenntuð var það minn vettvangur þar.
Ég var upplýst um það af Brynhildi Flóvens (þáverandi formanni lögfræðingafélagsins) að mér bæri að tala við BHM af því ég væri ekki alvöru-lögfræðingu sem ég og gerði. Þeir hjá BHM sögðu mér að ég yrði að velja eitthvað svokallað kjarafélag en það er félag sem á að gæta hagsmuna meðlima við kjarasamningagerð.
Að auki átti ég að velja mér fagfélag sem að ætti að sinna faglegum hagsmunum minum.
Jahérna hugsaði ég. Ég var ekki alveg að ná þessu.
Ég talaði við fulltrúa viðskiptafræðinga og hagfræðingafélagsins sem sagði að ég væri jaðar- tilfelli en að öðru leyti velkomin, ég talaði við fulltrúa félags háskólakennara sem sagði mér að fyrst ég væri ekki að vinna fyrir HÍ heldur í öðrum háskóla ætti ég ef til vill að fara eitthvað annað.
Öll þessi ganga varð ein heljarins ferð um kima hagsmunafélaga launþega á mínu sviði og upplifunin eins og fáranleika leikhús.
Ég hef enn ekki komist til botns í afhverju ekki er nóg að vera í einu félagi sem er aðili að ASÍ en vænti að einhverjar sögulegar tilviljanir ráði því.
Svona er veröldin stundum flókin.
Of flókin!
Stundum rennir mig í grun að við séum ef til vill föst í höftum hugarfarsins ofar öðrum umtöluðum höftum.
![]() |
SGS að liðast í sundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 11:12
Í kringluna að fá sér ís!
Allar tengingar í ferðamálum eru góðar og mér finnst óþarft að kalla ferðatilboð beint til Færeyinga um Íslandsreisu - útsöluferðir eins og gert er í greininni. Það væri ekki réttnefni nema þær væru sérstaklega sniðnar til að fara á útsölur í verslunum en svo er ekki.
Verð að bæta því við að ég hitti einmitt færeyska vinkonu mína af tilviljun í Kringlunni að borða ís um daginn. Hún var í útsýnisferð í neyslumekka og hafði ásamt fjölskyldu, vinum og 600 ungmennum ákveðið að dvelja um páskana á Íslandi. Reykjavík og verslanir voru ekki aðalmálið í þeirri ferð þó við viljum vera "great".
![]() |
Útsöluferðir til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2009 | 17:28
Örvæntingarfull leit að nýrri sjálfsmynd þjóðar - með eða án efnishyggju
Þó gott sé að kröfuhafa vegna Icesave reikninganna hafi endurgreiðslur í sjónmáli þá er öll endurskilgreining á efnahagslegum aðstæðum landsmanna orðin svo þreytt að maður þolir vart lengur við í öllu suðinu um peninga, skuldir, höft, skattaloforð og svo mætti lengi telja.
Ég fór því að blaða í erlendum fjölmiðlum og fann þá umfjöllun Kamillu Löfström um ræðu Eiríks Arnar Norðdahl frá Íslands-fundinum sem haldinn var fyrir nokkrum dögum í Helsinki. Ræðumenn aðrir voru t.d
Friðrik Andersen bankastjóri NIB (the Nordic Investment Bank) og Pekka Mäkinen, svæðisstjóri Icelandair í Finnlandi.
Ræða Eiríks heitir Öfgafull sjálfsmynd Íslendinga ef þýtt er beint úr sænskri ræðu hans.
Endilega skoðið hana - það er bæði hægt að skoða hana í sænskri og enskri útgáfu á vefsíðu skáldsins sem býr í Finnlandi um þessar mundir.
Hér eru nokkrar línur úr ensku útgáfunni.
But of course there's no lie in the world as great as the lie of money and what happened is simply that all the lying caught up with us. The castles we built on air crumbled - loans. Icelanders were struck with a uniting disbelief, and have spent this last winter desperately trying to acquire new truths. Some have found them and others haven´t - mostly it seems that society will now settle back into it's familiar rut, and having been perhaps a little spectacular for a few months - critical, thoughtful, daring, sceptical and even a little spiritual - we will once again become commonplace, boring, materialistic, commercial and cowardly.
But why am I saying all of this? Having never actually attended one of these conferences, I have a strange feeling it´s purpose is mostly commercial - not a big surprise in a world that much prefers commerciality to social critique or academic study. I have a feeling you´re gonna be listening to another round of Icelandic mythology meant to make you love us - stories of majestic nature, poetic vikings, daring instincts - while the truth is that Iceland is mostly just hot water, cold rock and normal people that neither believe in elves nor ghosts.
In short - what I´m trying to say here, in the best of spirits, is that we are mostly not trustworthy when speaking of ourselves, and especially not when the one speaking is a government institution or a commercial firm. The firms because in capitalism they are habitually dishonest: they may not lie directly, at least if the law can stop them, but they´ll always give you a skewered picture of the reality of their product. And the government because of a profound tradition of nationalism, which of course differs from country to country - and let me assure you, as far as I'll allow you to trust even me, that Iceland does not suffer from it lightly, but greatly.
![]() |
Óvænt fé í íslenskum banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 17:40
Þegar eitthvað annað en dópistar mæta er löggan fljót að hreinsa út!
Orð og útskýringar Snorra Freys Hilmarssonar formanns Torfusamtakanna voru greinargóðar á því hvernig ferill hnignunar hefur fengið að viðgangast í miðborginni með ötulum stuðningi skipulagsyfirvalda og lögreglu.
Það er til mikils vannsa.
![]() |
Vilja bjarga Skuggahverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |