Það er við eðlislæg ofurmenni að etja!

Það ætti ekki að koma Íslendingum á óvart, hvorki leikmönnum né þingmönnum að slíkt minnisblað hefði verið ritað. Ritarinn skiptir heldur ekki meginmáli. Hér er bara enn ein staðfesting á í hvaða neti Íslendingar eru fastir. Við erum eins og fluga í kóngulóarvef, ef við göngum ekki að því að semja um ICESAVE mun alþjóðasamfélagið sem tengir Norðurlönd og Evrópusambandslöndin herða takið ennfrekar. Þetta líkingamál er auðvitað viðbjóðslegt. Hægt  væri að nota annað, til dæmis það að þegar að við höfum gengið frá samningum um ICESAVE við Hollendinga og Breta, muni velvilji til þjóðarinnar aukast frá aðilum alþjóðasamfélagsins sem tengja Norðurlönd og Evrópusambandslöndin.

Einhverra hluta vegna eru Íslendingar ákaflega duglegir að telja sér trú um alveg fjarstæðukenndustu hugmyndir um sjálfa sig. Þannig minnir Eiríkur Bergmann í pistli í fréttablaðinu í dag, okkur á, að þegar sem best gekk samkvæmt fyrrum viðskiptamógúlum/núverandi skúrkum reyndu fyrirmenni Íslands að leita skýringa á velgengninni í eðlislægum sérkennum landans sem sem vegna einstaks náttúruvals á sögueyjunni myndu nánast óhjákvæmilega sigra heiminn.

Það minnir auðvitað óþægilega á "ubermensch" hugmyndir Hitlers og nasista frá því fyrr á 20. öld.

Í sama blaði er pistill um innlenda vendipunkta árið 2009 eftir Eirík Guðmundsson en hann botnar grein sína á þann veg að Ísland sé ekki enn sokkið. Það séu aðrir kraftar að verki sem haldi þjóðinni enn á floti og segist hann vita hvað veldur. Hann vitnar í titil á nýju bók Kristínar Ómarsdóttur sem heitir því upplífgandi nafni: Sjáðu fegurð þína.

Fylgismenn kenningar um heimsveldisstefnu stórþjóða í alþjóðaviðskiptum hafa haldið því fram að hér sé um enn eina tilraun"hitman" útsendara stórkapitalsins til að arðræna saklausar og minnimáttar þjóðir. Við vitum jú öll að í því hagskipulagi sem við búum við eru völdin í höndum þeirra sem eiga og þeirra sem safna auði.

Sjálfstæðis og einangrunarsinnar (ég er ekki að vísa í íslenskan pólitískan flokk sem heitir keimlíku nafni - hér er ég að vísa í hugmyndina sjálfa) hafa lönd eins og Libýu og Kúbu að fyrirmynd. Það er eitthvað hetjulegt við að vera þrár, þvermóðskufullur og lúta ekki afarkröfum erlendra aðila, móta reglurnar sjálfur og hundsa önnur sjónarmið en þau heimaræktuðu. 

Einn af forsvarsmönnum skaupsins sagðist ætla að taka Íslendinginn á almenningsdóm um hið vinsæla sjónvarpsefni. Að hans sögn fólust taktar Íslendingsins í því að taka heiðurinn ef verkið yrði vel rómað en firra sig allri ábyrgð verði það fordæmt.

En allt þetta gjálfur hefur hingað til ekki leitt til neinnar niðurstöðu og því er ákaflega ver.

Ég er afar hjátrúarfull manneskja og hef kynnt mér hvað næsta ár ber í garð samkvæmt kínverskri stjörnuspeki. Það hljómar þess vegna ekki mjög vel í mínum eyrum ef að ýmsar leyndar minnisnótur fara að dúkka upp síðustu fimm mínúturnar í meðförum íslenska þingsins til að koma í uppnám umræðu og atkvæðagreiðslu um ICESAVE samningana.

Það gæti einfaldlega þýtt að við rennum inn í allt aðrar og miklu umhleypingasamari aðstæður í alþjóðasamfélaginu áður en tekst að loka þessum myrka kafla Íslandssögunnar. Íslenskt hagkerfi gæti fests óþægilega meira í netinu en nú þegar er þegar fer að þjarma frekar að öðrum þjóðum sem héldu að þær væru að komast yfir kreppuna..

En látum tímann bara ráða þetta fyrir okkur, leiða heppni eða ófarir í ljós - mér sýnist að það sé stefnan!

Það er þoka


mbl.is Wikileaks birtir minnisblað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband