Arfaslæmt dæmi um áhrif inngöngu í ESB

Í frétt er yfirskriftin að kjúklingur yrði miklu mun ódýrari eða allt að 70% lægra verði ef Ísland gengi í ESB. Í fyrsta lagi er réttlætanlegt að spyrja verð til hverra  - er verið að tala um verð til heildsala eða birgja? Eða er hugsanlega verið að tala um verð til þeirra sem ætla að neyta kjúklingsins heima í eldhúsi hjá sér?

Ef svo er þá hafa smásalar með matvöru farið í einhverja allsherjar yfirhalningu sem hefur hreinsað sál þeirra allverulega.

Ekki vissi ég að innganga í ESB þýddi að söluaðilar matvara yrðu frelsuðust af viðskiptabíræfni?

Allir vita að okur á matvöru í Íslenskri matvöruverslun á vegum smásölukeðjanna er landlægur andskoti hér - lærimeistarar kaupmannanna voru kannski einokunarkaupmenn til forna.

Hægt er að styðja staðhæfinguna um okrið þeim rökum að mjög lítið fór fyrir gagnlegum áhrifum af skattlækkunum á matvöru á sínum tíma þegar þáverandi fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen lét fella matarskatta niður. Ekki leið á löngu þar til matvara hafði náð sínum fyrri hæðum í verði til fólks sem var að kaupa matvöru í einkaerindum (öðrum orðum neytendum).

Og þegar að verðbólguskotið margumtalaða heimsótti okkur þá fór hlynsíróp að kosta meira en rauðvínsflaska og tómatmaukið í flösku varð munaðarvara og svo mætti lengi telja.

Það er nefnilega þannig að verðmyndun fer í gegnum framleiðslu eða vörukeðju þar sem misstórir hlutar verðmætisaukningar vörunnar á leiðinni enda hjá mismunandi þáttakendum í henni.

Þannig hefur verð til frumframleiðendanna, bænda lækkað í flestum löndum af því að stóru súpermarkaðaskeðjurnar vilja rífa til sín meira og meira af verðmætinu. Staðan í Norður Ameríku er þannig að frumframleiðendurnir eru að fá naumlega 1/3 af lokaverðmæti vörunnar og þó myndi maður halda að það að rækta væri kostnaðarsamast og þyrfti mesta natni við svo vel væri.

farmvalueoffooditself.jpg

En nei kæra fólk! Veröldin er ekki skrúfuð saman á þann hátt.

kjulli.jpg

Hvað haldið þið að feli sig bak við ódýran kjúkling? Heilnæmir og heiðarlegir framleiðsluhættir?

Heiðarlegir viðskiptahættir með umhverfis-ábyrgð í forgrunni? Upplýst og æðri gildi um velferð dýra?

hænuofbeldi

Vilja skrifborðspáfarnir sem sitja og reikna út hagstæði vöru miðað við fulla inngöngu í viðskiptabandalag hér í heimi útskýra betur hvað þeir raunverulega eiga við!

globalproductionchickens.jpg
mbl.is Kjúklingar myndu lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta, nafna mín Karlsdóttir. þeir sem reikna þetta út hafa margir hverjir aldrei unnið að framleiðslu gjaldeyrisskapandi vöru. þeir hafa jafnvel aldrei unnið ærlegt handtak, (eru komnir hálfa leið til guðs almáttugs sem ESB er í þeirra augum).

Verði þeim að góðu þegar áróðurinn byrjar um að berjast hér og þar í stríði sem er byggt upp á "heiðarlegum " sjónarmiðum friðarbandalags Evrópu.

Landráðamennirnir eru ekki búnir að átta sig á að aðild að ESB kostar.

Ekki bara auðlindir, (sem ég get í sjálfu sér vel hugsað mér ef málstaðurinn væri raunverulega friðsamlegur og góður), heldur mun þetta kosta eilífan áróður um hvað sé gott og rétt. Til dæmis að láta börnin okkar og barnabörn fara í stríð til að berjast fyrir þessu "réttláta og stríðslausa  bandalagi"!

þeir sem velja veg ranglætis að réttlæti munu ekki uppskera meir en þeir sáðu til. Nú er ég farin að tala á jarðyrkjumáli sem ég er ekki viss um að háskólaspekingarnir skilji. það er ekki Hannes Hólmsteinn Gissurason núna heldur aðrir sem hafa tekið vaktina um tíma.

Nú er það ekki gagnsæi og heiðarleiki sem gilda hjá föðurlandssvikara-flokk samfylkingar. Ég býst reyndar við að þeir viti ekki að þeir eru föðurlandssvikarar heldur er áróðurinn í fullum gangi og þeir trúa blindandi á góðmensku grimmu mannskepnunnar! Allar ríkisstöðvar vinna með ESB!

Nú vil ég ráðleggja öllu góðu fólki að horfa á "Hróa Hött" og rifja upp hvernig hann varð ríkur. Hann varð ríkur af góðum verkum sem er það dýrmætasta! það ekki gamaldags eða þröngsýnt þegar hugsað er til hugsjóna hans og réttlætiskenndar.

Svo væri fínt að láta ESB sinna átta sig á að græðginni linnir ekki. ESB mun koma með nyjar reglur eiginhagsmuna í framtíðinni. Ræktið þið frekar kjötið í blómapottunum ykkar, kæra fólk. Hormónakjöt. það er ykkar framtíð því þið viljið fá allt fyrir ekki neitt og ekki í samræmi við náttúrlögmálin samanber fiskveiðistefnuna, sem er einungis byggð upp sem kúgunarstefna græðgisauðvaldsins.

Sama hvort það er svo óhollt og hættulegt að börnin ykkar og barnabörn munu lifa örkumlunarlífi græðginnar. Upeldisfræðingar eru mjög uppteknir af að ala börn upp í þeirri trú að heimurinn sé bara góður og ekki megi kenna börnum á raunverulega lífið! þetta eru afleiðingarnar. Grimmasta skepnan á jörðinni er manskepnan. ESB er ekki búin að breyta því!!!!!

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband