Breytingarnar verða einnig að koma að innan

Ég vaknaði með gleði í hjarta í morgun, vonbetri um breytingar þó að á brattann sé að sækja.

Fór síðan á fróðlegan fyrirlestur Andrew Cottey á vegum alþjóðastofnunar Háskóla Íslands um Alþjóðlega fjármálakreppu og stöðu Kína í alþjóðasamfélaginu á breytingatímum.

Sá fyrirlestur var býsna fróðlegur. Veldi Kína í heimshagkerfinu hefur styrkst og tekið eðlisbreytingum á 21.öldinni og Kína er nú að fullu þáttakandi í hnattvæðingunni. Kína er ekki bara ein helsta útflutningsþjóð heims heldur er ríkið þáttakandi í fjölhliða alþjóðlegum samningum og stofnunum og í pólítiskum samböndum. Kínverjar hafa umtalsverð bein áhrif í leit að orku og hráefni í öðrum löndum (t.d Súdan, Afrískum ríkjum, Íran og jafnvel hér á Norðurslóðum). Kínverjar taka orðið þátt í þróunarhjálp og eru því í meira mæli orðinn framlagsþjóð fremur en viðtakendaþjóð í því samhengi. Mjög stór fjárfestingarsjóður (China Investment Corporation) tekur þátt í að fjárfesta í viðskiptatækifærum erlendis og notuðu Kínverjar um 30 milljarða Bandaríkjadala til slíks á árinu 2008. Kínverjar beita áhrifum sínum alþjóðlega í  menningarsamskiptamálum í gegnum 220 Konfúsíusarstofnanir sem eru staðsettar um allan heim (Hér á landi er meðal annars ein þeirra). 

Ný heimsmynd blasir við í kjölfar alþjóðlegrar efnahagskreppu þó ekki sé ljóst hvers lags kapítalismi muni verða ríkjandi á komandi árum. Eitt er þó víst að mestar líkur eru á að hið ráðandi þríeyki í viðskiptavöldum heimsins muni verða meira fjölpóla og innan þess munu t.d Bandaríkin missa nokkuð af fyrri stöðu sinni ásamt hugsanlega hlutum af Evrópu. BRIC ríkin (Brasilía, Rússland, Indland og Kína) eru lönd sem mjög líklega verða voldugri en stóru sjö iðnríkin sem nú leggja línur í heimsviðskiptamálum (G7 löndin). Með viðskiptavöldum flytjast einnig pólitísk völd þannig að fyrirséð er að fyrir dyrum standi djúpstæðari breytingar á alþjóðastofnunum sem hingað til hafa nær eingöngu ríkt á vestrænum/bandarískum viðskiptagildum - t.d Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, klúbbur hinna stóru iðnríkja G7, alþjóðagjaldeyrissjóður og heimsbankinn og heimsviðskiptastofnunin (WTO)).

Margt annað áhugavert kom fram.

Settist síðan fyrir framan tölvuna og fékk þá póst frá félagsmiðstöð í Dublin sem að heitir Cultivate Centre og Eric gamall vinur minn úr grænakortinu vinnur við. Einhvern tímann hefur hann smellt mér á póstlistann svo að ég fæ alltaf fréttabréf miðstöðvarinnar send. Ég hef gaman af að sjá hvað menn eru að gera og hugsa þar.

Í dag barst þessi líka voðalega notalega kveðja frá Amma sem hafði verið í heimsókn í miðstöðinni í Dublin. Nei! Hugsaði ég. En gaman þeir eiga líka ömmu í Dyflinni eins við börnin á Íslandi, og ímyndaði mér um leið ástríka, mjúka og vísa ömmu sem alltaf tæki manni brosandi hvernig sem viðraði innan sem utan.

Þegar ég fór að leita mér frekari upplýsinga um hver Amma væri kom í ljós að hún er Indverskur Gúru (svo að hún væri vís eldri kona passaði jú alveg).Hún heitir fullu nafni Sri Mata Amritananda.

top-area2-g

Ég læt fylgja hér fylgja hennar orð. Enda er það víst alveg satt - að ástin er besta ljósið - hún fær okkur til að framkvæma og er því oft hvati að góðum breytingum.

The culprit Amma said was man's obsessive focus on money. "While meditating on money and luxuries, we forget to live," Amma said. "We forget the very love that lends life to life."

Amma went on to say that life is an opportunity provided by God for humans to grow and expand. "That which brings order, purity and meaning to life is man's thoughts and actions," Amma said. "Unfortunately, the only meaning we attribute to life today is as an opportunity to make money. In order to achieve this end, the human intellect is ready to accept any means. No wonder values are deteriorating!"

Amma then explained how spirituality is not opposed to earning money or fulfilling desires, but that one should always maintain a balanced outlook. "Wealth and the ‘human-ness' are two sides of a scale. We need to make sure that they remain balanced," Amma said. "That is the reason why our saints and seers stressed that the pursuit of artha and kama-money and pleasure-should never come at the expense of dharma."

Speaking about deterioration of values in society, Amma said that a change was very much needed.

However she said that the needed change was primarily internal-


mbl.is Breytingar hafa knúið dyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband