Verður Repúblikani forseti næst

Það er mjótt á muninum milli McCain og Obama akkúrat núna en ég vona að Obama takist að merja það í gegn að ná forsetakjöri þó ég hafi verið fylgiskona Hillary Clinton. Næstu ár verða erfið nýjum forseta Bandaríkjanna hvor sem verður kjörinn. Það er rík ástæða til að vænta þess að verði Obama, fulltrúi demókrata kjörin nú muni næst verða kjörin repúblikani vegna þeirra víðsjárverðu tíma og óumflýjanlegu gildisbreytinga sem blasa við. Þær geta reyndar gefið bakslag því það eina sem ljóst er nú er að hver svo sem verður kjörin mun þurfa að ríkja í talsverðum glundroða fjármálakreppu og þess vegna mótvindi. Það er alltaf þægilegra að vera forstjóri/forseti/í fararbroddi þegar vel árar en þegar illa árar. Við eigum mjög ljósa birtingarmynd þess í mörgum forstjórum góðæris hér á Íslandi, bara svo aumkunarverð dæmi séu tekin.

Kannski er of fljótt að spá um að verði Obama fyrir valinu muni það væntanlega þýða tryggingu repúblikans forseta næst þar eð ljóst er að við erum stödd á frekar sögulegum tímum í stjórnmálum þjóða og efnahagsmálum -- en eitt er víst að kvöldið í kvöld er spennandi. 

ÉG vona að Obama verði fyrir valinu þrátt fyrir það. Ég hef trú á kauða þrátt fyrir að hafa verið mikil fylgiskona Hillary á meðan á prófkjöri stóð.


mbl.is Fyrstu kjörstöðunum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband