25.7.2009 | 15:51
Streitulosandi meðferð
Fyrir utan að njóta ásta (hehe) er mikilvægt að gera eitthvað í frístundum sem að fyllir mann gleði. Þannig getur maður orðið betra foreldri og fólkið í kringum mann hamingjusamara. Mitt framlag í dag til að bæta líf fólks í kringum mig - ef það kýs svo - er að leggja hér fram pottþétta uppskrift að Mjaðar-saft. Alveg skotheldur sumardrykkur sem feilar ekki og kostar ekki mikið að laga.
Týnið minnst 40-50 knúppa af Mjaðurtablómum (sem eru í blóma nú) einhvers staðar út í móa.
Sjóðið 2 lítra af vatni með 1.kíló af sykri (gæti t.d verið helmingur hvítur og helmingur brúnn eða minna unninn sykur).
3 -4 sítrónur (helst lífrænar, annars vel skrúbbaðar) í sneiðum
Leggið blóm og sítrónur í skál eða pott í lög eins og lasagna - hellið síðan sykurvatninu yfir.
Látið kólna niður í stofuhita á meðan að hrært er varlega í mjöðnum.
Setjið skál á kaldan stað í fjóra sólarhringa og passið að hræra vel að minnsta kosti tvisvar sinnum á dag.
Síið vökvann í gegnum sigti og grisju og setjið á flöskur
Ef að þið notið glerflöskur þurfið þið að halda þeim í kælingu - annars plastflöskur.
Njótið - útþynnts drykkjarins með kolsýrðu vatni og klaka eða kranavatni - Astminn hverfur og sumarið verður ykkar.
Njótið vel!
![]() |
Streita hefur áhrif á astma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2009 | 15:07
Herbalisti prófar sig áfram
Nú er svo komið að ég þarf að fara að færa út kvíarnar og fá meira rými til að þurrka allar jurtirnar sem við höfum verið að safna að undanförnu. Stofuborðið bognar undan jurtum af ýmsu tagi sem eiga að veita yndisauka og lina þjáningar á næsta vetri.
Mjaðurtabunkinn er farinn að þorna og hann mun veita gleði í formi drykkjar.
Gulmaðran mun einnig veita ánægju í formi tes
Blágresið er búið að hvíla í olíu um stund og mun verða að nuddolíu þegar hún er tilbúin
Kerfilsfræin munu fara í brauðgerð
Ég bjó til yndislegan sumardrykk úr kerfilsblómum - þetta er sannkallaður sumarsmellur - ekkert betra en blómasaft þegar sólin skín og gróðurinn horfir á mann montinn.
Birkið er notað í ýmsar veigar
rauðsmárinn verður að lyfi
klóelftingin verður að linandi og græðandi áburð
blóðbergið fer í drykk og krydd og hvönnin sömuleiðis
Ég er búin að þurrka papayafræ sem munu notast ef einhver fær magakveisu
Ég fann umfeðming - sem ég ætla að rannsaka betur hvaða eiginleika hefur upp á að bjóða..
og svo er ég auðvitað að rækta kryddjurtir og salöt af ýmsu tagi villt og galið í bakgarðinum.
Allt þetta yndislega og meira til hefur íslensk náttúra upp á að bjóða yfir sumartímann - njótið tímabilsins því vel.
Þetta útskýrir kannski að einhverju leyti afhverju ég er orðin svona löt að láta heyra frá mér hér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2009 | 14:53
Arfaslæmt dæmi um áhrif inngöngu í ESB
Í frétt er yfirskriftin að kjúklingur yrði miklu mun ódýrari eða allt að 70% lægra verði ef Ísland gengi í ESB. Í fyrsta lagi er réttlætanlegt að spyrja verð til hverra - er verið að tala um verð til heildsala eða birgja? Eða er hugsanlega verið að tala um verð til þeirra sem ætla að neyta kjúklingsins heima í eldhúsi hjá sér?
Ef svo er þá hafa smásalar með matvöru farið í einhverja allsherjar yfirhalningu sem hefur hreinsað sál þeirra allverulega.
Ekki vissi ég að innganga í ESB þýddi að söluaðilar matvara yrðu frelsuðust af viðskiptabíræfni?
Allir vita að okur á matvöru í Íslenskri matvöruverslun á vegum smásölukeðjanna er landlægur andskoti hér - lærimeistarar kaupmannanna voru kannski einokunarkaupmenn til forna.
Hægt er að styðja staðhæfinguna um okrið þeim rökum að mjög lítið fór fyrir gagnlegum áhrifum af skattlækkunum á matvöru á sínum tíma þegar þáverandi fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen lét fella matarskatta niður. Ekki leið á löngu þar til matvara hafði náð sínum fyrri hæðum í verði til fólks sem var að kaupa matvöru í einkaerindum (öðrum orðum neytendum).
Og þegar að verðbólguskotið margumtalaða heimsótti okkur þá fór hlynsíróp að kosta meira en rauðvínsflaska og tómatmaukið í flösku varð munaðarvara og svo mætti lengi telja.
Það er nefnilega þannig að verðmyndun fer í gegnum framleiðslu eða vörukeðju þar sem misstórir hlutar verðmætisaukningar vörunnar á leiðinni enda hjá mismunandi þáttakendum í henni.
Þannig hefur verð til frumframleiðendanna, bænda lækkað í flestum löndum af því að stóru súpermarkaðaskeðjurnar vilja rífa til sín meira og meira af verðmætinu. Staðan í Norður Ameríku er þannig að frumframleiðendurnir eru að fá naumlega 1/3 af lokaverðmæti vörunnar og þó myndi maður halda að það að rækta væri kostnaðarsamast og þyrfti mesta natni við svo vel væri.
En nei kæra fólk! Veröldin er ekki skrúfuð saman á þann hátt.
Hvað haldið þið að feli sig bak við ódýran kjúkling? Heilnæmir og heiðarlegir framleiðsluhættir?
Heiðarlegir viðskiptahættir með umhverfis-ábyrgð í forgrunni? Upplýst og æðri gildi um velferð dýra?
Vilja skrifborðspáfarnir sem sitja og reikna út hagstæði vöru miðað við fulla inngöngu í viðskiptabandalag hér í heimi útskýra betur hvað þeir raunverulega eiga við!

![]() |
Kjúklingar myndu lækka um 70% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2009 | 00:45
Glíman felst í að íslensk fyrirtæki og fjölskyldur munu bugast
Ég var stödd á borgarafundinum í Iðnó. Þó Einar Már hafi oft verið góður var hann aðeins of skáldlegur fyrir minn smekk þó ekki brygðist honum bogalistin frekar en fyrri daginn við að finna sterkar myndlíkingar. Ræða Helga Áss Grétarssonar var allrar athygli verð en þar kom fram að indefence hópurinn telur eftir bæði rýningu á samningnum sem verður lagður fyrir alþingi á morgun og samtöl við lögfróða aðila erlendis að samningurinn sé vondur og það þurfi að spóla til baka, fá betri samning. Hann notaði þá líkingu að ef hann hefði verið forstjóri Íslands ehf. og samningamenn hefðu verið með eins óöruggar forsendur og sú sem ríkisstjórnin hafði hefði forstjóri fyrirtækisins sent þá aftur að samningaborðinu.
Elvira Mendes var með athyglisverðan punkt en hann er sá að nú liggur fyrir Evrópusambandinu ný reglugerð sem verður samþykkt eða á að taka gildi um fjármálastarfsemi 1. júlí 2009 - enda væntanlega ekki vanþörf á þegar að ljóst er að að endurtryggingasjóðir fjármálafyrirtækja Evrópuþjóðanna eru vart eða alls ekki borgunarhæfir fyrir þeim skuldabagga sem fyrirtækin hafa komið sér upp. Vandinn eins og hún sá hann var að innan og meðal evrópuríkjanna liggur ekki fyrir samstaða um hvernig taka eigi á málum nú þegar að fleiri og fleiri ríki horfa ofan í hítina sem skapast og eflist í heimskreppunni. Hún tók sem dæmi að margt væri óljóst og engin leið að svara hvernig tekið yrði lagalega á málum þar eð hugtökin liabillity (ábyrgð vegna skuldaklafa) og immunity (undanþága) væru hvergi nefnd í því skjali sem lægi fyrir. Ég þarf reyndar að spyrja Elviru eitthvað nánar út í þetta...þar eð ég fann ekkert um málið hjá Evrópusambandinu nema skýrslu frá HM treasury frá desember 2009 - Convergence programme for the United Kingdom - þar sem undarlega nokk er talað um að Icesave málið sé þegar í ferli að því leyti að verið sé að yfirfæra eitthvað af þeim fjármunum sem milli stóðu. Bein tilvitnun:
Landsbanki (Icesave accounts): Transactions are taking place to compensate retail depositors in this account. These are expected to add around £4.5 billion to CGNCR. £3.8 billion of this represent Government refinancing of Bank of England loans to cover the liabilities borne by the FSCS and the Icelandic Depositors' and Investors' Guarantee Fund (ICS).
Hundaklemman í mínum huga felst í því að stjórnvöld verða sennilega að semja en samningurinn er svo ömurlegur og bundin svo mikilli óvissu eftir sjö ár að vart er hægt að álykta um áhrif hans á núverandi stundu - hvorki með tilliti til þróunar íslensku krónunnar og íslensks efnahagslífs né borgunarhæfi þjóðarinnar þegar að því kemur að reiða fram fé.
Eygló Harðardóttir spurði af hverju væri ekki hægt að miða við íslenska krónu-upphæð sem útgangspunkt fyrir fastsetningu þess fés sem ríkisábyrgðin næði yfir eða yfirlýst skuld okkar vegna Icesave óreiðunnar. Hún talaði um óvissuna sem af því stafaði að skuldin yrði gerð upp í erlendum gjaldeyri, en eins og flestir vita er ekki margt sem bendir til að gengismál íslensku krónunnar muni snúast til betri vegar í náinni framtíð. Þar með gætum við átt á hættu að borga margfaldlega eða skulda margfaldlega það sem upphaflegur ásetningur stóð til (en það hafa margir myntkörfulánþegar einmitt orðið svo biturlega varir við á undanförnum misserum).
Indriði varð fyrir svörum og mér fannst honum bregðast bogalistin í að koma með sannfærandi rök. Hann sagði bara að skuldirnar væru í erlendum gjaldeyri og því væri ekki hægt að breyta. En voru samningamennirnir ekki einmitt sendir út til að semja? Afhverju reyndu þeir ekki þessa leið?
Mér fannst margt fróðlegt koma fram og ég varð klókari á mörgu því flókna sem við blasir vegna samninga um Icesave við Bretland og Holland og sé því ekki eftir að hafa varið kvöldi í Iðnó. Hinsvegar er enn margt á reiki og enn hafa stjórnvöld ekki sannfært mig um hvers vegna ekki er hægt að taka málið upp aftur á grundvelli þess að 90% þjóðarinnar munu einfaldlega ekki láta það yfir sig ganga.
Allar tilraunir til að halda því fram að við séum svo óvön þjóðaratkvæðagreiðslu - svo það gangi ekki að fara þá leið - sannfæra mig einfaldlega ekki.
Ég er sammála Steingrími svo langt sem það nær að íslenskt atvinnu- og efnahagslíf glímir nú og í náinni framtíð við lífróður sem verður töff. Ein af megin áhyggjunum í tengslum við aukna skattbyrði á öllum sviðum er að íslenskt atvinnu- og efnahagslíf og þarmeð fjölskyldur velji að afsala sér samfélagslegum skyldum í þágu neðanjarðarhagkerfisins. Allir vita hvað það þýðir - þær auknu tekjur sem að ríkissjóður ætlar að hala inn til að borga skuldir, mun ekki skila sér.
Þetta er hundaklemman - og hún er ekki einungis hundaklemma heimilanna - hún er til lengri tíma hundaklemma ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Meiri áhyggjur af yfirstandandi glímu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2009 | 10:57
skref í rétta átt
Þó nú séu liðin um allavega þrjátíu ár síðan að nágrannaþjóðir okkar tóku upp skýra umhverfisstefnu í ríkisinnkaupum er það fyrst nú sem Íslendingar velja að leggja áherslu á að beina áttavita ríkisinnkaupa í þessa átt. Það væri synd að segja við við værum framarlega í þessum málaflokki en betra er seint en aldrei.
Þetta er auðvitað áhugavert skisma í íslenskri þjóðarsál - eins og við erum ótrúlega áhugasöm um að taka upp alla nýja tækni og oft fyrst til þess erum við því seinni að aðlaga okkur að nýrri hugmyndafræði, sérstaklega ef hún er eitthvað vistvæn. Þetta er verðugt rannsóknarefni.
![]() |
Nýr vefur um vistvæn innkaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 00:58
Allir að mæta á fundinn!
Það er mjög mikilvægt að sem flestir sem sjá sér það fært mæti á borgarafundinn um IceSave - Getum við borgað? á morgun.
Það er ein hugmynd að þjóðin taki sig saman án ríkisvaldsins og sæki málið fyrir dómstólum í hópmálsókn. Ætli það sé gerlegt?
![]() |
Borgarafundur um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2009 | 13:04
Breakthrough - Bandaríkjamenn vilja menga minna
Þetta er án efa ein helsta frétt dagsins að Bandaríkjamenn hafi loks, þótt naumlega væri, samþykkt að leggja áherslu á minnkun loftmengunar og mótaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Ein helsta hindrunin er fallin og nú stefnum við í átt að mótun græns hagkerfis. Þegar Bandaríkjamenn hósta leggst heimsbyggðin í rúmið eins og einhver mannvitsbrekkan sagði forðum. Það á einnig við um flestar stórpólitískar aðgerðir, líka á umhverfissviðinu og alveg afdráttarlaust á tæknisviðinu.
Nú þurfa Kínverjar, Brasilíumenn, Indverjar og fleiri stórþjóðir að fylgja í kjölfarið. Vonandi tekst þá að gera Þessa aðila hlutaðeigandi að sáttmálanum sem samÞykktur verður á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember næstkomandi.
![]() |
Loftslagsfrumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2009 | 00:42
Leikrit sem þarf að setja aftur á fjalirnar
![]() |
Utan gátta fékk flest verðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2009 | 00:22
Löngu kominn tími til
Það var einungis tímaspursmál að málið um landnýtingaraætlanir (zoning eða aðrar nálganir) yrði tekið upp í tengslum við ferðamennsku á helstu áfangastöðum ferðamanna um landið.
Ég er algjörlega fylgjandi því og hef verið undanfarin tíu ár - mér finnst raunar nokkuð merkilegt að við séum oft svona reaktionær og lítið próaktív í þessum málaflokki.
En það er með ferðamennskuna eins og sjávarútveginn. Við viljum (Íslendingar) gjarna á tyllidögum láta líta út fyrir að atvinnugreinin skipti máli og sú þekking sem þar byggist upp, en dagsdaglega er lítið sem bendir til þess að tyllidaga-yfirlýsingarnar séu hafðar í heiðri.
![]() |
Vilja gera landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2009 | 11:06
Vatns-sóun og meðvitundarleysi Íslendinga
Eftir að hafa búið á annan áratug annars staðar en hér á landi varð ég meðvitaðri um að vatn væri þverrandi auðlind, en að sama skapi áttaði ég mig á sóunartilhneigingu landans og andvaraleysi gagnvart einmitt því að vatn er ekki sjálfsagt.
Íslendingar eru ljónheppnir að eiga miklar vatnslindir, geta baðað sig í heitum laugum, látið vatnið renna viðstöðulaust, geta verið nær hugsunarlausir um hvernig og hvort vatnið er mengað af skólpi, rusli, matarafgöngum ofl. án þess að finna tilfinnanlega fyrir því í gluggapósti eða reikningum sem berast til heimilisins.
þetta meðvitundarleysi gæti til lengri tíma unnið gegn okkur. Það gerði það svo um munaði þegar að umræða um hin frægu vatnalög sem að mikið málþóf varð út af á vordögum 2006, svo mikið að þinginu þótti ástæða til að breyta reglum um málsmeðferð og umræðufrelsi í þinginu.
Ég tók þátt í þessum umræðum sem áhorfandi ofan af áhorfendapöllum alþingis ásamt nemendum í landfræði hnattvæðingar sem voru með mér í vettvangsferð að kynna sér breytta stöðu þjóðríkisins og stjórnvalda á hnattvæddum tímum. Sólveig Pétursdóttir var þá forseti Alþingis og þegar að Jóhann Ársælsson birtist í ræðustóli í örugglega tíunda skipti með möppu sem hann las uppúr nánast ranghvolfði hún augunum. Engir aðrir en ég og nemendur og þingverðir stóðu á pöllunum - enginn eða nær enginn þingmaður var í salnum eða lét sig málið eitthvað sérstaklega varða nema málþófsfólkið sem ætlaði að standa í vegi fyrir að vatnslindir Íslands yrðu einkavæddar (ég verð siðgæðisins vegna að nefna þá sem voru í salnum, það var Siv, Valgerður Sverrisd, Kolbrún, Hlynur Hallsson, Helgi Hjörvar, Jón Bjarnason, Jóhann og Sólveig, ef ég man rétt - en skal ekki útiloka að aðrir hafi tekið rúntinn inn í þingsalinn einhvern tíma á því langa tímabili sem að umræða um málið stóð).
Málið er að landsmenn og þingmenn voru almennt ekki að fatta að þetta væri eitthvað sem skipti máli til lengri tíma.
Þegar að starfsmaður þingsins hélt smá erindi fyrir nemendur mína um starfsemi þingsins og mér varð að orði að það væri undarlegt að einkavæða ætti auðlindir sem að gætu tryggt sérstöðu okkar til framtíðar í alþjóðasamfélaginu að þá varð starfsmaðurinn eins og súr appelsína í framan, henni fannst ég greinilega svona fríkuð.
Vatn og vatnsgæði eru ekki mannréttindi en þau geta tryggt betri lýðheilsu, betri landbúnað, betri matvæli og lengra líf - þess vegna á vatnið að vera almannagæði og ekki einkagæði.
Einu sinni átti ég kærasta sem var svona einnota gaur - hann henti bókstaflega öllu í gám, sóaði pappír eins og hann yxi á eldhúsborðinu og hugaði aldrei að hverju hann var að henda. Mér fannst það til marks um ákveðinn karakter sem vill vera meðvitundarlaus og er alveg sama um umhverfið á meðan að það abbaðist ekki upp á hann. Eins gott að við héngum ekki lengi saman. Raunar held ég að meðal íslendinga leynist margir af því hugarfarinu sem bara sjá ekkert í heildstæðu samhengi, bara útfrá eigin nefi. Sem betur fer er þetta hugarfar að breytast og verður vonandi útdautt innan kynslóðar.
![]() |
Styrkir innlenda matvælaframleiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)