Framlag Íslendinga mikilvægt

Það er verulega spennandi að Íslendingar ætli að leggja áherslu á rannsóknir og nýsköpun ásamt eflingu samstarfs um verndun Norður-Atlantshafsins og um málefni Norðurskautsins á meðan á þeirra formennsku stendur í Norrænu Ráðherranefndinni.  Það er orðið þarft að safna og samræma upplýsingar um náttúrufar og vá í kortagagnagrunn fyrir svæðið. Bæði vegna aukinnar umferðar um svæðið en einnig vegna mengunnar og svo afleiðingar af notkun t.d botnvarpa á vistkerfi, en einnig breytingar í hafís hreyfingum vegna loftslagsbreytinga svo fátt eitt sé nefnt.  Mér sýnist að Norðurlandaþjóðirnar ætli ekki að hnika frá því takmarki að vera í forgrunni þekkingaröflunnar tengdum loftslagsbreytingum og mismunandi orsakasamhengjum og birtingarmyndum þeim tengdum á Norðurskautinu.

Það er allavega góð frétt á víðsjárverðum tímum!


mbl.is Íslendingar taka við formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband