Kreppa á kostnað kvenna

Sagan á í ranni sínum ótal dæmi þess að þegar að samdráttur og kreppa herja á efnahagslíf og atvinnumarkað lenda konur oftar ver í því, einkum einstæðar konur með börn á framfæri - en karlar.

Samkvæmt þessari frétt vekja uppsagnir á konum líka oftar minni athygli í fjölmiðlum en uppsagnir á körlum sem oftar vinna á stærri vinnustöðum t.d í byggingariðnaði þar sem er að vænta mikilla uppsagna.

Víða um Bretland hefur atvinnulíf á undanförnum árum reitt sig verulega á innflutt vinnuafl/erlenda borgara sem komið hafa til að sinna störfum í lengri eða skemri tíma. Þannig hafa t.d pólverjar verið mjög áberandi í byggingariðnaði t.d á Londonsvæðinu og konur af Karabíska svæðinu, Eystrasaltslöndunum og frá Suður Asíu svæðinu hafa verið áberandi í þjónustugreinum t.d tengdum ferðaþjónustu. Ég vil leyfa mér að fullyrða að þetta er fólkið sem að niðurskurður í vinnu kemur fyrst niður á. En sé litið til alþjóðlegrar verkaskiptingar eins og hún hefur þróast í hnattvæðingu efnahagslífs á undanförnum áratug er næsta víst að einstæðar mæður í þróunarríkjum er enn og verður áfram sá hópur heimsþegna sem koma verst útúr kreppunni.

Já - afleiðingar kreppunnar eru bæði landfræðilega skiptar og kynbundnar.


mbl.is Atvinnuleysi eykst meira meðal kvenna en karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband