Og guði sé lof að sjávarútvegsráðherra lét ekki frekar undan peningamönnunum

Mér er ekki efst í huga að hampa ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfi, svo mikið er víst - því ég hef eytt tíu árum ævi minnar í að stúdera verri hliðar og áhrif þessa kerfis og kemst að þeirri niðurstöðu að kerfið sem slíkt hafi ekki styrkt sjávarbyggðirnar. En...... ég man að fyrir þremur árum féll mér nánast allur ketill í eld þegar að sjónvarpið og fleiri fjölmiðlar eyddu miklum sjónvarpstíma í að gera grein fyrir afstöðu fjármálamanna sem töldu að kerfið væri gjörsamlega óviðunandi fyrir fjárfesta. Það þyrfti að festa það svo kyrfilega í sessi að menn treystu sér að kaupa hlut í fyrirtækjunum og það væri bara alveg óviðunandi að sjávarútvegsráðherra endurskoðaði heimildirnar reglulega. Það þyrfti bara hreinlega að setja kvótann 12,15 eða 18 ár fast fram í tímann.

Það sauð í mér reiðin, það eitt er víst. Því auðvitað voru Þorsteinn Már og fleiri ötullustu talsmenn þessa ekki að hugsa um móður náttúru, eða hag sjómanna eða hag sjávarbyggðanna þegar þeir fóru svo mikinn fram. Þeir voru að hugsa um hvernig hægt væri að veðsetja meira og kreista peninga útúr enn óveiddum fiski. Finnst fólki það röksemd - eða - rökleysa?

Þeir voru auðvitað þá þegar búnir að veðsetja óveiddan afla þannig að sársauka olli og nú mun það ef til vill koma í ljós þegar að leysa þarf út veðin að erlendir aðilar eiga að miklum hluta hinn óveidda fisk í sjónum. Finnst forráðamönnum þjóðarinnar það góð staða?

Ég þakka fyrir að sjávarútvegsráðherra lét ekki undan þó beittur væri hörðum þrýstingi - en hitt er víst að kapítalistarnir reyndu sitt.


mbl.is Sjávarútvegurinn í raun gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Anna.

Þeir kláruðu að eyðileggja allt.

Þessu verður varla bjargað.

Fólkið er flest bugað og búið að gefast upp.

Ég sé eiginlega ekkert í stöðunni annað en að láta vopnin tala.

Níels A. Ársælsson., 30.11.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Og þá langar mig ekki einu sinni til að ímynda mér hvað hefði orðið hefðu peningamennirnir fengið sínu fram enn eina ferðina. Nóg var nú samt.

Anna Karlsdóttir, 1.12.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband