Efnahagslega eyðileggjandi úrkynjun Íslendinga

Í viðtali við Carsten Valgreen danskan fjármálaráðgjafa sem sagður er hafa kynnt sér fjármálalíf Íslendinga vel kemur fram að hann telji einn megin sökudólg efnahagslega eyðileggjandi úrkynjunar hér á landi stafa af of nánum tengslum milli fólks - allir þekki alla í Reykjavík, smæð samfélagsins og krosstengsl á alla bóga eyðileggi fyrir heilbrigðri sýn á hvað megi teljast eðlilegt í viðskiptum. Eins nefnir hann stoðir samfélagsins - þá einkum eftirlitsstofnanir á borð við fjármálaeftirlitið sem að hafi greinilega engan veginn verið að sinna yfirlýstu hlutverki sínu eða bara ekki getað það tengsla sinna vegna.En hann tekur raunar það sterkt til orða að enginn velkist í vafa um að hann vísar í opinberar stofnanir og stjórnvöld almennt.

Vegna fyrrnefndra tengsla séu flestir stjórnendur ófærir um að taka óhlutdrægar ákvarðanir því þeir séu bundnir af áliti ættingja og vina í sinni ákvarðanatöku sem leynt og ljóst hafi áhrif á atgerfi flestra.

Utanfrá séð virka slíkir dílar eins og hrossakaup háð einhverjum "lokal" lögmálum sem aldrei fengju staðist viðskiptahætti í víðari heimi.  

Kaupþings lánabækurnar og það sem þær leiddu í ljós um tengsl og vensl lánþega eru ein birtingarmynd vandamálsins.

Önnur er fyrrnefndur veikleiki stofnana og telur Carsten að umsókn um aðildarviðræður við ESB séu ein leið stjórnvalda til að flytja inn ákvarðanahæfni stofnana og fá fólk við stjórnvölinn sem ekki væri eins falt fyrir áhrifum og þrýstingi frá samansaumaðri vinagrúppu eins og hann telur "elituna" á Íslandi vera.

Carsten telur að framvinda og umfang bankahruns hefði ekki orðið eins slæmt og raun ber vitni hefðu Íslensk stjórnvöld og samfélag verið opnara fyrir erlendu eignahaldi á t.d fjármálastofnunum. Hefði t.d Deutsche bank verið verulegur hluthafi í einni bankastofnun hefðu viðmið þróast í aðra átt - allavega hefði umfang "svikamyllunnar" (eins og hann kallar það) aldrei fengið að verða eins. Eins nefnir hann að fyrir utan áliðnað séu engin dæmi um erlenda eignaaðild í atvinnulífi eða viðskiptum (hann hefur ekki kynnt sér þetta til fulls greinilega - en hefur þó nokkuð til síns máls). Hann telur og alls óvíst að eftir það sem á undan gengið sé traust erlendra fjárfesta til að koma að málum í endurreisn Íslands til staðar. Segir beinlínis að fæstir myndu þora að setja peningana sína í íslenska efnahagsuppbyggingu.

Þessi greining er allrar athygli verð - þó ekki sé ég sammála manninum um túlkunina á viðbrögðum Íslendinga við ríkisábyrgð á  Ice-save.

Hann telur að AGS sé þreytt á hringlinu í Íslendingum. Og sérstaklega í Evrópusambandinu sé nú farið að reyna á þolrifin í samskiptum við þjóðina sem sé furðulega ósamkvæm sjálfri sér í viðbrögðum við ábyrgð gagnvart innistæðutryggingum innlánshafa reikningana í Hollandi og Bretlandi. Hann telur hringlandaháttinn ekki virka traustvekjandi. Bendi í því sambandi á kommenta-dálkinn fyrir neðan viðtalið - sem er ágætt.

Sjá video á Börsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Anna

Carsten gleymir alveg að geta þeirrar úrkynjunar sem kom 10 dönskum bönkum á hausinn á undanförnum mánuðum og sem sumir stunduðu sama skollaleik og svo margir aðrir sem hafa komið og eiga eftir að koma allsberir fyrr almenningssjónir. Það er nóg af úrkynjun í dönsku atvinnu- menningar- stjórnmála- réttarfars- og efnahagslífi. Af nógu er að taka. Enda hefur hver stórskandallinn eftir annan rekið hér um samfélagið undanfarna áratugi.

Momskarussleller

Selksabstøming

Anpartscirkusser

Bankkrak

Skattespekulation

Financielle pyramidespil

Bankkrsier og jafnvel ríkisgjaldþrot.

Gallinn er því miður sá að ef einhver segir eitthvað í útlöndum um Ísland, þá halda alltof margir Íslendingar að það séu ný vísindi sem koma þaðan í hvert skiptið. Þetta er svona eins og leggjast í andlegan- hugar og gáfnafarslengan útrásarvíking. Það var þetta sem olli hruninu: að kaupa allt sem skríður í útlöndum bara af því að það skríður í útlöndum. Mesta og erfiðasta málið er nefnilega að selja eitthvað til útlanda. Það er svo auðvelt að vera bara alltaf kaupandi. Kaupandi að vörum, eignum, röksemdafærslum og áróðri. Þetta vita útlendingar margir hverjir mjög vel og Carsten Valgern veit að líka. Íslendingar eru auðveld bráð.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.8.2009 kl. 18:21

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Gunnar

 Rétt er það að danskir fjármálaspekúlantar hafa ekki allir hreint mjöl í pokanum en það hefur allavega enn ekki sett dönsku þjóðina á annan endann eins og hér. Reyndar er ágætt að þú nefnir þessi dæmi um skandala sem komið hafa upp í Danaveldi en einmitt þar hefur þröngt tengslanet í viðskiptalífi viðgengist allt að því óáreitt fyrir dönskum stjórnmálamönnum í langan tíma. Ég tel hinsvegar alltaf fróðlegt að heyra túlkun utanaðkomandi á efnahagslífi hér því að það getur á einn eða annan hátt verið vísbending um hvernig fólk skilur hlutina utan frá. Við hér heima eigum það líka til að týna okkur í naflaskoðun sem stenst svo engan samanburð. Um það vitnar umfjöllun m.a danskra fjármálamanna um að hér væri eitthvað meira undirliggjandi en hrein viðskiptasnilld gömlu bankanna og brugðust þá bæði stjórnmálamenn hér heima og ekki síst fjármálapáfarnir sjálfir við því sem hreinasta aðsúg og rógi. Við berum víst ekki höfuðið eins hátt nú og þá.

Ég er ekki sammála því að við skríðum alltaf fyrir öllu erlendu þó ég sé sammála því að oft hlustum við ögn betur á erlenda sérfræðinga á ýmsum sviðum en eigið fagfólk - en hinsvegar er okkur mikilvægt að standa í heiðarlegum utanríkisviðskiptum nú og til framtíðar bæði í innflutningi og útflutningi. Ekki síst í útflutningi íslenskrar framleiðslu.

kveðja

Anna Karlsdóttir, 7.8.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband