kveðjur frá Umeaa!

Ég er stödd á ráðstefnu vegna heimskautaársins í vísindum og hug- og félagsvísindahluta rannsókna helguðum árinu. Hér er mikið að gömlum kunningjum sem allir spyrja mig áhyggjufullir hvernig okkur íslendingum muni nú reiða af í fjármálaumrótinu. Ég brosi bara mínu blíðasta og hugga fólk, segi að við Íslendingar séum þrælduglegir og að við munum vinna okkur útúr þessu. Hér finnur maður góða strauma frá Rússum, Svíum, Grænlendingum, Kanadamönnum, Bandaríkjamönnum, Norðmönnum, Dönum, Lettlendingum, Hollendingum og fleirum. Mjög margir þessa fólks á góðar minningar frá Íslandi annað hvort í tengslum við störf á vettvangi Norðuskautsráðsins, utanríkismála fyrir þjóðir sínar eða hafa komið á vegum hinnar frábæru stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Allir tala vel um okkur og óska okkur hins besta. Af þessu má merkja að við erum vel kynnt erlendis og það ekki endilega fyrir glannaskap heldur allt eins fyrir að vera hugsandi fólk sem hefur heilmikið fram að færa í alþjóðastarfi á mismunandi vettvangi.

Ég átti þeirrar gæfu að njóta að hlusta á yndisleg verk Þorkells Stefánssonar, spiluð af Íslensk bandaríska píanóleikaranum Kristínu Jónínu Taylor. Hún var hreint út sagt frábær og ekki spilltu fyrir yndisleg, grallaraleg tónverk Þorkells.  Ég var eini Íslendingurinn í salnum og var stolt af því að eiga svona hæfileikaríka konu sem vill kenna sig við Ísland (þó hún sé alinn upp í BNA) og sem miðlaði verkum Íslensks meistara. Margir gestanna höfðu á orði við mig, m.a Kanadíski sendiherrann, að þetta væri Íslenskt kvöld. Það þótti mér vænt um. Við eigum alveg svakalegan mannauð í fólki sem er margt til lista lagt og hefur lagt mikið á sig til að færa umheiminum hugverk af ýmsu tagi, á ýmsum sviðum lista og vísinda, tækni og þekkingar.

Gleymum ekki því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband